Morgunblaðið - 08.04.2020, Page 54
54 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2020
60 ára Emil ólst upp á
Húsavík en býr í
Reykjavík. Hann er
Cand.oecon í við-
skiptafræði frá HÍ og
MBA frá San Diego
State University. Emil
er stjórnarformaður
Arctic Trucks.
Maki: Rikke Elkjær Knudsen, f. 1962 í
Danmörku, vinnur við þróun lyfja hjá
Novartis.
Dætur: Emma Soffía, f. 1997, og Anna
Björk, f. 2002.
Foreldrar: Anna Jeppesen, f. 1939, d.
2015, kennari, og Grímur Leifsson, f.
1936, d. 2019, rafvirkjameistari. Þau
voru búsett á Húsavík og í Reykjavík.
Emil Grímsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Vertu óhræddur við að kanna nýjar
leiðir og taka einhverja áhættu. Einhver ann-
ar gæti reynt að hagnast á vinnu þinni.
20. apríl - 20. maí
Naut Láttu ekki hvatvísina ráða ferðinni því
þá áttu víst að sitja uppi með óþægindi. Ein-
hver óánægja kemur upp varðandi ákvarð-
anir þínar í starfi.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það þarf kjark til þess að komast
áfram og þú getur ekki ætlast til þess að aðr-
ir vinni verkin fyrir þig. Sumir dagar eru bara
þannig að þeir eiga að fá að líða sem fyrst.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú gætir staðið frammi fyrir erfiðum
málum á vinnustað en þú hefur alla burði til
að takast á við þau.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er óþarfi að bugast þótt allt gangi
ekki upp eins og best verður á kosið. Láttu
það eftir þér að gera eitthvað það sem hugur
þinn stendur til.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er smámisræmi í því hvernig þú
sérð þig og hvaða augum allir aðrir í heim-
inum líta þig. Hugaðu að því hvernig þú kem-
ur fram við þína nánustu.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þótt margt mætti vera öðruvísi en það
er núna hefurðu fulla ástæðu til að þakka
það sem þú hefur. Vertu opin/n fyrir nýjum
tækifærum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er eitthvert valdatafl í gangi
í kringum þig svo þér er skapi næst að gefast
upp. Ekki láta ótta þinn við höfnun halda aft-
ur af þér.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú verður að geta tekið ut-
anaðkomandi áreiti, annars áttu á hættu að
missa tökin. Einbeittu þér að því að taka til í
þínum ranni.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú ert ekki nógu hörð/harður í
samskiptum við aðra og þyrftir að taka þig á
og vera fastari fyrir.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú ert á ferðinni og þeim mun
minni farangur sem þú hefur, því betra. Not-
aðu innsæi þitt til þess að stjórna og beina
tilfinningunum í þá átt að skapa betri fram-
tíð.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er nauðsynlegt að meta málin
með reglulegu millibili. Mundu að það eru
miklar líkur á því að vinnuaðstæður þínar
muni breytast til batnaðar á árinu.
samfélags- og efnahagsmál“ 2004 og
var hann stjórnarformaður fyrstu
fimm árin. Rannsóknarmiðstöðin
hélt margar ráðstefnur og gaf út sjö
bækur. M.a. lét hún þýða og gefa út
„Mystery of Capital“ eftir perúíska
hagfræðinginn Hernado de Soto.
Frá 1999 hefur Jóhann verið í
stjórn Grundar, hjúkrunarheimilis,
og síðan 2003 sem stjórnarformaður.
Menningarmál og áhugamál
Jóhann hefur mjög gaman af óp-
erutónlist. „Ég sé allar óperur þegar
færi gefst, hérlendis og erlendis. Ég
var meðstofnandi Wagnerfélagsins á
Íslandi og hef setið í stjórn þess frá
upphafi. Ég beitti mér innan félags-
ins til að fá dr. Árna Björnsson, þjóð-
háttafræðing til að skrifa um hvaða
áhrif íslenskar bókmenntir höfðu á líf
og starf Richards Wagners. Árang-
urinn varð bók Árna, „Wagner og
Völsungar“ sem Mál og menning gaf
út. Niðurstaðan var að rekja mátti
80% af efni Niflungahrings Wagners
til íslenskra bókmennta. Þessi bók
hefur verið þýdd á þýsku og ensku.“
Árið 1993 hafði Jóhann frum-
kvæðið að því að haldin var mál-
verkasýning í samstarfi við Gallery
og 1986-1989; í stjórn Verzlunarráðs
Íslands 1970-1992, þar af í fram-
kvæmdastjórn frá 1976 og formaður
1986-1992. „Á Verzlunarráðs árum
mínum var Guðjón B. Ólafsson, for-
maður Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga. Við frændurnir, úr
Svarfaðardal og frá Hnífsdal, vorum
því samtímis forustumenn stærstu
fyrirækjasamtaka landsins. Sam-
bandið átti í miklum erfiðleikum um
þær mundir og hafði ég stungið upp á
því í blaðagrein að samvinnumenn
breyttu sínum fyrirtækjum í hluta-
félög. Guðjóni leist vel á það en því
miður var orðið of seint að bregðast
við.“
Jóhann hefur jafnframt fjárfest í
öðrum fyrirtækjum og má þar nefna
Stöð 2 þar sem hann var í stjórn og
stjórnarformaður 1990-1993. Hann
fjárfesti einnig í Áburðarverksmiðj-
unni hf., þegar hún var einkavædd og
sat í stjórn hennar. Hann hefur setið
í fleiri stjórnum svo sem Flugleiðum,
Ísafoldarprentsmiðju hf., Húsi versl-
unarinnar og Viðskiptum og verslun,
sem fékk Jakob Ásgeirsson til að
skrifa bókina „Þjóð í hafti“.
Jóhann var einn af stofnendum
„RSE, Rannsóknarmiðstöðvar um
J
óhann J. Ólafsson fæddist í
Reykjavík 8. apríl 1935 og
ólst upp á Öldugötu 18 í
Vesturbænum. „Sex ára
var ég sendur til Valdimars
móðurafa míns í Hnífsdal sem kenndi
mér að lesa og skrifa. Þar var ég á
annað ár en að því loknu var ég send-
ur til Flateyrar þar sem ég var hjá
hjónunum Ásu Álfsdóttur og Páli
Kristjánssyni útgerðarmanni.“ Þar
var Jóhann í þrjú sumur. „Seinna var
ég sendur til Einars Markússonar,
bónda á Keldhólum austur á Héraði
og Bjargar Jónsdóttur konu hans og
var þar eitt sumar. Allar þessar fjar-
vistir höfðu góð og djúp áhrif.“
Að námi loknu í Miðbæjarbarna-
skólanum við Tjörnina innritaðist
Jóhann í Verzlunarskóla Íslands og
útskrifaðist þaðan sem stúdent 1956.
Þá innritaðist hann í lagadeild Há-
skóla Íslands en gerði hlé á námi sínu
til að vinna við fjölskyldufyrirtækið
Jóhann Ólafsson & Co, sem faðir
hans stofnaði 1916.
Jóhann ætlaði að hefja laganámið
aftur 1963 en þá andaðist faðir hans.
Jóhann þurfti því að taka við rekstri
fjölskyldufyrirtækisins 27 ára gam-
all. „Til að ljúka laganáminu kom
æskuvinur minn, Sigurður Gizurar-
son, mér til hjálpar. Á morgnana yfir
veturinn mætti Sigurður í háskólann
en ég vann í fyrirtækinu í stað þess
að mæta í tíma og lásum við lögfræð-
ina saman eftir hádegi. Þetta tókst
frábærlega og lukum við lögfræði-
prófi í janúar 1967.“ Við andlát Jó-
hanns Ólafssonar hafði Gaukur Jör-
undsson borgardómari beðið Jóhann
yngri að taka sæti í sjó- og versl-
unardómi Reykjavíkur. Þar sat hann
í 30 ár.
Starfsferillinn
„Að laganámi loknu var fullur
kraftur settur á verslunarstörfin og
fyrirtækjareksturinn. Nýtt húsnæði
var byggt í Sundaborg. Jafnframt
fyrirtækjarekstri hófust ýmis félags-
störf fyrir verslunarstéttina.“
Jóhann sat í stjórn Félags ís-
lenskra stórkaupmanna 1969-1977
þar af varaformaður 1975-1977; í
stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
1970-1992, þar af formaður 1980-1983
Fold á málverkum Haraldar Bilson
og kynna þennan íslenska listamann
fyrir löndum sínum.
Á áttunda áratug síðustu aldar
fannst í Augsburg í Þýskalandi hand-
rit Konrads Maurers af ferð hans til
Íslands árið 1858. Þetta handrit hafði
verið glatað í meira en heila öld.
Jóhann hafði frumkvæði að þýðingu
þess og útgáfu í samvinnu við Ferða-
félag Íslands 1997, á 70 ára afmæli
þess. Einnig stofnaði hann Konrad
Maurer-félag á Íslandi 2019 og hefur
staðið fyrir Maurer-ferðum á vegum
FÍ árlega síðan 2014.
Árið 2006 beitti Jóhann sér fyrir
fjármögnun og útgáfu Lögfræðiorða-
bókar, sem kom út árið 2008 á aldar
afmæli lagakennslu á íslandi. Bók
þessi var gefin út af Lagastofnun
lagadeildar HÍ.
„Áhugamál mín hafa mest verið
ferðalög innanlands og gönguferðir
um óbyggðir Íslands, þó mest í ná-
grenni Reykjavíkur.“
Fjölskylda
Jóhann kvæntist 28.10. 1967 Guð-
rúnu Jónsdóttur ljósmóður, f. í
Reykjavík 20.2. 1943. Hún er dóttir
Jóns J. Brynjólfssonar sútunarmeist-
Jóhann J. Ólafsson stjórnarformaður – 85 ára
Stórfjölskyldan Fremri röð f.v. Emil Martin Portal, Margrét Jóhanna Jó-
hannsdóttir, Jóhann Tómas Portal, Guðrún Jónsdóttir, Guðrún Gná Nielsen,
Jóhann J. Ólafsson, Þórdís Una Nielsen, Ásta Guðrún Jóhannsdóttir sem sit-
ur með Sindra Birni Nielsen. Aftari röð f.v. Lára Isabelle Portal, Marc
André Portal, Hugo Pétur Portal, Jón Árni Jóhannsson, Andrés Nielsen.
Afmæli í sjálfskipaðri sóttkví
Ljósmynd/Sigurjón Pétursson
Hjónin Jóhann og Guðrún.
Ljósmynd/Ljósmyndir Rutar og Silju
40 ára Gói ólst upp í
101 Reykjavík en býr
í Kópavogi. Hann er
leikari að mennt frá
Listaháskóla Íslands
og er leikari í Þjóð-
leikhúsinu en er í
fæðingarorlofi.
Maki: Ingibjörg Ýr Óskarsdóttir, f.
1984, ljósmóðir á Landspítalanum.
Börn: Óskar Sigurbjörn, f. 2008, Krist-
ín Þórdís, f. 2011, og Ari Steinn, f.
2019.
Foreldrar: Karl Sigurbjörnsson, f.
1947, fyrrverandi biskup Íslands, og
Kristín Guðjónsdóttir, f. 1946, fyrrver-
andi bankastarfsmaður. Þau eru búsett
í Reykjavík.
Guðjón Davíð Karlsson
Til hamingju með daginn
Kópavogur Ari Steinn
Guðjónsson fæddist á
Landspítalanum 29. októ-
ber 2019. Hann vó 3.790 g
og var 52 cm langur. For-
eldrar hans eru Guðjón
Davíð Karlsson og Ingi-
björg Ýr Óskarsdóttir.
Nýr borgari