Morgunblaðið - 23.04.2020, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2020
Vefverslun
rún.is
20%
afsláttur
Fatnaður sem hentar bæði innan og utandyra
AF SPORTFATNAÐI
FRÁ SOUTH WEST
SENDUMFRÍTTUM LAND ALLT
runverslun
„Við erum afar þakklát hvað þetta
verkefni hefur fengið góðar viðtökur
og segjum takk kærlega við alla sem
hafa sent
okkur ábend-
ingar,“ segir
Magnús E.
Kristjánsson,
fram-
kvæmda-
stjóri sölu- og
markaðsmála
Árvakurs, en
fljótlega eftir
að kórónuveirufaraldurinn skall á
hér á landi fór Árvakur af stað með
verkefnið „Stöndum saman - hrós-
um þeim sem gera vel“. Tilgang-
urinn er að vekja athygli á því sem
vel er gert, stóru sem smáu, og hafa
fjölmiðlar Árvakurs; Morgunblaðið,
mbl.is og K100, tekið á móti ábend-
ingum almennings gegnum net-
fangið stondumsaman@mbl.is.
„Þegar svona gífurlegir erfið-
leikar steðja að samfélaginu er mik-
ilvægt að beina kastljósinu að þeim
sem gera vel og eru í þeim efnum
jafnvel fyrirmynd og hvatning til
okkar allra. Þess vegna fórum við
hjá Árvakri af stað með verkefnið,“
segir Magnús.
Hluti af verkefninu er að dag-
skrárgerðarfólk á K100 hefur sent
glaðning til fólks sem hefur verið að
gera góða hluti, sem þakklætisvott
og viðurkenningu á jákvæðu fram-
lagi til samfélagsins. Meðal þeirra
sem hafa fengið glaðning eru þrí-
eykið Alma Möller, Þórólfur Guðna-
son og Víðir Reynisson. Einnig
smitrakningarteymi almannavarna,
tryggingafélagið Sjóvá og Fanney
Sif Gísladóttir, sem stofnaði Face-
bookhópinn Prjónum veiruna burt.
„Við starfsmenn Árvakurs hvetj-
um fólk til að halda áfram að senda
okkur ábendingar um það sem vel er
gert svo við getum áfram vakið at-
hygli á því í gegnum okkar fjölmiðla,
Morgunblaðið, mbl.is og K100.
Þannig minnum við okkur á mikil-
vægi þess að standa saman,“ segir
Magnús að endingu.
Stöndum saman Nokkur af þeim sem fengu glaðning frá Árvakri; Ævar Pálmi Pálmason og Ólafur Aron Tryggva-
son frá smitrakningarteyminu, Sigurjón Andrésson, markaðsstjóri Sjóvár, og Fanney Sif Gísladóttir hannyrðakona.
Fengu glaðning fyrir
það sem vel er gert
Stöndum saman-verkefni Árvakurs fær góðar viðtökur
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Hafísinn á norðurhveli náði árlegri
hámarksútbreiðslu 5. mars sl. sam-
kvæmt upplýsingum sem Ingibjörg
Jónsdóttir, dósent í landfræði við HÍ,
aflaði frá National Snow and Ice
Data Center. Þann dag þakti haf-
ísinn rúmlega 15 milljónir ferkíló-
metra. Árið raðast sem ellefta ís-
minnsta vetrarhámarkið í 42 ára
sögu gervitunglavöktunar á hafís,
en jafnframt það ísmesta frá 2013.
Teitur Björgvinsson skipstjóri
greinir frá því í samtali við Fiski-
fréttir að feikilega mikill hafís hafi
verið í Smugunni og við Svalbarða í
vetur. Hann hefur stundað veiðar á
þeim slóðum frá 2008 og man ekki
eftir jafn miklum hafís og nú.
Ingibjörg segir að veturinn hafi
verið nokkuð óvenjulegur í þessu til-
liti. Til dæmis þótti nokkuð mikill
hafís vera við Svalbarða en aftur
heldur minni nálægt Beringssundi.
„Þetta gæti verið samspil aðstæðna í
lofthjúpi og straumakerfi hafanna.
Stöðugt háþrýstikerfi yfir norður-
pólnum er talið hafa ýtt hafís úr
Beauforthringrásinni frá Framsundi
[milli Svalbarða og Grænlands] í átt
til Svalbarða, þar sem meira var um
fjölæran hafís en undanfarin ár að
sögn Nicks Hughes, yfirmanns hafís-
þjónustu norsku veðurstofunnar í
Tromsø. Hann benti á að þessi skil-
yrði í lofthjúpi gætu einnig tengst
svokölluðu ósongati sem vakti tals-
verða athygli fyrir stuttu.“
Hún segir að hafís sem fer suður
um Framsund fari suður með Aust-
ur-Grænlandsstraumnum. Hins veg-
ar hafi mjög mikið af hafísnum sem
hefur sést í námunda við Ísland und-
anfarið myndast í Grænlandshafi og
verið veturgamall hafís. „Því meira
sem kemur af fjölærum ís út um
Framsund, þess betri geta skilyrðin
fyrir ísmyndun orðið. Það hefur ekki
verið mikill hafís við Ísland í vetur
og ástandið ekki mjög frábrugðið
síðustu vetrum. Við höfum ekki
fengið miklar suðvestanáttir í vetur
sem hafa ýtt ísspöngum upp að Vest-
fjörðum. Hafísinn hefur að mestu
verið til friðs,“ segir Ingibjörg.
Hitastig Barentshafs hefur lækk-
að undanfarin fimm ár, að sögn
Norsku hafrannsóknastofnunar-
innar. Hún hefur vaktað svæðið í
meira en 70 ár. Ástæðan er að norski
Atlantshafsstraumurinn kemur með
kaldari sjó inn í Barentshaf.
Ísjaðarinn hefur færst sunnar frá
2016. Hafís sem berst úr norðri og
austri, vindáttir og hvort ísinn er að
bráðna eða hafið leggur hefur og
áhrif. Ísjaðarinn er síbreytilegur og
getur breyst frá degi til dags.
Morgunblaðið/RAX
Hafís Óvenjumikill hafís hefur verið í Smugunni og við Svalbarða í vetur.
Mikill hafís er
við Svalbarða
Ellefta ísminnsta vetrarhámarkið
Landspítalinn hefur óskað eftir því
að flutningi brjóstaskimana frá
Krabbameinsfélagi Íslands til spít-
alans verði frestað til 1. maí 2021
vegna þess ástands sem skapast hef-
ur á Landspítala í yfirstandandi far-
sótt. Hins vegar er enn stefnt að því
að færa framkvæmd skimana fyrir
leghálskrabbameini til heilsugæsl-
unnar í lok þessa árs.
Kemur þetta fram í skriflegu svari
Svandísar Svavarsdóttur heil-
brigðisráðherra við fyrirspurn Bryn-
dísar Haraldsdóttur, alþingismanns
Sjálfstæðisflokksins.
Gæða- og árangursviðmið
Krabbameinsfélag Íslands hefur
um langt árabil annast skimun fyrir
brjóstakrabbameini hér á landi sam-
kvæmt samningi við Sjúkratrygg-
ingar. Í nóvember í fyrra tilkynnti
heilbrigðisráðherra að þegar samn-
ingurinn rynni út í árslok 2020
myndi skimunin færast til Landspít-
alans og Sjúkrahússins á Akureyri.
Er hugmyndin að skimanir verði
hluti af almennri og opinberri heil-
brigðisþjónustu. Heilsugæslan mun
aftur á móti annast þá skimun á leg-
hálsakrabbameini sem Krabba-
meinsfélagið hefur nú með höndum.
Sérstök verkefnastjórn um útfærslu
á fyrirliggjandi tillögum og ákvörð-
unum um breytt skipulag á stjórnun,
staðsetningu og framkvæmd skim-
ana fyrir krabbameinum hefur ný-
lega skilað tillögum til ráðherra. Þar
er lögð áhersla að í samningum við
viðkomandi stofnanir verði skýr
gæða- og árangursviðmið. Þá sé
nauðsynlegt að samningar um skim-
anir séu skilgreindir sem viðbót við
kjarnastafsemi viðkomandi stofnana
og fé sem ætlað er til skimana fari
ekki í annað.
Flutningi skimana
verður frestað
Landspítalinn upptekinn í öðru
Morgunblaðið/Eggert
Skimun Áformað er að flytja
hópleit til opinberra stofnana.