Morgunblaðið - 20.04.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. APRÍL 2020
✝ Kristín Gunn-laugsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 21. febrúar
1945. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 11. apríl 2020
eftir erfið veik-
indi.
Foreldrar Krist-
ínar voru Gunn-
laugur Kristinsson
múrarameistari, f. 18. júlí
1910, d. 3. júní 1994 og Stein-
unn Ólafsdóttir Thorlacius
húsfreyja, f. 26. júlí 1911, d. 8.
ágúst 1998. Systur Kristínar
eru Elísabet Gunnlaugsdóttir,
f. 25. maí 1933 og Margrét
Gunnlaugsdóttir, f. 11. mars
1938.
Hinn 17. júlí 1965 giftist
Kristín eftirlifandi eiginmanni
sínum, Gretari Franklínssyni,
áður verslunarmanni og síðar
starfsmanni utanríkisþjónust-
unnar, f. 2. febrúar 1944, og
eignuðust þau þrjú börn. For-
2002 og Elmar Sölva, f. 9. maí
2005. Yngstur er Franklín, f.
5. júní 1975, hann er kvæntur
Jóhönnu Fríði Bjarnadóttur, f.
20. nóvember 1976 og eiga þau
fjögur börn, Ilmi Eiri, f. 15.
júní 1997, dóttir hennar er
Jasmín Thea, f. 29. nóvember
2017 og sambýlismaður Berg-
steinn Máni, f. 21. ágúst 1997,
Hnikar Bjarma, f. 6. október
1999, Otra Reyr, f. 16. nóv-
ember 2005 og Tíbrá Ynju, f.
6. apríl 2010.
Að loknu námi við Gagn-
fræðaskóla verknáms starfaði
Kristín í London dömudeild,
en ákvað að helga sig heimili
og börnum þegar þau komu í
heiminn. Um fertugt hóf hún
störf í hverfisversluninni í
Breiðholti samhliða heim-
ilishaldinu og réð sig síðan
sem aðstoðarkonu tannlæknis
og sinnti því starfi af alúð í 24
ár uns hún hætti þátttöku á
vinnumarkaði 72 ára gömul.
Kristín var Reykvíkingur í húð
og hár, en flutti í Kópavog í
apríl á síðasta ári.
Útför Kristínar verður gerð
að viðstöddum nánustu ætt-
ingjum og vinum 20. apríl
2020 kl. 15 frá Bústaðakirkju.
Minningarathöfn verður hald-
in og auglýst síðar.
eldrar hans voru
Franklín Stein-
dórsson bifreið-
arstjóri, f. 16.
febrúar 1914, d.
25. janúar 1967 og
Kristín Hansdóttir
húsfreyja, f. 1.
september 1922, d.
15. mars 2005.
Elstur barna
Kristínar og Gret-
ars er Kristinn, f.
26. september 1967, hann er
kvæntur Valgerði Vigfús-
ardóttur, f. 22. janúar 1968,
stjúpsonur hans frá fyrra
hjónabandi er Hrannar Páll, f.
16. september 1987, sonur
hans er Grétar Þór, f. 21. maí
1997, dóttir Valgerðar frá
fyrra hjónabandi er Sigrún
Mist, f. 29. apríl 1995, dóttir
hennar er Elín Líf, f. 8. janúar
2016. Næstelst er Steinunn, f.
13. ágúst 1970, hún er gift
Steinari Geir Agnarssyni, f. 3.
apríl 1970 og eiga þau tvo
syni, Alvin Smára, f. 31. maí
Bros og glaðværð, það var
það sem einkenndi þig. Þegar
skóladegi lauk varstu heima til
að taka á móti okkur systkinun-
um með bros á vör og tilbúin
með eitthvað að borða.
Það voru mikil forréttindi að
koma heim og vita að þú beiðst
eftir okkur. Þegar við vorum
yngri varstu ávallt tilbúin að
leika við okkur og búa til leiki ef
svo bar undir. Þegar við urðum
eldri var oft gripið í spil, stund-
um púslað og voru vinir okkar
alltaf velkomnir á heimilið.
Þú varst ævinlega tilbúin að
hjálpa, það var t.d. alltaf hægt
að koma og plata þig til að
pakka inn gjöfum og þá kom ég
oftar en ekki með flottustu
pakkana.
Er ég eignaðist börn varstu
tilbúin að dekra við þau. Gefa
þeim eitthvað gott að borða,
leika við þau og er þau urðu
eldri spila við þau. Fyrir þetta
verð ég ævinlega þakklátur.
Þegar ég fer yfir farinn veg
eru góðu stundirnar svo margar
að ekki er hægt að telja þær upp
hér. Mig langar að minnast á
nokkrar tengdar ferðalögum.
Fyrsta ferðalagið með ykkur
pabba var til Mallorca þegar ég
var fimm ára. Minni mitt af
þeirri ferð er gloppótt en þú hef-
ur nokkrum sinnum sagt mér
söguna af því þegar ég klifraði
upp á barstól með nokkra peseta
og bað um „una orange með ís“.
Önnur Mallorca-ferð kemur upp
í hugann er við fórum fimm sam-
an þegar ég var 15 ára gamall. Í
þeirri ferð pantaði ég ostborg-
ara á einum stað. Þegar mat-
urinn kom var þetta þurr óg-
irnilegur borgari og með honum
fylgdi ágætis oststykki því ekki
gat þetta verið ostborgari án
ostsins. Þetta fannst ykkur
pabba fyndið en mér var enginn
hlátur í huga. Í dag finnst mér
þetta hins vegar fyndið enda
ekki annað hægt. Við fórum til
Spánar fyrir þrettán árum. Þá
vorum við fleiri því að þá höfðu
bæst við makar og börn. Þar átt-
um við góða tíma saman. Við
áttum svo góðar stundir þegar
þið pabbi komuð og heimsóttuð
okkur til Danmerkur. T.d. þegar
við keyrðum til Þýskalands og
fórum í skemmtigarð rétt hjá
Hamborg. Þar tókst Grétari að
plata þig í tæki sem virtist sak-
laust við fyrstu sýn en var það
svo ekki. Síðan höfum við farið í
tvær ferðir til Flórída þar sem
við leigðum saman hús og áttum
góðar stundir. Einnig er minn-
isstæð ferð í Þórsmörk fyrir
nokkrum árum.
Er ég flutti heim frá Dan-
mörku tókuð þið mér opnum
örmum og hýstuð mig á meðan
ég fann mér íbúð. Það var ekki
slæmt að komast aftur í kynni
við hótel mömmu. Sem betur fer
gat ég hjálpað ykkur í fram-
kvæmdunum sem stóðu fyrir
dyrum og þannig borgað ykkur
örlítið til baka. Er ég flutti varst
þú mætt að aðstoða og auðvitað
varstu búin að kaupa eitthvað
fallegt til að gefa mér á heimilið.
Ég er óendanlega þakklátur
fyrir það að þú gast verið með
okkur Valgerði er við giftum
okkur síðasta haust, en þá var
smá hlé á meðferðinni og við
gripum tækifærið til að gifta
okkur.
Það var ekki annað hægt en
að dást að þér í veikindunum.
Hvernig þú tókst á við þau með
jákvæðni og æðruleysi að vopni
og var ég sannfærður um að þér
tækist að sigrast á þeim, en allt
kom fyrir ekki.
Ég kveð þig með söknuði
mamma mín, þú mun ávallt vera
í mínu hjarta.
Kristinn.
Dýpsta sæla og sorgin þunga
svífa hljóðlaust yfir storð.
Þeirra mál ei talar tunga,
tárin eru beggja orð.
(Ólöf Sigurðardóttir
frá Hlöðum)
Hvernig kveður maður
mömmu sína? Ég hreinlega veit
það ekki. Ég veit bara að ég finn
mig knúna til að setja örfá orð á
blað í veikburða viðleitni til þess
að rita henni mömmu verðug
kveðjuorð.
Mamma sagði alltaf að nafla-
strengurinn slitnaði aldrei, hann
færi úr föstu formi yfir í ósýni-
legt og að það teygðist bara á
honum eftir því sem börnin elt-
ust. Ég held að hún hafi haft
rétt fyrir sér í þessu því við vor-
um svo sannarlega bundnar
órofa böndum þó svo að stund-
um hafi teygst vel á þeim.
Þegar presturinn settist nið-
ur með okkur í liðinni viku til að
undirbúa útförina bað hann okk-
ur að segja honum hvaða orð
okkur þættu lýsandi fyrir
mömmu. Við kepptumst við að
kasta á hann orðum eins og:
„Hlý, styðjandi, skilningsrík,
góð, glöð, brosmild, fórnfús,
glaðlynd, jákvæð, óbugandi,
orkurík, sterk, nagli og blíð.“
Þessi orð fanga að mínu viti
kjarnann í mömmu. Hún var allt
í senn svo undurblíð og ljúf, létt
í lund og óttalegur prakkari á
köflum og eitilharður nagli sem
aldrei bugaðist í erfiðum veik-
indum heldur hélt áfram að ausa
yfir okkur hin úr bjartsýnis- og
blíðubrunni sínum, sem virtist
ótæmandi allt fram á síðustu
stundu.
Mamma ákvað snemma að
hlutverk hennar í lífinu væri að
vera til staðar fyrir fólkið sitt og
það var hún svo um munaði.
Stundum þegar ég yngri kunni
ég ekki nógu vel að meta þessa
ákvörðun hennar. Einlægur
áhugi mömmu á mér var stund-
um meiri en ég gat með góðu
móti umborið og umleitanir
hennar við að hafa mig, að því er
henni fannst, sómasamlega útlít-
andi féllu oft í grýttan jarðveg.
Ég tók út fyrir allar stundirnar
á stólnum inni á baði þar sem
hún reyndi að temja óstýrilátan
krullukollinn og fannst fátt
verra en að vera unglingur í
straujuðum gallabuxum og
pússuðum skóm. Þegar ég lít til
baka get ég ekki annað en bros-
að yfir því hvað þessar raunir
mínar, sem ég barmaði mér oft
yfir, voru ótrúlega léttvægar og
það að þetta hafi verið mitt
mesta böl í uppvextinum er ólýs-
anlega mikil forréttindi.
Þegar ég eignaðist mín eigin
börn náði ég loks að tengja bet-
ur við þessa hlið mömmu og þá
fyrst held ég að ég hafi lært að
meta hana til fulls. Já, svona er
ég nú seinþroska og takmörkuð.
Mamma fyrirgaf mér þetta samt
allt, enda bað hún aldrei um
neitt á móti öllu því góða sem
hún gaf, mér til heilla, annað en
að ég væri góð manneskja sem
væri sönn og hugulsöm við aðra.
Þessa arfleifð mömmu tek ég
með mér út í lífið og hef lagt mig
fram við það að kenna mínum
drengjum það sem mamma lagði
svo ríka áherslu á, að vera góðar
manneskjur.
Mamma mín var einstök
manneskja og án hennar erum
við öll fátækari af ást, blíðu og
brosum. Einhver sagði einhvern
tímann að sorgin væri gjaldið
sem við greiddum fyrir kærleik-
ann og það gjald greiði ég með
glöðu geði fyrir allan þann kær-
leika og alla þá ást sem mamma
sýndi mér allt fram á síðustu
stundu.
Hvíldu í friði elsku mamma,
ég mun muna þig til minnar síð-
ustu stundar.
Þín
Steinunn (Steina).
Ég er þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast þér, elsku
Kristín. Þú varst ávallt svo létt
og kát. Alltaf svo iðin og alltaf
að. Við vorum varla búin að
sleppa fingri af dyrabjöllunni
þegar við duttum í heimsókn til
ykkar Gretars, þegar þú varst
farin að draga fram kræsingar.
Osta og lemon curd, Oreo-kök-
ur, kókostoppa eða eplasafa og
allt það sem hverjum og einum
fannst best. Þú þekktir nefni-
lega séróskir allra, þekktir fólk-
ið þitt svo vel.
Það var takmarkalaust stoltið
sem skein úr röddinni þegar þú
talaðir um alla afkomendur þína
og dugleg varstu að segja sögur
af þeim frá öllum aldri og ljóm-
aðir eins og sólin í hverri og
einni þeirra. Ég fékk að heyra
söguna af því þegar Kristinn
beit í stóru tána á afa sínum,
sem var sennilega sú síðasta
sem þú sagðir mér uppi á spítala
áður en lokað var á allar heim-
sóknir til þín. Margar sögur
fékk ég að heyra frá ferðalögum
ykkar hjóna í gegnum árin og
oftar en ekki var síminn á lofti
svo hægt væri að skoða myndir
frá síðasta ævintýri. Þú varst
svo mikil sögumanneskja. Man
þegar ég sagði eitt sinn „mér
finnst svo leitt að þú hafir ekki
fengið að kynnast mömmu
minni“, varstu fljót að segja að
ég ætti að vera dugleg að segja
af henni sögur svo þú fengir að
kynnast henni í gegnum þær.
Þú varst ekki eingöngu glöð
og kærleiksrík heldur vel gefin
og einstaklega minnug. Lista-
kona í höndunum og fengu ekki
eingöngu börn og barnabörn að
njóta þess heldur einnig Kven-
félagið Hringurinn, sem gat selt
húfur, borðtuskur og fleira sem
datt af prjónunum þínum. Ég
hef aldrei séð jafn fallega
skreytta gjafapakka og pakkana
þína.
Núna er ég enn þakklátari
fyrir að við Kristinn ákváðum að
gifta okkur þegar örlítið hlé var
á læknismeðferðinni svo þú gæt-
ir verið viðstödd og tekið þátt í
stóra deginum okkar. Við eigum
svo fallegar myndir sem voru
teknar á þeim sólríka degi,
myndir sem ylja.
Það er ekki laust við að ég
fyllist auðmýkt þegar ég hugsa
til þess hvernig þú fórst í gegn-
um veikindin undanfarna mán-
uði. Aðdáunarvert æðruleysi og
glaðværð hefur verið leiðarljósið
þitt alla þessa mánuði, allt til
loka.
Elsku Gretar minn, missir
þinn er mikill og söknuðurinn
sár, núna þegar þú kveður klett-
inn í lífi þínu. Elsku Kristinn
minn, Steina og Franklín, ég
samhryggist ykkur innilega. Ég
veit að þið verðið dugleg ásamt
öðrum fjölskyldumeðlimum að
halda minningu einstakrar konu
á lofti og á lífi. Þið eruð sam-
stíga fjölskylda og eigið hvert
annað að á þessum erfiðu tímum
og ég bið Guð að blessa ykkur
og styrkja.
Ég er þakklát fyrir að geta
átt fallegar minningar um þig
Kristín mín, þakka samfylgdina
þennan tíma sem við þekktumst,
þakka fyrir gæsku og hversu
rausnarleg þú varst í minn garð
og stelpnanna minna.
Þín elskandi tengdadóttir,
Valgerður Vigfúsardóttir.
Elskuleg tengdamóðir mín
Kristín Gunnlaugsdóttir kvaddi
þennan heim að kveldi laugar-
dags 11. apríl síðastliðinn.
Ég kynntist þeim hjónum
Kristínu og Gretari þegar við
Steinunn tókum að stinga sam-
an nefjum undir lok síðustu ald-
ar. Það er mikill fengur í góðu
tengdafólki og mér var það ljóst
mjög snemma að ég hafði alls
ekki dregið stutta stráið í þeim
efnum. Mér var einstaklega vel
tekið og öll samskipti voru eins
og best verður á kosið.
Strax við fyrstu kynni kom í
ljós að Kristín var einstaklega
hlý, brosmild og góð manneskja
sem öllum vildi vel.
Kristín hafði fjölskylduna
ávallt í forgrunni og því var
ánægjulegt að geta glatt hana
með tveimur barnabörnum þeg-
ar fram liðu stundir. Kristín var
frábær amma barnanna okkar
og gaf sig að þeim full af ást og
kærleika eins og hennar var
hátturinn. Drengirnir okkar
áttu alltaf vísan stað hjá afa og
ömmu á Maríubakka og nutu
þess óspart að fara í dekur til
ömmu.
Kristín og Gretar voru reglu-
legir gestir á okkar heimili, sem
og við hjá þeim, en við eyddum
einnig dýrmætum tíma saman á
hátíðarstundum sem og á ferða-
lögum innanlands og utan. Þró-
uðust þar með okkur sterk fjöl-
skyldubönd samhliða því sem
fjölmargar góðar minningar
urðu til. Minningar sem þessar
er sérlega gott að eiga nú þegar
hjörtu okkar eru brostin og
sorgin knýr að dyrum.
Kristín tók upp á því eftir að
við Steinunn gengum í hjóna-
band að kalla mig „uppáhalds-
tengdason sinn“. Þetta gerði
hún þegar hún talaði um mig í 3.
persónu, var að spyrja um mig,
eða jafnvel þegar hún ávarpaði
mig beint. Þrátt fyrir að það
væri frekar auðvelt að vera
uppáhaldstengdasonurinn, þar
sem ég var auðvitað hennar eini
tengdasonur, þá þótti mér ótta-
lega vænt um þetta viðurnefni
þar sem það kom frá góðum
stað.
Það var mér, og öðrum, mikið
reiðarslag þegar þegar hennar
veikindi gerðu vart við sig fyrir
um ári. Kristín var ávallt gríð-
arlega reglusöm og heilsuhraust
og kenndi sér sjaldan meins.
Það voru því fáir sem gátu séð
fyrir þá miklu og erfiðu baráttu
sem fyrir henni lá.
Kristín tókst á við veikindi sín
eins og allt annað, með brosi,
bjartsýni og hlýju. Svo mikilli
hlýju og bjartsýni að eftir var
tekið af starfsfólki LSH sem
hún bast sumu kærleiksböndum.
Einnig kom í ljós, í raunum
þessum, að Kristín bjó yfir gríð-
arlegum andlegum styrk, æðru-
leysi og hugrekki, sem jafnvel
hennar nánustu höfðu ekki gert
sér grein fyrir að hún byggi yfir.
Oft er sagt að raunir dragi
fram hið rétta andlit manna.
Líklega eru það orð að sönnu.
Elsku Kristín, takk fyrir
hlýjuna, kærleikann og allar
góðu stundirnar.
Þín verður sárt saknað og það
skarð sem þú skilur eftir verður
ekki fyllt.
Þú ert og verður alltaf uppá-
haldstengdamamma mín.
Steinar Geir Agnarsson.
Gullfalleg, brosmild, hjarta-
hlý, umhyggjusöm, elskuleg og
yndisleg mamma, amma,
langamma og tengdamamma
eru nokkur orð af mörgum sem
lýsa Kristínu tengdamömmu
mjög vel. Hún var alltaf til stað-
ar fyrir fólkið sitt. Mætti á tón-
listar- og íþróttaviðburði barna-
barna sinna og var þeirra helsti
aðdáandi og stuðningsmaður.
Alltaf var hún glæsilegust
allra hvert sem hún kom, hvar
sem hún var og hverju sem hún
klæddist, jafnvel þótt hún væri
komin í málningargallann þá var
glæsileikinn enn til staðar.
Hún átti stað í hjarta mínu og
á hann enn og þakka ég fyrir all-
ar þær stundir sem við áttum
saman.
Minning um einstaka konu lif-
ir áfram í hjörtum okkar.
Jóhanna Fríður.
Hugur einn það veit,
er býr hjarta nær
einn er hann sér um sefa;
öng er sótt verri
hveim snotrum manni
er sér engu að una.
(Úr Hávamálum)
Amma Kristín var yndisleg
kona og frábær amma. Hún var
alltaf með bros á vör þegar mað-
ur sá hana og alltaf til í að gera
allt fyrir mann.
Eitt af því sem var í miklu
uppáhaldi hjá okkur bræðrunum
var að labba upp í Breiðholtið til
Kristín
Gunnlaugsdóttir
Ég kynntist Ey-
steini þegar ég hóf
störf í Sambandi ís-
lenskra samvinnu-
félaga en þá var
hann blaðamaður hjá tímaritinu
Samvinnan. Hann var ætíð hress
og sérlega hjálplegur þegar kom
að því að yfirfara textaskrif.
Einnig mikill félagsmálamaður
og við störfuðum m.a. saman að
félagsmálum starfsmanna um
skeið.
Eysteinn var mikill íslensku-
fræðingur og úrræðagóður varð-
andi nýyrðasmíði, en svo háttaði
til að ég þurfti stundum slíka að-
stoð í starfi mínu sem verslunar-
ráðunautur. Hann átti þátt í því
að koma heitunum dagvöruversl-
un, dagvörur, sérvöruverslun og
Eysteinn
Sigurðsson
✝ Eysteinn Sig-urðsson fædd-
ist 11. nóvember
1939. Hann lést 21.
mars 2020.
Útför hans fór
fram í kyrrþey.
sérvörur í almenna
notkun. Svona hlut-
ir geta virst einfald-
ir en eru það ekki.
Það þarf að fá þá
sem þurfa að nota
þessi nöfn í ræðu og
riti til að nota þau
ætíð þannig að þau
festist í málinu.
Þetta tókst með því
að hamra á þeim og
koma að leiðrétt-
ingu ef önnur heiti voru notuð. Á
sama tíma var ákveðið að útrýma
orðinu nýlenduvörur og nýlendu-
vöruverslun sem höfðu áður verið
töluvert notuð en heyrast ekki
lengur enda út í hött. Einhverjir
spaugarar spurðu hvað væru þá
næturvörur úr því að dagvörur
væru til. Mér er líka minnisstætt
þegar ég var að vinna við að setja
upp verslun Kaupfélags Héraðs-
búa á Egilsstöðum, þá vantaði
texta á ljósaskyggni þar sem
blöð, tóbak, sælgæti og fleira var
til sölu yfir afgreiðsluborð. Þá
leitaði ég til Eysteins og sagði
sem var, að ég hefði ekki pláss
fyrir langan texta. Þá kom Ey-
steinn með orðið kjóskur, sem
vísar til hins þekkta heitis kiosk í
nágrannalöndunum. Þetta orð
féll vel að málinu og var þjált. Ég
lét útbúa plaststafi með þessum
texta og setja upp í versluninni.
Þetta vakti nokkra athygli en var
því miður fjarlægt nokkrum ár-
um síðar og eitthvað annað sett
upp í staðinn. Ég reyndi að koma
þessu nafni víðar en hafði því
miður ekki árangur. Hef ætíð séð
dálítið eftir þessu. Miklu síðar
þegar ég átti þess kost að hafa
áhrif á málfar varðandi opinber
innkaup ríkisins ásamt fleirum,
þá var ákveðið að nota orðið út-
vistun og Útvistunarstefna ríkis-
ins, en ekki orðið úthýsing sem
svo oft hafði heyrst og verið ritað.
Eysteinn var ánægður með þetta
enda ljóst að nánari skoðun sýnir
verulegan mun á þessum heitum
þar sem hið fyrra er ráðstöfun
einhvers en hitt brottvísun.
Við Eysteinn vorum ekki í
sambandi síðari árin eins og
stundum gerist, en ég á mjög
góðar minningar um þennan
glaðsinna og góða félaga og kveð
hann því með trega og virðingu.
Fjölskyldu hans eru færðar sam-
úðarkveðjur.
Sigurður Jónsson.