Morgunblaðið - 20.04.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. APRÍL 2020
Þverholti 5 • Mosfellsbæ • Sími 898 1744 • myndo.is
Við búum til
minningar myndó.isljósmyndastofa
NJÓTUMMINNINGANNA
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Aðstæður nú krefjast nýrrar
hugsunar í velferðarmálum, því
samfélagið hefur gjörbreyst á ör-
skömmum tíma. Jafnframt hefur
orðið ljós vandi ákveðinna hópa,
sem við þurfum að ná betur utan
um. Í því sambandi höfum við
vakið athygli stjórnvalda á ýmsu
regluverki sem þarf að bæta svo
fólk fái nauðsynlega framfærslu,“
segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðs-
stjóri velferðarsviðs Reykjavík-
urborgar.
Reynsla úr verkfallinu
Kórónuveiran og faraldur
hennar hafa verið mál mála hjá
velferðarsviðinu frá í febrúar, en
þá var neyðarstjórn sviðsins end-
urnýjuð og viðbragðsáætlun
virkjuð. Smitvarnir urðu áherslu-
verkefni en reyndar var fólk kom-
ið í gírinn varðandi vinnu við
óvenjulegar aðstæður. Þar kemur
til að í verkfalli Eflingar í vetur
var starfandi neyðarstjórn sem
skipulagði velferðarþjónustu
borgarinnar skv. undanþágu-
beiðnum sem stéttarfélagið veitti.
„Helstu aðgerðir þá og nú í
tengslum við kórónuveiruna hafa
beinst að viðkvæmum hópum,
eins og eldri borgurum sem fá
þjónustu heim og á starfstöðvum
okkar. Mikil vinna hefur t.d. farið
í að tryggja smitvarnir gagnvart
fötluðu fólki,“ segir Regína og
heldur áfram:
„Þá höfum við endur-
skipulagt þjónustu við heim-
ilislaust fólk með miklar og flókn-
ar þjónustuþarfir, meðal annars
aukið við pláss í neyðarskýlinu á
Granda til að tryggja fjarlægð-
armörk. Þar gripum við til þess
ráðs að leigja viðbótarhúsnæði,
efla hjúkrunarþjónustu og semja
við ríkið um viðbótarfjármagn til
að taka á móti vegalausu fólki og
til að efla starf með heimilis-
lausum enn frekar.“
Starfsemi velferðarsviðs
Reykjavíkurborgar er umfangs-
mikil. Starfsmenn eru um 3.000
og um 15 þúsund borgarbúar nýta
sér þjónustuna. Má þar nefna
heimahjúkrun og -þjónustu en
tæplega 4.000 manns fá slíka
þjónustu heim, margir oft í viku.
Þá rekur borgin þjónustuíbúðir
fyrir eldri borgara, tvö hjúkr-
unarheimili, um 70 íbúðakjarna
og sambýli fyrir fatlað fólk, tvö
heimili fyrir fötluð börn og jafn-
margar stofnanir fyrir börn sem
þurfa af heimilum sínum vegna
barnaverndarsjónarmiða. Einnig
17 félagsmiðstöðvar fyrir aldraða
og þrjú neyðarskýli fyrir heim-
ilislausa. Er þá margt ótalið.
Einn af 900 hefur smitast
„Þann 6. mars þegar við-
bragðsáætlun var færð frá
áhættustigi á neyðarstig
ákváðum við strax að loka 27
stofnunum eða stöðum þar sem
starfsemi okkar er. Þá var heim-
sóknabann sett á hjúkrunarheim-
ili og takmarkanir á heimsóknir í
þjónustuíbúðir,“ segir Regína og
bætir við að árangurinn af traust-
um smitvörnum sé kominn í ljós.
Aðeins einn íbúi af þeim 900 eldri
borgurum og fötluðu fólki á heim-
ilum eða í þjónustuíbúðum á veg-
um velferðarsviðsins hafi veikst
af kórónuveirunni.
„Þetta er okkar frábæra
starfsfólki í framlínuþjónustunni
að þakka. Að sama skapi finnum
við núna fyrir miklu álagi hjá
þessu sama starfsfólki, til dæmis í
íbúðakjörnum fyrir fatlaða þar
sem afþreying hefur verið af tak-
mörkuð,“ segir Regína. Í þjónustu
við eldri borgara hafi svo sér-
staklega verið hugað að fé-
lagslega þættinum. Hringt hafi
verið í alla borgarbúa 85 ára og
eldri sem búa einir, tæplega 800
manns, og þeim boðnir símavinir.
Það hafi mælst vel fyrir og meðal
annars taki 32 sjálfboðaliðar,
nemar í félagsráðgjafadeild Há-
skóla Íslands, þátt í verkefninu og
fá metnar námseiningar fyrir.
Útlendingar og einyrkjar
„Núna höfum við verið að
undirbúa aðgerðaráætlun og til-
lögur til félagsmálaráðuneytisins
vegna fólks sem á hvorki rétt á at-
vinnuleysisbótum né fjárhags-
aðstoð sveitarfélagsins,“ segir
Regína. „Þetta eru til dæmis út-
lendingar sem eru ekki komnir
með kennitölu. Einnig einyrkjar
nýkomnir í rekstur og hafa ekki
aflað sér réttinda. Sömuleiðis
námsmenn sem framfleyta sér
með hlutavinnu. Okkur finnst líka
mikilvægt að endurskoða húsa-
leigubótakerfið sem skiptist í al-
mennar húsnæðisbætur sem ríkið
greiðir og sértækar bætur sem
sveitarfélög greiða. Þetta viljum
við sameina og gera aðgengi-
legra.“
Breyttir tímar í starfsemi Reykjavíkurborgar á tímum kórónuveirunnar
Morgunblaðið/Eggert
Mannlíf Ljós hefur orðið vandi ákveðinna hópa, sem við þurfum að ná
betur utan um, segir Regína Ásvaldsdóttir sem stýrir velferðarsviði.
Velferðin sé tryggð í
gjörbreyttu samfélagi
Regína Ásvaldsdóttir fædd-
ist 1960. Hún er cand. mag í fé-
lagsráðgjöf og afbrotafræði frá
Háskólanum í Ósló og með
meistarapróf í hagfræði frá há-
skólanum í Aberdeen. Sviðs-
stjóri velferðarsviðs Reykja-
víkurborgar frá því í mars 2017.
Áður var Regína bæjarstjóri
á Akranesi í fjögur ár, fram-
kvæmdastjóri Festu – mið-
stöðvar um samfélagsábyrgð,
skrifstofustjóri og staðgengill
borgarstjóra, framkvæmda-
stjóri Miðgarðs í Grafarvogi, fé-
lagsmálastj. í Skagafirði o.fl.
Hver er hún?
Sigurður Helgi Guðjónsson, formað-
ur Húseigendafélagsins, leggst gegn
því að frumvarp Ásmundar Einars
Daðasonar, félags- og barnamála-
ráðherra, um breytingu á húsaleigu-
lögum fari í gegnum Alþingi á þessu
þingi, enda hafi allar aðstæður
breyst vegna faraldurs kórónuveir-
unnar.
Hólmsteinn Brekkan, fram-
kvæmdastjóri Samtaka leigjenda á
Íslandi, telur hins vegar þjóðþrifa-
mál að breytingarnar nái fram að
ganga. Réttarbótin, sem hann segir
að felist í frumvarpinu, sé mikilvæg-
ari fyrir leigjendur en fyrr þar sem
aðgerðir stjórnvalda beinist nú flest-
ar að því að hjálpa fólki með séreign
en ekki leigjendum.
Ásmundur Einar sagði frá því í
Morgunblaðinu á laugardaginn að
stefnt væri að því að afgreiða lyk-
ilfrumvörp í húsnæðismálum á þessu
þingi. Einnig nefndi ráðherrann
frumvarp um leiguvernd, sem gerði
mönnum óheimilt að hækka húsnæð-
isleigu umfram markaðsleigu og það
sem eðlilegt getur talist.
Sigurður Helgi segir að frá því að
frumvarpið um húsaleigulögin fór í
gegnum samráðsgátt stjórnvalda
hafi staðan gjörbreyst. „Nú hefur
talsvert af húsnæði verið í byggingu,
sem hefur komið inn á markaðinn, og
þar að auki rennur allt húsnæðið sem
var í ferðamannaútleigu nú inn á
markaðinn. Ég tel því að það komist
á jafnvægi við það og að það þurfi
ekkert að gera til viðbótar við það.
Staða leigjenda mun lagast núna,“
segir hann. Vandi leigjenda hafi
þannig ekki verið lögin, heldur lítill
fjöldi íbúða á markaði, sem stefni nú í
betra horf. Einnig mótmælir Sigurð-
ur áætlunum um leiguþak, sem hann
segir hafa gefist illa annars staðar.
Hólmsteinn hjá Samtökum leigj-
enda segir frumvarpið ef eitthvað
nauðsynlegra nú en fyrir kórónu-
veirufaraldur. Líklegt sé að það
dragist um nokkur ár ef því verði
frestað fram á haustþing. Réttarbót-
in í því sé of mikil til að leyfa því að
gerast.
Annars er staða leigjenda ekki al-
slæm á þessum erfiðu tímum, segir
Hólmsteinn. Sum leigufélög hafi gef-
ið greiðslufrest og sumir leigusalar
hafi sleppt því að hækka leiguna við
gerð nýrra samninga, enda ljóst að
stóraukið framboð styrki stöðu leigj-
enda. Hann telur ólíklegt að til leigu-
þaks komi, enda sé það erfitt í fram-
kvæmd, en gerir þó ráð fyrir að
leigusölum verði gefin leiguviðmið á
ákveðnum svæðum, sem muni hafa
áhrif á verð. snorrim@mbl.is
Jafnvægi eigi að nást sjálfkrafa
Húseigendafélagið segir stöðuna hafa breyst mjög frá í mars Leiguþak talið erfitt í framkvæmd
Morgunblaðið/Eggert
Leiga Samtök leigjenda segja frum-
varpið mikilvægt fyrir leigjendur.
„Fólk er orðið óþreyjufullt að kom-
ast í klippingu og margir hafa haft
samband til að stimpla sig inn. Mér
finnst því sennilegt að fyrst eftir 4.
maí, þegar við megum aftur taka
fólk í stólinn, verðum við með tíma-
pantanir svo fólk þurfi ekki að vera
of margt saman á stofunni,“ segir
Kjartan Björnsson, rakari á Sel-
fossi.
Kjartan, Björn Daði bróðir hans
og Björn Ingi Gíslason faðir þeirra
starfrækja landsþekkta rakarastofu
í miðbænum á Selfossi og eiga
tryggan hóp viðskipavina. Næsta
víst er að mörgum þeirra finnst
súrt í broti að komast ekki í klipp-
ingu vegna nálægðarreglunnar, nú
á tímum kórónuveirunnar.
„Já, ég sé að ýmsir góðir vinir
mínir eru orðnir lubbalegir og
verða sjálfsagt fljótir til þegar rak-
arastofan verður opnuð að nýju,“
segir Kjartan og heldur áfram:
„Suma hef ég séð vel hærða einn
daginn en snoðaða að morgni. Þeir
hafa þá kannski fengið konuna til
að taka snögga yfirferð með rakvél.
Útkoman úr því er upp og ofan.
Sjálfsagt verða einhverjir með sítt
bítlahár fram á sumarið og telja það
í tísku. Annars er það stutta klipp-
ingin sem verður áfram ráðandi,
enda sígild.“
Skellt var í lás á rakarastofum
24. mars og opnað verður aftur
fyrsta mánudag í maí. „Þetta verða
samtals sex vikur og svo langt hlé
frá vinnu hef ég aldrei tekið þau 36
ár sem ég hef verið í faginu. Já, ég
bókstaflega iða í skinninu að munda
aftur skæri, hitta fólk og spjalla,
sem er stór hluti af starfinu,“ segir
Kjartan. sbs@mbl.is
Iðar í skinninu að
munda aftur skæri
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Rakari Kjartan Björnsson á góðri stundu með viðskiptavin í stólnum.