Morgunblaðið - 08.04.2020, Page 60

Morgunblaðið - 08.04.2020, Page 60
60 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2020 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is ARCO gólflampi Achille & Pier Giacomo Castiglioni 1962 Verð 319.000,- Þegar byrjað er á spennu-sögu eftir Ann Cleevesmeð Jimmy Perez í aðal-hlutverki hefur hingað til frekar mátt búast við „mjúkri“ sögu en harðsvíraðri glæpasögu, en höfundurinn er ekki fyrirsjáan- legur og Bláleiftur flokkast frekar sem „hörð“ saga um lífið á Hjalt- landseyjum. Bláleiftur er fjórða bókin í svonefndri Hjaltlandseyja- ritröð sem kem- ur út á íslensku. Hinar bækurnar hafa verið í ró- legri kanti spennusagna. Jimmy Perez hefur oft verið líkari manni, sem sér ekkert nema gott í fari annarra, en ákveðnum rannsóknarlögreglumanni á eftir grimmum glæpamönnum, en hann sýnir á sér aðra og harðari hlið í þessari bók. Þó að mjúka hlið lög- reglumannsins sé aldrei langt undan kemst nánast ekkert annað að en að standa sig í vinnunni, að leysa málið, þótt hann sé í fríi. Það er svo sem ekkert nýtt en að- stæður eru öðruvísi en í fyrri bók- um, uppgjörin fleiri og nú duga engin vettlingatök. Sagan gerist á Friðarey, þar sem Jimmy Perez ólst upp. Hann er mættur til þess að kynna Fran, unnustu sína, fyrir foreldrum sín- um og sýna henni staðinn. Veisla þeim til heiðurs er haldin í fugla- skoðunarstöðinni Norðurvitanum, þar sem svonefndir fuglarar halda til, og þá fara hjólin að snúast fyrir alvöru í haustóveðrinu, sem heldur öðrum frá eyjunni. Atburðarásin er hröð og hringurinn þrengist að hætti Agöthu Christie. Ljóst er að morðingi er í fámennum hópi í vit- anum en erfitt reynist að finna sökudólginn og tíminn er naumur. Bláleiftur er spennandi glæpa- saga og hugljúf ástarsaga í senn. Hún er vel upp byggð og persón- urnar falla vel að þræðinum hver með sínu lagi. Sem fyrr getur ver- ið hættulegt að stíga á tær ann- arra og það getur reynst dýr- keypt. Höfundur Spennusagan Bláleiftur eftir rithöfundinn Ann Cleeves, sem hér sést, er vel upp byggð og per- sónurnar falla vel að þræðinum hver með sínu lagi, að mati gagn- rýnanda sem gefur fjórar og hálfa stjörnu í einkunn, nær fullt hús. Uppgjör í hættulegum leik Spennusaga Bláleiftur  Eftir Ann Cleeves. Snjólaug Bragadóttir þýddi. Ugla 2020. Kilja, 316 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Aðdáendur íslenskra glæpa-sagna ættu flestir að verafarnir að kannast viðEddu á Birkimelnum, en um hana fjallar auðvitað fimmta bókin í Eddu- málaflokknum, Andlitslausa kon- an. Undirrituð hefur verið aðdá- andi Eddu í þrjú ár og raunar leyfi ég mér að full- yrða að bæk- urnar um Eddu verði betri með hverju árinu. Svo virðist sem Edda sé alltaf á réttum tíma á réttum stað – eða kannski á röngum tíma á röngum stað – eftir því hvernig á það er litið. Í þetta sinn er Eddu, henni til nokkurrar undr- unar, boðið í brúðkaup hjá syni fyrr- verandi samstarfskonu sinnar úr bókabúðinni. Þótt henni þyki það furðulegt er forvitnin aldrei langt undan, auk þess sem Edda er prinsippkona og afþakkar ekki boð í brúðkaup í þjóðgarðinum á gamlárs- dag, og leggur Edda auðvitað sitt af mörkum við brúðkaupið og fær dótturdóttur sína og vinkonu hennar til þess að mynda herlegheitin. Allra augu beinast svo að voða- verkinu sem framið er að brúðkaupi loknu, en það fangar þó aðeins at- hygli Dagnýjar Eddu og Unu í stutta stund, en þær eiga mikilvægt verkefni fyrir höndum á nýársnótt. Hefndaraðgerðir þeirra eru spenn- andi hliðarsöguþráður hjá Jónínu og sýnir að hún hefur ekki aðeins inn- sýn í heim eftirlaunaþega heldur einnig í heim unglinga. Glæpurinn sem framinn var á Þingvöllum á gamlársdag virðist vera hatursglæpur sem erfitt er að ímynda sér að geti gerst á Íslandi, en ólíkt fyrri bókunum um Eddu virðist hún ekki fá eða leita eftir að fá að vera í hringiðu lögreglurann- sóknarinnar. Það gerir söguþráðinn þó alls ekki síðri, en Edda heldur sér upptekinni að venju og fá lesendur til að mynda innsýn í líf fjölskyldu og vina brúðhjónanna á meðan og fylgj- ast með skandal innan ríkisstjórn- arinnar. Hliðarsöguþráðurinn er ekki síður spennandi og fljótlega kemur í ljós að aðalskipuleggjandinn var ekki með öll spilin uppi á borðum. Jónína gæðir persónur bók- arinnar lífi með ítarlegum lýsingum á því sem fram fer í hugarheimi þeirra, en einnig með því að lýsa gjörðum þeirra og aðstæðum með lifandi hætti og geta lesendur oftar en ekki ímyndað sér að þeir séu á staðnum. Söguþráðurinn í Andlits- lausu konunni er þéttur og upp- ljóstrunin um ástæðu og gerendur voðaverksins í brúðkaupinu kemur nánast eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ég vil endilega lesa meira um Eddu. Morgunblaðið/Eggert Lýsandi „Jónína gæðir persónur bókarinnar lífi með ítarlegum lýsingum á því sem fram fer í hugarheimi þeirra,“ segir gagnrýnandi meðal annars um skáldsögu Jónínu Leósdóttur, Andlitslausu konuna. Voðaverk á Þingvöllum Reyfari Andlitslausa konan bbbbn Eftir Jónínu Leósdóttur. Mál og menning, 2020. Kilja, 329 bls. ÞORGERÐUR ANNA GUNNARSDÓTTIR BÆKUR Teiknimyndasagnaútgáfan DP-in Hetjumyndasögur hefur nú gefið út fjórðu bók sína um hetjur Mar- vel og fjallar sú um Þór þrumuguð og nefnist Þór: Sonur Ásgarðs. Segir í henni af Þór sem táningi í Ásgarði, löngu áður en hann gekk til liðs við ofurhetjuhópinn Avengers. Hér er ekki kominn sá Þór sem við þekkjum úr norrænni goðafræði heldur Marvel-útgáfa hans en Þór er þar ein af aðalhetj- unum og hefur birst í mörgum kvikmyndum, leikinn af Chris Hemsworth. Í Þór: Sonur Ásgarðs býr Þór í foreldrahúsum og nýtur lífsins með ungum Ásum og þá sérstaklega bestu vinum sínum, Baldri og Sif. „Þetta er bráðskemmtileg saga full af ævintýrum sem gerast í heimi galdra og yfirnáttúrulegra krafta. Við fylgjumst með Þór og félögum fara í sína fyrstu svaðilför til að safna efni fyrir Óðin sem hann ætl- ar að nota í nýtt kynngimagnað vopn. Margir reyna að hefta för þeirra og þau þurfa að berjast við alls kyns verur og hindranir. Ferð- in endar í mögnuðum lokabardaga um sjálfa Valhöll,“ segir í tilkynn- ingu. Aðalþýðandi bókarinnar og graf- ískur hönnuður er Kristján Ingólfs- son. Segir í tilkynningu að mark- miðið með útgáfunni sé að skapa börnum og ungmennum tækifæri til að lesa bækur á íslensku en bækurnar höfði til aðdáenda Mar- vel teiknimyndasagna á öllum aldri. DP-in teiknimyndasögur hafa áð- ur gefið út bækur um Kóngulóar- manninn, X-mennina og græna bel- jakann Hulk. Önnur bók um X-mennina stökkbreyttu er væntanleg. Guð Kápa bókarinnar um Þór þrumuguð á táningsaldri. Ný bók komin út um Þór þrumuguð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.