Morgunblaðið - 20.04.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.04.2020, Blaðsíða 21
ömmu og afa á Maríubakka með hundinn okkar Simba og kíkja í vöfflukaffi. Þá hringdum við alltaf í afa eða ömmu og spurð- um hvort við mættum kíkja í heimsókn og þau voru alltaf mjög glöð og spennt yfir því að fá okkur til sín. Amma var alltaf með nóg að borða fyrir alla og sérstaklega hann Simba. Þau voru í sérstöku uppáhaldi hjá hvort öðru, en hann sat alltaf við lappirnar á henni og beið eftir að hún dekraði við sig. Það mætti segja að maður hefði ekki getað verið svangur heima hjá afa og ömmu þó svo að maður hefði reynt það því hún raðaði alltaf veitingunum í okkur. Við vorum mjög sáttir við það að fá hjá henni allt það sem mamma var alltaf að passa að við borð- uðum bara spari, eins og kökur, sleikjó og Pepsi, en amma sagði bara við mömmu þegar hún var að kvarta undan óhollustunni að heima hjá ömmu mætti maður allt. Amma var allaf sterk, bjart- sýn og flott og við sáum það al- mennilega þegar hún veiktist. Við sáum hvað hún barðist hart fyrir lífi sínu og hversu glöð hún var alltaf þegar við komum að heimsækja hana upp á spítala, maður hefði jafnvel getað haldið að hún væri ekki veik því hún var alltaf svo jákvæð og hress. Amma kenndi okkur margt og eitt af því sem við lærðum af henni er að maður á alltaf að vera góð manneskja. Eftir að hún dó sjáum við það enn betur hvað það borgar sig að vera góð manneskja því við sjáum hvað það er margt fólk sem þótti vænt um hana vegna þess hve góð hún var og saknar hennar þess vegna mjög mikið núna. Það finnst okkur bræðrunum dýrmætt. Okkur finnst gott að vita að amma dó kvalalaus hjá fólkinu sínu sem elskar hana og við er- um mjög þakklátir fyrir að við náðum að tala aðeins við hana í síma og kveðja hana áður en hún fór frá okkur. Amma er kannski farin frá okkur núna en minn- ingin um hana lifir alltaf í hjart- anu. Takk fyrir að vera svona góð amma, við munum aldrei gleyma þér og lofum að hugsa vel um afa fyrir þig. Alvin Smári og Elmar Sölvi. Elsku amma, það var yndis- legt að sjá hversu ánægð þú varst þegar ég sagði þér þær fréttir að þú værir að verða langamma. Lofaði ég því að eiga ekki fyrr en þið afi kæmuð heim úr siglingu og að sjálfsögðu beið langömmugullið. Ég er svo ánægð að þú fékkst að kynnast Jasmín Theu, langa mín eins og hún segir. Þú varst alltaf til staðar hvort sem það var aðstoð við handa- vinnu, að passa Jasmín, skutla á milli staða og margt fleira sem ég er þakklát fyrir. Alltaf stutt í brosið í kringum þig. Takk fyrir allar þær minning- ar sem við eigum saman. Hvíldu í friði, elsku amma. Ilmur Eir. Ég á svo margar góðar minn- ingar með ömmu. Ein þeirra er þegar ég fór með henni og afa til Danmerkur. Við fórum í skemmtigarða og hún fór með mér í nokkur tæki og gaf mér mjög skemmtilegar myndir sem voru teknar af okkur í tækjum. Þær myndir eru mér mjög dýr- mætar. Amma var dugleg að fara með mér í sund og fór alltaf með okkur afa þegar hann var að kenna mér að synda. Amma var indæl, ljúf og góð. Minningin um ömmu mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Otri Reyr. Amma mín á bakka bjó, oft á tíðum með mér hló. Við ótal margt saman gerðum, nú aldrei aftur við saman verðum. Amma mín hún margt mér kenndi, oftast nær með spil á hendi. Það var oftast mikið fjör, við spiluðum með bros á vör. Hjá ömmu var alltaf gott að vera, þar var ávallt nóg að gera. Síðan þegar fór að kvelda, fór amma eitthvað gott að elda. Þegar kvöldbæninni amma lauk, hún ávallt á mér ennið strauk. En nú er komin kveðjustund, því amma er lögst í helgan blund. (Hnikarr Bjarmi Franklínsson) Hnikarr Bjarmi. Elsku amma, ég sakna þess þegar ég fékk að gista hjá þér. Þú varst alltaf svo góð. Þú lit- aðir með mér, spilaðir og fórst með mér í sund. Áður en ég fór að sofa gillaðir þú andlitið á mér og fórst með bæn fyrir mig. Ég elska þig og sakna þín. Góða nótt, elsku amma. Núna ætla ég að fara með bænina fyr- ir þig og við signum okkur svo saman í restina. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Amen. Tíbrá Ynja. Elsku amma, okkur langar að senda þér kveðju og þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt í gegnum tíðina hjá þér við bræðurnir. Það eru svo margar yndislegar, notaleg- ar og þægilegar stundir með þér og afa á Maríubakkanum. Það er svo skrítið að hugsa til allra minninganna því þær eru svo margar og alveg frá því maður var lítill. Að fá að horfa á spólur inni í herbergi sem var alltaf svo spennandi við það að fá að koma til þín. Þú varst alltaf í góðu skapi, dekraðir við okkur og gafst okkur skittles eða eitt- hvert annað gott nammi í litlu hvítu plastboxunum. Það var svo gott að vera hjá ykkur á sumrin þegar ég kom í heimsókn til Íslands þegar við bjuggum í Danmörku. Þú settir alltaf álpappír fyrir gluggann svo ég gæti sofið fyrir birtunni á næturnar. Mér fannst líka svo gaman að þú nenntir alltaf að spila við mig og kenna mér ný spil þó ég gæti verið tapsár. Takk fyrir allar góðu stund- irnar, amma mín, og það er svo gaman að eiga bollann og allt flotta dótið sem þú gerðir fyrir okkur barnabörnin, fallegu peysurnar sem þú prjónaðir. Það var alltaf auðvelt að þekkja pakkana frá þér því þeir voru alltaf svo flott pakkaðir inn og flottustu kortin sem ég á flest ennþá. Elsku amma, þakka þér fyrir allt, við gleymum þér aldrei. Elskum þig, þínir ömmu- strákar, Grétar Þór og Hrannar Páll. Elsku Kristín vinkona okkar er látin eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Við minn- umst Kristínar sem yndislegrar lífsglaðrar og kátrar vinkonu sem var svo margt til lista lagt. Hún hafði mjög fallega rithönd, málaði á postulín einstaklega fallega hluti sem við nutum góðs af og prýða heimili okkar. Eins var hún mikil prjónakona. Við áttum margar góðar og ánægjulegar stundir sem spanna yfir 63 ár. Má þar nefna gönguferðir, matarboð, kaffihús, ferðalög og sumarbústaðferðir. Við vorum búnar að vera saman í saumaklúbb yfir 60 ár og kölluðum við okkur Evu- dætur. Við vorum 12 saman til að byrja með en nú erum við að- eins 6 eftir. Saumaklúbburinn fór með mökum í siglingu um Karíbahaf- ið árið 2001 sem var ógleyman- leg ferð. Eins ferðuðumst við fjögur Kristín, Gretar og við Svenni bæði innanlands og til útlanda. Má þar helst nefna, London sem var okkar uppá- haldsborg ásamt Glasgow, Par- ís, Róm og Gdansk. Allar voru þessar ferðir ógleymanlegar og einstaklega skemmtilegar, mik- ið hlegið hvort sem það var að kónguló eða rifnum jakka sem allt fiðrið fauk úr út um allt. Ótal ljúfar minningar eftir rúmlega 63 ára vináttu sem aldrei hefur borið skugga á eru dýrmætar sem við eigum og geymum í okkar hjörtum. Krist- ínar verður sárt saknað. Elsku Gretar, Kristinn, Stein- unn, Franklín og fjölskyldur, okkar innilegustu samúðar- kveðjur til ykkar allra. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Arnbjörg og Sveinbjörn. Hún Kristín okkar er látin eftir þungbær veikindi. Við er- um óendanlega þakklát fyrir vináttu sem hvergi bar skugga á, fyrir öll þau skipti sem við hittumst, spjölluðum saman og nutum samveru hvert annars. Kristín var alltaf svo kát og glöð og gaman var þegar hlátur hennar fyllti stofuna. Hún gat líka verið föst fyrir og lét sínar skoðanir óspart í ljós. Við vorum í kærleikshópi og hittumst eins oft og við gátum yfir vetrartím- ann. Til að ljúka góðum og kær- leiksríkum vetri höfðum við það fyrir sið að fara í óvissuferðir sem við skiptumst á að skipu- leggja og þær gátu leitt okkur vítt og breitt um höfuðborgar- svæðið og nærsveitir. Alltaf var spennandi að vita hvert farið yrði þegar sól hækkaði á lofti og fuglasöngur ómaði. Við skipt- umst líka á jólagjöfum og upp úr pakka Kristínar og Gretars komu oftar en ekki nytjahlutir úr postulíni, handmálaðir af list- fengi, snilldarverk okkar kæru vinkonu. En nú er skarð fyrir skildi. Eftir sitjum við hnípin og minn- umst vinkonu okkar og þökkum henni yndislega nærveru og kærleik. Svo er bara að brosa gegnum tárin og minnast allra skemmtilegu stundanna sem við áttum saman, við nutum þess að hlusta á hana segja okkur af for- eldrum sínum og systkinum, að ógleymdum börnum, barnabörn- um og barnabarnabörnum. Allt sem viðkom fjölskyldunni var henni svo hugleikið. Hún breiddi velvild sína og ást yfir alla í kringum sig. Elsku Gretar hefur misst ást- kæran lífsförunaut sinn og af- komendur sakna mömmu, ömmu og langömmu. Kæru vin- ir, okkar innilegustu samúðar- kveðjur sendum við ykkur og við biðjum algóðan Guð að styðja ykkur og styrkja á þessum erf- iðu stundum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Valdimar Briem) Við óskum vinkonu okkar góðrar ferðar inn í sumarlandið eilífa. Megi minning hennar lifa. Brynja, Kristján, Halldóra og Kristinn. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. APRÍL 2020 ✝ Elín KlaraDavíðsdóttir fæddist í Reykjavík 29. október 1936. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund 9. apríl 2020. Faðir hennar var Davíð J. Gísla- son (1891-1945), skipstjóri og stýri- maður, síðast á skipum Eimskipafélagsins og fórst hann með Dettifossi, sem grandað var af þýskum kafbáti úti fyrir Belfast á Norður-Ír- landi 23. febrúar 1945. Davíð ólst upp á Hamri í Múlasveit í Austur-Barðastrandarsýslu. Móðir Elínar var Svava Ásdís Jónsdóttir, (1905-1992), fædd og uppalin á Eskifirði, húsmóðir og saumakona í Kaupmanna- höfn og í Reykjavík eftir að þau hjón fluttu heim þaðan 1934. Davíð og Svava keyptu sér 4 uns hún fluttist á Minni-Grund í byrjun árs 2017. Börn Elínar og Sigurðar eru: 1)Svava Ásdís Sigurðardóttir, f. 1963, gift Oddi R. Oddssyni. Börn þeirra eru: Eiríkur, f. 1993, og Arnar Logi, f. 1998. 2) Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir, f. 1968. Börn hennar og Jóns Högna Ísleifs- sonar eru: Sigurður Rúnar, f. 1990, og Ísleifur Unnar, f. 1991. Sonur Kristínar og Sigurðar H. Sigurðssonar er Kristján Davíð, f. 2004. 3) Davíð Logi Sigurðsson, f. 1972, kvæntur Sigrúnu Erlu Egilsdóttur og eru börn þeirra: Agla Elín, f. 2005, og Kjartan Logi, f. 2010. Elín bjó eitt ár á Vancouver- eyju í Kanada áður en hún kynntist Sigurði. Hún starfaði síðar í Landsbanka Íslands en svo lengst í Búnaðarbanka Ís- lands, fyrst í útibúi bankans við Hlemm, svo í höfuðstöðvum við Lækjartorg og loks á rekstrar- skrifstofu í Kópavogi. Elín verður jarðsungin í dag, 20. apríl 2020, frá Fossvogs- kapellu að viðstöddum afkom- endum sínum, í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu. íbúð á Njarðar- götu 35 í Reykja- vík og þar ólst El- ín upp, þriðja í röð fimm systra en þær eru: Lísabet Sigurlín (1932- 2008), Margrét Sjöfn, Sísí (1934- 2014), Svava Ásdís (f. 1939) og Björg (1941-2013). Tvo hálfbræður átti El- ín (syni Davíðs og Karólínu Runólfsdóttur, 1889-1924), þá Harald (1918-1941) og Sigurð (1920-1950). Elín giftist 16. nóvember 1963 Sigurði Eiríkssyni, for- stöðumanni í Landsbanka Ís- lands, f. 16. nóvember 1930, d. 23. janúar 1993. Þau bjuggu fyrst á Kaplaskjólsvegi 31 og um tíma í Drekavogi 8 en síðan lengst við Vesturberg 151 í efra Breiðholti. Eftir andlát Sigurðar bjó Elín í Flétturima Mamma missti móður sína og maka með þriggja mánaða milli- bili. Rétt eins og mamma hennar, Svava Jónsdóttir, hafði misst sinn maka, Davíð J. Gíslason, og föður sinn, Jón Kr. Jónsson á sama árinu, 1945. Báðar lifðu þær mæðgur maka sína um ára- tuga skeið – mamma í tuttugu og sjö ár, amma fjörutíu og sjö. Það er langur tími og einhver áhrif hefur svona nokkuð á fólk og lífs- viðhorf. Nítján ára gamall, þegar pabbi dó, gerði ég mér samt ekki grein fyrir þessu samhengi í lífi mömmu. En ég geri það nú. Ég ímynda mér stundum sen- una á Njarðargötu 35 þegar mamma var ung, ein af fimm glæsilegum systrum sem þar bjuggu. Amma naut góðs af því, eftir að afi féll frá, að á neðri hæðinni bjó systir hennar, Anna Kr. Hansen, ásamt sínum manni, Martin Hansen, og tveimur börnum þeirra, Jóni Kr. og Gyðu. Það var samhentur sjö barna hópur og við afkomend- urnir nutum góðs af þeirri gest- risni og hlýju sem umlukti það hús. Samdráttur foreldra minna er sá atburður sem markar upphaf mitt og systra minna. En mamma hefði getað átt annað líf, annars staðar. Það hugsa ég stundum um – hvernig einstakar ákvarðanir móta líf okkar. Hún eyddi ári í Kanada, á Vancouver- eyju á vesturströndinni, og þar bjuggu bæði föðursystir hennar og tvær ömmusystur. Hún hafði því stuðning ef það hefði hvarflað að henni að ílengjast þar. En hún kom heim, hitti pabba minn, Sig- urð Eiríksson, og svo fór sem fór. Auðvitað get ég ekki litið öðru vísi á þann ástarfund en sem gæfuspor en mestu skiptir að mamma gerði það líka. Sem gerði missinn svo mikinn, svo erfiðan, þegar krabbinn tók pabba í janúar 1993. Það er margs að minnast. Mamma var kjölfestan í fjöl- skyldunni alla tíð. Stóð sum- partinn á mörkum tveggja tíma. Það var ekki algilt að konur ynnu úti en smátt og smátt jókst at- vinnuþátttaka hennar. Mig rám- ar í að hafa haft hana heima hálf- an daginn en svo var hún komin í fulla vinnu þegar leið á áttunda áratuginn, fulltrúi í Búnaðar- banka Íslands. Pabbi vann í Landsbankanum, þau hófu sinn dag saman, fyrst heima og svo með bílferðinni niður í bæ, þar sem þau bókstaflega unnu í sömu byggingunni, við Austurstræti/ Hafnarstræti. Ég man hvað mér fannst spennandi að fá að koma til þeirra og raunar stundum líka til Lillu föðursystur minnar yfir í Skipaútgerð ríkisins hinum meg- in við Hafnarstrætið. Sextán ára fór ég sjálfur í sumarvinnu sem sendill í Útvegsbankanum, úti við Lækjartorg, þá hafði mamma að vísu sótt um fyrir mig í Bún- aðarbankanum en starfsmanna- stjórinn þar með hennar leyfi sent umsóknina áfram. Það þætti líklega óvenjulegt samráð eða samstarf í dag. Út af fyrir sig er engin sann- girni í því að mamma – og við – skyldum ekki fá að njóta sam- vista við pabba lengur en raunin varð. En þannig var það. Áfram gat hún treyst á félagsskap systra sinna, uns þær tóku að kveðja líka. Og nú er mamma farin og aðeins ein glæsistúlkn- anna af Njarðargötu eftir, Svava frænka. Undanfarin þrjú ár bjó mamma á Minni-Grund og ég veit ég tala fyrir hönd aðstand- enda þegar ég sendi starfsfólki þar allar mínar bestu þakkir. Davíð Logi Sigurðsson. Elsku góða mamma og barna minna amma. Ég þakka af öllu hjarta þér fyŕallt það góða er gafstu mér. Þau gullnu gildi ávallt geymi, í hjarta mér, ég aldrei gleymi Elsku fagra mamma þú yndislega amma. Ég veit að nú guðs englateymi leiði þig í ljóssins heimi. Í hjarta geyḿeg ásýnd þína og kærleikann í eilífðina. Elsku hjartans mamma og heimsins besta amma. Ég veganesti allt það ber sem gafst þú þínum börnum hér. Þú vildir okkur allt svo vel. Í drottins faðm ég þig nú fel. (Kristín Ragnhildur Sigurðar) Kristín R. Sigurðardóttir. Á vegamótum þegar æskan endar og æskudraumar hverfa bak við ský. Hve margar gamlar myndir eru brenndar, hve margt sem aldrei vaknar upp á ný. Þeir heiðu morgnar hárra sólardaga þau hljóðu kvöld, er sáu nýjan dag. Það blóm, hvar geymist lítið ljóð og saga, það lauf sem féll í haust við sólarlag. (H.K.) Þegar við minnumst móður- systur okkar, Elínar Klöru Davíðsdóttur, eða Ellu frænku eins og við kölluðum hana, koma þessar ljóðlínur upp í hugann. Einstakur vinskapur var alla tíð á milli foreldra okkar, Sísíar og Kolla, og Ellu og Sigga og sam- gangur milli heimila mikill. Öll höfðu þau yndi af því að hittast og oft var sungið, annaðhvort á Melabrautinni eða í Vesturberg- inu. Við systkinin áttum líka allt- af hauka í horni þar sem Ella og Siggi voru annars vegar, alltaf var gaman að koma til þeirra og hugsum við til þeirra tíma með hlýju. Okkur systkinum var ljóst frá fyrstu tíð hversu nátengdar syst- urnar voru. Ella var ein af fimm systrum af Njarðargötunni sú þriðja elsta í röðinni á eftir Lísu og Sísí (mömmu). Lísa, Sísí, Björg og nú Ella eru allar farnar. Svava lifir systur sínar. Glæsileg, yfirveguð og sterk eru þau orð sem koma upp í hugann þegar Ellu frænku er lýst og alltaf var gott að leita til hennar. Mamma og Ella voru miklar vinkonur og töluðu daglega sam- an í síma á meðan heilsa beggja leyfði. Þær misstu báðar menn sína fyrir aldur fram og studdu hvor aðra í gegnum súrt og sætt. Þær fóru í ferðir saman innan- lands og utan. Myndir úr ferð þeirra til Bandaríkjanna til að heimsækja Kollu, vinkonu Ellu, sýna hversu ótrúlega duglegar og samstíga þær voru. Okkur systrum eru einnig minnisstæðir blaðapakkarnir (Morgunblaðið) sem Ella sendi okkur reglulega þegar við vorum að læra í Bandaríkjunum. Nú er komið að vegamótum hjá Ellu og munum við sakna hennar. Við viljum þakka Ellu frænku okkar fyrir samfylgdina í gegnum árin því það var mann- bætandi að þekkja hana. Við sendum, Svövu Ásdísi, Kristínu Ragnhildi, Davíð Loga og fjöl- skyldum þeirra okkar innileg- ustu samúðarkveðjur því þeirra er missirinn mestur. Svava Kristín, Rannveig Björk og Gísli Þór Þorkelsbörn. Elín Klara Davíðsdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviá- gripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráð- legt að senda myndina á net- fangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.