Morgunblaðið - 20.04.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.04.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. APRÍL 2020 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.innlifun.is VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Atvinnulífið hefur fengið á sig tölu- verðan skell vegna veirufaraldursins og eiga sérfræðingar erfitt með að segja til um hvenær fyrirtækin í land- inu geta vænst þess að rétta úr kútn- um. Hafa mörg fyrirtæki þegar þurft að segja starfsmönnum upp eða minnka starfs- hlutfall þeirra. Í svona árferði er ekki nema von að margir óttist að missa starfið og reyni að grípa til sinna ráða til að styrkja stöðu sína á vinnustaðnum. Sumt af því sem fólk gerir við þess- ar kringumstæð- ur er samt til þess fallið að gera illt verra og veikja reksturinn frekar en styrkja. Þórður S. Óskarsson er með Ph.D.- gráðu í vinnusálfræði, aðjúnkt við Viðskiptafræðideild HÍ og fram- kvæmdastjóri Intellecta ehf. Hann segir ekki óeðlilegt að á miklum óvissutímum leiti fólk eftir öryggi og reyni á sama tíma að verjast streitu, kvíða og vanmætti. „En að eyða tíma í að reisa einhvers konar varnarmúra í kringum sig á vinnustaðnum kann að vera skammgóður vermir, sérstak- lega í dag þar sem hraði tækniþróun- ar og nýrra ferla getur leitt það af sér að snjallir stjórnendur finna einfald- lega leiðir fram hjá slíkum varnar- múrum.“ Einoka upplýsingar og sitja sem flesta fundi Meðal þess sem óöruggir starfs- menn gætu freistast til að gera er að einoka upplýsingar frekar en að deila þeim, og með því móti reyna að gera sjálfa sig ómissandi. Aðrir gætu lagt mikið upp úr því að vera viðstaddir sem flesta fundi til að vera sýnilegir og missa örugglega ekki af neinu – jafnvel þótt ekki sé endilega þörf á framlagi þeirra á fundunum og sóun á vinnutíma þeirra og orku. „Við að- stæður eins og þær sem núna eru komnar upp í atvinnulífinu ætti ekki að koma neinum á óvart þó að starfs- maður fari í einhvers konar sjálfs- varnarham. Allir vilja jú verja sig með einhverjum hætti. Skynsamlegast er samt fyrir starfsmanninn að spila með og reyna að ná því besta út úr stöðunni hverju sinni, og það allra besta sem hann eða hún getur gert til að tryggja starfsöryggi sitt – bæði á óvissutímum og í venjulegu árferði – er að vinna starf sitt af kostgæfni.“ Þórður segir að alla jafna farnist þeim best í starfi sem temja sér að setja sig í spor vinnuveitandans og nálgast sín daglegu verkefni með það í huga hvernig megi láta reksturinn ganga sem best. Lykilatriði er að reyna að vera virðisaukandi fyrir vinnuveitandann, því þannig starfs- menn vilja vinnuveitendur síst missa. „Að vera virðisaukandi felur í sér að starfsmaður skoði þau verkefni sem vinna þarf – bæði sín og annarra – og finni leiðir til að vinna þau með hag- kvæmari og skilvirkari hætti. Ef vel tekst til er starfsmaðurinn þannig að skapa vinnuveitandanum verðmæti sem er ekki aðeins umfram launa- kostnað heldur gagnast öllum vinnu- staðnum, sem þýðir að halda má fleira fólki í vinnu og skapa verðmæti fyrir alla hagaðila.“ Samræður skapa traust Það er aldrei auðvelt að stýra stofn- un eða fyrirtæki og mikil áskorun að sigla heilum vinnustað í gegnum erf- iðleikatímabil líkt og það sem núna virðist í uppsiglingu. Þurfa stjórnend- ur ekki aðeins að hafa áhyggjur af mögulegum tekjumissi heldur einmitt líka vara sig á að ótti, streita og til- raunir undirmanna til að reisa múra í kringum störf sín dragi þróttinn úr fyrirtækinu. Sumum gæti jafnvel þótt snjallt að virkja óttann og halda að hræðslan við atvinnumissi þýði að kreista megi enn meira út úr starfs- fólkinu. Að mati Þórðar er það að nýta ótta starfsmanna með þessum hætti alls ekki viðeigandi og að auki siðferð- islega rangt. „Það sem stjórnendur geta aftur á móti byrjað á að gera er að gefa sér ráðrúm til að átta sig á eig- in tilfinningum, og síðan búa til fjar- lægð á milli þessara tilfinninga og þess sem gera þarf í rekstrinum svo að skynsemi ráði för við alla ákvarð- anatöku.“ Góður stjórnandi notar líka erfið- leikatíma til að bæta samskiptin við starfsfólk sitt og gott ef tími gefst til að tala við sem flesta undir fjögur augu. „Þar getur fólk rætt tilfinning- ar sínar og gefst stjórnandanum kost- ur á að setja sig betur í spor starfs- fólksins. Góðar samræður skapa traust á milli aðila og auðvelda vinnu- staðnum að fást við málin á raunsæj- an hátt,“ útskýrir Þórður. „Er líka upplagt að hjálpa starfsfólki að takast á við hvers kyns áreiti sem kann að trufla, leiðbeina um betri forgangs- röðun verkefna og sýna þeim þann sveigjanleika sem þarf. Vitaskuld þarf líka, eins og alltaf, að gæta að því að ná góðum svefni, stunda heilsu- rækt og borða holla og næringarríka fæðu enda dregur það úr streitu og bætir árangur í starfi. Munum líka að á tímum sem þessum er mikilvægt að vera umburðarlyndur, sýna öðru fólki samkennd, og hafa ekki endalausar áhyggjur af framtíðinni heldur ein- blína frekar á núið.“ Freistandi að reisa varn- armúra á vinnustaðnum AFP Kreppa Órólegur miðlari í kauphöllinni í New York. Þegar harðnar í ári þurfa stjórnendur að reyna að eiga sem best samskipti við starfsfólk sitt og veita því stuðning við hæfi, efla traust og auka sveigjanleika.  Óttinn við atvinnumissi getur leitt starfsfólk til að eyða orku og tíma í að verja starf sitt  Virðisaukandi starfsmenn eru þeir sem vinnuveitendur vilja síst missa Þórður Snorri Óskarsson 20. apríl 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 144.55 Sterlingspund 179.97 Kanadadalur 102.67 Dönsk króna 20.978 Norsk króna 13.829 Sænsk króna 14.273 Svissn. franki 148.86 Japanskt jen 1.3408 SDR 196.93 Evra 156.5 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 186.7817 Hrávöruverð Gull 1693.15 ($/únsa) Ál 1476.0 ($/tonn) LME Hráolía 28.66 ($/fatið) Brent ● Bandaríska matvöruverslanakeðjan Walmart tilkynnti á föstudag að ráða þyrfti um 50.000 manns til viðbótar til að anna mikilli eftirspurn eftir mat- vælum og heimilisvörum. Töluverður uppgangur hefur verið hjá fyrirtækinu vegna kórónuveirunnar enda Banda- ríkjamenn duglegir að birgja sig upp af nauðsynjavörum. Undanfarnar vikur hef- ur fyrirtækið ráðið til sín u.þ.b. 5.000 nýja starfsmenn daglega, eða samtals um 150.000 manns, og hefur hluta- bréfaverð félagsins hækkað um 10% frá í febrúar á meðan S&P 500-vísitalan hef- ur lækkað um 15%. ai@mbl.is 50.000 ný störf verða til hjá Walmart Annríki Löng röð við verslun Walmart. AFP Stjórnendur bandarísku lúxusvöru- verslanakeðjunnar Neiman Marcus undirbúa nú að sækja um greiðslu- stöðvun. Reuters greinir frá þessu og gæti fyrirtækið því orðið fyrsta stór- verslanakeðja Bandaríkjanna til að láta í minni pokann fyrir efnahags- legum afleiðingum kórónuveiru- faraldursins. Vegna smitvarna neyddist fyrir- tækið, sem er með höfuðstöðvar sínar í Dallas, til að loka öllum 43 Neiman Marcus-verslunum sínum vítt og breitt um Bandaríkin, auk fjölda Last Call-afsláttarverslana og Bergdorf Goodman-verslananna tveggja sem keðjan á og rekur í New York. Neiman Marcus er rótgróið fyrir- tæki, stofnað árið 1907, og varð snemma ein af uppáhaldsverslunum ríka og fræga fólksins vestanhafs. Háar skuldir hafa lengi íþyngt fyrir- tækinu, en þær má einkum rekja til skuldsettrar yfirtöku árið 2013. Nema heildarskuldir félagsins um 4,8 milljörðum dala, skv. útreikningum Standard & Poor‘s. Að sögn Reuters keppast margar stórverslanakeðjur Bandaríkjanna við að tryggja sér fjármagn til að þreyja veirufaraldurinn og hafa keðj- urnar m.a. boðið lánveitendum versl- unarhúsnæði sitt sem veð. ai@mbl.is Neiman Mar- cus á barmi gjaldþrots Saga Neiman Marcus er 113 ára. AFP STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.