Morgunblaðið - 08.04.2020, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2020
Faxaflóahafnir sf. auglýsa laust til umsóknar starf hafnarstjóra.
Hafnarstjóri er framkvæmdastjóri Faxaflóahafna, ber ábyrgð á daglegum rekstri og leiðir
starfsemi Faxaflóahafna í samráði við stjórn. Hlutverk hans er að stuðla að stöðugum
umbótum í takt við framsækna og nútímalega hafnarþjónustu.
Leitað er að leiðtoga með gott orðspor, getu til að takast á við margvíslegar aðstæður og
brennandi áhuga á verkefnum Faxaflóahafna.
HAFNARSTJÓRI
Ábyrgðarsvið hafnarstjóra
• Daglegur rekstur félagsins í umboði
hafnarstjórnar
• Yfirmaður allra starfsmanna Faxaflóahafna
• Ábyrgð á að fjárhags- og fjárfestingaáætlun
sé fylgt og ábyrgð á fjárreiðum félagsins
• Samskipti og upplýsingagjöf til hafnarstjórnar
• Samskipti við eigendur, sveitarstjórnir,
ríkisvaldið og atvinnulífið
• Vinnur störf sín að öðru leyti í samræmi við
ákvæði hafnalaga og hafnarreglugerða og
samþykktir hafnarstjórnar
Menntunar- og hæfnikröfur
• Víðtæk reynsla af stjórnun og rekstri, þar með
talið breytingastjórnun
• Reynsla af stjórnun viðamikilla verkefna og
áætlana
• Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist
í starfi
• Þekking á opinberri stjórnsýslu, hafnamálum,
skipulags- og umhverfismálum æskileg
• Frumkvæði, drifkraftur og metnaður til að ná
árangri
• Leiðtogahæfni og færni til að hvetja aðra til
samstarfs og samvinnu
• Lipurð og færni í mannlegum samskiptum
• Hæfni til að tjá sig skipulega í ræðu og riti
á íslensku og ensku. Kunnátta í öðrum
tungumálum er kostur
Faxaflóahafnir sf. eru sameignarfélag
í eigu fimm sveitarfélaga,
Reykjavíkurborgar sem er stærsti
eigandinn, Akraneskaupstaðar,
Hvalfjarðarsveitar, Borgarbyggðar og
Skorradalshrepps. Faxaflóahafnir sf.
eiga og reka fjórar hafnir, Reykjavíkurhöfn,
Grundartangahöfn, Akraneshöfn og
Borgarneshöfn.
Hjá fyrirtækinu vinna um 70 manns
en Faxaflóahafnir sf. annast almenna
hafnarþjónustu við skip og eiga m.a.
fjóra dráttarbáta.
Allar nánari upplýsingar má finna
á www.faxafloahafnir.is
Umsóknarfrestur er til og með 29. apríl nk. Einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um starfið.
Umsóknir með ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi óskast fylltar út á hagvangur.is.
Vísindi á vakt
Hjá Veðurstofu Íslands starfar öflugur hópur fólks sem hefur það hlutverk að stuðla að
bættu öryggi almennings, eigna og innviða gagnvart öflum náttúrunnar. Því hlutverki
sinnir starfsfólk Veðurstofunnar með vöktun lofts, láðs og lagar, byggðri á öflun og
greiningu gagna, rannsóknum, þróun og miðlun upplýsinga. Jafnframt er það hlutverk
Veðurstofunnar að styðja sjálfbæra nýtingu náttúrunnar og samfélagslega hagkvæmni.
Nánari upplýsingar um Veðurstofu Íslands má finna á vedur.is
Veðurstofa Íslands óskar eftir að ráða í tvö ný störf hópstjóra á Upplýsingatæknisviði Veðurstofu Íslands:
Hópstjóri þróunar og DevOps og hópstjóri kerfisreksturs og notendalausna
„Framsækni og áreiðanleiki“ eru tvö af gildum Veðurstofu Íslands og endurspeglast þau í víðtæku starfsumhverfi Upplýsingatæknisviðs.
Sviðið sér um hugbúnaðarþróun, kerfisþróun og DevOps, rekstur mjög fjölbreytts upplýsingatækniumhverfis s.s. fjöldi sérkerfa, gagnagrunna
og fl., auk notendaþjónustu með fjölda Linux útstöðva.
Eins leggur Upplýsingatæknisvið til sérfræðiþekkingu og ráðgjöf á vettvangi upplýsingatækni sem styður við hlutverk Veðurstofu Íslands sem
sinnir eftirliti og rannsóknum á náttúru Íslands. Á sviðinu starfa að jafnaði 18 starfsmenn.
Við leitum að einstaklingum með háskólapróf og framhaldsmenntun sem nýtist í starfi, s.s. í tölvunarfræði, verkfræði
eða sambærilegu. Meginhlutverk hópstjóranna er að veita faglega forystu og bera ábyrgð á verkstýringu verkefna.
Hópstjórarnir eiga einnig að sinna sérfræðistörfum og samskiptum við innri og ytri þjónustuþega Upplýsingatæknisviðs.
Ef þú hefur áhuga á að styðja vísindamenn Veðurstofu Íslands við vöktun og rannsóknir á veðri, vatni, jöklum, eldgosum, jarðskjálftum og
loftslagsbreytingum, þá skaltu kynna þér starfið á Starfatorginu – starfatorg.is en þar eru að finna nánari hæfniskröfur sem gerðar eru í störfin.
Umsóknarfrestur er til og með 20. apríl nk.
– á Upplýsingatæknisviði
TVÖ NÝ SPENNANDI STÖRF HÓPSTJÓRA
Gildi Veðurstofunnar eru
þekking áreiðanleiki,
framsækni og samvinna.
Ráðningar hjá stofnuninni taka
mið af þessum gildum.