Morgunblaðið - 23.04.2020, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.04.2020, Blaðsíða 38
38 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2020 Dáið er allt án drauma. Fjölnismaður- inn Tómas Sæmunds- son segir í bréfi til Jónasar vinar síns Hallgrímssonar 1. október 1828 um heim- sóknir sínar í leikhús Kaupmannahafnar: „Ég tek ekki það fríða sjónleikahús og allar þessar fögru útsjónir – gullna sali, skóga, sjó, sól og tungl, skruggur og eldingar og alt það sem konstin hefur get- að upp fundið til jafns við … Bessastaða- svefnloftið á meðal ykkar.“ Þar höfðu þeir félagar sett saman leiksýningar. Draumur um sjón- leikahús fyrir Íslend- inga er samofinn fyrstu hugmyndum um sjálfstætt menningar- starf þjóðarinnar. Hann var hluti af endurreisn sjálfstæðishugsjóna rómantíkurinnar og það var Sig- urður málari sem festi hana fyrstur á blað árið 1862. Í minnisblaði telur hann upp nokkur verkefni sem hrinda þurfi í framkvæmd; minnis- varða um Ingólf Arnarson, alþingis- hús, þjóðsafn eða forngripasafn, og leikhús. Í janúar 1873 segir hann á fundi í Kveldfélaginu: „Það þyrfti að byggja hús sem haldnar yrðu í comedíur“ og veltir upp raunhæfum möguleikum um rekstur þess. Það kom í hlut lærisveina hans að fylgja málinu eftir og fór þar fremstur Indriði Einarsson leikskáld, hag- fræðingur og fjárhaldsstjóri Land- sjóðs. Árið 1917 gaf Leikfélag Reykjavíkur ágóða af sýningu á Nýjársnótt Indriða fyrsta framlagið í byggingarsjóð Þjóðleikhússins. Pólitísk breiðfylking um byggingu leikhúss Til að hrinda þessu mikla mann- virki, þessum draumi, í framkvæmd þurfti pólitíska breiðfylkingu sem teygði sig yfir miðju stjórnmálanna: bandalag Jónasar Jónssonar frá Hriflu og Jakobs Möller, tengda- sonar Indriða, dugði til að ná þeim þingstyrk svo lög um skemmtana- skatt, gjald á allar skemmtisam- komur landsmanna, böll og bíó, tóku gildi 1923 og skyldi hann renna til byggingar Þjóðleikhúss. Ungur arkitekt, Guðjón Samúels- son, birti 1924 hugmyndir sínar um háborg íslenskrar menningar á Skólavörðuholti og þar var gert ráð fyrir „samkomuhúsi“ og eru það fyrstu drög hans að Þjóðleikhús- byggingunni sem tók að rísa fáeinum árum síðar við hlið Lands- bókasafnsins við Hverfisgötu sem við köllum nú Þjóðmenn- ingarhús. Bygging Þjóðleik- hússins var fullveldis- tákn fátækrar þjóðar. Á klöppum Skugga- hverfisins þar sem aumustu kot bæjarins stóðu hnípin reis hamrahöll, klædd glitrandi hrafntinnu sem skein í sólinni og þannig var húsið lengi fullbúið hið ytra en hið innra tómt gímald. Kreppan lamaði fram- kvæmdaviljann. Stóð skelin óupphituð í tvo áratugi. Sumardagurinn fyrsti markar táknrænt upphaf Efnahagsupp- gangurinn eftir seinni heimsstyrjöldina breytti efnahag þjóðarbúsins. Leiksvið þjóðarinnar voru víða, í bæjum og sveitum um allt land þar sem alþýða manna lék sér til ánægju og lífsfyllingar, og ekki síður í útvarpi allra lands- manna þar sem leikið efni var fyrir- ferðarmikið. En okkur vantaði Þjóðleikhús. Í stríðslok steig fram ný kynslóð sem sótti sér fullgilda menntun í sviðslistum til skóla á gömlum grunni í Lundúnum og Kaupmannahöfn og vestur um haf til yngri menntastofnana; leikarar, dansarar, söngvarar, leikmynda- smiðir. Í ráðherratíð Eysteins Jónssonar 1948 voru samin sérlög um Þjóð- leikhúsið og nú skyldi lokið við bygginguna. Draumurinn var að rætast. Þjóðleikhúsið var vígt sumardaginn fyrsta árið 1950 og var vandað til lokafrágangs hússins sem best varð á kosið. Auk aðal- salar hússins sem tók á sjöunda hundrað í sæti var í austurálmu til- raunasvið sem snemma var breytt í æfingasal fyrir listdansara en þegar á fyrsta starfsári hússins var boðið upp á listdans og óperuflutning ís- lenskra listamanna. Þar var vagga listdansins og óperulistarinnar, þar birtust á sviði glæný samtímaverk, íslenskar frumsmíðar í bland við eldri verk, auk sígildra heims- bókmennta. Sinfónían átti þar skjól um hríð. Listskógur sprottinn úr frjóum farvegi Nú eru liðin 70 ár frá þessum merku tímamótum í menningu þjóð- arinnar. Sprotar frá starfi lista- manna Þjóðleikhússins hafa fest rætur víða; leiknar kvikmyndir, sjónvarpsverk, dans, brúðuleikhús, óperusýningar, ný og glæsileg leik- hús nyrðra og hér fyrir sunnan. Í landinu starfa tugir sjálfstæðra sviðslistahópa. Á öllum stigum skólakerfisins er leikið og sýnt. Um allt land standa félög áhugamanna fyrir leiksýningum í sinni sveit. Þjóðleikhúsið er kjölfestan í ís- lenskum sviðslistum, grunnurinn sem sviðsmenning okkar stendur á, svo kær sem hún er öllum lands- mönnum, stórum og smáum, lærð- um og leikum. Engin þjóð austan hafs og vestan sækir leikhús jafn oft og við Íslendingar. Við höfum átt vaska sveit sviðslistamanna, þjóðkunna menn, konur og karla, sem hafa veitt okkur óblandna ánægju í þessi sjötíu ár. Um þessar mundir sjáum við okkar fólk í er- lendum verkefnum á hvíta tjaldinu og í sjónvarpsmiðlum streyma til heimsins okkar leiknu sögur. Menning þarf andlega og veraldlega ræktun Þjóðleikhúsbyggingin hefur þróast og breyst með tímanum, rétt eins og hið listræna starf sem fylgir kröfunni um stöðuga nýja ferska sýn á mannlífið og örlög okkar, skömm okkar og sigra. Hinn langi byggingartími heimtaði viðhald sem oft var vanrækt og kom loks að því á níunda áratug síðustu aldar að ráðist var í umfangsmiklar endur- bætur. Ytra byrði Þjóðleikhússins var lagað og verulegar breytingar gerðar á almenningsrýmum og að- alsal hússins. Byggingin krefst stöðugs viðhalds, bæði í innrétt- ingum og tækjabúnaði. Útihús Þjóðleikhússins eru nú skrifstofu- aðstaða og tveir litlir sýningarsalir í níutíu ára gömlu íþróttahúsi, nær aldar gömul bygging hæstaréttar er líka nýtt, í gamla kolakjallaranum er nú lítið leiksvið. Engin þessara rýma voru hugsuð til leiksýninga. Endurbyggingu Þjóðleikhússins sem hafin var 1990 er ekki lokið. Ít- arlegar áætlanir voru unnar og birtar 2006 um endurbætur, breyt- ingar og viðbyggingu við Þjóðleik- húsið. Því hef ég á þessum tímamótum óskað eftir að fram fari á endur- skoðun á þeim áætlunum sem unn- ar voru 2006. Markmiðið er að móta nýjar tillögur um viðbyggingu við Þjóðleikhúsið til að svara kalli nýrr- ar aldar og búa sviðslistamönnum og gestum leikhússins bætta að- stöðu til framtíðar. Erindi lista og menningar aldrei brýnna Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Um þessar mundir komum við ekki saman til að fagna afmælinu, því Þjóðleikhúsið og aðrir samkomustaðir þar sem við höfum mæst og glaðst, fagnað og syrgt, eru lokaðir. Starfsfólk Þjóðleikhúss- ins hefur eins og margir aðrir lista- menn stytt okkur stundir og biðina eftir því að mannlíf okkar verði eins og áður eftir öðrum leiðum. Sá tími er nærri þótt okkur þyki biðin löng. Maður er manns gaman og sú stund rennur upp að við getum aftur kom- ið saman í Þjóðleikhúsinu okkar og séð í sviphendingu list sviðsins, þennan einstaka fund við okkur sjálf sem við njótum öll saman í myrkum sal leikhússins sem lýsir upp sálina og gleður sinnið. Ég óska okkur öllum til hamingju með Þjóðleikhúsið okkar. Megum við um ókomna framtíð njóta listar- innar í því húsi. Eftir Lilja Alfreðsdóttir » Þjóðleik- húsið er kjölfestan í ís- lenskum sviðs- listum, grunn- urinn sem sviðsmenning okkar stendur á, svo kær sem hún er öllum landsmönnum. Lilja Alfreðsdóttir Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Afmælissýning Draumur á Jónsmessunótt eftir William Shakeapeare var hátíðarsýning Þjóðleikhússins í tilefni af 50 ára afmæli leikhússins árið 2000. Morgunblaðið/Rósa Braga Fjölbreytt Sjö milljónir áhorfenda hafa séð leiksýningar Þjóðleikhússins, sem hefur talað til þjóðarinnar í 70 ár með fjölbreyttu verkefnaval fyrir alla aldurshópa. Ljósmyndasafn Reykjavíkur Dimmalimm Dansarar úr ballettinum Dimmalimm, í nóvember 1954. Fremst fyrir miðju eru Anna Guðný Brandsdóttir og Helgi Tómasson. Draumur þjóðar Ljósmynd/Hörður Sveinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.