Morgunblaðið - 20.04.2020, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. APRÍL 2020
SVALALOKANIR
Svalalokanir frá Glerborg eru nýtískulegar
og falla vel að straumum og stefnum
nútímahönnunar.
Lokunin er auðveld í þrifum þar sem hún opnast inná við.
Hægt er að fá brautirnar í hvaða lit sem er.
Svalalokun verndar svalirnar fyrir regni, vindi og ryki og eykur
hljóðeinangrun og breytir notkun svala í heilsársnotkun.
Glerborg
Mörkinni 4
108 Reykjavík
565 0000
glerborg@glerborg.is
www.glerborg.is
2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG
FÁÐU TILBOÐÞÉR AÐKOSTNAÐAR-LAUSU
„SNÝST ÞETTA UM ÞAÐ AÐ MÉR LÁÐIST
AÐ BIÐJA ÞIG UM SAKAVOTTORÐ ÞEGAR
ÉG RÉÐI ÞIG TIL STARFA?”
„ÞAÐ LÁ VIÐ AÐ ÉG HÆTTI VIÐ VEGNA
ALLRAR ÚRKOMUNNAR.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að fá far á
rafmagnshlaupahjólinu
hans.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
HVAÐ ER
AÐ JÓN?
MÉR LÍÐUR ILLA YFIR
ÞVÍ AÐ SKILJA GRETTI
OG ODDA EFTIR EINA
EN
SÆTT
ÉG SÉ ÞÁ FYRIR MÉR
ÞAR SEM ÞEIR BÍÐA VIÐ
DYRNAR EFTIR MÉR …
ÞEGAR ÞAÐ ER ÓSÆTTI MEÐAL
LIÐSMANNA MINNA FELLUR ÞAÐ MÉR
Í SKAUT AÐ TAKA ÁKVARÐANIRNAR …
ÉG SEGI
ÍTALSKAN!
Verði tryggingum, búsett í Garðabæ.
Maki: Oddur Ingason. Börn þeirra
eru Lena María, Emil Örn, Fannar
Már, Daníel og Katrín Sóley. Barna-
barnabörnin eru fjögur. Fyrir hjóna-
band átti Víðir tvo syni, Jón Hólm,
framkvæmdastjóra í Reykjavík.
Maki: Gréta Jóhannsdóttir, dætur
þeirra eru Sólveig og Jóhanna Lilja
og Sverri E. Ragnarsson, kennara í
Reykjavík. Maki: Kristín H. Krist-
mundsdóttir, dóttir þeirra er Linda.
Systkini Víðis: 1) Karl Daníel Finn-
bogason, f. 25.11. 1928, járnsmiður í
Reykjavík; 2) Hólmar Finnbogason, f.
21.2. 1932, d. 6.4. 2008, umsjónar-
maður skóla í Reykjavík, 3) Björk
Finnbogadóttir, f. 18.5. 1942, hjúkr-
unarfræðingur í Reykjavík, 4) Linda
Finnbogadóttir Venegas, f. 18.5. 1942,
hjúkrunarfræðingur í Los Angeles.
Foreldrar Víðis voru hjónin Jóna
Friðrika Hildigunn Franzdóttir, f.
26.9. 1910, d. 11.1. 1965, húsfreyja, og
Finnbogi Halldórsson, f. 3.4. 1900, d.
27.3. 1954, skipstjóri. Þau voru búsett
í Vestmannaeyjum, á Siglufirði og í
Reykjavík.
Víðir
Finnbogason
Franz Óskar Jóhannsen
sjómaður á Dalvík og í Noregi
Guðrún Hólmfríður
Björnsdóttir
húsfreyja á Dalvík
Jóna Franzdóttir
húsfreyja í Eyjum,
Siglufirði og Reykjaví
Kristrún Karítas
Sveinsdóttir
húsfreyja í Bjarnagerði
Kristján Þór
Júlíusson
ráðherra
Sigurður Halldórsson bóndi
á Melbreið í Stíflu, Skag.
Júlíus Kristjánsson
fv. forstjóri
á Dalvík
Júlíus Björnsson
útgerðarmaður á Dalvík
Kristján Eldjárn
b. og sjóm. í
Nýjabæ á Dalvík
Heimir
Karlsson
útvarpsm.
Jón Stefánsson
trésmiður og
sjóm. á Dalvík
Björk
Finnbogadóttir
hjúkrunarfr í Rvík
Karl Daníel
Finnbogason
járnsm. í Rvík
Björn Franzson
náttúruverndarsinni
og rithöfundur
Guðrún
Björnsdóttir
húsfreyja í
Brekkukoti og
Klaufabrekkum
Friðrík Jónsson
b. í Brekkukoti og
Klaufabrekkum í Svarfaðardal
Margrét Friðriksdóttir
húsfr. á Vermundarstöðum
Halldór Jónsson
bóndi á Vermundarstöðum
í Ólafsfirði
Sólveig Benediktsdóttir
húsfr. á Vermundarstöðum
Jón Halldórsson
sjómaður í Ólafsfirði og
b. á Vermundarstöðum
Úr frændgarði Víðis Finnbogasonar
Finnbogi Halldórsson
skipstjóri í Eyjum,
Siglufirði og Rvík
Björn Daníel Friðriksson
skipstjóri í Bjarnagerði
á Upsaströnd
Með lausn sinni á gátunni álaugardag sendi Helgi R.
Einarsson tvær limrur - Heilræði
dagsins í dag:
Nú áttu að vera inni
og efla við börnin þín kynni.
Svo loksins er lag
að líta’ upp í dag
og kynnast konunni sinni.
Síðan er Þunglyndislimra:
Myrkar málar Lauga
myndir sálar, drauga.
Hið góða sér
sú gamla hér
gegnum nálarauga.
Til uppörvunar í dymbilvikunni
sendi Baldur Hafstað vinum sínum
eftirfarandi vísu:
Kórónu teflum tafl
og trúum á gildin forn;
sóttvarna eflum afl
með Ölmu og V og Þ.
Pétur Stefánsson orti á Leir fyrir
viku:
Fréttin lækkar gremjugný,
gleðin stækkar nú í mér.
Vonin hækkar veröld í,
veiru fækkar smitum hér.
Friðrik Steingrímsson svaraði:
Lýðnum betur líður nú
lækning metur réttar,
og nú getur aftur þú
andað Pétur léttar.
Þessi staka Hallmundar Kristins-
sonar á Boðnarmiði þarfnast ekki
skýringar:
Í þinginu var ræðustúfur stuttur
um stefnumál í hálfkæringi fluttur
og þingforseta þótti eina vitið
að þessu skyldi lokið. Fundi slitið.
Kristján Karlsson kvað:
Fyrir guði eru gefendur ríkir
og gáfaðir heimskir sem slíkir
og hvítir menn svartir
og blakkir menn bjartir
og beinasnar okkur líkir.
Jóhann S. Hannesson kvað:
Að huga ekki að náungans högum
né hlusta eftir illgjörnum sögum
lýsir áhugaskorti
á íslensku sporti
og ætti að bannast með lögum.
Kalt á toppnum nefnist þessi
limra Antons Helga Jónssonar:
Ég finn vel að höfuðið hækkar
því hitinn á kollinum lækkar.
Á gránandi hnjúk
er gustur og fjúk
og gróðurlaus blettur sem stækkar.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Heilræði dagsins og
kórónutafl