Morgunblaðið - 20.04.2020, Blaðsíða 17
9,9%
fretta-
bladid.is
14,0%
Fréttablaðið
8,8%
visir.is
9,7%
ruv.is
6,1%
RÚV:
útvarp/
sjónvarp
2,8%
Bylgjan/
Stöð 2
4,2%
DV
6,4%
dv.is
38,0%
38,0% allra frétta frá tíu stærstu fréttamiðlum landsins koma
frá fréttastofu Morgunblaðsins og mbl.is. Þessi elsta fréttastofa
landsins er mönnuð reynslumiklu fagfólki sem hefur aðeins eitt
markmið — að miðla vönduðum fréttum og fjölbreyttu efni til
lesenda á hverjum degi.
Ekki missa af því sem skiptir máli.
Komdu
í áskrift
strax
í dag
Sím
i 569 1100
m bl.is/a s kri
ft
Við skrifum fleiri fréttir
Heimild: Creditinfo - Fjölmiðlavaktin 2020
18,8%
Morgun-
blaðið
19,2%
mbl.is
Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. APRÍL 2020
Oft er bent á að hraði breytinga í
samfélaginu sé verulegur og mun
meiri en áður fyrr. Sýnt hefur verið
fram á að breytingar eru umfangs-
meiri en áður og hafa dýpri áhrif á
fyrirtæki, stofnanir og samfélagið í
heild. Sumir segja að hið óvænta komi
okkur ekki lengur á óvart. Það sé orð-
ið norm, hvort sem um er að ræða vá
vegna jarðhræringa, breytingar á
sviði tækni og samfélagsgilda eða vír-
usfaraldur.
Bill Gates og vírusinn
Nokkuð getur verið til í þessu. Þó
koma upp tilvik sem fáa óraði fyrir
fyrr en of seint. COVID-19-vírusinn
er dæmi um slíkt, en þó ekki. Fyr-
irlestur Bills Gates fer nú sem eldur í
sinu um veraldarvefinn en 2015 leiddi
hann líkur að því að ástand eins og nú
ríkir gæti skapast. Hann færði sögu-
leg rök fyrir hugsanlegri þróun og
benti á hversu berskjölduð samfélög
eru og illa búin til að takast á við slíka
vá sem vírusinn er. Bill Gates er snill-
ingur okkar tíma og þekkir vel til
fræða eins og framtíðarfræða; að
skoða framtíðina út frá ólíkum for-
sendum og kortleggja mismunandi
framtíðir.
Uppruni sviðsmyndagerðar
á Íslandi
Fyrir 15 árum stóðu höfundar þess-
arar greinar fyrir málstofu um mikið
notaða hugmyndafræði úr viðskipta-
lífi erlendis, „scenario planning“, sem
við þýddum sem „sviðsmyndagrein-
ingu“. Þar voru með fastmótaðri að-
ferðafræði útbúnar „sviðsmyndir“ til
að lýsa mögulegri en óvissri framtíð.
Með því að rýna í framtíðina öðlast
þátttakendur skilning á því hvað þurfi
að gera í dag til að móta framtíðina
eða bregðast við æskilegum og óæski-
legum þáttum. Markmið með kynn-
ingunni á sínum tíma var að ná athygli
stjórnenda fyrirtækja og að kynna
þessa aðferðafræði sem innlegg í
stefnumótun og nýsköpun fyrir fyrir-
tæki, stofnanir og stjórnsýslu. Þrátt
fyrir að vel væri mætt á málstofuna
var tiltölulega fátt um stjórnendur úr
viðskiptalífinu. Margir komu frá lög-
reglu, slökkviliði og öðrum viðbragðs-
aðilum en þeir þekkja vel hve nauð-
synlegt er að reyna að sjá fyrir
mögulega viðburði og eiga til við-
bragðsáætlanir við þeim. Þessir aðilar
þekktu hugmyndafræðina úr erlendu
samstarfi. Á þessum tíma tókum við
dæmi um óvænta atburði eins og ef
bandarísku herstöðinni á Keflavík-
urflugvelli yrði skyndilega lokað.
Þetta þótti ótrúverðugt og ekki gott
dæmi, eldgos gæti átt betur við. Ári
síðar var herinn farinn
og um níu hundruð
manns sem höfðu unnið
á flugvallarsvæðinu urðu
atvinnulausir. Í kjölfarið
ákváðum við að rita og
gefa út bók til að kynna
sviðsmyndir og notagildi
þeirra (Framtíðin – frá
óvissu til árangurs með
notkun sviðsmynda við
stefnumótun).
Framtíðir og
sviðsmyndir
Margt hefur breyst á þessu sviði.
Sem dæmi er nú viðurkennt að nota
orðið framtíð í fleirtölu, „framtíðir“.
Slík hugsun er í sjálfu sér einn af
hornsteinum framtíðarfræða en áður
var orðið framtíð eintöluorð í íslenskri
tungu. Aðferðin við gerð sviðsmynda
er orðin viðurkennd og hefur verið
notuð á fjölmörgum ólíkum sviðum,
meðal annars til að örva samfélags-
umræðu og til að kortleggja ólíkar
birtingarmyndir framtíðarinnar fyrir
fyrirtæki og stofnanir og ekki síst op-
inbera aðila. Hugtakið sviðsmyndir er
þó oftar en ekki ofnotað og jafnvel
misnotað, einkum að undanförnu í
allri umræðu tengdri vírusmálum. Í
fræðilegu samhengi eiga sviðsmyndir
ekki við nema í þeim tilfellum þegar
dregnar eru rökréttar ályktanir og
sýnt fram á afleiðingar af þróun
óvissra drifkrafta. Oft er sviðs-
myndum ruglað við „bestu og verstu
útkomu“ og eins ef verið er að velta
upp mismunandi valkostum. Hvað
sem líður notkun hugtaka er mikil-
vægast að skilja að sviðsmyndirnar
kalla eftir aðgerðum til að bregðast
við tækifærum eða ógnunum.
Og hvað svo?
Þrátt fyrir að sviðsmyndagreining
hafi náð ákveðnum sessi hérlendis er
það okkar mat að aðferðin og verk-
færakista framtíðarfræða sé verulega
vannýtt hér á landi, einkum þegar
kemur að því að nýta niðurstöður
þeirra. Þannig eiga margir erfitt með
að taka ákvarðanir byggðar á ein-
hverju sem ætlað er að gæti gerst í
framtíðinni. Andri Snær fjallar um í
bók sinni Tíminn og vatnið hversu
lengi við sem samfélag erum að taka í
sátt ný hugtök og vinna með þau. Það
eitt og sér er umhugsunarefni og tef-
ur fyrir faglegri nálgun að áskor-
unum sem við stöndum frammi fyrir
á hverjum tíma.
Hvernig er hægt að móta stefnu í
breytilegu umhverfi, svo sem á sviði
nýsköpunar, mennta- eða orkumála,
ef ekki er tekið mið af mörgum ólík-
um framtíðum? Framtíðin er ekki
línuleg afleiðing af fortíðinni heldur
mun taka mið af
ótal mörgum
þáttum í sam-
félaginu. Við höf-
um í það minnsta
lært það þessa
dagana að hið
óvænta er orðið
norm, við getum
því átt margar
mögulegar fram-
tíðir á komandi
tímum og eins
gott að undirbúa
sig ekki aðeins
fyrir eina fyr-
irsjáanleg fram-
tíð.
Er hið óvænta orðið að normi?
Eftir Sævar Kristinsson og
Karl Friðriksson
» Við getum því átt
margar mögulegar
framtíðir á komandi
tímum og eins gott að
undirbúa sig ekki aðeins
fyrir eina fyrirsjáanlega
framtíð.
Höfundar eru
sérfræðingar í
framtíðar-
fræðum á
Framtíðarsetri
Íslands.
Sævar Kristinsson Karl Friðriksson
Það er seintekinn gróði að eiga
hestakaup við Sumarliða póst, var
einu sinni sagt, og svipað á við um
bankakerfið í dag. Kunningi minn seldi fasteign um daginn og vildi geyma and-
virðið nokkurn tíma og setti það inn á verðtryggðan reikning í lok janúar.
Næsta sem hann vissi var að búið var að klípa af upphæðinni, því það höfðu
gengið yfir útsölur á skóm og fatapjötlum í mánuðinum og þannig komið tæki-
færi til að rýja þennan sómamann.
Nú fylgjumst við spenntir með, ég og kunninginn, hve-
nær hann verði búinn að vinna upp
tapið og farinn að leggja fyrir á eðli-
legri rentu. Eitthvað sýnist vera
skakkt gefið í verðtryggingarmálum
og líklega er orðið sjálft, verðtrygg-
ing, öfugmæli í framkvæmd. Líka allt-
af einblínt á lántakendur þegar verð-
trygging er nefnd. Að einhver eigi
aura í banka til að grípa til er tabú og
aldrei nefnt frekar en mannsmorð.
En þangað til annað kemur í ljós
mun kunningi
minn naga
handarbök fyrir
að hafa ekki birgt
sig upp af skóm á
útsölunni og kon-
an fatað sig ræki-
lega upp.
Sunnlendingur
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Málbandið
vitlaust og
vigtin skökk