Morgunblaðið - 20.04.2020, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. APRÍL 2020
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 8008 – UNDRAVERÐUR SVEIGJANLEIKI
Háþróuð tækni, alvöru handverk, strangar prófanir og vandlega valin efni tryggja góðan nætursvefn
og passa upp á að líkaminn fái góða hvíld þegar þú þarf mest á því að halda.
Sölvi Sveinsson, fyrrverandi skóla-
meistari, rithöfundur og gagnrýn-
andi með meiru, segir frá og bendir
lesendum á sitthvað áhugavert að
gera og njóta á þessum óvenjulegu
tímum:
„Þetta er vitaskuld furðulegt
ástand en viðbrigðin kannski ekki
eins mikil hjá pensjónista og þeim
sem enn væru úti á akrinum ef allt
væri með felldu. Ég vakna eins og
venjulega einhvern tíma milli sjö og
átta og þá er afskaplega notalegt að
setjast inn í stofu með kaffibolla og
blöðin og skanna
tilveruna eins og
hún birtist blaða-
mönnum í gær.
Mér er ómögu-
legt að skilja fólk
sem lítur aldrei í
blöð. Kannski
óttast ég að það
opni heldur ekki
bók…
Svo kíki ég að-
eins á netmiðl-
ana, bæði íslenska og erlenda. Mæli
sérstaklega með netútgáfu The
Guardian. Ég horfi ekki mikið á
sjónvarp, kíki þó alltaf á upplýs-
ingafund almannavarna og land-
læknis. Þau höndla hlutverk sitt
með ágætum, engir kóvitar á þeim
bæ en þeim mun fleiri á netinu, að
ekki sé minnst á furðustöðina Sögu.
Ég hlusta talsvert mikið á útvarp,
ekki síst þætti sem eru komnir á
netið. Heimskviður eru í uppáhaldi
hjá mér. Ljómandi góður þáttur þar
sem aðeins er farið í dýptina. Ég er
kannski ekki alveg hlutlaus í þeim
efnum því að tengdadóttir mín er
annar umsjónarmanna þáttarins og
flytur þar prýðilega pistla.
Annars geng ég núna skipulega
til verks og les Fornaldarsögur
Norðurlanda hverja á eftir annarri
í útgáfu Guðna Jónssonar. Þetta
eru frábærar bókmenntir, bráð-
skemmtilegar en hafa lengi staðið í
skugga annarra fornsagna. Þær
eru ýkjukenndar og allt getur raun-
ar gerst. Tröll og drekar, dvergar
og jötnar eru kannski ekki á hverju
strái en koma þó víða við sögu.
Svo þarf maður náttúrlega að
viðra sig og við hjón göngum dag-
lega rúman klukkutíma þétt saman
en forðumst aðra vegfarendur, ekki
kannski eins og heitan eldinn, en
höldum góðri fjarlægð. Það pirrar
mig reyndar óendanlega í þessu
ástandi að hafa ekki enska fótbolt-
ann á skjánum. Ég æsi mig upp í há-
stert þegar Chelsea spilar og viður-
kenni að eiginlega sofna ég ekki vel
ef liðið tapar kvöldleik, skaðinn er
minni ef liðið lýtur í gras um miðjan
dag. Var það ekki Bjarni Fel sem
kenndi þjóðinni að lúta í gras og fá
síðan far með hnjaskvagni út af
vellinum?“
Mælt með í samkomubanni
Fornaldarsögur Teikning frá um 1830 við Hervarar sögu, sem sýnir Hjör-
varð og Hjálmar hugumstóra biðja Ingibjargar konungsdóttur í Uppsölum.
Heimskviður og
Fornaldarsögur
Sölvi
Sveinsson
Morgunblaðið/Eggert
Fréttamaður Birta Björnsdóttir er
einn þáttastjórnenda Heimskviða.
Yael Farber hefur verið ráðin af
Þjóðleikhúsinu til að leikstýra
uppfærslu á Fullkominni vinkonu,
leikriti sem unnið er upp úr sam-
nefndri skáldsögu í Napólí-þríleik
rithöfundar sem gengur undir dul-
nefninu Elena Ferrante. Verkið
verður frumsýnt í lok september,
að því er fram kemur í tilkynn-
ingu frá Þjóðleikhúsinu.
Farber er frá Suður-Afríku en
hefur leikstýrt um allan heim, þar
á meðal í öllum helstu leikhúsum
Bretlands. Hún býr í Kanada og
Singapúr og hefur leikstýrt róm-
uðum sýningum í helstu leikhúsum
Bretlands, Breska þjóðleikhúsinu,
The Old Vic, Young Vic og Don-
mar Warehouse, segir í tilkynn-
ingunni og að nýlega hafi hún
hlotið afbragðsdóma fyrir upp-
setningu sína á Hamlet með Holly-
wood-stjörnunni Ruth Negga sem
sýnd hafi verið í New York.
Farber er einnig leikskáld og hafa
bæði verk hennar og sýningar
hlotið fjölda verðlauna og viður-
kenninga. Um Napólí-sögur Ferr-
ante segir að þær hafi farið sigur-
för um heiminn og selst í yfir tíu
milljónum eintaka.
Fullkomin vinkona kom út í ís-
lenskri þýðingu Brynju Cortes
Andrésdóttur sem Framúrskar-
andi vinkona og naut mikilla vin-
sælda líkt og aðrar bækur Ferr-
ante.
Farber leikstýrir Fullkominni vinkonu
Virt Suður-afríski leikstjórinn og
leikskáldið Yael Farber.
Sumar örsögur eru ör-stuttar.Eins og „Risaeðlan“ eftirAugusto Monterroso:„Þegar hann vaknaði, var
risaeðlan enn þarna.“ Eða „Ósýnilegi
maðurinn“ eftir Gabriel Jiménez
Emán: „Maðurinn var ósýnilegur,
það tók bara eng-
inn eftir því.“
Þetta er „Draum-
ur um draum“
eftir Álvaro Me-
nen Desleal:
„Dag einn
dreymdi mig að
mig dreymdi
draum, og milli
svefns og vöku í
draumnum, dreymdi mig að mig
dreymdi …“ Og „Vofan“ eftir Guill-
ermo Samperio er einfaldlega autt
blað, ekki orð – eins og þögul, ósýni-
leg vofa á vitaskuld að vera sýnd.
Þetta eru dæmi um nokkrar ör-
stystu örsögurnar í þessu for-
vitnilega og afar fjölbreytilega safni.
Aðrar eru allt að tvær blaðsíður á
lengd, og allt þar á milli. Eins og
kemur fram þá á örsagan sér langa
hefð í Rómönsku Ameríku og hafa
margir kunnustu rithöfundar álf-
unnar tekist á við að skrifa slíkar
stuttar sögur – hér eru til að mynda
textar eftir Julio Cortázar, Jorge
Luis Borges og Adolfo Bioy Casares
– og sumir hafa sérhæft sig í form-
inu.
Tónninn er skemmtilega sleginn í
byrjun bókar með tilvitnunum í fjóra
höfundanna sem skýra mikilvægi og
eðli þessara stuttu sagna. Borges
sérhæfði sig í stuttum sögum eins og
þekkt er og tjáir sig um ástæðuna
með þessum hætti: „Skáldsögur eru
of stórar, yfirfullar af hlutum sem
aru allt of ólíklegir og með öllu þarf-
lausir. Hið fullkomna bókmennta-
form getur aðeins verið örstutt saga
sem nær að halda sig við kjarna
málsins, líkt og ljóðið.“ Edmundo
Valdés segir smáprósa vera „náðar-
gjöf bókmenntanna“, Shua segir að
þegar örsagan heppnist vel, þá bíti
hún, og Luisa Valenzuela talar um
slíkar sögur sem kostuleg „smáævin-
týri tungumálsins“.
Þessi lesandi hefur stundum velt
fyrir sér þessari sérstöku flokkun
smáprósa eða stuttra smásagna í
Rómönsku-Ameríku. Vitaskuld
þekkjum við íslenskir lesendur texta
sem þessa frá íslenskum ljóðskáldum
og prósahöfundum, texta sem mætti
staðsetja á mörkum ljóða, smá-, goð-
eða furðusagna, ævintýra og skop-
sagna. Við þekkjum slíka texta úr
bókum höfunda á borð við Óskar
Árna Óskarsson, Gyrði Elíasson,
Kristínu Ómarsdóttur og Sigurð
Pálsson. Svo einhverjir séu nefndir.
Og í því samhengi, oft í sambýli við
ljóð, hafa höfundarnir gjarnan talað
um smáprósa eða ljóðsögur. Og í
raun finnst rýni óþarfi að skilgreina
fyrirbærið sérstaklega, þetta eru jú
„bara“ bókmenntir, í formi sem teng-
ist í allar áttir, oft á bráðskemmti-
legan hátt, og mikilvægara að spyrja
bara hvernig höfundum takist til.
En í Rómönsku-Ameríku vilja höf-
undar sýnilega hafa formið sitt á
hreinu, eins og hægt er að skilgreina
það, og þýðandinn Kristín Guðrún
Jónsdóttir fjallar með forvitnilegum
og upplýsandi hætti um örsögur í álf-
unni í ítarlegum formála að þýðing-
unum. Kristín hefur áður lagt sitt af
mörkum við að kynna okkur örsögur.
Hún hlaut Íslensku þýðingarverð-
launin árið 2013 fyrir þýðingu á verki
Monterroso, þýddi örsagnasafn eftir
Shua sem kom út 2015 og kom einnig
að þýðingu smásagna frá Kúbu,
Púertó Ríkó og Dóminíska lýðveld-
inu sem kom út árið 2008. Kristín,
sem er dósent í spænsku við Háskóla
Íslands, gjörþekkir því formið, eins
og sést á skrifum hennar um það.
Hún segir örsögur í senn nútímalegt
fyrirbæri og aldagamalt; þær eru
margbreytilegar og lesandinn „veit
oft ekki hvort hann er með ljóð í
höndunum, prósatexta eða örstutta
ritgerð“. Þá segir hún sögurnar gefa
„lesandanum nýja sýn á hversdags-
lega atburði og fyrirbæri, söguna og
bókmenntahefðina“, og réttilega að
þær séu knappar og gagnyrtar og
henti því vel aðstæðum nútímafólks.
Kristín hvetur líka til þess að við
lesum ekki margar sagnanna í einu,
til að skynja þær vel, hverja og eina,
og það er gott ráð sem ég hef hlýtt.
Og þær eru fjölbreytilegar, heldur
betur. Merkilega margar fjalla um
goðsögur, til að mynda grískar eða
Biblíunnar, og athyglisvert er að sjá
hvernig sumar kallast á, milli landa
og gegnum tíma.
Örsögurnar í þessu athyglisverða
safni eru skemmtileg lesning og fela
líka fallega í sér þá fjarlægu heima
og menningarsvæði sem þær spretta
upp af. Þetta er því fyrirtaks lesefni
fyrir fólk að ferðast með í huganum á
þessum skrýtnu tímum.
„Hið fullkomna bók-
menntaform“ – sem bítur
Örsögur
Við kvikuna – Örsögur frá
Rómönsku-Ameríku bbbbn
Örsögur eftir 49 höfunda frá 12 löndum
Rómönsku-Ameríku.
Kristín Guðrún Jónsdóttir þýddi og ritar
formála.
Ritstjóri: Ásdís R. Magnúsdóttir.
Útgefandi: Stofnun Vigdísar Finnboga-
dóttur í erlendum tungumálum, 2020.
Kilja, 222 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
Jorge Luis
Borges
Ana María
Shua
Augusto
Monterroso
Julio
Cortazar