Morgunblaðið - 20.04.2020, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. APRÍL 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Breytirkórónu-veiran
öllu? Verður
heimurinn „eftir
kórónuveiru“ allt
annar en hann var
áður? Slíkra spurninga er
spurt um þessar mundir og
sumir telja sig hafa svör á
reiðum höndum. Einn þeirra
er Emmanuel Macron, forseti
Frakklands, sem segir í við-
tali við FT að fólk muni ekki
sætta sig við annað en að tek-
ið verði fastar á loftslags-
málum eftir að farsóttin er
gengin yfir. Þetta tengir hann
við það að um öndunarfæra-
sjúkdóm er að ræða og að fólk
sætti sig eftir slíka farsótt
ekki við annað en tandur-
hreint loft.
Þetta kann að sumu leyti að
hljóma sannfærandi, en er al-
veg víst að þetta verði í for-
gangi þegar veiran er horfin
og fólk getur loks um frjálst
höfuð strokið? Er líklegt í
kreppuástandi og miklu at-
vinnuleysi að áherslan verði á
að halda niðri starfsemi sem
kann að valda mengun? Eða
getur verið að með því að
viðra þessi sjónarmið sé
Macron að leggja áherslu á
mál sem hann hafði áhuga á
fyrir farsóttina? Er hann þá
að nýta sér farsóttina, eins og
sumir hafa sakað svokallaða
popúlista um að gera? Ef svo,
er hann þá popúlisti?
Í viðtalinu ræðir Macron
líka áhyggjur sínar af framtíð
Evrópusambandsins og ítrek-
ar vonbrigði sín með afstöðu
Hollendinga og Þjóðverja,
sem hafa staðið gegn því að
stöndugri ríki sambandsins
taki á sig ábyrgð á skuldum
ríkja sem veikar standa.
Macron segist óttast að hafni
Evrópusambandið því að taka
sameiginlega ábyrgð á skuld-
um aðildarríkjanna verði það
vatn á myllu popúlista á Ítal-
íu, Spáni og jafnvel líka í
Frakklandi og víðar. Fólk
muni segja að Evrópusam-
bandið geri aldrei neitt fyrir
það þegar á bjátar. Macron
vill að Evrópusambandið snú-
ist um annað og meira en við-
skipti, það eigi að vera póli-
tískt verkefni eða verkfæri.
Hann hefur bersýnilega
áhyggjur af því að tilvist sam-
bandsins sé í hættu verði ekki
farin sú leið að taka fjárhags-
lega á með þeim ríkjum sem
verst standa.
Áhyggjur forseta Frakk-
lands kunna að eiga rétt á
sér. Ef til vill verða viðbrögð-
in við kórónuveirufaraldr-
inum til að valda Evrópusam-
bandinu
óbætanlegu tjóni.
Ef til vill eykst
óánægjan innan
sambandsins
meira og hraðar
en ella hefði verið,
en því má ekki gleyma að
vegna framgöngu sambands-
ins á síðustu árum er frjór
jarðvegur fyrir óánægju með
það. Stuðningsmenn æ meiri
samruna, líkt og Emmanuel
Macron, geta ekki kennt öðr-
um en sjálfum sér um þann
frjóa jarðveg. Þeir sköpuðu
hann með því að skella skolla-
eyrum við eðlilegum áhyggj-
um almennings.
Vera má að það sé rétt hjá
Macron að kórónuveiran ógni
framtíð Evrópusambandsins.
Sé svo er það helst til marks
um að sambandið hafi ekki
staðið á sterkum grunni og
hafi þegar gengið fram af
stórum hluta íbúanna. En er
líklegt að allt breytist þegar
kórónuveiran er um garð
gengin, eins og stundum er
haldið fram? Hættir fólk að
ferðast eða dregur verulega
úr ferðalögum? Mun mark-
aðshagkerfið líða undir lok og
allsherjar sósíalismi í ein-
hverri mynd taka við? Verður
fólk sátt við að vera undir
stöðugu og nákvæmu eftirliti
ríkisins öllum stundum?
Ekkert af þessu er líklegt,
sem betur fer. Miklu líklegra
er að flest fari í sama farið,
hvort sem fyrirbæri á borð
við Evrópusambandið verða
starfandi með sama hætti og
áður eða ekki. Það ræður ekki
úrslitum um framþróun
heimsins, velferð eða velmeg-
un almennings. Vel má vera
að íbúar ríkja Evrópusam-
bandsins geti fundið farsælli
framtíð í gjörbreyttu sam-
bandi eða án þess. Samvinna
ríkjanna eða samstarf íbúa
þeirra á milli ríkja er ekki háð
stofnunum Evrópusambands-
ins.
Það er erfitt að meta áhrif
heimsfaraldurs í honum
miðjum, en þrátt fyrir allt er
heimsfaraldur ekki „for-
dæmalaus“ þó að hann hafi
ekki áður orðið á tíma þar
sem samskipti milli ríkja og
heimsálfa hafa verið jafn hröð
og nú. Ef horft er til fyrri far-
aldra þá má ætla að fyrr en
varir fari flest í sama farið,
atvinnulífið taki við sér á ný
og fólk ferðist án verulegra
erfiðleika. En vonandi nýtir
mannkynið þessa reynslu
eins og aðra líka til einhvers
lærdóms, þó að enginn ætti að
gera ráð fyrir byltingu í lífs-
háttum.
Margir spá miklum
breytingum, en er
það af raunsæi eða
óskhyggju?}
Breytist allt?
F
jármálaráðherra hefur undirritað
samning ríkisins við Seðlabank-
ann um svonefnd brúarlán eða
viðbótarlán. Lánin eru með
ríkisábyrgð sem bankarnir
koma til með að veita fyrirtækjum sem upp-
fylla ákveðin skilyrði. Lánafyrirgreiðslan,
sem er tímabundin, er hluti af aðgerðaáætl-
un ríkisstjórnarinnar vegna veirufaraldurs-
ins. Fyrrnefndur samningur varðar mikla
fjármuni eða um 50 milljarða króna. Hann
er tæknilega flókinn bæði um framkvæmd
og eftirlit. Óvíst er hversu mikið kemur til
með að falla á ríkissjóð. Í nefndaráliti kemur
fram að fjárlaganefnd eigi að fjalla um
samninginn áður en hann er undirritaður.
Nefndarmenn í fjárlaganefnd fengu mjög
skamman tíma til þess að kynna sér hann og
einungis tvær klukkustundir til að skila inn skriflegum
athugasemdum, svo mjög lá á að undirrita hann. Lagði
ég áherslu á að nauðsynlegt væri að fá álit sérfræðinga
á samningnum til að hægt væri að glöggva sig á álita-
efnum. Ein umsögn barst og er frá Ríkisendurskoðun,
sem varð að vinna hana í miklum flýti. Óskaði ég eftir
því að fá að kalla til óháða sérfræðinga fyrir nefndina,
eins og venjan er. Á það var ekki fallist. Svarið var að
það væri mat fjármálaráðuneytisins að ekki væri eðli-
legt að nefndin leitaði umsagna annarra aðila en Ríkis-
endurskoðunar. Lýsti ég yfir vonbrigðum í ljósi þess
að slík vinnubrögð ganga á skjön við eftirlitshlutverk
Alþingis og ganga í raun freklega á valdsvið
þess.
Miðflokkurinn styður þær fyrirætlanir
sem í samningum felast en verður í ljósi
þess sem að framan greinir að lýsa fullri
ábyrgð á framkvæmd samningsins og eftir-
lit með honum á ríkisstjórnina og stjórnar-
meirihlutann. Fjárlaganefnd átti enga
möguleika á að greina samninginn með
óháðum sérfræðingum til að tryggja að
markmið hans nái fram að ganga og að
fyllsta öryggis sé gætt í meðferð ríkisfjár.
Þetta eru óvönduð vinnubrögð og skrifast á
ríkisstjórnarflokkana. Í samningnum eru
annmarkar sem nauðsynlegt var að ræða
frekar. Þannig benti Ríkisendurskoðun á
augljósar hættur hvað varðar veðtrygg-
ingar. Lagði ég m.a. til að bætt yrði við
skilyrði í samninginn sem hefði dregið úr áhættu ríkis-
ins. Á það var ekki hlustað.
Mikilvægt er að koma fyrirtækjum til aðstoðar á
fordæmalausum tímum, svo ekki þurfi að koma til upp-
sagna starfsfólks. Mikilvægt er að ráðdeildarsemi ríki í
meðferð ríkisfjár og úrræðið verði ekki misnotað.
Mestu skiptir að úrræðið dugi til að stuðla að því að
rétta við atvinnureksturinn í landinu og vernda störf
fólks. birgirth@althingi.is
Birgir
Þórarinsson
Pistill
Brúarlán og meðferð ríkisfjár
Höfundur er þingmaður Miðflokksins
og situr í fjárlaganefnd Alþingis.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
læsu fréttina orðnir innherjar“, eins
og segir í svari Hörpu Jónsdóttur,
framkvæmdastjóra LSR, við fyr-
irspurn Morgunblaðsins.
Stjórnir sjóðanna taka ákvarðanir
um vaxtalækkanir en stjórnir þeirra
allra funda einu sinni til tvisvar í
mánuði.
Stýrivextir Seðlabanka Íslands
voru 3% í upphafi árs. Þá voru þeir
lækkaðir í 2,75% fimmta febrúar og
aftur 11. mars í 2,25%. Vextirnir voru
svo lækkaðir í 1,75% hinn 18. mars og
hafa haldist svo lágir síðan.
Lántökum allra sjóðanna býðst að
fresta sínum afborgunum af lánum.
Sömuleiðis getur hver sem er tíma-
bundið tekið út sinn séreignar-
sparnað í samræmi við lagabreytingu
þar að lútandi.
550 hafa sótt um greiðslufrest
Fyrir helgi höfðu 130 sótt um
greiðslufrest hjá Gildi og margir
spurst fyrir um málið. Þá höfðu borist
um 100 umsóknir um útgreiðslu sér-
eignarsparnaðar.
77 höfðu sótt um greiðslufrest hjá
LSR og 32 um úttekt á séreign vegna
COVID-19. 353 höfðu sótt um
greiðslufrest hjá Lífeyrissjóði verzl-
unarmanna fyrir helgi en það eru
4,1% af fjölda lána. Umsóknir um út-
tekt séreignar voru þá um 200 en það
eru um 0,4% af eigendum séreignar
hjá sjóðnum, sem eru 47.350 talsins.
Allir nema einn sjóð-
anna hafa lækkað vexti
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Verslun Lífeyrissjóður verzlunarmanna er til húsa í Húsi verslunarinnar.
Óverðtryggðir vextir sjóðsins hafa staðið í stað frá því í júlí árið 2019.
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður
stjórnar Landssamtaka lífeyr-
issjóða, segir að lífeyrissjóðirnir
þurfi að horfa til margra þátta
þegar ákvarðanir um vaxtalækk-
anir eða -hækkanir séu teknar.
„Lífslíkur þjóðarinnar eru að
verða meiri og það þýðir að
skuldbindingar kerfisins verða
meiri. Við erum að sigla inn í lág-
vaxtaumhverfi, vextir hafa aldrei
verið eins lágir á Íslandi og núna,
og það hlýtur að liggja í hlutarins
eðli að erfitt sé að ávaxta sig í
þessu lágvaxtaumhverfi. Við þurf-
um að horfa til allra þessara
þátta þegar við tökum ákvarðanir
um vexti en hlutverk okkar er
alltaf fyrst og síðast að greiða út
lífeyri.“
Guðrún ítrekar að sjóðirnir setji
ávöxtun iðgjalda sjóðfélaga í
fyrsta sæti.
„Sjóðfélagalán er auðvitað fjár-
festingakostur sem sjóðirnir
standa frammi fyrir eins og hver
annar. Við sem sitjum í stjórnum
sjóðanna þurfum auðvitað alltaf
að láta þetta fé renna inn í mestu
ávöxtun sem við getum fundið og
það þurfa ekki alltaf að vera sjóð-
félagalán.“
Ávöxtun greiðslna númer eitt
ERFITT AÐ ÁVAXTA Í LÁGVAXTAUMHVERFI
FRÉTTASKÝRING
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Af þremur stærstu lífeyris-sjóðum landsins hefureinn, Lífeyrissjóður verzl-unarmanna, ekki lækkað
vexti sjóðfélagalána síðan í febrúar-
byrjun og ekki tekið ákvörðun um að
gera það, að því er fram kemur í svari
sjóðsins við fyrirspurn Morgun-
blaðsins.
Á sama tíma hefur Seðlabankinn
lækkað stýrivexti þrisvar sinnum til
að bregðast við áhrifum kórónuveir-
unnar á íslenskan efnahag. Eru þeir
nú 1,75% en voru 3% í febrúarbyrjun.
Talsverður fjöldi lánþega hefur
óskað eftir frestun greiðslna á lánum
hjá þessum þremur stærstu lífeyris-
sjóðum landsins, en þeir eru Gildi,
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins
(LSR) og Lífeyrissjóður verzlunar-
manna.
Vaxtaákvarðanir hjá hinum síðast-
nefnda eru að jafnaði teknar þriðja
hvern mánuð, en oftar ef þörf krefur.
Stjórn sjóðsins heldur fund undir lok
mánaðarins. Ef vaxtalækkun verður
ákveðin þar verður það tilkynnt sam-
dægurs á vefsíðu sjóðsins.
„Stjórn ákveður vexti, í vaxta-
ákvörðun getur falist að lækka vexti,
hafa þá óbreytta eða hækka þá, eftir
atvikum sem stjórn metur,“ segir í
svari frá Lífeyrissjóði verzlunar-
manna.
Sömu vextir frá júlí 2019
Óverðtryggðir vextir á sjóð-
félagalánum hjá sjóðnum hafa haldist
í 5,14% síðan í júlí 2019.
Lífeyrissjóðurinn Gildi hefur lækk-
að vexti tvisvar frá febrúarbyrjun,
annars vegar 12. mars og hins vegar
26. mars. Þannig hafa breytilegir
vextir óverðtryggðra lána hjá sjóðn-
um samtals verið lækkaðir um 0,55
prósentustig og fastir vextir verð-
tryggðra lána um 0,10 prósentustig.
Breytilegir vextir óverðtryggðra
grunnlána hjá Gildi eru nú 4,55%.
LSR hefur lækkað breytilega vexti
á óverðtryggðum sjóðfélagalánum
tvisvar sinnum síðan í febrúarbyrjun,
annars vegar 6. mars, úr 5,5% í 5,4%,
og aftur 26. mars í 5,2%.
Rétt eins og hjá Lífeyrissjóði verzl-
unarmanna hefur engin ákvörðun
verið tekin um lækkun vaxta á næst-
unni hjá Gildi en LSR gat ekki svarað
því hvort slík ákvörðun hefði verið
tekin þar sem „þá væru allir sem