Morgunblaðið - 20.04.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.04.2020, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. APRÍL 2020 VIÐ GERUM VIÐ allar tegundir síma, spjaldtölva og tölva Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a Rafhitarar í skip, hús og sumarhús Ryðfríir neysluvatnshitarar með 12 ára ábyrgð Hitöld (element), hitastillar, hitastýringar og flest annað til rafhitunar Við erum sérfræðingar í öllu sem Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði Sími: 565 3265 rafhitun@rafhitun.is • www.rafhitun.is viðkemur rafhitun. Hjúkrunarfræð- ingar eru í lykilstöðu í heilbrigðiskerfinu. Þeir taka á móti sjúk- lingum, sinna erindum þeirra í heilsugæsl- unni og á göngu- og slysadeildum, stýra og veita hjúkrun á legu- deildum og annast að öðru leyti samhæfingu þeirrar heilbrigðis- þjónustu sem sjúklingum er veitt. Þeir eru auk þess kjölfesta í for- varnar- og heilsueflingarstarfi heil- brigðisþjónustunnar. Þáttur hjúkrunarfræðinga í heil- brigðisþjónustunni hefur orðið æ ljósari með árunum. Fram er kom- inn fjöldi erlendra skýrslna og vís- indagreina sem benda ótvírætt til að gæði hjúkrunar skipti sköpum um líðan og afdrif sjúklinga. Og gæðin ráðast af menntun, sérhæf- ingu, mönnun og skipulagi hjúkr- unar í heilbrigðisþjónustunni. Ófullnægjandi menntun og sérhæf- ing, ör mannaskipti og ófullnægj- andi mönnun hjúkrunar helst í hendur við aukin veikindi sjúk- linga, hærri sýkingartíðni, auka- verkanir eftir meðferðir, og hærri dánartíðni (Aiken o.fl., 2002, 2003; Cho o.fl., 2003). Þáttur hjúkrunar verður jafnvel enn mikilvægari þegar alvarlegir sjúkdómar eru til meðhöndlunar sem engin lækning er við, eins og í tilviki COVID-19- fársins. Þrátt fyrir þetta allt hafa ís- lenskir hjúkrunarfræðingar búið við starfs- og launakjör sem ekki samræmast vinnuframlagi þeirra og mikilvægi. Og þannig hefur það verið allt of lengi. Kjör af því tagi gera erfitt um vik að manna með fullnægjandi hætti og skipuleggja hjúkrunarþjónustu heilbrigð- isstofnana og veita sjúklingum þá góðu og öruggu þjónustu sem hægt er að veita og gerð er almenn krafa um (Simoens o.fl., 2005). Áhættuna af slíkri stöðu eiga hvorki stjórnvöld né heil- brigðisstofnanir að taka. Nú er rúmt ár síðan fjögurra ára gerð- ardómur um kjör hjúkrunarfræðinga rann út. Sá dómur var settur með lögum eftir 10 daga verkfall hjúkrunarfræð- inga. Gerðardómurinn framlengdi í aðalatriðum þau kjör hjúkr- unarfræðinga sem áður eru nefnd. Á því ári sem liðið er síðan hafa fulltrúar hjúkrunarfræðinga setið nálægt 35 fundi með samn- inganefnd ríkisins. Loks náðust samningar á föstudaginn langa. Sú mótdrægni sem hjúkrunarfræð- ingar hafa mætt í kjaramálum stéttarinnar á undanförnum árum segir því miður dapra sögu um að- komu og afstöðu stjórnvalda. Von- andi er nýundirritaður kjarasamn- ingur áfangi á nýrri braut. Mikilvægt er að komist á breið sátt í samfélaginu til frambúðar um við- unandi kjör hjúkrunarfræðinga. Það varðar bæði laun, vinnuskyld- ur, vinnufyrirkomulag og starfsum- hverfi. Gæði heilbrigðiskerfisins eru í húfi. Heimildir: Aiken, L.H. o.fl. (2002). Hospital nurse staffing and patient mortality, nurse burnout, and job dissatisfaction. JAMA, 288: 1987-1993. Aiken, L.H. o.fl. (2003). Educational level of hospital nurses and surgical patient mortality. JAMA, 290: 1617-1623. Cho, S.H. o.fl. (2003). The effects of nurse staffing on adverse events, morbidity, mortality, and medical costs. Nursing Research, 52: 71-79. Haegdorens, F. o.fl. (2019). The impact of nurse staffing levels and nurse’s educa- tion on patient mortality in medical and surgical wards: An observational multi- centre study. BHM Health Services Research, 19: 864. Simoens, S. o.fl. (2005). Tackling nurse shortages in OECD countries. Paris: OECD. Kjör hjúkrunar- fræðinga og heil- brigðisþjónustan Eftir Rúnar Vilhjálmsson »Mikilvægt er að komist á breið sátt í samfélaginu til frambúðar um viðunandi kjör hjúkrunarfræðinga. Rúnar Vilhjálmsson Höfundur er doktor í heilsufélags- fræði og prófessor á heilbrigðis- vísindasviði Háskóla Íslands. Á hverju ári heimsækja fjölmörg börn og ungmenni sumarbúðir KFUM og KFUK í Vatnaskógi og taka þátt í sumardval- arflokkum, fermingarnámskeiðum og fjöl- skyldusamverum. Starfsemin í Vatna- skógi hófst 1923 og hafa sumarbúðirnar allt frá upphafi skipað mikilvægan sess í lífum þeirra sem hafa komið að starfinu með einum eða öðrum hætti. Skálinn sem í dag er þekktur sem Gamli skáli var vígður 1943 og er hann eins konar andlit staðarins sem tekur á móti öllum þeim sem koma í Vatnaskóg. Gamli skáli stendur á því svæði sem nefnist Lindarrjóður, enda syngja Skóg- armenn alltaf þegar komið er í Vatnaskóg söng sr. Friðriks Friðrikssonar: „Ljómandi Lindarrjóður, loks fæ ég þig að sjá…“ Í Vatnaskógi hafa mörg börn og ungmenni öðlast ógleymanlega upplifun, skapað sér góðar minningar, styrkt vinabönd og reynt fjölmörg ævintýri. Þegar ekið er eftir veginum í Vatnaskóg og horft í átt að Eyrarvatni tekur, eins og áður segir, Gamli skáli á móti gestum. Austur af Gamla skála stendur í Lind- arrjóðri kapella sem orðin er órjúfanlegur hluti af upp- lifun þeirra sem dvelja í Vatnaskógi. Hún var reist 1949 af ungum mönnum sem tóku þátt í uppbyggingarstarf- inu í Vatnaskógi og stendur við lindina í Lindarrjóðri. Í kapellu þessari er af- steypa af hinni frægu Kristsmynd Ber- tels Thorvaldsens sem stendur við altari Vorrar frúar kirkju í Kaupmannahöfn. Kristsmynd Thorvaldsens ætti að vera okkur Íslendingum að góðu kunn, en önnur eftirmynd hennar er við Foss- vogskirkju. Á fótstall styttunnar er áletrunin „Komið til mín“ og vísar hún til orða Jesú Krists í 11. kafla Matteus- arguðspjalls: „Komið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita yður hvíld. Takið á yður mitt ok og lærið af mér því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar. Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt.“ Afsteypur af Kristsmynd Thorvald- sens eru víða til og hafa þær orðið fólki mikill innblástur. Til er saga af manni nokkrum sem heimsótti Frúarkirkjuna í Kaupmannahöfn til að berja styttu Thorvaldsens augum. Hann varð strax fyrir vonbrigðum því honum þótti eins og Kristur Thorvaldsens virti sig ekki viðlits, því styttan væri svo niðurlút. En maðurinn komst að raun um annað þeg- ar hann kraup við altari kirkjunnar. Er hann leit upp horfði hann í augu frels- arans, sem laut höfði og horfði til hans mildum augum með útréttar hendur. Það var eins og frelsarinn segði við hann: „Komdu til mín, ég tek þig í faðm minn, hjá mér áttu skjól, sjáðu sárin mín sem ég ber fyrir þig, hjá mér er líf, hjá mér er hvíld.“ Jesús Kristur býður okkur að koma til sín og öðlast frið og hvíld í amstri dagsins, hann býður okkur að staldra við og fela sér áhyggjur okkar, kvíða okkar og óróleika. Með þessum boðskap eru öll þau sem sækja Vatnaskóg heim nestuð og skipar kapellan og Krists- mynd Thorvaldsens mikilvægan sess í sjóði minning- anna. Ég hitt oft fullorðið fólk sem dvaldi í Vatnaskógi á æskuárum, jafnvel fyrir mörgum áratugum, sem allt til þessa dags minnist sérstaklega stundanna í kapellunni. Í ávarpi sínu til bresku þjóðarinnar vegna heimsfaraldurs Covid-19 sagði El- ísabet II að á tímum samkomu- og út- göngubanns ásamt öðrum takmörkunum á daglegt líf væri fjöldi fólks að fá ráðrúm til bænar og íhugunar. Það eru orð að sönnu, því vissulega hefur hægst verulega á dag- legu lífi margra sem kjósa að vera meira eða minna heima hjá sér á þessum tímum. Þá er dýrmætt að uppgötva bænina á ný og reyna það að við getum á flóknum og erf- iðum tímum treyst því að frelsarinn Jesús býður okkur til sín með útbreiddan faðm- inn. En þótt hægst hafi verulega á daglegu lífi margra standa aðrir, sérstaklega barna- fjölskyldur, frammi fyrir annars konar áskorun. Að skapa jafnvægi og ramma ut- an um daglegt líf þegar vinnan fer fram heima og skólastarf, íþróttastarf og frí- stundastarf er takmarkað. Þá er ekki óeðli- legt að finna til þreytu, kvíða og jafnvel aukinnar streitu. Í slíkum aðstæðum er ekki síður dýrmætt að heyra orð Jesú Krists, sem standa á styttunni í kapellu sumarbúðanna í Vatnaskógi: „Komið til mín.“ Kæri lesandi, það er von mín að þú meg- ir finna frið, styrk og huggun í bæninni og samfélaginu við Guð á þessum umbrota- tímum. Það er von mín að þegar þú lítur aftur til þessara flóknu tíma sem við nú lif- um megir þú minnast bæna- og íhugunarstundanna með Jesú Kristi, sem þú gafst þér ýmist í hægagangi Covid-19 hversdagsins eða í skarkala hans. Að þessar stundir megi verða þér dýrmætar á sama hátt og stundirnar í kapellu Vatnaskógar eru þeim sem þar hafa dvalið ómetanlegar. Kirkjan til fólksins Ljósmynd/Ársæll Aðalbergsson Kristsmynd Thorvaldsens í kapellunni í Vatnaskógi. Komið til mín Hugvekja Eftir Jón Ómar Gunnarsson Höfundur er prestur í Fella-og Hólakirkju. jon.gunnarsson@kirkjan.is Það er dýrmætt að eiga athvarf í bæninni. Í kap- ellu sumarbúð- anna í Vatna- skógi er afsteypa af Kristsmynd Thorvaldsens með áletruninni „Komið til mín“. Jón Ómar Gunnarsson Fasteignir Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.