Morgunblaðið - 08.04.2020, Síða 59

Morgunblaðið - 08.04.2020, Síða 59
MENNING 59 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2020 Kvikmyndagerðarmaðurinn og rithöfundurinn Þorsteinn J. hefur verið að hlusta á áhugaverðar sögur og horfa á þætti sem hann mælir með. „Fyrsti leikur í stöðunni er að slökkva á frétt- um, því það eru engir fleiri fréttavinklar á þessu ástandi og hægur vandi að fiska helstu fréttatilkynn- ingar upp á net- inu. Starfið er að sitja þetta af sér, afplána þessa þrjátíu daga, sem í raun og veru eru þrjátíu sömu útgáfurnar af föstudeginum langa. Það þarf samt ekki að þýða eintóm leiðindi því nú gefst loksins tími til að næra sálina og sökkva sér í sjónvarpsþætti og bækur sem gleymdist að lesa. Ég freistast reyndar núorðið til að láta frekar lesa fyrir mig, hef ný- verið farið í gegnum The Silent Patient eftir Alex Michaeldies og American Dirt eftir Jeanine Cummins. Ég mæli frekar með þeirri seinni, þótt ekki væri nema fyrir upphafssenu bókarinnar sem er ótrúlega sterk, og svo finnst mér ástæða til að standa með höf- undinum sem hefur mátt þola endalausar árásir fyrir að vera ekki fædd í landinu sem hún er að skrifa um. Vinir mínir vís- uðu mér svo á Istanbúl eftir Orhan Pamuk, ótrúlega fín endurminn- ingabók. Ég þarf að fara þangað aftur er það fyrsta sem ég hugsaði þegar höfundur fór að draga upp sviðsmyndir borg- arinnar, söguna og fólkið, því það eru þrjátíu ár síðan ég kom þang- að í fyrsta og eina skiptið. Það skemmir reyndar aðeins fyrir sögunni að leikarinn sem les sög- una er ótrúlega upptekinn af því að lesa hratt og hann reykspólar í gegnum verkið eins og kvartmílu- kappi. Þannig að ég verð trúlega að kaupa bókina og lesa hana eft- ir allt saman, sem er bara mátu- legt á mig. Svo er ég búinn að bíða í allan vetur eftir framhaldinu á West- world, þriðju þáttaröðinni sem HBO er að senda út núna í smá- skömmtum. Þetta eru marg- slungnir þættir og stútfullir af spennandi hugmyndum um veru- leikann, þessa fyrirfram ákveðnu hringrás sem líf okkar er fast í. Ef lesendur hafa ekki séð þetta þá er hægur vandi að eyða næstu vikum í að fiska upp þáttaröð eitt og tvö. Þeim tíma væri vel varið.“ Mælt með í samkomubanni AFP Umtöluð Kápa skáldsögunnar Am- erican Dirt eftir Jeanine Cummins. Hugsað til Istan- búl og Westworld Westworld Þorsteinn beið lengi eftir framhaldi þáttanna vinsælu. Orhan Pamuk mér fannst ég finna marga þræði á milli þeirra þrátt fyrir að nær tvær aldir skildu þá að, þræði sem ég komst svo að því að voru raunveruleg- ir frá Debussy til Rameau.“ Inn í dýpsta skáldskapinn Víkingur heldur áfram og segir frá Debussy, sem starfaði samhliða tón- smíðum á fyrri hluta ferilsins sem tón- listargagnrýnandi og var mjög ákveð- inn í skoðunum. „Hann hikaði ekki við að andmæla verkum manna á borð við Beethoven og Wagner. En Rameau var hans stóra tónlistarlega ást og á einum stað skrifar Debussy að Ram- eau sé „maður okkar tíma“. Og við að lesa um það ákvað ég endanlega að skapa einhverskonar samtal milli þessara manna, gera þá næstum að samtímamönnum,“ segir Víkingur og bendir á lokaverk plötunnar, „Hom- mage à Rameau“, þar sem Debussy vottar hinu tónskáldinu virðingu sína. „Mér hefur lengi þótt rætur Debussy liggja dýpra í barokkhefðinni en margir virðast átta sig á. Að kalla hann impressjónista er of mikil ein- földun. Það eru þessi ótrúlegu hlutföll, hárfínn mekanismi og handbragð sem einkenna alla tónlistina hans, hann vefur framsækna hljóma sína oft inn í hrein barokkform, tokkötur og annað slíkt. Verkin sem ég valdi á plötuna sýna hann í þessu barokkljósi. Samhliða því að vera formbyltingarmaður þá var Debussy maður fortíðarinnar. Þeir sem breytt hafa gangi tónlistarsögunnar eiga sameiginlegt að hafa gjörþekkt það sem þeir voru að bylta, og þótt vænt um það. Rameau er skilgreindur sem faðir franskrar hljómfræði, næstum 200 árum á undan Debussy, og Debussy tekur þá hljómfræði og kast- ar henni út um gluggann – en gerir það af ást og væntumþykju,“ segir Víkingur. „Og Debussy hafði meiri áhuga á Rameau og barokkinu en klassíska tímanum eða rómantíkinni, og var mjög meðvitaður um að finna sinn eig- in þráð og tón: þessir tveir menn eiga það í raun meira sameiginlegt en nokkuð annað að þeir spurðu sjálf- stæðra spurniga og leituðu eigin svara, öpuðu sannarlega ekki eftir samtímamönnum sínum. Mér finnst ekki vera einn fyrirsjánlegur taktur í tónlist þeirra, sem er í sjálfu sér stór- merkilegt. Það á ekki síður við um Rameau, sem starfaði þó á barokktím- anum þegar unnið var mikið með fyrirfram gefin form – hann gaf sig aldrei formunum á vald. Þess í stað ögraði hann ávallt forminu og fann leiðir út úr því, sem er stórkostlega spennandi. Við að spila Rameau fer maður inn í dýpsta skáldskapinn.“ Platan er sjálfstætt listaverk Ekki síður en á plötunni með verk- um Bachs vekur athygli hvað Vík- ingur byggir samspil verkanna upp með óvenjulegum hætti. „Fyrir mér er það að setja saman plötu sjálfstætt listaverk,“ segir hann til skýringar. „Mér finnst það vera svolítið sambærilegt við að vera sýn- ingarstjóri í myndlist og snýst um að raða verkum upp í samhengi svo þau varpi ljósi á hvert annað, á áreynslu- lausan hátt. Og vonandi verða til margskonar merkingar á sama tíma. Ég spilaði heildarhljómborðsverk beggja tónskálda oft yfir og reyndi að finna út nákvæmlega hvar mér fynd- ist samtalið liggja – og auðvitað er ég um leið þátttakandi í samtalinu. Þetta er þriggja manna tal. Ég hugsa plöt- una þannig séð sem eitt tónverk, og þá hreinlega eins og leikhúsverk. Hún hefst á forleik eftir Debussy sem hann umritaði sjálfur fyrir píanó úr kantötu sem hann hafði samið löngu fyrr, og ég held að þetta sé ein fyrsta útgefna upptakan á forleiknum fyrir píanó. Mér finnst gaman að byrja plötu á verki eftir Debussy sem hann umrit- aði sjálfur og fólk hefur aldrei heyrt.“ Víkingur kaus að enda téðan forleik ekki eins og í umritun tónskáldsins heldur eins og í upphaflega for- leiknum fyrir hljómsveit, „á opnum hljómi í e-moll og þá er sem tjöldin séu dregin frá sviðinu og þar birtast óvænt fuglar Rameau, í „Le Rappel des oiseaux“. Og eftir það er öll platan byggð upp eins og við séum stödd í óperu eða leikhúsi. Þetta er svo leik- og myndræn tónlist hjá þeim báðum; Rameau er mikið með náttúrustemn- ingar og þorpssenur – hann semur um þorpsmeyna, hænur, villimenn og kýklópa … Og Debussy er á svip- uðum miðum, semur um regn í görð- um, fótspor í snjó, stúlkuna með hörg- ula hárið og vatnagyðju. Þeir vinna með stórkostlega myndræn lagaheiti; fyrir mér eru þau eins og einnar línu ljóð. Eins og fyrrnefnt „Samtal fuglanna“ eftir Rameau, þar sem hann fangar stemninguna í tónum, með einn fugl í hægri hendi og annan í vinstri. Það er einstök snilld og ólík öllu öðru sem var samið á þeim tíma. Plötunni lýkur með eftirmála, fyrr- nefndri hyllingu Debussy á Rameau, sem mér finnst vera eitthvert falleg- asta „homage“ tónlistarsögunnar, svo einstaklega dulúðugt og fallegt, í raun alveg ólýsanlegt listaverk.“ Að lifa sannkölluðu draumalífi Eftir að hafa verið í mörgum viðtöl undanfarið kveðst Víkingur verða orðinn „ansi sjóaður að tala um tónlist í símann“. Og langar að fara að skrifa. „Ég er með boð frá Guardian um að skrifa grein um samtal Debussy og Rameau en verð að taka fram að ég fæ þar mikla hjálp frá konunni minni sem er margfalt ritfærari en ég.“ Og það leiðir aftur talið að breyt- ingunum núna á lífi Víkings. „Ég hef auðvitað verið að lifa sann- kölluðu draumalífi, þótt það sé mjög krefjandi og mikið stress á stundum,“ segir hann. „Þetta er að minnsta kosti það líf sem mig dreymdi um. Það eru mikil forréttindi að fá að spila í öllum þessum tónlistarhúsum, að vera staðarlistamaður við Konzerthaus í Berlín í vetur og svo í Southbank í London á næsta ári … Og nú þegar allt er stopp um sinn sé ég þetta í öðru ljósi; ég hef varla haft tíma til að átta mig á því hvað ég er lánsamur. Eins og fá að skjótast eina vikuna til Hong Kong-fílharmóníunnar eins og ég hefði átt að gera í síðustu viku, svo hefði ég átt að vera nú um helgina í Gewandhaus með tónleika með Matthias Goerne, og í kvöld átti ég að vera í Helskinki að frumflytja nýjan konsert sem var saminn fyrir mig. Þegar allir þesssir draumar eru tekn- ir burtu þá finnur maður sterkt fyrir því að ekkert er sjálfgefið í lífinu og listinni. Ég er þegar orðinn óþreyju- fullur að leika aftur á tónleikum en þeir næstu verða mögulega ekki fyrr en í september.“ En þangað til segist Víkingur ætla að fara vel með tímann. „Það er yndislegt að vera heima með fjöl- skyldunni og svo hef ég næði til að læra tónverk sem ég hef ekki komist í á undanförnum árum, grúska svolítið. Fyrir utan að ég er byrjaður að undirbúa nýja plötu, ég hef verið að móta hana síðustu tvær vikur,“ segir hann óræðum rómi og gefur ekkert meira upp um það. Í stofunni Víkingur Heiðar ávarpar áhorfendur í beinni útsendingu heima hjá sér á Alþjóðlega píanódeginum. Jean-Philippe Rameau Claude Debussy Þorsteinn J. Fallegar vörur fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Ziljstra borðstofustólar Fallegir borðstofustólar í PU wax leðri og gráhúðuðum stállöppum. Verð aðeins 17.100 kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.