Morgunblaðið - 08.04.2020, Síða 45
MINNINGAR 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2020
✝ Jón GunnarSveinsson
fæddist 10. júlí
1959 í Hafnarfirði.
Hann lést á
krabbameinsdeild
Landspítalans 28.
mars 2020.
Foreldrar hans
voru Sveinn Krist-
jánsson og Val-
gerður Þórunn
Kristjánsdóttir.
Jón á fimm systkini, þau eru a)
Magnea, maki Viðar Hólm,
barn Ástrós Björk,
maki Árni Huldar,
börn Ásdís María,
faðir Hrafn Leó,
Sveinbjörn Viðar
og Steinþór Ári
Árnasynir. b)
Kristján c) Hjalti
Þór, maki Torild,
barn Jórunn. d)
Haraldur Már. e)
Guðrún, maki Ein-
ar, börn Tryggvi
og Kristín.
Útför fór fram í kyrrþey.
Jón frændi, með þessu bæna-
versi kveðjum við þig.
Drottinn, láttu mig dreyma vel
sem dyggan þjón þinn Ísrael
þegar á steini sætt hann svaf
sæla værð hinum náð þín gaf.
(Hallgrímur Pétursson)
Ásdís María, Sveinbjörn
Viðar og Steinþór Ári.
Hann var sannur vinur vina
sinna og örlæti hans í þeirra garð
var takmarkalaust. Við sem vor-
um svo lánsöm að vera í þeim
hópi vorum ekki svikin. Hann
smitaði okkur með einlægri gleði
sinni og var ætíð fyrstur til að
bjóða fram vinnu sína fyrir okkur
hin, oftast óumbeðinn. Við vorum
starfsfélagar í Austurbæjarskóla
um árabil en hittumst líka iðulega
utan starfstíma skólans. Jón naut
þess mjög að ferðast og var mikill
sóldýrkandi. Við minnumst þess
þegar við fórum nokkur saman
vinnufélagar til Krítar eitt sum-
arið. Jón Gunnar lét sig ekki
muna um að bjóða öllum hópnum
út að borða á góðan veitingastað
og var potturinn og pannan í öllu
sem gert var. Annað sumar
dvöldumst við nokkur saman í
Cambridge í tvær vikur og nut-
um þar dásamlegra daga innan
um kýr á beit á grænum grund-
um í miðborginni. Mikið sem var
hlegið dátt í þeirri ferð. Eru þá
ótaldar aðrar ferðir og viðburðir
á vegum skólans þar sem Jón
Gunnar var ómissandi maður.
Betri ferðafélaga og vin var ekki
hægt að hugsa sér, brosandi,
glaðan og gefandi. Samband Jóns
og Guðmundar Sighvatssonar,
skólastjóra og yfirmanns til
margra ára, var einstaklega fal-
legt. Traustið var algert og kær-
leikurinn augljós. Guðmundur
lést fyrir aldur fram árið 2018 og
var það á einhvern hátt táknrænt
að Jón skyldi kveðja þessa jarð-
vist á útfarardegi hans. Svona
eins og til að sýna lokasamstöðu.
Það fer ekki hjá því að hugur
okkar hinna hvarfli líkt og hjá
Þórbergi forðum til allífsins.
Skyldu nú þessir einstaklega lífs-
þyrstu og kátu félagar hafa náð
saman á ný hinum megin?
Vel má vera að Jón Gunnar
hafi farið að kenna þess meins er
að lokum dró hann til dauða fyrir
nokkuð löngu og grunað sem var.
En honum var andstætt að játa
vanmátt sinn og aldrei vildi hann
viðurkenna að hann væri veikur
að ráði. Hann mætti til vinnu
meðan stætt var og mun lengur.
Það leyndi sér ekki að hann var
þjáður, en stóru brúnu augun
urðu enn stærri og full af heilagri
vandlætingu ef maður spurði eft-
ir heilsu hans, sem hann sagði
vera fína, og hvað með það?
Það er bjart yfir minningu
okkar kæra vinar og sárt að horfa
á bak honum fyrir aldur fram. En
við viljum trúa því að hann hafi
verið sáttur á sinn hátt við þetta
verkefni eins og önnur sem hann
tókst á hendur af eðlislægri
bjartsýni og dugnaði. Trúr og
staðfastur. Þannig minnumst við
hans. Hann bar mikla virðingu
fyrir vinnustað sínum. Þar voru
allir jafnir í hans augum, yngri
sem eldri. Mannúð og jöfnuður
hafa löngum einkennt menningu
Austurbæjarskóla og þær dyggð-
ir voru Jóni í blóð bornar. Hann
stóð sína vakt brosandi og glaður
og skipar sér í hóp eftirminni-
legra skólamanna og kvenna sem
gengin eru af þeim bæ. Blessuð
sé minning góðs drengs.
Bragi og Kristín.
Lát flugvélar emja yfir landi og sjó,
skrifa’ á loftin skýjastöfum að hann dó.
(W.H. Auden. Þýð. Þorst. Gylfason)
Veikindastríð Jóns Gunnars
Sveinssonar var bæði langt og
erfitt. Einveran á sjúkrahúsinu
þungbær í skugga Covid 19-veir-
unnar. Að því leyti er gott að
þjáningum hans skuli vera lokið.
En það skal skrifað skýrum stöf-
um, að við sem þekktum hann
einna best eftir margra ára sam-
starf í Austurbæjarskólanum
hörmum örlög hans. Þangað kom
hann árið 1998 og áleit það eitt
mesta lán sitt í lífinu að fá að
starfa þar undir stjórn
Guðmundar Sighvatssonar. Enda
varð þeim vel til vina. „Forlög
koma ofan að, örlög kringum
sveima,“ segir í gamalli rímu. Jón
lést á útfarardegi Guðmundar,
28. mars sl. Jóni þótti vænt um
skólann og eignaðist þar marga
sína bestu vini. Hann var óvenju
fjölhæfur og var trúað fyrir ólík-
um verkefnum, var t.d. skólarit-
ari hluta dags. Þó minnast gamlir
nemendur hans fyrir annað. Um
árabil útbjó Jón gómsætar sam-
lokur til að seðja hungur ung-
linga í frímínútum, þekkti alla
með nafni og nægði að sjá hver
mættur var að borðinu hverju
sinni. Þá greip hann réttu sam-
lokuna og rétti viðkomandi. Oft
bjargaði hann skóladegi þeirra,
sem voru auralitlir. Þeim var
treyst til að borga síðar. Svo mik-
ið veit ég, að sumir höfðu úr litlu
að moða og gleyma þessu seint.
Veganestið úr Fjölbrautaskólan-
um í Breiðholti reyndist Jóni
drjúgt. Þar spreytti hann sig á
matargerð undir styrkri hand-
leiðslu öðlingsins Bryndísar
Steinþórsdóttur. Ekki lét árang-
urinn á sér standa. Jón varð afar
snjall á því sviði. Á sama hátt er
ég þess fullviss, að manngæska
hans og traust til nemenda eigi
eftir að verða þeim gott veganesti
út í lífið. Mennskan var lengstum
eitt af leiðarstefjum Austurbæj-
arskólans. Hvað ungur nemur
gamall temur. Verkin voru látin
tala en minna masað. Jón var
slyngur skólaritari, talnaglöggur
og minnugur. Mundi yfirleitt
hvar allir voru staddir í húsinu
hverju sinni og hverjir voru fjar-
verandi. Minnið nýttist vel þegar
hann aðstoðaði við stundatöflug-
erð. Þar komu stjórnendur ekki
að tómum kofunum. Jón var ljúf-
menni, gamansamur, þótt alvar-
an byggi undir niðri, einlægur,
réttsýnn og mikill vinur vina
sinna. Hann var bóngóður og allt-
af tilbúinn að aðstoða, t.d. þegar
einhver var búinn að flækja
pappírinn í ljósritunarvélinni.
Jón hafði mikinn áhuga á íþrótt-
um. Ég fór tvisvar með honum til
Englands að horfa á knattspyrnu
og ófá skipti sátum við saman við
þá „iðju“ ásamt Guðmundi Sig-
hvatssyni. Mér er minnisstætt
hversu örlátur Jón var. „Ég skal
borga“ sagði hann stundum, eins
og hann þyrfti að losa sig við pen-
ingana. Örlæti hans kom einnig
fram í gjöfum til skólans, ekki
síst bókasafnsins. Jón var mikil-
vægur hlekkur í þeim góða hópi
sem vann í Austurbæjarskólan-
um í upphafi 21. aldarinnar, liðs-
andinn einstakur og fólk tilbúið
að leggja ýmislegt á sig bæði í
leik og starfi. Þá var Jón virkur í
stjórn Hollvinafélags Austurbæj-
arskóla. Vinir hans syrgja látinn
vin en gleyma honum ekki.
Fyrir hönd nokkurra sam-
starfsmanna,
Pétur Hafþór Jónsson.
Jón Gunnar Sveinsson starfaði
við Austurbæjarskóla í rúm 20 ár
og sinnti mörgum mikilvægum
störfum innan skólans.
Síðustu ár vann hann sem
stuðningsfulltrúi og var þar
kennurum til aðstoðar við að
sinna einum eða fleiri nemendum
sem þurftu á sérstakri aðstoð að
halda.
Lagði Jón Gunnar sig fram í
störfum sínum með nemendum
og var í mun að þeir öðluðust
aukna færni og sjálfstæði, jafnt
félagslega sem í námi.
Upp úr hádegi, þegar starfs-
degi Jóns Gunnars í Austurbæj-
arskóla lauk, starfaði hann sem
frístundaleiðbeinandi í
Frístundaheimilinu Drauma-
landi.
Jón Gunnar var réttsýnn mað-
ur, bóngóður og athugull og
sennilega einn af fáum starfs-
mönnum skólans sem þekktu alla
nemendur og jafnvel systkini,
foreldra, afa og ömmu með nafni.
Samband hans við nemendur ein-
kenndist af virðingu og hlýju
enda vissu þeir að til hans gátu
þeir leitað með öll möguleg og
ómöguleg mál.
Jóni Gunnari þótti afar vænt
um skólann sinn og átti í hópi
samstarfsmanna góða vini. Sam-
ferðamenn í Austurbæjarskóla
sjá á bak góðum félaga og kveðja
hann með söknuði og þakklæti.
Ástvinum hans öllum sendi ég
hugheilar samúðarkveðjur.
Kristín Jóhannesdóttir.
Jón Gunnar
Sveinsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
og langamma,
MARÍA BÆRINGSDÓTTIR,
Skólastíg 14a, Stykkishólmi,
lést á Sjúkrahúsinu í Stykkishólmi
þriðjudaginn 31. mars.
Í ljósi aðstæðna mun útför hennar fara fram í kyrrþey.
Minningarathöfn verður haldin síðar.
Þeim sem vilja heiðra minningu Maríu er bent á Minningarkort
Dvalarheimils aldraðra í Stykkishólmi, s. 433-8165, til stuðnings
félagsstarfi eldri borgara.
Árþóra Ágústsdóttir Þorsteinn Gunnarsson
Harpa Ágústsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
RAGNAR INGI HARALDSSON
bifreiðarstjóri, Grundarfirði
Kistulagning með nánustu aðstandendum
og bálför fór fram þriðjudaginn 7. apríl.
En vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verður útför í sumar.
Nánar auglýst síðar.
Þökkum auðsýndan hlýhug.
Aðstandendur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ARNDÍS LILJA NÍELSDÓTTIR,
Boðahlein 10, Garðabæ,
lést á líknardeild LHS í Kópavogi aðfaranótt
3. apríl.
Útför fer fram þriðjudaginn 21. apríl klukkan 13.
Vegna aðstæðna í samfélaginu verður streymt frá athöfninni og
hægt er að hafa samband við aðstandendur og fá aðgang að
henni. Stefnt er að minningarstund síðar þegar aðstæður leyfa.
Kristjana Þ. Ásgeirsdóttir Guðni Gíslason
Guðrún Ásgeirsdóttir Guðmundur Tómasson
Lilja Petra Ásgeirsdóttir Erlendur M. Magnússon
Guðlaug Ásgeirsdóttir Eiríkur Arnarson
Níels Árni Ásgeirsson Denice Baker
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
GUÐMUNDUR JÓHANNESSON,
bóndi Helguhvammi,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á
Hvammstanga þriðjudaginn 31. mars.
Útförin fer fram í Hvammstangakirkju miðvikudaginn 8. apríl
klukkan 14. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða bara nánustu
aðstandendur viðstaddir. Hægt er að hafa samband við
aðstandendur til að fá aðgang að streymi frá athöfninni, einnig
verður útvarpað á fm 106,5 á Hvammstanga.
Helga Magnúsdóttir
Elín Kristín Guðmundsdóttir Ólafur Benediktsson
Þorbjörg Vigdís Guðmundsd. Sigtryggur Sigurvaldasson
Sigurður M. Guðmundsson María Inga Hjaltadóttitr
og barnabörn
Kær móðir okkar og sambýliskona,
JÓNA KJARTANSDÓTTIR,
Akureyri,
lést laugardaginn 28. mars.
Kistulagning og bálför hafa farið fram.
Útför fer fram síðar þegar aðstæður
í þjóðfélaginu leyfa.
Pétur Stefánsson
Emil Helgi Pétursson
Sigurrós Pétursdóttir
Sigurður Örn Bergsson
Hólmfríður Jóhanna Steinþórsdóttir
Lilja Steinþórsdóttir
Steinþór Steinþórsson
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
ELÍ BÆRING EINARSSON,
fyrrverandi sjómaður og
hreingerningarmaður,
lést á Hrafnistu 23. mars.
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu fór útförin fram í kyrrþey.
Guðbjörn Lárus Elíson Amanda Ingibjörg Einarsdóttir
Páll Rúnar Elíson Yvonne Elíson
Elín Elídóttir Axel Ólafsson
Sólrún Elídóttir Einar Guðlaugsson
Guðrún Erna Ingimundard. Gunnar Erik Gulsrud
Svanur Elíson Agnes Gunnarsdóttir
Einar Bæring Elíson Sæunn Sævarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GISSUR SIGURÐSSON
fréttamaður,
lést á Landspítalanum aðfaranótt 4. apríl.
Jarðarför hans verður frestað um óákveðinn
tíma vegna samkomubanns og auglýst
síðar.
Guðbjörg Gissurardóttir Jón Árnason
Gissur Páll Gissurarson Sigrún Daníelsdóttir Flóvenz
Jón Grétar Gissurarson Björg Alfa Björnsdóttir
Hrafnhildur Gissurardóttir
Helga Auðardóttir Frank Hall
barnabörn
Elsku bróðir okkar, mágur og frændi,
JÓN GUNNAR SVEINSSON
Skipholti 28,
lést laugardaginn 28. mars á
krabbameinsdeild Landspítalans við
Hringbraut.
Útförin fer fram í kyrrþey.
Magnea, Kristján, Hjalti Þór, Haraldur Már og Guðrún
og aðrir aðstandendur