Morgunblaðið - 20.04.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. APRÍL 2020
SAMNINGAR VIÐ
ÖLL TRYGGINGAFÉLÖG
Hvaleyrabraut 2, 220 Hafnarfirði | Sími: 547 0330 | hsretting@hsretting.is | hsretting.is
Hægt er að bóka tjónaskoðun hj
LÁTTU OKKUR
UM MÁLIÐ
• BÍLARÉTTINGAR
• PLASTVIÐGERÐIR
• SPRAUTUN
á okkur á net n
• Fagleg þjónusta
• Vönduð vinnubrögð
• Frítt tjónamat
HSRETTING.IS
547 0330
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
Breski forsætisráðherrann Boris
Johnson er á batavegi eftir að hafa
sýkst af kórónuveirunni og hefur nú
á ný tekið við töglum og högldum á
Englandi. Dagblaðið Telegraph
greinir frá þessu.
Dominic Raab utanríkisráðherra,
sem farið hefur með vald forsætis-
ráðherra síðustu daga, færir Johnson
því að líkindum stjórnartaumana á
ný eftir veikindi hans.
Greindist 26. mars
Johnson, sem er hálfsextugur,
greindist með kórónuveiruna 26.
mars. Einkenni hans voru væg í
fyrstu, en ágerðust í kjölfarið og var
forsætisráðherrann að lokum lagð-
ur inn á gjörgæsludeild.
Níunda apríl var ráðherrann út-
skrifaður af gjörgæslu og sagður á
batavegi. Daginn eftir urðu ummæli
föður hans, Stanleys Johnsons,
fleyg, þegar hann sagði son sinn
nánast hafa tekið slaginn fyrir lið
sitt, „almost took one for the team“
eins og hann sagði.
Fer í stuttar gönguferðir
Að því er segir í fréttum frá ráð-
herrabústaðnum við Downing-
stræti er forsætisráðherrann að
hressast og tekst nú á hendur stutt-
ar gönguferðir auk þess að ræða við
ríkisstjórn sína með fjarfundabún-
aði.
Johnson færði bresku heilbrigðis-
starfsfólki hugheilar kveðjur á sam-
félagsmiðlum og nafngreindi sér-
staklega tvo hjúkrunarfræðinga er
gættu hans sem sjáaldurs auga síns
og viku vart frá sjúkrabeði hans um
tveggja sólarhringa skeið.
„Sameinuð sigrum við þetta,“
sagði ráðherrann.
Rúmlega 120.000 manns hafa smit-
ast af kórónuveirunni í Bretlandi og
yfir 16.000 fallið í valinn. Fjöldi
breskra tónlistarmanna hefur boðið
löndum sínum upp á tónleika að
heiman síðustu daga sem sjónvarps-
stöðin BBC One hefur sent út, þar á
meðal tóna hins velska Toms Jones.
Breska ríkisútvarpið BBC veltir
því nú fyrir sér hvort kórónu-
faraldurinn verði til þess að æ fleiri
störf hverfi í greipar sjálfvirkni og
útrými þar með starfsfólki af holdi og
blóði. „Flestir segjast vilja eiga sam-
skipti við lifandi manneskjur en Co-
vid-19 hefur breytt því,“ hefur BBC
eftir Martin Ford, amerískum rithöf-
undi.
„Æ fleiri fyrirtæki nýta nú vél-
menni til að sinna daglegum skyld-
um, öll þróun stefnir í þá átt að auka
félagslega fjarlægð okkar og forða
okkur frá því að þurfa að mæta til
vinnu,“ segir Ford.
Boris Johnson snýr til starfa á ný
Forsætisráðherrann á batavegi eftir gjörgæsludvöl Yfir 16 þúsund látnir vegna veirunnar í landinu
AFP
Batnað Johnson var útskrifaður af
gjörgæslu 9. apríl síðastliðinn.
Hraðatakmarkalausir þjóðvegir Þýskalands
standa nær auðir vegna kórónuveirufaraldurs-
ins, þar á meðal þessi hér rétt við Leverkusen.
Þýskaland þykir hafa náð betri tökum á faraldr-
inum en margar aðrar stórþjóðir Evrópu. Þótt
145.184 hafi greinst með veiruna hafa aðeins
4.586 látist. Hlutfall látinna er því aðeins rúmur
fjórðungur af því sem er á Spáni, þar sem
198.674 hafa veikst en 21.238 látist.
AFP
Enginn út að óþörfu á meginlandinu
Evrópuþjóðir eru sumar, eins og Ís-
land, að búa sig undir að slaka á
samkomutakmörkunum þeim sem
gerðar hafa verið vegna kórónu-
veirufaraldursins. Sumar afléttingar
taka gildi í dag.
Verslanir í Þýskalandi í minna en
800 fermetra húsnæði verða opnaðar
á nýjan leik í dag; bílaumboð, reið-
hjólaverslanir og bókabúðir. Lík-
amsræktarstöðvar, veitingastaðir og
barir þurfa þó áfram að bíða.
Norðmenn opna leikskóla í dag og
eftir viku, 27. apríl, verða mennta-
og háskólar opnaðir að hluta til og
það sama gildir um hárgreiðslu-
stofur og aðrar snyrtistofur.
Danir geta í dag komist til hár-
snyrtis, farið til sjúkraþjálfara eða
kírópraktors og ungmenni komast í
ökutíma. Sérfræðingur brýndi þó
fyrir þjóðinni í danska ríkissjón-
varpinu í gærkvöldi að hún gætti sín
áfram til hins ýtrasta og að sérhver
slappur héldi sig alfarið heima. Veit-
ingastaðir eru enn lokaðir og sam-
komur fleiri en tíu einstaklinga eru
bannaðar.
Í Póllandi verða almennings-
garðar og skógar opnir í fyrsta
skipti í nokkrar vikur og í Tékklandi
hefst í dag fimm þrepa afléttingar-
ferli, sem byrjar á að taka til mark-
aða úti undir berum himni. Tékkum
er þá heimilt að ferðast út fyrir land-
steinana, að því gefnu að þeir fari í
sóttkví við heimkomu.
Allsherjarútgöngubann Spán-
verja, sem er eitt hið strangasta í
heimi, hefur verið framlengt til 9.
maí, þó með þeirri breytingu að
börnum verður úthlutað daglegum
útivistarskammti og gengur sú
breyting í gildi 27. apríl. Þá fá börn
að fara út í göngutúr í fylgd með for-
eldrum sínum, en flest þeirra hafa
verið innilokuð á heimilum sínum frá
12. mars, þegar skólum var lokað
víðast hvar í landinu.
Slakað á takmörk-
unum víða í Evrópu
Leikskólar opnaðir í Noregi í dag
AFP
Afléttingar Danir komast loks til
sjúkraþjálfara eftir langa bið.
Maður sem dulbjó sig sem lög-
regluþjón skaut að minnsta kosti tíu
manns til bana í Nova Scotia í Kanada
í gærkvöldi. Hann hóf skothríð í
nokkrum mismunandi bæjum í fylk-
inu og var eltur um endilangt fylkið af
lögreglunni eftir árásirnar. Eitt
fórnarlambanna var lögregluþjónn.
Íbúum í bænum Portapique var
þannig ráðlagt að halda sig innandyra
á meðan leit stóð yfir að manninum,
og hið sama gilti víðar um fylkið. Að
sögn lögreglunnar ók maðurinn lög-
reglubíl fyrst um sinn en fór svo yfir í
annan bíl. Upphófst eltingaleikur sem
tók enda með dauða árásarmannsins
á bensínstöð norður af Enfield í Nova
Scotia.
Að maðurinn skuli hafa haft ein-
hvern aðgang að lögreglubúningi og
lögreglubíl segir lögreglan að sé til
marks um skipulagðan gjörning.
Þetta virðist hafa verið hvítur
kanadískur karlmaður á sextugsaldri,
en ástæðurnar að baki gjörðum hans
eru ókunnar. Stephen McNeil fylkis-
stjóri sagði árásina óskiljanlegt
ofbeldisverk, sem væri eitt það versta
í sögu svæðisins.
10 létust í
skotárás í
Nova Scotia