Morgunblaðið - 20.04.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. APRÍL 2020
HÁDEGISMATUR alla daga ársins
Bakkamatur
fyrir fyrirtæki og mötuneyti
Við bjóðum annarsvegar upp á sjö valrétti á virkum dögum,
sem skiptist í, tveir aðalréttir, þrír aukaréttir, einn heilsurétt,
einn Veganrétt og hinsvegar er hægt að fá matinn í kantínum
fyrir stærri staði sem er skammtað á staðnum.
Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is
SKÚTAN
Matseðill og nánari upplýsingar á
veislulist.is
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það hafa alltaf búið margir lista-
menn á Seltjarnarnesi og sótt í um-
hverfið hér. En það er rétt og eftir
því er tekið að margir listamenn af
yngri kynslóðinni hafa bæst í hópinn
á síðustu tveimur til fjórum árum,“
segir María Björk Óskarsdóttir,
sviðsstjóri þjónustu- og samskipta-
sviðs Seltjarnarnesbæjar.
Fjölmargir listamenn hafa flust
búferlum á Seltjarnarnes á liðnum
misserum. Óhætt er að tala um að
ákveðin kynslóðaskipti séu að verða í
sveitarfélaginu því þótt þar hafi
löngum búið listamenn er innreið
þeirra hinna yngri nú slík að nokkra
athygli vekur.
Listamennirnir koma úr flestum
geirum. Meðal þeirra eru popparinn
Jón Jónsson, grínistinn Ari Eldjárn
og dansarinn og danshöfundurinn
Sigríður Soffía Níelsdóttir. Úr klass-
íska geiranum ber hæst nöfn þeirra
Víkings Heiðars Ólafssonar og Daní-
els Bjarnasonar. Leikarar eiga sína
fulltrúa í bænum; til að mynda hjónin
Nínu Dögg Filippusdóttur og Gísla
Örn Garðarsson og Elmu Lísu
Gunnarsdóttur og Reyni Lyngdal
leikstjóra. Þá hefur danska tónlistar-
konan Tina Dickow hreiðrað um sig á
Nesinu með bónda sínum, Helga
Hrafni Jónssyni tónlistarmanni, en
Tina söng fyrir Margréti Þórhildi
Danadrottningu í tilefni stórafmælis
hennar í vikunni. Tina söng einmitt
frá heimili sínu á Seltjarnarnesi.
María segir að gott sé að búa á
Seltjarnarnesi, vel sé hlúð að íbúum,
listamönnum sem og öðrum. „Sam-
félagið og umgjörðin fyrir þá sem eru
með börn spyrst út. Fólk sækir í út-
sýnið og náttúruna, sem veitir vafa-
laust mörgum innblástur.“
Listafólk flykkist
á Seltjarnarnesið
Ungir listamenn flytja unnvörpum
Víkingur Heiðar Nína Dögg
Ari EldjárnTina Dickow
klukkan tíu á kvöldin við afgreiðslu
á pöntunum, fylla í hillur og slíkt.
Gangurinn í þessu er góður.“
Bjartsýnn á sumarið
Mest sala er nú á vörum til
framkvæmda innanhúss, en Sig-
urður kveðst bjartsýnn á sumarið.
Ljóst sé að flestir haldi sig innan-
lands í sumar og lítið verði um
fjöldasamkomur. Líklegt sé því að
margir verði heima, máli húsið,
beri á skjólveggi, hugi að garðinum
og öðru viðhaldi. Vörur tengdar
slíku séu nú á uppleið í sölu.
„Svo er mjög til bóta að ríkið
ætlar núna að stíga inn með fjár-
festingaátak upp á 30-40 milljarða
króna, sem er kröftug viðspyrna.
Áhrifin koma fljótt fram. Mikil-
vægt er líka að ekki verði gefið eft-
ir í byggingu á íbúðarhúsnæði til
að tryggja jafnvægi á þeim mark-
aði. Ef stjórnvöld myndu nú keyra
hlutdeildarlánin í gegn hefði það
mjög svo jákvæð áhrif á áfram-
haldandi stöðugleika á íbúða-
markaði,“ segir hann.
Á sama tíma og margir eru í
framkvæmdum í heimaranni og
þurfa margt að sækja í bygging-
arvöruverslanir er minna umleikis í
stærri verkefnum, að sögn Árna
Stefánssonar, forstjóra Húsasmiðj-
unnar. „Samkvæmt tölum frá Sam-
tökum iðnaðarins eru íbúðir á
fyrsta byggingarstigi á höfuð-
borgarsvæðinu rúmlega 40% færri
nú en á sama tíma í fyrra. Auð-
vitað eru þúsundir íbúða enn í
byggingu, en að svo miklu færri
verkefni séu að fara af stað er
áhyggjuefni.“
Þessarar þróunar segir Árni að
sjái stað í minni sölu á svokallaðri
grófvöru, svo sem steypustyrktar-
járni, byggingatimbri og jarð-
lögnum. Raunar rími þetta við op-
inberar tölur frá Rannsóknasetri
verslunarinnar sem sýni samdrátt í
sölu byggingarvara sjö af síðustu
átta mánuðum. Í heild hafi salan á
markaðnum minnkað um 10% milli
ára fyrstu þrjá mánuði ársins.
Laghentir smíða sjálfir
„En einstaklingsmarkaðurinn er
líflegur um þessa mundir, þrátt
fyrir samkomubann, og algjör
sprenging í netverslun á vefnum
okkar. Margir eru greinilega að
nota rólegan tíma í vinnu í fram-
kvæmdir og mála og laga til.
Gjarnan eru þetta verkefni sem
sæmilega laghent fólk getur sjálft
sinnt,“ segir Árni.
„Sólpallaefni selst sem aldrei
fyrr en við heyrum á iðnaðarmönn-
um að fólk virðist vegna smithættu
síður vilja utanaðkomandi fólk inn
á heimilin í viðhaldsverkefni
undanfarnar vikur. Þetta er samt
að lagast og væntanlega kemst
þetta í lag upp úr maí. Þá bind ég
líka vonir við átaksverkefnið Allir
vinna, en samkvæmt því fæst
virðisaukaskattur af vinnu iðnaðar-
manna á framkvæmdastað að fullu
endurgreiddur.“
Landinn málar og leggur parket
Mikil sala í byggingarvöruverslunum Gólfefni og málning Bjartsýnir forstjórar segja landann
vera í framkvæmdahug Sólpallasumar Samdráttur í byggingu íbúðarhúsnæðis er áhyggjuefni
Morgunblaðið/Íris
Húsasmiðjan Svipast um eftir tólum og tækjum sem þarf í verkin.
Innkaup Stefán Jökull Sveinsson var í málningarleiðangri í Skútuvoginum.
Sigurður Brynjar
Pálsson
Árni
Stefánsson
Bauhaus Löng biðröð var við allar byggingarvöruverslanir bæjarins í gær.
SVIÐSLJÓS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Forsvarsmenn BYKO vænta þess
að geta strax nú um mánaðamótin
tekið þá 125 starfsmenn sem á
dögunum fóru á hlutabætur hjá
Vinnumálastofnun aftur inn á
launaskrá í fullu starfshlutfalli. Góð
sala hefur verið í verslunum fyrir-
tækisins að undanförnu og ljóst að
margir hafa nýtt slakann í yfir-
standandi samkomubanni til fram-
kvæmda á heimilum sínum. Aukist
hefur til dæmis sala á málningu,
gólfefnum eins og dúkum og park-
eti, verkfærum og árstíðatengdum
vörum umfram það sem áætlað
hafði verið.
„Í heild er þó nokkur samdráttur
í sölu milli ára en staðan er samt
sem áður betri en við reiknuðum
með,“ segir Sigurður Brynjar Páls-
son, forstjóri BYKO, í samtali við
Morgunblaðið.
Panta, sækja og senda
Þegar stjórnvöld gáfu út fyrir-
mæli um ráðstafanir vegna kórónu-
veirunnar var gripið til ráðstafana
hjá BYKO; afgreiðslutími í búðum
styttur og þeim stærstu skipt upp.
Verslunin í Breiddinni í Kópavogi
er nú fjögur hólf og samanlagt
mega ekki vera fleiri í húsi á hverj-
um tíma en 80.
„Flesta daga eru biðraðir fyrir
utan búðirnar. Takmarkanir sem í
gildi eru hamla mjög afgreiðslu-
getu okkar. Við höfum því sett
meiri kraft í vefverslunina og hvatt
viðskiptavini til að panta þar vörur,
sem fólk ýmist sækir eða við send-
um,“ segir Sigurður Brynjar.
„Vegna takmarkana um hve margir
mega vera í sama rými í einu höf-
um við skipt starfsmannahópnum
upp; fyrsta fólk kemur í hús klukk-
an sex á morgnana og svo kemur
annar hópur síðdegis. Þessi ráð-
stöfun hefur einnig þann tilgang að
draga úr smithættu og tryggja
rekstrarsamfellu. Unnið er fram til