Morgunblaðið - 20.04.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. APRÍL 2020
Vetrarsól er umboðsaðili
Sláttuvélar
& sláttuorf
Snjóblásarar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
40 ár
á Íslandi
Sláttutraktorar
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
„Ég held að það sé farið að nálgast
þolmörk hjá mörgum fjölskyldum og
þá sjáum við gjarnan aukningu í
komum til okkar. Það var svolítil
lægð eftir að faraldurinn skall á en
síðustu tvær vikur hefur verið vax-
andi þungi í bráðamálum á ný,“ segir
Dagbjörg B. Sigurðardóttir, barna-
og unglingageðlæknir á BUGL.
Dagbjörg hefur áhyggjur af lang-
tímaáhrifum af félagslegri einangr-
un unglinga og óvissunni sem þeir
lenda í vegna þeirra samfélagslegu
takmarkana sem eru nú í gildi. Hún
hefur sömuleiðis áhyggjur af áhrif-
um efnahagsþrenginga á fjölskyldur
með tilheyrandi kvíða og óöryggi
sem getur haft slæm áhrif á ung-
linga.
„Þótt það sé ekki hægt að bera
þetta alveg saman við kreppuna árið
2008 þá lentum við í því að það kom
holskefla til okkar einhverjum mán-
uðum til jafnvel ári seinna sem varði
í talsverðan tíma. Áhrifin af efna-
hagskreppunni voru þannig síðbúin
hérlendis sem er sambærilegt við
hvað sást í nágrannalöndum og var
til að mynda mjög vel rannsakað í
Finnlandi. Við höfum haft áhyggjur
af akkúrat þessu í kjölfar kórónu-
veirufaraldursins,“ bætir hún við.
Spurð hvort vegi þyngra fyrir sál-
arlíf unglinga, félagsleg einangrun
og fylgikvillar hennar eða efnahags-
legar þrengingar heimilanna, segir
hún að það sé í raun hvort tveggja.
„En það sem ég hef kannski mest-
ar áhyggjur af sem fagmanneskja
eru skammtíma- og langtímaáhrif af
því að hinn daglegi félagslegi rammi
er ekki lengur fyrir hendi.“
thor@mbl.is
Nálgast þolmörk
Vaxandi þungi hefur verið í bráðamálum á BUGL Bæði
félagsleg einangrun og fjárhagslegar þrengingar hafa áhrif
Morgunblaðið/Ómar Óskarsson
BUGL Ungmenni vantar rútínu í
heimsfaraldri, að sögn Dagbjargar.
Flugmenn Boeing 767-vélar Ice-
landair sem lenti á Keflavíkur-
flugvelli í gær með átján tonn af
lækningavörum frá Kína tóku á sig
hjartalaga krók yfir Reykjavík til
heiðurs heilbrigðisstarfsfólki.
Hjartað má sjá á meðfylgjandi
skjáskoti af flugferli vélarinnar yfir
suðvesturhluta landsins.
Um var að ræða þriðju flugferð
Icelandair til Kína sem farin er í
þeim tilgangi að sækja lækninga-
vörur.
Í flugferðunum hefur ýmiss konar
hlífðarbúnaður verið sóttur, svo sem
hlífðargallar og grímur, allt svo
Landspítalinn sé vel birgur í barátt-
unni við faraldur kórónuveirunnar.
Búnaðurinn hefur að öllu leyti
staðist gæðakröfur þótt útlit hafi
verið fyrir annað í fyrstu.
Skjáskot/Flightradar24
Flugið Hjartað er einkar vel mótað.
Flugu
í hjarta
Lentu með búnað
Fjórir voru við bænastund í Hallgrímskirkju í
hádeginu í gær, þar sem beðið var fyrir sjúkum,
sorgmæddum, stjórnvöldum, náttúrunni og
raunar mannlífinu öllu. „Nú eftir páska eru
sannkallaðir gleðidagar eins og upprisuboð-
skapurinn vitnar um,“ segir Sigurður Árni
Þórðarson sóknarprestur. Þess er gætt að aldrei
séu fleiri í kirkjunni á hverjum tíma en tuttugu
manns og sitji dreift. Hins vegar er betri tíð í
vændum, því biskup Íslands hefur gefið út að
hefja megi opið helgihald í kirkjum 17. maí. Ekki
mega vera fleiri en 50 í húsi hverju sinni og ekki
verða altarisgöngur eða annað sem kallar á
nánd, svo sem handayfirlagning. Heimilt verður
að ferma 1-2 börn við hverja athöfn.
Morgunblaðið/Íris
Fámennt en góðmennt við bænastund í Hallgrímskirkju
Snorri Másson
snorrim@mbl.is
Friðjón Einarsson, formaður bæjar-
ráðs í Reykjanesbæ, segir að sveitar-
stjórnin sé „áhugasöm um alla upp-
byggingu á þessum tímum“ og að þar
á meðal sé möguleg uppbygging
NATO í Helguvíkurhöfn. Þó þurfi að
fara réttar leiðir við að koma slíku til
leiðar og að enn hafi ekki verið rætt
formlega um málið í bæjarráði.
„Þetta er á umræðustigi hjá okkur.
Við höfum í raun og veru séð fyrir
okkur að ríkið komi að uppbyggingu
í Helguvík og höfum hvatt ríkið til
þess að koma sérstaklega að því
vegna aðstæðna,“ segir Friðjón.
Atvinnuleysi á svæðinu segir hann
að nálgist nú 20%, eftir fall WOW air
og nú síðast vegna kórónuveirufar-
aldursins, sem hefur leitt til hruns í
viðskiptum hjá Bláa lóninu, flugvell-
inum og öðru sem tengist ferðaþjón-
ustunni.
„Við fórum illa út úr hruni WOW
og síðan hefur ekki verið gripið til
sértækra aðgerða á okkar svæði
nema þeirra sem NATO stendur
þegar í á varnarsvæðinu,“ segir Frið-
jón.
Hugmyndirnar óskhyggja
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þing-
maður Vinstri grænna, segir í sam-
tali við Morgunblaðið að hún, sem
varaformaður utanríkismálanefndar,
kannist ekki við áform um „hern-
aðaruppbyggingu í Helguvík“. Málið
hafi ekki í neinni mynd ratað á borð
nefndarinnar. Hún segir að ákvarð-
anir af þessum toga séu þá ekki tekn-
ar á vettvangi sveitarstjórna eða fé-
laga á vegum þeirra, heldur sé
verkefni á borð við þetta spurning
um samningsatriði á milli Íslands og
Atlantshafsbandalagsins. Á þessu
stigi málsins eru þessar hugmyndir
því óskhyggja, að sögn Rósu
Bjarkar.
„Þetta hljómar eins og vanþekk-
ing á sambandi okkar við Atlants-
hafsbandalagið, að áætla að banda-
lagið setji verkefni eins og þetta
bara af stað í Helguvík sisvona. Allt
sem tengist NATO er bundið aðild-
arsamningum okkar og breytingar á
því þar með eitthvað sem er bundið
þinglegum samþykktum en ekki um-
ræðu á Facebook,“ segir Rósa og
vísar þar til umræðna sem farið hafa
fram á síðu Ásmundar Friðrikssonar
þingmanns.
„Mér finnst því sérstakt að kjörn-
ir fulltrúar á Suðurnesjum séu að
leita til NATO vegna uppbyggingar
á innviðum. Eins og við vitum eru
uppbygging og viðhald á vegum
Atlantshafsbandalagsins þegar um-
deild mál, þannig að ef við værum að
fara í hernaðartengda uppbyggingu
á hafnarsvæðum væri það eitthvað
sem þyrfti mun ítarlegri umræðu við,
enda um þjóðaröryggismál að ræða.“
Á þessu ári og næsta standa þegar
yfir framkvæmdir á varnarsvæðinu á
Keflavíkurflugvelli, þar sem meðal
annars er verið að gera við flugskýli
fyrir orrustuþotur. Þær aðgerðir
hefur ríkisstjórn Vinstri grænna,
Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks þegar samþykkt. Rósa hefur
þó lýst yfir gagnrýni um frekari upp-
byggingu, og segir hún afstöðu sína
ljósa þegar kemur að uppbyggingu
hernaðarmannvirkja og viðveru
varnarliðsins. „Og það er einnig af-
staða Vinstri grænna.“
Helguvík þyrfti ítarlegri umræðu
„Áhugasöm um alla uppbyggingu á þessum tímum“ segir formaður bæjarráðs Varaformaður utan-
ríkismálanefndar segir hernaðarlega uppbyggingu bundna þinglegri meðferð „en ekki Facebook“
Friðjón
Einarsson
Rósa Björk
Brynjólfsdóttir