Morgunblaðið - 20.04.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.04.2020, Blaðsíða 32
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Lífið heldur áfram þrátt fyrir kórónu- veirufaraldurinn og Í hjarta mínu, fyrsta bókin frá nýstofnaðri bóka- útgáfu, er væntanleg á markað á miðvikudag. „Draumurinn er loksins orðinn að veruleika,“ segir Ólíver Þorsteinsson, höf- undur bókarinnar og eig- andi og stjórnarformaður Leó bókaútgáfunnar. Undanfarin fjögur ár hef- ur Ólíver, sem er 23 ára, starfað í leikskóla. Þar fékk hann innblástur að fyrstu bók sinni, Leitinni að jóla- kettinum, sem bókaútgáfan Tindur gaf út fyrir jólin 2018. „Ég hef lengi gengið með þessa hugmynd í maganum að stofna bókaútgáfu og bjóst við að draumurinn yrði að veruleika þegar ég yrði orðinn þrítugur, en í desem- ber var ég ákveðinn í að koma út bók- inni Í hjarta mínu, sem er mjög per- sónuleg. Ég vildi gefa hana út sjálfur, vildi ekki að einhver annar ætti rétt- inn, og þar með var ekki eftir neinu að bíða.“ Richard Vilhelm Andersen, kerfis- stjóri og vinur Ólívers, hvatti hann til dáða og tók slaginn með honum. „Hann hefur lagt gífurlega mikið af mörkum og tekið fullan þátt í að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. Þetta hefur allt gerst hratt.“ Ólíver segir að auk þess njóti hann stuðnings fjöl- skyldunnar og nefnir í því sambandi að systkini hans, Tómas Leó og Sylvía, myndskreyti barnabæk- urnar auk þess sem Sylvía hafi komið að kápugerð fyrstu bókarinnar. Krist- inn Rúnar Kristinsson rit- stjóri og Páll Gestsson varastjóri gegni líka veiga- miklum hlutverkum. „Við Kristinn ætlum að skrifa bók saman og við Páll erum að skrifa saman barnabók sem kemur út á næsta ári.“ Fríar heimsendingar Ekki blæs beint byrlega í atvinnu- rekstri um þessar mundir en Ólíver er hvergi banginn. Hann segir að vissu- lega séu aðstæður ekki þær ákjósan- legustu. Vegna samgöngubannsins geti hann ekki kynnt bókina í bóka- verslunum en samfélagsmiðlar verði óspart notaðir í staðinn og bókin send frítt til kaupenda á meðan ástandið helst óbreytt. „Þetta er mjög erfitt verkefni en við erum spenntir fyrir því að takast á við áskorunina,“ segir Ólíver. Hann bætir við að hægt sé að kaupa nýju bókina í forsölu á vefsíðu útgáfunnar (leobokautgafa.is). Stefnt er að því að gefa þrjár bæk- ur eftir Ólíver út í ár. Í sumar er bók- in Langafi minn Súpermann væntan- leg og síðan jólabók eftir bræðurna Ólíver og Tómas Leó, sem er tólf ára, í haust. Ólíver segist hafa skrifað bókina Í hjarta mínu 2017. „Þá upplifði ég versta tíma ævi minnar, var kominn langt niður og sá ekki fyrir mér að líf- ið gæti verið bjart.“ Hann segir ótrúlegt að sjá hvar hann sé staddur núna í samanburði við hvar hann var. „Þegar botninum er náð er aðeins ein leið fær; upp,“ segir hann. „Bókin er kómedískur harmleikur sem fjallar um mann sem hefur gefist upp á lífinu. Systkini hans reyna að ýta honum í átt að betri stað og hann upplifir hluti sem hann gat aðeins dreymt um á unga aldri, en þessi þungi veggur togar hann samt alltaf niður.“ Framlínusveitin Frá vinstri: Páll Gestsson varastjóri, Richard Vilhelm Andersen kerfisstjóri, Ólíver Þorsteinsson og Kristinn Rúnar Kristinsson ritstjóri. Fyrir framan eru Tómas Leó Þorsteinsson og Sylvía Þorsteinsdóttir teiknarar. Bjartsýni að leiðarljósi  Fyrsta bók nýs forlags Ólívers kemur út í vikunni Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun Frí heimsending um allt land * Undirföt * Aðhaldsundirföt * Nærföt * Náttföt * Náttkjólar * Sloppar * Sundföt * Strandfatnaður Höfum opnað vefverslun selena.isMÁNUDAGUR 20. APRÍL 111. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Í blaðinu í dag er kíkt á karlalið KR í knattspyrnu sum- arið 1991. Þegar farið er yfir leikmannahópinn kemur í ljós að átta leikmenn úr liðinu hafa síðar þjálfað lið í efstu deild og sjö þeirra orðið Íslands- eða bikarmeist- arar sem þjálfarar. Morgunblaðið hafði samband við hinn þrautreynda þjálfara Guðna Kjartansson, sem stýrði KR-liðinu sumarið 1991, og ræddi við hann vegna þessarar athyglisverðu staðreyndar. Fimm þessara þjálfara verða í sviðsljósinu þegar Íslandsmótið hefst í júní eins og nú er áætlað. »26-27 Hélt Guðni eitt allsherjar þjálf- aranámskeið sumarið 1991? ÍÞRÓTTIR MENNING Menningarhúsin í Kópavogi bjóða upp á fjölbreytta menningardagskrá í streymi á netinu á meðan sam- komubann stendur yfir og í dag, 20. apríl, kl. 13 mun Ragna Fróðadóttir, textílhönnuður og myndlistarmaður og bæjarlistamaður Kópavogs fyrir árið 2019, tala frá New York um textíl og endurvinnslu hans. Sem bæjar- listamaður Kópavogs hefur Ragna unnið að verki með börnum úr 5. bekk Salaskóla og eldri borgurum í Kópa- vogi. Verkið er samsett úr 84 útsaumuðum teikningum í endurunnið efni. Verkið átti að sýna á Barnamenning- arhátíð í Kópavogi en verður sýnt við fyrsta tækifæri þegar allir eru komnir á ról aftur. Fjallar um textíl og endurvinnslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.