Morgunblaðið - 23.04.2020, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 23.04.2020, Blaðsíða 61
MENNING 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2020 3. „Í heimi sem einkennist í mörgu af skorti á umburðarlyndi og dóm- hörku þurfum við stofnanir sem þora að vera hreinskilnar og taka þátt í almennri umræðu og verja tjáningarfrelsið. Þá er mikilvægt að eiga sterkar listastofnanir sem þora að segja sannleikann, þora að vera heiðarlegar því það er hlut- verk okkar að berjast gegn hroka og hleypidómum. Menning er það sem gefur lífinu gildi, ómenning er allt það sem rýrir gildi lífsins. Menning snýst um hugsanir og tilfinningar fólks – það er tjáningarmátann, hegðunina og upplifanirnar. Þróttmikið menn- ingar- og listalíf er nútíma- samfélögum nauðsyn. Listir og menning eru krefjandi og þroska okkur sem einstaklinga og sam- félag, og stuðla þannig að sjálf- bæru samfélagi. Aðgengi að menn- ingu eykur víðsýni og umburðar- lyndi og þátttaka í menningarstarfi eykur vitund um lýðræði, réttlæti og sögulegt samhengi. Menningarstarf um allt land hvetur til félagslegra samskipta og dregur úr hættu á menningarlegri einangrun einstaklinga og hópa. Þess vegna verður að leggja sér- staka áherslu á barnamenningu. Íslensk þjóð þarf öflugar menning- arstofnanir til þess að styrkja til- finningu okkar og samkennd því það sem öðru fremur myndar þjóð er samheyrileikakennd einstak- linga á tilteknu landsvæði; tilfinn- ing þess að vera partur af einni heild, limir á einum líkama þrátt fyrir ýmiskonar aðstöðumun ein- staklinga sín á milli. Í þessum samheyrileik er sú tilfinning ríkur þáttur að landið, þetta sérstaka land, heyri okkur öllum til að nokkru leyti – já engu að síður þeim sem ekki eiga þumlung lands.“ „Þora að segja sannleikann“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri 2015-2019 1. „Þegar ég tók við Þjóðleikhúsinu varð ekki undan því vikist að setja brýnt viðhald á byggingunni sjálfri í forgang. Áskorunin fólst í því að halda úti metn- aðarfullu listrænu starfi við viðvarandi hávaða og ryk í hartnær þrjú ár. Svo kom hrunið með miklum niðurskurði og þrengingum. Þá fólst áskorunin í því að halda sjó og góðum starfsanda, en umfram annað, að halda úti öflugu starfi og sýningum sem skiptu máli og gátu talaði beint inn í þær erfiðu aðstæður.“ 2. „Listamönnum og starfsmönnum leikhússins sem stóðu fyrir kraftmiklum sýningum sem löðuðu fólk að leikhúsinu og vöktu athygli á íslenskri leiklist í alþjóðlegu samhengi, en Þjóðleikhúsinu var boðið að sýna í Barbican-listamiðstöðinni í London, Kennedy Center í Bandaríkjunum, Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn og listahátíðum í Rússlandi, Belgíu, Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Ég er stolt af því að hafa opnað ný leiksvið; Kassann með áherslu á inn- lenda leikritun, Kúluna með áherslu á barnastarf og Brúðuloftið og hafa með því bætt aðstöðuna, aukið fjölbreytnina og fleytt leiklistinni áfram til nýrra tíma.“ 3. „Þjóðleikhúsið er miðja leiklistarinnar í landinu, það er móðurstöðin. Þar fékk leiklistin að komast til þroska og verða að metnaðarfullu fagi á sínum tíma og þar hafa unnist glæsilegir sigrar. En það þurfa alltaf að blása ferskir vindar um Þjóðleikhúsið, það þarf ávallt að vera í virku samtali við aðrar listir, önnur leikhús og ekki síst almenninginn í landinu.“ „Þjóðleikhúsið er móðurstöðin“ Morgunblaðið/Kristinn Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri 2005-2014 Það var vel við hæfi að langþráður draumur Íslendinga um að eign- ast sitt eigið Þjóðleik- hús skyldi rætast á sumardaginn fyrsta árið 1950. Vor var gengið í garð í íslensku menningarlífi og þessi dagur markaði tíma- mót í sögu þjóðar. Álfahöllin, eins og leik- húsið hefur gjarnan verið nefnt, bauð upp á ólýsanlega leikhús- töfra sem voru ólíkir flestu því sem hin fá- tæka þjóð fyrirstríðs- áranna hafði þekkt. Á opnunardaginn var leikhúsinu ekki bara lýst sem „musteri íslenskrar tungu“, heldur líka sem „vígvelli hugmynda“. Sú lýsing á vel við enda er leikhúsið einstakur vettvangur fyrir samfélag til að takast á um áleitnar spurningar. Á þeim sjötíu árum sem liðin eru hefur starfsemi Þjóðleikhússins ver- ið einkar blómleg. Hér höfum við komið saman, hlegið, grátið og látið hreyfa við okkur. Þegar vel hefur tekist til höfum við náð að spegla okkur sjálf og það samfélag sem við byggjum. Og jafnvel að gera okkur að betri manneskjum. Minningar landsmanna um ógleymanlega leikhústöfra frá sjötíu árum eru óteljandi. Margir eiga sín- ar fyrstu leikhúsminningar úr Þjóð- leikhúsinu og flestir hafa upplifað það að standa á öndinni yfir örlögum persóna á sviðinu. Við höfum hrifist með hundruðum annarra leikhús- gesta sem í salnum sitja. Enda er leikhúsið staður sem byggist á sam- veru og samkennd. Við sköpum saman augnablik sem aldrei verða endurtekin. Á þessum tímamótum er við hæfi að þakka frumkvöðlunum sem stóðu að byggingu Þjóðleikhússins og þeim sem hafa haldið merkinu á lofti, listamönnum og öðru starfs- fólki sem hefur skapað allar hinar ómetanlegu minningar sem greypt- ar eru í minni okkar. Við sem störfum í Þjóðleikhúsinu í dag erum stolt af því að vera hluti af þessari merku sögu. Á þeim grunni byggjum við. Okkar kappsmál er að opna leikhúsið enn frekar og tryggja að það haldi áfram að hreyfa við leik- húsgestum um ókomna tíð. Við ætl- um að segja sögur sem eiga erindi og skipta máli, þróa listgreinina og halda áfram að gleðja og skemmta. Við hlökkum óskaplega til að taka aftur á móti gestum í Álfahöllinni fögru þegar nýtt leikár gengur í garð í haust. Þá ætlum við að skapa nýjar og magnaðar minningar með ykkur, kæru leikhúsunnendur. Því Þjóðleikhúsið eigum við öll saman. Leikhús þjóðar- innar í 70 ár Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ávarp Magnúsar Geirs Þórðarsonar þjóðleikhússtjóra Sjálfstætt fólk (1999) Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir unnu leik- gerðir að tveimur sýningum sem byggðu á skáldsögu Halldórs Laxness. Sýningarnar, sem Kjartan leikstýrði, nefndust Bjartur – Landnámsmaður Íslands og Ásta Sóllilja – Lífsblómið. Þrjár systur (1997) Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson í verki Antons Tsjekhov. Þetta var þriðja sýningin af fimm sem Rimas Tuminas leikstýrði í Þjóðleikhúsinu. Pétur Gautur (2006) Ingvar E. Sigurðsson, Edda Arnljótsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson, Ólafur Darri Ólafsson og Ólafur Egill Egilsson í verki Henriks Ibsen í leikstjórn Baltasars Kormáks. Gæjar og píur (1984) Sigríður Þorvaldsdóttir og Ragnheiður Steindórsdóttir í söngleik byggð- um á smásögum eftir Damon Runyon. Leikstjórar voru Kenn Oldfield og Benedikt Árnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.