Morgunblaðið - 20.04.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. APRÍL 2020
Armband
F ár 14.900,-
Hálsmen
7.900,-
Hálsmen
13.900,-
Eyrnalokkar
6.900,-
Hringur
14.900,-
Bankastræti 12 | Sími 551 4007 | skartgripirogur.is
15% afsláttur af öllum vörum á vefverslun
30% afsláttur af menum og hringum með æðruleysibæninni
skartgripirogur.is
Fimmta endurfæðingin og
afleiðingar hennar
Barátta gegn veruleikanum varð hlut-
skifti mitt. Það er sjaldnast „lífvænleg
staða“, en það gefur fyrirheit um full-
komnara líf, sigur andans yfir áþján
efnisins.
Lífsstarf Þórbergs Þórðarsonar
markaðist af stöðugri þrá eftir
betra lífi og baráttu fyrir því að
breyta heiminum. Þetta er óvíða
skýrara en á því skeiði ævi hans
sem kenna má
við esperanto.
Átta ár af ævi
sinni (1925-1933)
helgaði Þórberg-
ur esperanto
krafta sína að
mestu leyti, og
reyndar vann
hann drjúgmikið
að málefnum
esperantista fram undir síðari
heimsstyrjöldina jafnframt rit-
störfum á íslensku. Og með gildum
rökum má halda því fram að á því
tímabili hafi hann verið hvað ham-
rammastur til verka og skilað
drýgstum dagsverkum. Það er því
dálítið kaldhæðnislegt hversu lítið
hefur verið hirt um þennan snara
þátt í lífi meistarans. Hvorki
kennslubækur hans í esperanto né
Alþjóðamál og málleysur voru
endurútgefnar með öðrum ritum
hans og allmikið hefur til þessa leg-
ið óútgefið og óþýtt af esperanto-
verkum hans.
Helstu áhugamál Þórbergs gripu
hann svo sterkum hugartökum að
sjálfur hefur hann kallað það endur-
fæðingar, en fyrir þeim hefur hann
gert besta grein í „Endurfæðingar-
krónikunni“ sem hann skrifaði
Stefáni Einarssyni 2. nóvember
1934. Þar segir hann endurfæð-
ingar sínar orðnar sex fyrir utan
nokkrar aðkenningar. Um endur-
fæðingu sína til esperantos vorið
1925 segir hann í krónikunni:
Endurfæðist hægt og kurteislega
með hálftíma lestri á dag inn í Esper-
anto. Þessi endurfæðing hófst í maí-
mánuði á rakarastofu Sigurðar Ólafs-
sonar, meðan ég var að lesa auglýs-
ingaspjald, sem hékk á veggnum og
á voru letruð þessi gómsætu orð:
„Saftin er gerð úr sykri og berjum
eins og bezta útlend saft“, sem nú
hefur reynzt að vera lygi. Í júlímánuði
1926 er þessi endurfæðing búin að
ganga svo frá mér, að ég fyrirlít allt
annað en Esperanto og esperanto-
bókmenntir í næstu 6 ár. Las Esper-
anto 10 til 20 klukkutíma á sólar-
hring. Varð að lesa á kamrinum, hvað
þá heldur þar, sem betri var lyktin.
Þórbergur hafði áður lýst að-
draganda þess að hann gerðist
esperantisti í viðtali í Alþýðublað-
inu 1. nóvember 1925. Þar segir
hann frá því að á tímabilinu 1917 til
1925 hafi hann verið á kafi í alls
konar alheimsspeki svo sem „spírit-
isma, Yoga-heimspeki, guðspeki
[og] alþjóðapólitík“. Þessa alheims-
hyggju segir hann hafa leitt sig um
síðir til esperantos og segir þar frá
endurfæðingu sinni á rakarastofu
Sigurðar Ólafssonar á svipaðan
hátt og hann gerði síðar í krónik-
unni. Hann segir þetta hafa verið
eina af sínum minni endurfæð-
ingum og bætir síðan við:
Sennilega hefir hún átt greiðari að-
gang að mér fyrir það, að Vilmundur
Jónsson læknir, sem var mikill esper-
antisti og keypti bækur, blöð og tíma-
rit á Esperanto, hafði stundum verið
að kalsa við mig að læra málið.
Þessi endurfæðing Þórbergs bar
skjótan ávöxt sem sést á því að
þann átjánda sama mánaðar birtir
hann grein í Alþýðublaðinu sem
hann nefnir: „Auðvaldinu er illa við
alþýðumenntun.“ Ræðst hann þar á
latínukennslu í Menntaskólanum í
Reykjavík og telur hana einkum
stuðla að því að halda alþýðunni
niðri. Þá vitnar hann til Max
Müllers um ágæti esperantos til
þroskunar andans.
Veturinn 1925 til 1926 dvaldi Þór-
bergur í Stokkhólmi eftir að honum
hafði verið sagt upp störfum við
Iðnskólann og Verzlunarskólann.
Keypti hann þá „mörg tímarit á
esperanto“ en gaf sér „engan tíma
til að lesa þau fræði.“ Sumarið 1926
var Þórbergur í Kaupmannahöfn
þar sem hann hafði fengið dálítinn
styrk úr Carlsbergsjóðnum til að
stunda þjóðfræði. Og þar byrjar
hann að lesa esperanto fyrir alvöru
og ákveður þá að gerast rithöfundur
á málinu. Þá hugmynd mun hann
fyrst hafa látið í ljós í bréfi á esper-
anto til Vilmundar vinar síns Jóns-
sonar. Bréfið er dagsett 19. júlí
1926. Þar segir svo í íslenskri þýð-
ingu:
Tvo seinustu mánuði hefi ég eingöngu
lesið og skrifað esperanto. Og í ein-
ræðum sálar minnar hefi ég aðeins
talað esperanto. Nú er ég að lesa
Fundamento Krestomatio (460
síður). Ég er að hugsa um að hætta
að skrifa á íslenska tungu og gerast
alþjóðlegur höfundur á esperanto.
Það er stórkostleg hugmynd. Þá
munu menn geta lesið hin viður-
styggilegu verk mín jafnt í Japan og
Kína sem í Önundarfirði. […] Hvers
vegna ætti ég að skrifa fyrir Íslend-
inga? Að skrifa nytsamar bækur fyrir
Íslendinga er eins og hella úr einum
hjólbörum af kúamykju yfir Góbíeyði-
mörkina.
Enn nánari grein fyrir þessari
ákvörðun sinni gerði Þórbergur í
ritgerðinni „Þrjú þúsund, þrjú
hundruð og sjötíu og níu dagar úr
lífi mínu“:
Það var býsna margt, sem hóf huga
minn til þessarar ákvörðunar. Ég upp-
lýstist af þeirri eilífu vissu, að mitt
andlega líf átti sér ekki rætur í nein-
um sérstökum þjóðflokki, að allar
þjóðir jarðarinnar eru undir niðri
órjúfanleg eining, og einstaklingar
þeirra allra voru mér álíka hjartfólgnir.
Ég sá, að það, sem einkum greinir
þjóðirnar hverja frá annari, eru ýmsar
yfirborðshneigðir og venjur og þó öllu
öðru fremur hinar ólíku tungur, er
þær tala. Og ég sannfærðist um, að
það er árangurslaus fásinna að boða
mannkyninu „allsherjarbræðralag“ á
meðan þjóðflokkarnir hafa engan
sameiginlegan, sýnilegan ytri þráð, er
geti tengt þá saman og greitt þeim
leið að heila og hjarta hvers annars.
Til þess þurfa þeir sameiginlega
tungu, sem engin þjóð getur talið
sína eign og notað sínum eigingjörnu
hagsmunum til framdráttar á kostnað
annara þjóða. Bræðralag verður að
eins reist á grundvelli jafnréttis.
Haustið 1926 sótti Þórbergur 18.
Alþjóðaþing esperantista í Edin-
borg og varð það til þess að styrkja
enn trú hans á framtíð hins unga al-
þjóðamáls. Og þar á þinginu frétti
hann fyrst af hinu róttæka alheims-
félagi þjóðleysingja SAT (Senna-
cieca Asocio Tutmonda) og sótti
þegar um aðild að því og varð
áskrifandi að báðum þeim blöðum
sem félagið gaf út, Sennaciulo
(Þjóðleysingjanum) og Sennacieca
Revuo (Tímariti Þjóðleysingja-
félagsins). Hann birtir síðan þýð-
ingu sína á grein úr Sennaciulo,
„Þjóðrækni í „ópólitískum skólum““
í Alþýðublaðinu 20. nóvember 1926.
Þar kemur fram hvernig alið var á
þjóðernishyggju og hatri í garð ann-
arra þjóða í skólum ýmissa Evrópu-
ríkja. Má segja að þar með sé Þór-
bergur orðinn virkur í baráttunni
fyrir stefnumálum þjóðleysingja.
Eftir þingið hélt Þórbergur til Ís-
lands og tók til við fyrri iðju að
safna orðum úr alþýðumáli og einn-
ig ýmsu því er laut að þjóðfræðum.
Þá skrifaði hann greinar í blöð og
lutu flestar þeirra að þjóðfélags-
málum, trúarbrögðum og esperanto.
Og nú sneri hann sér í eldmóði að
því að fullnuma sig í málinu og
vinna að framgangi þess á allan
hátt. Þá sneri hann ásamt Hallbirni
Halldórssyni smásögu í expressjón-
iskum stíl úr esperanto. Sagan
heitir „Mannsbarn“ og er eftir eist-
neska esperantistann og þýðandann
Henrik Allari. Hún birtist í Iðunni
1927. Á esperanto nefnist sagan
„Homido“ og hafa þeir félagar þýtt
hana úr Sennacieca Revuo 1927. Á
eftir sögunni í Iðunni stendur 1925
en það ártal stendur einmitt undir
henni í Sennacieca Revuo og merkir
væntanlega að hún sé samin það ár.
Þetta er merkileg saga fyrir margra
hluta sakir, ekki þó síst stílsmátann,
en þarna munu Íslendingar einna
fyrst hafa komist í kynni við aðferð-
ir expressjónista á sinni eigin tungu.
Sjálfur sýnist Þórbergur hafa lært
sitthvað af stíl expressjónista eins
og síðar kom fram, til dæmis í Ís-
lenzkum aðli og Ofvitanum.
Þórbergur endurfæðist til esperantos
Bókakafli | Í bókinni Lifandi mál lifandi manna
rekur Kristján Eiríksson esperantotímabilið í lífi
Þórbergs Þórðarsonar og áhuga hans á fram-
gangi hlutlausrar alþjóðatungu. Esperanto var í
huga hans það tæki sem gat bjargað menningu
smáþjóðanna og um leið sameinað þjóðir heims-
ins í eitt ríki þar sem allir menn nytu réttlætis.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Þórbergur Þórðarson „Átta ár af ævi sinni (1925-1933) helgaði Þórbergur esperanto krafta sína að mestu leyti, og
reyndar vann hann drjúgmikið að málefnum esperantista fram undir síðari heimsstyrjöldina,“ segir í bókinni.