Morgunblaðið - 08.04.2020, Síða 47

Morgunblaðið - 08.04.2020, Síða 47
Kennari í íslensku og íþróttum í Laugalands- skóla í Holtum 2020-2021 Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi sem getur unnið með okkur að einkunnarorðum skólans; „samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi“. Þar er lögð áhersla á sjálfstæð og gagnrýnin vinnubrögð, með sérstakri áherslu á félagsþroska nemenda. Kennsluréttindi og hæfni í mannlegum samskiptum eru nauðsynleg. Laugalandsskóli er í um 90 km fjarlægð frá Reykja- vík í fögru umhverfi í Holtum. Þar eru margvísleg tækifæri til þess að njóta útiveru og náttúru. Leik- skóli er rekinn á Laugalandi og öll venjuleg þjónusta er á Hellu. Húsnæði í nágrenni. Umsóknarfrestur er til 17. apríl 2020. Veffang: http://www.laugaland.is Netfang: laugholt@laugaland.is Upplýsingar veitir skólastjóri í vs. 487-6540 og gsm. 896-4841. Komdu að vinna með okkur! Lausar stöður fyrir skólaárið 2020-2021 • Umsjónarkennarar á yngsta stigi (1.-4. bekkur), miðstigi (5.-7. bekkur) og efsta stigi (8.-10. bekkur), 100% stöður. • Kennarar í leiklist, 2 stöður (60% og 100% staða). • Tónmenntakennari á yngsta stigi, 46% staða. • Náms- og starfsráðgjafi (100% staða). Við leitum að metnaðarfullum einstaklingum með mikla hæfni í mannlegum samskiptum, góða íslenskukunnáttu og brennandi áhuga á grunnskólastarfi. Reynsla af teymisvinnu er mikilvægur eiginleiki. Í Vallaskóla eru yfir 630 nemendur í 1.-10. bekk og yfir 100 starfsmenn, sjá www.vallaskoli.is. Sótt er um stöðuna á vef Sveitarfélagsins Árborgar, http://starf.arborg.is Upplýsingar veitir Guðbjartur Ólason skólastjóri (gudbjartur@vallaskoli.is). Umsóknarfrestur er til og með 17. apríl 2020 og ráðið verður í störfin frá og með 1. ágúst 2020. Störfin henta jafnt körlum sem konum. Launakjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 9 þúsund íbúar, þar af um 2000 börn í fimm leikskólum og þremur grunnskólum. Í sveitarfélaginu er unnið að styrkingu heildstæðrar nærþjónustu við börn, foreldra og skóla. Lögð er áhersla á faglega forystu í anda lærdómssamfélagsins, snemmtæka íhlutun, samstarf skóla og stofnana um umbótastarf og þróun úrræða fyrir börn. Nánari upplýsingar um sveitarfélagið, fjölskyldusvið og Skólaþjónustu Árborgar má finna á www.arborg.is. Framkvæmdastjóri Capacent — leiðir til árangurs Þjónustuskrifstofa FS er þjónustueining fyrir fimm aðildarfélög Bandalags háskólamanna: Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins, Félag íslenskra félagsvísindamanna, Fræðagarð, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga og Stéttarfélag lögfræðinga. Samtals eru félagsmenn nálægt 4800. Nánari upplýsingar má finna hér: www.stett.is Upplýsingar og umsókn capacent.com/s/24625 Menntunar- og hæfniskröfur: Háskólamenntun/háskólapróf á sviði viðskipta, hagfræði, stjórnunar eða sambærileg menntun. Yfirgripsmikil þekking á vinnumarkaðsmálum og innsýn í breytingar sem eru framundan í þeim. Yfirgripsmikil þekking á starfsemi og starfsumhverfi stéttarfélaga. Stjórnunarreynsla og reynsla af störfum félagasamtaka. Þekking á samningagerð og reynsla af samningavinnu. Frumkvæði og metnaður til árangurs í starfi. · · · · · · · · · · · · · · Umsóknarfrestur 16. apríl Starfs- og ábyrgðarsvið: Daglegur rekstur skrifstofu og félaga. Starfsmannahald skrifstofu. Undirbúningur, gerð og eftirfylgni kjarasamninga. Þjónusta og upplýsingagjöf til félagsmanna. Móttaka og meðhöndlun gagna. Undirbúningur funda og gagnaöflun. Seta í nefndum og stjórnum í umboði skrifstofu og félaga. Ýmis tilfallandi verkefni og samskipti fyrir hönd aðildarfélaganna. Þjónustuskrifstofa FS leitar að öflugum framkvæmdastjóra til starfa. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf sem reynir á frumkvæði og ríka samskiptahæfni. Hlutverk FS er að þjónusta fimm stéttarfélög háskólamenntaðra sérfræðinga og gæta hagsmuna þeirra og félagsmanna. Framkvæmdastjóri heyrir undir stjórn FS og ber ábyrgð á þjónustuskrifstofu félaganna. Viðkomandi starfar náið með formönnum aðildarfélaganna að markmiðum FS. Leitað er að einstaklingi til að stýra og móta starfsemi mjög sjálfstæðra sérfræðinga í margþættu og síbreytilegu umhverfi.        atvinna@mbl.is • Sölufulltrúi • Richard Richardsson, richard@mbl.is, 569 1391

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.