Morgunblaðið - 20.04.2020, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. APRÍL 2020
Kóvid-kreppan er
ólík fjármála-
kreppunni sem hófst
2008. Viðbrögðin
þurfa því að vera með
öðrum hætti.
Nú stöðvaðist efna-
hagslífið vegna tíma-
bundinna sóttvarn-
araðgerða.
Fjármálakreppan varð
vegna djúpstæðs
skuldavanda banka, fyrirtækja og
heimila.
Allsherjarlokun samfélaga nú
leiðir til fordæmalausrar aukningar
atvinnuleysis, en hún er tímabund-
in. Það er lykilatriði.
Þegar sóttvarnaraðgerðum linnir
mun atvinnulífið fara í meiri virkni,
stig af stigi. Þá mun aftur draga úr
atvinnuleysi, eins og gert er ráð
fyrir í nýrri spá Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins fyrir umheiminn.
Meðaltal atvinnuleysis á árinu
2020 verður því mun lægra en er
nú á meðan sóttvarnaraðgerðir eru
í hámarki.
Ferðaþjónustutengdar greinar
verða hins vegar í verstu stöðu hér
á landi. Þar mun kreppan vara
lengst. Ferðaþjónustan mun því
verða í gjörgæslu um hríð.
Hvað snertir það stóran hluta
vinnumarkaðarins? Í
ferðaþjónustutengdum greinum
störfuðu fyrir kreppu um 12-14%
vinnandi fólks. Þótt greinin sé mik-
ilvæg fyrir störf og gjaldeyrisöflun
er hún eftir sem áður minnihluti
vinnumarkaðarins og efnahagslífs-
ins.
Eftir að sóttvarnaraðgerðum
linnir mun meirihluti atvinnugreina
geta snúið til þokkalegra starfsskil-
yrða á ný. Vandi ferðaþjónust-
unnar er því ekki vandi alls at-
vinnulífsins í sama mæli.
Fyrirtæki í byggingariðnaði,
sjávarútvegi, framleiðsluiðnaður,
verslun, sem og landbúnaður og
opinber þjónusta, eiga öll þokka-
lega góðar líkur á að ná tiltölulega
fljótt upp viðunandi starfsemi.
Þetta er einmitt forsenda spár
AGS um að árið verði
mun skárra en staðan
er nú í miðjum
sóttvarnaraðgerðum.
Menn ættu því ekki að
ýkja stærð áfallsins.
Því til viðbótar er
staða fjármála ríkisins
og seðlabankans mjög
góð og getan til að
taka á skamm-
tímavanda því mikil.
Stærstu álitamálin nú
snúast um útfærslur
viðbragða við krepp-
unni.
Það sem gera þarf – frá
sjónarhóli launafólks
Mikilvægast er að tryggja af-
komu launafólks í gegnum krepp-
una og verja betur þá sem missa
vinnuna að hluta eða fullu. Efna
þarf alla þætti lífskjarasamningsins
til að tryggja viðspyrnu í uppsveifl-
unni og stöðugleika í framhaldinu.
Eftirfarandi eru lykilatriði til að
ná ofangreindum markmiðum:
Skila kaupmætti lífskjarasamn-
ingsins til fulls svo hægt verði
að efla einkaneyslu innanlands í
kjölfar sóttvarnaraðgerða.
Hækka flatar atvinnuleysis-
bætur úr 289.510 kr. á mán. til
samræmis við lágmarkslaun
(341.000 kr. á mánuði frá 1. apríl
sl.).
Lengja tímabil atvinnulausra á
hlutfalli fyrri heildarlauna úr
þremur mánuðum í sex.
Hækka hámarksviðmið atvinnu-
leysisbóta úr 456.404 kr. á mán-
uði að meðallaunum.
Útvíkka og framlengja hluta-
bótaleiðina svo hún nái mark-
miðum sínum til fulls.
Tryggja afkomu þeirra sem ekki
geta stundað vinnu til fulls
vegna ástandsins (t.d. vegna
undirliggjandi sjúkdóma eða
annarra hamlana o.fl.). Þessir
hópar falli undir lög um laun í
sóttkví.
Skila öllum úrræðum í húsnæð-
ismálum sem lofað var í lífs-
kjarasamningi (hlutdeildarlán,
aukning almennra íbúða, leigu-
bremsa o.fl.).
Seðlabankinn tryggi að verð-
bólga fari ekki yfir markmið, svo
kaupmáttur lífskjarasamningsins
sé tryggður og að skuldakreppu
verði aftrað.
Lífeyrir almannatrygginga
hækki að lágmarki til samræmis
við lágmarkslaun á vinnumark-
aði.
Í kjölfar sóttvarnaraðgerða verði
virkni- og stuðningsúrræði fyrir
langtímaatvinnulausa efld.
Aðgerðir stjórnvalda stuðli að
jöfnuði, líkt og lífskjarasamning-
urinn.
Eigendur fyrirtækja sem njóta
opinbers stuðnings í kreppunni
undirgangist skilyrði um að
greiða ekki út arð eða kaupa
hlut í sjálfum sér næstu tvö árin.
Vegna þess að lengri tíma mun
taka að fá erlenda ferðamenn aftur
til landsins í nægjanlegum mæli
þarf uppsveiflan í kjölfar
sóttvarnaraðgerða að byggjast
öðru fremur á aukinni innlendri
eftirspurn, þ.e. einkaneyslu al-
mennings og auknum opinberum
framkvæmdum.
Ofangreind kjaraatriði munu
leika lykilhlutverk í að ná því
markmiði. Um þessi sjónarmið er
víðtæk samstaða innan hreyfingar
launafólks.
Stuðningsaðgerðir stjórnvalda og
seðlabanka við fyrirtæki í tíma-
bundnum vanda skipta auðvitað
einnig miklu máli. Að verja kjör al-
mennings og líf mikilvægra líf-
vænlegra fyrirtækja í þessum að-
stæðum er bæði réttlátt og efna-
hagslega hagkvæmt (í anda Keyn-
es).
Saman munu þessar aðgerðir
tryggja farsæla framvindu þjóð-
arbúskaparins eftir að sóttvarn-
araðgerðum linnir – uns bóluefni
verða tiltæk.
Viðbrögð við kreppunni –
tékklisti launafólks
Eftir Stefán
Ólafsson » Í greininni er fjallað
um æskileg viðbrögð
við kóvid-kreppunni, frá
sjónarhóli launafólks.
Stefán Ólafsson
Höfundur er prófessor við HÍ.
olafsson@hi.is
Hugmyndin um tvö-
földun Hvalfjarðar-
ganga, sem stjórn
gangafélagsins Spalar
kynnir á fölskum for-
sendum, tryggir aldrei
öryggi vegfarenda
þegar það fréttist að
umferð um göngin
eykst næstu árin. Yfir
sumarmánuðina 2009
var fullyrt að meðal-
umferð í Hvalfjarðar-
göngum hefði verið níu þúsund bílar
á dag. Viðurkennt er að skynsam-
legra sé að grafa önnur neðansjáv-
argöng við hliðina á núverandi göng-
um þegar rætt er um hvernig eigi að
bregðast við mikilli slysahættu sem
aukin umferð skapar. Fljótlegra
væri að fjármagna þetta samgöngu-
mannvirki með 1.000 króna veg-
gjaldi á hvern bíl heldur en Vaðla-
heiðargöng sem engin arðsemi
verður af.
Að loknum framkvæmdum við
Sundabraut og Vesturlandsveg get-
ur breikkun ganganna í fjórar ak-
reinar þýtt að slysahættan fimm-
faldist ef meðalumferð á dag verður
meira en 25 þúsund bílar. Engin
svör fást þegar forsvarsmenn Spalar
eru spurðir að því hvort þessi heild-
arfjöldi ökutækja fari yfir 30 þúsund
bíla á dag, verði ný hliðargöng undir
fjörðinn afskrifuð. Auk-
in umferð flutningabíla
sem færu fulllestaðir
með eldfim efni inn í
Hvalfjarðargöngin úr
báðum áttum endar
með skelfingu ef stýr-
isbúnaður bilar, þegar
bremsurör og hjólbarð-
ar stóru ökutækjanna
springa á 70-80 km
hraða. Þá eykst hættan
á því að flutningabíl-
arnir velti inni í göng-
unum með ófyrirséðum
afleiðingum ef bílstjór-
arnir missa stjórn á þeim. Ég spyr:
Vilja menn fimmfalda slysahættuna
eða ákveða ný hliðargöng með
tveimur akreinum undir Hvalfjörð?
Eldsvoðinn í Mont Blanc-jarðgöng-
unum, sem kostaði nærri 40 manns-
líf, vekur spurningar um hvort allar
tilraunir til að forðast dauðaslys í
Hvalfjarðargöngum geti runnið út í
sandinn. Í Mosfellsbæ getur of mikil
umferðarteppa tafið fyrir því að
slökkvilið höfuðborgarinnar komist
tímanlega að gangamunnanum. Við
þetta vandamál losna menn ef stjórn
Spalar samþykkir að grafa önnur
neðansjávargöng með tveimur ak-
reinum samhliða núverandi göngum.
Þannig verður öryggi vegfarenda,
lögreglu, slökkviliðs og sjúkrabíla
best tryggt til þess að fljótlegra sé
að bregðast við neyðartilfellum sem
enginn sér fyrir.
Áður en efnahagskreppan í heim-
inum komst í fréttirnar haustið 2008
jókst meðalumferðin á sólarhring
um Hvalfjarðargöngin, þvert á allar
hrakspár, sem gerðu ráð fyrir
minnkandi umferð og þóttu ótrú-
verðugar. Tvöföldun núverandi
ganga er uppskrift að enn frekari
vandræðum og aukinni slysahættu,
sem er alltof mikil. Beggja vegna
neðansjávarganganna yrði strax
óhjákvæmilegt að útbúa flóttaleiðir
með eldvarnarhurðum, til að fljót-
legra yrði fyrir vegfarendur að forða
sér út úr bifreiðum sínum, sem eldur
getur komist í á örfáum sekúndum
vegna of mikils hita. Þá eykst hætt-
an á því að slökkviliðsmennirnir geti
aldrei ráðið niðurlögum eldsins.
Misheppnuð tvöföldun ganganna,
sem stjórnarformaður Spalar, Gísli
Gíslason, leggur til, án þess að
kynna sér fyrst þörfina á flóttaleið-
um og uppsetningu eldvarnarhurða í
neðansjávargöngunum undir fjörð-
inn, vekur spurningar um hvort þau
geti í kjölfarið breyst í slysagildru.
Best væri að þeir sem ferðinni ráða
svari þessum spurningum afdrátt-
arlaust. Næstu árin er því spáð að
meðalumferð á sólarhring í Hval-
fjarðargöngunum aukist enn meir
en þekkst hefur án þess að fram
komi hvort meðalumferð ökutækja
verði á bilinu 13-17 þúsund bílar á
dag. Það eykur álagið á göngunum,
sem veldur því að bílstjórar lög-
reglu, slökkviliðs- og sjúkrabíla
lenda strax í sjálfheldu þegar þeir
komast aldrei út úr gangamunn-
anum til að bregðast við neyðar-
tilfellum. Varanleg lausn á þessu
vandamáli felst aðeins í því að öll
umferðin milli Vesturlands og höf-
uðborgarsvæðisins, sem situr uppi
með sprungið vegakerfi, verði um
ókomin ár í tvennum aðskildum
göngum undir fjörðinn. Annars
lokast vegfarendur inni ef harður
árekstur milli tveggja flutninga-
bifreiða veldur eldsvoða í núverandi
göngum. Að loknum framkvæmdum
við Sundabraut og tvöföldun Vest-
urlandsvegar getur meðalumferð
ökutækja á dag í Hvalfjarðar-
göngum aukist enn meir þvert á all-
ar hrakspár sem stjórnarformaður
Spalar teflir fram gegn nýjum hlið-
argöngum.
Eftir Guðmund
Karl Jónsson
Guðmundur Karl
Jónsson
»Að loknum fram-
kvæmdum við Sunda-
braut og Vesturlandsveg
getur breikkun ganganna
í fjórar akreinar þýtt að
slysahættan fimmfaldist
ef meðalumferð á dag
verður meira en 25
þúsund bílar.
Höfundur er farandverkamaður.
Frelsi og lýðræði eru
grunnstoðir frjálsra
samfélaga. Þegar
harðnar í ári og óttinn
tekur völd eru þessar
stoðir samt oft þær
fyrstu til að bresta. En
á ögurstund er mik-
ilvægara en nokkru
sinni að grunnstoðirnar
haldi, því án þeirra
missum við fótfestuna
og óvissuferðin lengist. Við að missa
frelsið missirðu stjórn á lífinu og ótt-
inn við óvissuna vex. Án lýðræð-
islegrar umræðu færast mikilvægar
ákvarðanir smám saman í að verða
vanhugsaðar geðþóttaákvarðanir
þess sem valdið hefur. Þegar valdhaf-
ar taka sér slíkt ofurvald getur eng-
inn vitað hvað fram undan er, því
meira að segja þegar þeim þóknast að
„gefa“ þegnunum smá réttindi til
baka liggur hótunin alltaf í loftinu og
hægt er að svipta okkur öllu aftur ef
valdhafinn breytir um skoðun. Slíkt
óvissusamfélag án stoða er óþolandi.
Það dregur kjark úr athafnafólki til
að takast á við vandamálin. Vanda-
málin vaxa og eyðileggingin marg-
faldast.
Sjúklingurinn gleymdist
Í yfirstandandi kórónukrísu voru
fyrstu viðbrögð Íslendinga að fórna
okkar mikilvægustu gildum. Þriggja
manna teymi fékk alræðisvald í krísu-
viðbrögðunum, tugþúsundir Íslend-
inga voru þvingaðar í stofufangelsi og
heilu atvinnugeirarnir tímabundið
lagðir niður. Þótt sumum kunni að
virðast sem aðgerðin hafi tekist, þá er
ekki allt sem sýnist, því hinn raun-
verulegi sjúklingur gleymdist og
hann er að deyja.
Algjört hrun blasir við í atvinnulíf-
inu og ef kúrsinum verður ekki breytt
stefnir í hörmungar af stærðargráðu
sem aldrei hefur sést áður. Mesti
skaðinn stafar þó ekki af kórónuflens-
unni, heldur af aðgerðum valdhafa og
hótuninni sem liggur í loftinu. Vald-
höfum hugnast þó ekki að dvelja um
of á neikvæðum afleiðingum „björg-
unaraðgerðanna“, því neikvæð um-
ræða dregur úr valdheimildinni. Á
þriðja þúsund Íslendinga deyja ár
hvert og hrun hagkerfisins sem mun
valda hruni heilbrigðisþjónustu mun
hafa verulega neikvæð
áhrif á það. Því er algjör
hunsun yfirvalda á þess-
ari alvarlegu hættu
vegna ofuráherslu á
kórónutölfræði hreint
galið ábyrgðarleysi sem
getur kostað hundruð
mannslífa þegar fram í
sækir.
Frelsi er hluti af
mannlegu eðli og því
finna allir fyrir því þeg-
ar þeirra eigin frelsi
ógnað. Vera má að þvinguð sóttkví og
einangrun sjúkra virki vel á búfé, en
afar vanhugsað er að beita slíkum
refsiaðferðum á sjálfstæða ein-
staklinga sem gangast sjálfviljugir
undir prófanir. Slíkt gengur aðeins
þar til fólk áttar sig á hvað yfirvöldum
gengur til. Þá hætta sjúklingar ein-
faldlega að leita sér læknisaðstoðar
nema veikin sé farin að ágerast það
mikið að ekki er hjá því komist. Af
hverju ættu þeir að gera annað?
Fæstir vilja bera ábyrgð á lokun
vinnustaðar síns eða sitja uppi með
skömmina af því að hafa sent fjölda
saklauss fólks í sóttkví. Með því að
gera sjúkdóm refsiverðan er trúnaður
læknis við sjúkling rofinn og elsta
grunnstoð læknaþjónustu, Hippó-
kratesareiðurinn, er svikin.
Aðeins við sjálf getum borið ábyrgð
á okkur eigin heilsu. Þessari ábyrgð
er aldrei hægt að varpa yfir á aðra
með lagabókstaf. Það verður því alltaf
að vera undir okkur sjálfum komið
hvort við einangrum okkur eða hvern-
ig við hegðum okkur miðað við þær
aðstæður sem við erum í. Mat sér-
fræðinga má því aðeins vera sett fram
sem ráðgjöf um hvað sé best að gera.
Heilbrigðisþjónusta verður alltaf að
vinna með hagsmuni sjúklinga að leið-
arljósi en má aldrei snúast gegn þeim.
Ef þessari siðlausu stefnu yfirvalda er
ekki breytt er hætt við að kór-
ónuveiran fari í felur á ný og valdi svo
margföldum skaða í seinni bylgju
næsta haust þegar smithættan vex
aftur.
Besta markaðsvara allra tíma
Ísland getur ekki þrifist án öflugs
viðskiptalífs og er ferðamannaiðn-
aðurinn langmikilvægasta atvinnu-
greinin. Ferðamannaiðnaðurinn reif
Ísland upp úr hruninu nánast á eigin
spýtur, drifinn áfram af einum mesta
frumkvöðlakrafti sem landið hefur
haft. Þótt útlitið í dag sé svart má alls
ekki fórna þessari lífæð íslensks at-
vinnulífs barráttulaust og leita verður
allra leiða til að koma atvinnugrein-
inni aftur á skrið. Enn er von, því með
stefnubreytingu gætu Íslendingar
boðið upp á eftirsóttustu vöru allra
tíma, sem mikill skortur er á um þess-
ar mundir um allan heim: Frelsi og
mannréttindi.
Með því að fella niður þvingunar-
kröfur um sóttkví og einangrun getur
Ísland skorið sig úr sem þjóð sem
virðir mannréttindi og býður alla vel-
komna. Slíkt boð mundi strax vekja
athygli um allan heim, enda er frelsi
og öryggið sem mannréttindum fylgir
afar dýrmætt í dag. Frelsið er þannig
markaðsvara sem selur sig sjálf. Lítil
hætta er á að slík stefna fylli landið af
erlendum sjúklingum, því sjúkt fólk
vill síður ferðast og því mundi mark-
aðurinn fljótt finna lausnir sem hent-
uðu ástandinu (t.d. með því að auð-
velda afpöntun með stuttum
fyrirvara). Einnig mundi öryggi er-
lendra ferðamanna sem sýktust
aukast og smithættan af þeim minnka
ef þeir gætu óhræddir nálgast lækn-
ishjálp, án þess að eiga á hættu að
vera sviptir frelsinu.
Leyfum frelsinu að leiða Ísland inn
í bjartari framtíð út úr þessum óvissu-
tímum. En til þess að það takist verð-
ur fyrst að treysta því. Lifi frelsið.
Aðeins ein leið fær
Eftir Jóhannes
Loftsson
» Lögregluríki og
ferðamannaiðnaður
fara illa saman.
Jóhannes Loftsson
Höfundur er formaður
frjálshyggjufélagsins.
lififrelsid@gmail.com
Breytast Hvalfjarðargöng í slysagildru?