Morgunblaðið - 08.04.2020, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 08.04.2020, Qupperneq 60
60 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2020 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is ARCO gólflampi Achille & Pier Giacomo Castiglioni 1962 Verð 319.000,- Þegar byrjað er á spennu-sögu eftir Ann Cleevesmeð Jimmy Perez í aðal-hlutverki hefur hingað til frekar mátt búast við „mjúkri“ sögu en harðsvíraðri glæpasögu, en höfundurinn er ekki fyrirsjáan- legur og Bláleiftur flokkast frekar sem „hörð“ saga um lífið á Hjalt- landseyjum. Bláleiftur er fjórða bókin í svonefndri Hjaltlandseyja- ritröð sem kem- ur út á íslensku. Hinar bækurnar hafa verið í ró- legri kanti spennusagna. Jimmy Perez hefur oft verið líkari manni, sem sér ekkert nema gott í fari annarra, en ákveðnum rannsóknarlögreglumanni á eftir grimmum glæpamönnum, en hann sýnir á sér aðra og harðari hlið í þessari bók. Þó að mjúka hlið lög- reglumannsins sé aldrei langt undan kemst nánast ekkert annað að en að standa sig í vinnunni, að leysa málið, þótt hann sé í fríi. Það er svo sem ekkert nýtt en að- stæður eru öðruvísi en í fyrri bók- um, uppgjörin fleiri og nú duga engin vettlingatök. Sagan gerist á Friðarey, þar sem Jimmy Perez ólst upp. Hann er mættur til þess að kynna Fran, unnustu sína, fyrir foreldrum sín- um og sýna henni staðinn. Veisla þeim til heiðurs er haldin í fugla- skoðunarstöðinni Norðurvitanum, þar sem svonefndir fuglarar halda til, og þá fara hjólin að snúast fyrir alvöru í haustóveðrinu, sem heldur öðrum frá eyjunni. Atburðarásin er hröð og hringurinn þrengist að hætti Agöthu Christie. Ljóst er að morðingi er í fámennum hópi í vit- anum en erfitt reynist að finna sökudólginn og tíminn er naumur. Bláleiftur er spennandi glæpa- saga og hugljúf ástarsaga í senn. Hún er vel upp byggð og persón- urnar falla vel að þræðinum hver með sínu lagi. Sem fyrr getur ver- ið hættulegt að stíga á tær ann- arra og það getur reynst dýr- keypt. Höfundur Spennusagan Bláleiftur eftir rithöfundinn Ann Cleeves, sem hér sést, er vel upp byggð og per- sónurnar falla vel að þræðinum hver með sínu lagi, að mati gagn- rýnanda sem gefur fjórar og hálfa stjörnu í einkunn, nær fullt hús. Uppgjör í hættulegum leik Spennusaga Bláleiftur  Eftir Ann Cleeves. Snjólaug Bragadóttir þýddi. Ugla 2020. Kilja, 316 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Aðdáendur íslenskra glæpa-sagna ættu flestir að verafarnir að kannast viðEddu á Birkimelnum, en um hana fjallar auðvitað fimmta bókin í Eddu- málaflokknum, Andlitslausa kon- an. Undirrituð hefur verið aðdá- andi Eddu í þrjú ár og raunar leyfi ég mér að full- yrða að bæk- urnar um Eddu verði betri með hverju árinu. Svo virðist sem Edda sé alltaf á réttum tíma á réttum stað – eða kannski á röngum tíma á röngum stað – eftir því hvernig á það er litið. Í þetta sinn er Eddu, henni til nokkurrar undr- unar, boðið í brúðkaup hjá syni fyrr- verandi samstarfskonu sinnar úr bókabúðinni. Þótt henni þyki það furðulegt er forvitnin aldrei langt undan, auk þess sem Edda er prinsippkona og afþakkar ekki boð í brúðkaup í þjóðgarðinum á gamlárs- dag, og leggur Edda auðvitað sitt af mörkum við brúðkaupið og fær dótturdóttur sína og vinkonu hennar til þess að mynda herlegheitin. Allra augu beinast svo að voða- verkinu sem framið er að brúðkaupi loknu, en það fangar þó aðeins at- hygli Dagnýjar Eddu og Unu í stutta stund, en þær eiga mikilvægt verkefni fyrir höndum á nýársnótt. Hefndaraðgerðir þeirra eru spenn- andi hliðarsöguþráður hjá Jónínu og sýnir að hún hefur ekki aðeins inn- sýn í heim eftirlaunaþega heldur einnig í heim unglinga. Glæpurinn sem framinn var á Þingvöllum á gamlársdag virðist vera hatursglæpur sem erfitt er að ímynda sér að geti gerst á Íslandi, en ólíkt fyrri bókunum um Eddu virðist hún ekki fá eða leita eftir að fá að vera í hringiðu lögreglurann- sóknarinnar. Það gerir söguþráðinn þó alls ekki síðri, en Edda heldur sér upptekinni að venju og fá lesendur til að mynda innsýn í líf fjölskyldu og vina brúðhjónanna á meðan og fylgj- ast með skandal innan ríkisstjórn- arinnar. Hliðarsöguþráðurinn er ekki síður spennandi og fljótlega kemur í ljós að aðalskipuleggjandinn var ekki með öll spilin uppi á borðum. Jónína gæðir persónur bók- arinnar lífi með ítarlegum lýsingum á því sem fram fer í hugarheimi þeirra, en einnig með því að lýsa gjörðum þeirra og aðstæðum með lifandi hætti og geta lesendur oftar en ekki ímyndað sér að þeir séu á staðnum. Söguþráðurinn í Andlits- lausu konunni er þéttur og upp- ljóstrunin um ástæðu og gerendur voðaverksins í brúðkaupinu kemur nánast eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ég vil endilega lesa meira um Eddu. Morgunblaðið/Eggert Lýsandi „Jónína gæðir persónur bókarinnar lífi með ítarlegum lýsingum á því sem fram fer í hugarheimi þeirra,“ segir gagnrýnandi meðal annars um skáldsögu Jónínu Leósdóttur, Andlitslausu konuna. Voðaverk á Þingvöllum Reyfari Andlitslausa konan bbbbn Eftir Jónínu Leósdóttur. Mál og menning, 2020. Kilja, 329 bls. ÞORGERÐUR ANNA GUNNARSDÓTTIR BÆKUR Teiknimyndasagnaútgáfan DP-in Hetjumyndasögur hefur nú gefið út fjórðu bók sína um hetjur Mar- vel og fjallar sú um Þór þrumuguð og nefnist Þór: Sonur Ásgarðs. Segir í henni af Þór sem táningi í Ásgarði, löngu áður en hann gekk til liðs við ofurhetjuhópinn Avengers. Hér er ekki kominn sá Þór sem við þekkjum úr norrænni goðafræði heldur Marvel-útgáfa hans en Þór er þar ein af aðalhetj- unum og hefur birst í mörgum kvikmyndum, leikinn af Chris Hemsworth. Í Þór: Sonur Ásgarðs býr Þór í foreldrahúsum og nýtur lífsins með ungum Ásum og þá sérstaklega bestu vinum sínum, Baldri og Sif. „Þetta er bráðskemmtileg saga full af ævintýrum sem gerast í heimi galdra og yfirnáttúrulegra krafta. Við fylgjumst með Þór og félögum fara í sína fyrstu svaðilför til að safna efni fyrir Óðin sem hann ætl- ar að nota í nýtt kynngimagnað vopn. Margir reyna að hefta för þeirra og þau þurfa að berjast við alls kyns verur og hindranir. Ferð- in endar í mögnuðum lokabardaga um sjálfa Valhöll,“ segir í tilkynn- ingu. Aðalþýðandi bókarinnar og graf- ískur hönnuður er Kristján Ingólfs- son. Segir í tilkynningu að mark- miðið með útgáfunni sé að skapa börnum og ungmennum tækifæri til að lesa bækur á íslensku en bækurnar höfði til aðdáenda Mar- vel teiknimyndasagna á öllum aldri. DP-in teiknimyndasögur hafa áð- ur gefið út bækur um Kóngulóar- manninn, X-mennina og græna bel- jakann Hulk. Önnur bók um X-mennina stökkbreyttu er væntanleg. Guð Kápa bókarinnar um Þór þrumuguð á táningsaldri. Ný bók komin út um Þór þrumuguð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.