Morgunblaðið - 20.04.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.04.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. APRÍL 2020 Smiðshöfða 9, 110 Rvk. logoflex@logoflex.is 577 7701 www.logoflex.is Ljósaskilti fyrir þitt fyrirtæki LogoFlex sérhæfir sig í framleiðslu skilta, prentunum og smíði úr plasti ásamt efnissölu á plexigleri og álprófílum Styrmir Gunnarsson bendir á þaðað fyrirtæki og heimili muni á næstunni þurfa að „skera niður óþarfa kostnað í sínum ranni, ein- faldlega vegna þess að það er óhjá- kvæmilegt“. Og hann spyr hvernig þetta sé hjá opinberum aðilum.    Hann veltir þvíupp hvort aldrei verði til óþarfa kostnaður hjá ríki eða sveit- arfélögum og spyr: „Eða getur verið að ástæðan fyrir því, að það er nánast óþekkt að hafinn sé skipulagður niður- skurður á slíkum kostnaði, sé sú, að það er alltaf hægt að sækja aukið fé í vasa fólksins í land- inu og fyrirtækjanna?“    Styrmir bendir á að það sé sjálf-sögð skylda þessara aðila að hreinsa nú til.    Jón Magnússon víkur líka að hinuopinbera í ljósi núverandi að- stæðna og bendir á hina hlið pen- ingsins, tekjuöflunina, skattana.    Jón bendir á að tryggingagjaldiðhafi alltaf verið ósanngjarn skattur: „Það er fráleitt að skatt- leggja einstaklinga sérstaklega fyr- ir að vinna hjá sjálfum sér, hvað þá fyrir að ráða fólk til starfa.“    Jón telur nær að horfa til skatta-lækkunar en að deila peningum úr ríkissjóði og segir: „Það er lífs- nauðsyn fyrir vöxt og viðgang eðli- legs atvinnulífs í landinu nú og þeg- ar þessu fári lýkur, að létta af þeim sköttum sem eru óréttmætir og sér- lega íþyngjandi miðað við að- stæður. Þar kemur þá helst til að skoða að leggja niður trygging- argjaldið.“ Styrmir Gunnarsson Tvær tillögur STAKSTEINAR Jón Magnússon Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Á fundi borgarráðs á fimmtudag var lagt fram bréf skrifstofu borgar- stjórnar vegna forsetakosninga sem fram fara að óbreyttu 27. júní nk. með tillögu að kjörstöðum í Reykjavíkur- kjördæmum, þóknunum til kjör- stjórna, umboði til borgarráðs og fleira. Lagt er til að kjörstaðir verði 16 talsins, átta í hvoru kjördæmi, Reykjavík norður og suður. Í bréfinu er einnig óskað eftir að heimiluð verði fjölgun kjörstaða ef nauðsynlegt þykir og eftir atvikum fækkun kjördeilda á hverjum stað. Áhugi sé fyrir því að athuga hvort hægt verði að koma fyrir kjörstað í Borgarbókasafninu í Kringlunni til að þjóna Leitahverfi þar sem hefur orðið mikil fjölgun kjósenda frá síðustu kosningum. Í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur skrifstofa borgarstjórnar áhuga á að skoða möguleika á kjör- stað í Breiðholtsskóla til að þjóna Bakkahverfi og Stekkjum og í Dal- skóla til að þjóna Úlfarsárdal. Einnig möguleika á kjörstað til að þjóna nýju hverfi við Hlíðarenda. Þá eru í skoðun mögulegir nýir kjörstaðir til að þjóna gamla Vesturbænum og Granda- hverfi. Loks er lagt til að þóknun verði 98 þúsund fyrir störf í hverfiskjörstjórn og 60 þúsund fyrir undirkjörstjórn. sisi@mbl.is Til skoðunar að fjölga kjörstöðum  Borgin undirbýr forsetakosningar  Ný og fjölmenn hverfi í borginni Morgunblaðið/Ernir Forsetakjör Að öllu óbreyttu fara kosningar fram 27. júní í sumar. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Yfirvofandi er að vinnuafl muni skorta í skógrækt á komandi sumri vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Um 15 til 20 erlendir háskólanemar hafa starfað hjá Skógrækt ríkisins undanfarin sumur og fengið vinnuna metna til náms en nú er ekki útlit fyrir að mögulegt verði að fá erlenda háskólanema í þessi störf þetta árið vegna ferðatakmarkana. Þetta segir Hreinn Óskarsson, sviðsstjóri samhæfingarsviðs Skóg- ræktarinnar. Erlendu nemarnir hafa unnið allt frá tveimur vikum og upp í þrjá mánuði hjá Skógræktinni en vinnuna fá þeir metna til eininga fyrir nám sitt. Þeir koma hingað í gegnum Erasmus-styrki Evrópu- sambandsins en þeim hefur fjölgað á síðustu árum þar sem fjármagn Skógræktarinnar til að ráða til sín starfsmenn hefur verið af skornum skammti. „Það koma líklega engir í ár, það bara gengur ekki upp að fá fólk sem þarf að fara í sóttkví,“ segir Hreinn. Samtal um aukið fjármagn er haf- ið á milli Skógræktarinnar og stjórnvalda. „Ef við fáum fjármagn fáum við sömuleiðis tækifæri á að bæta við störfum fyrir íslenska háskólanema og aðra sem vantar atvinnu,“ segir Hreinn. Eins og áður hefur komið fram hefur atvinnuleysi hérlendis aukist mikið undanfarið en Vinnumála- stofnun spáir nú um 17% atvinnu- leysi í aprílmánuði. „Það er nauðsynlegt að fá meira vinnuafl þar sem við höfum nóg af verkefnum,“ segir Hreinn. Vinnuafl skortir vegna kórónuveiru  Skógræktin vill aukið fjármagn til að skapa launuð störf Ljósmynd/Hreinn Óskarsson Skógarhögg Samtal við stjórnvöld um aukið fjármagn er hafið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.