Morgunblaðið - 23.04.2020, Blaðsíða 60
60 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2020
Musteri íslenskrar tungu 70 ára
Þjóðleikhúsið var vígt sumardaginn fyrsta, 20. apríl 1950, 21 ári eftir að fyrsta skóflustungan var tekin. Í tilefni af 70 ára afmæli
Þjóðleikhússins leitaði Silja Björk Huldudóttir til allra þeirra sem gegnt hafa stöðu þjóðleikhússtjóra og bað þau að svara því:
1. Hver hefði verið mesta áskorun þeirra í starfi? 2. Af hverju þau væru stoltust í leikhússtjóratíð sinni? 3. Hvert þau teldu mikil-
vægi Þjóðleikhússins í samtímanum? Brot úr svörunum má lesa hér en þau eru birt í heild sinni á mbl.is ásamt fjölda ljósmynda.
Guðlaugur Rósinkranz segir í
ævisögu sinni Allt var það ind-
ælt stríð sem út kom 1977:
„Þegar ég var spurður hvernig
mér líkaði þjóðleikhússtjóra-
starfið: Er þetta ekki hræðilega
erfitt? Þá svaraði ég hiklaust og
geri enn: Það var oft erfitt, en
þetta var svo fjölbreytt og
skemmtilegt viðfangsefni að
ekkert get ég hugsað mér jafn-
skemmtilegt. Sérstaklega var
ánægjulegt að vinna við upp-
byggingu þessarar merkilegu
stofnunar alveg frá byrjun.
Starf þetta veitti mér, þó erfitt
væri, og kannski einmitt vegna
þess, mikla lífsgleði og fullnæg-
ingu í lífinu sem ég vildi ekki
hafa farið á mis við.“
Ráðning Guðlaugs kom nokk-
uð á óvart á sínum tíma þar
sem hann var ekki menntaður á
sviði leiklistar, en hann reyndist
engu að síður farsæll í starfi.
Guðlaugur lést 74 ára 1977.
„Veitti mikla lífsgleði“
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Guðlaugur Rósinkranz þjóðleikhússtjóri 1949-1972
1. „Það felst mikil áskorun í því að stýra leikhúsi,
þannig að maður leggur sig allan fram við það. Á mín-
um tíma urðu miklar breytingar í rekstri leikhússins;
við fengum hús Jóns Þorsteinssonar til afnota og flutt-
um hluta starfseminnar þangað, bæði skrifstofuna og
litla sviðið. Tölvuvæðingin gekk í garð og við tölvu-
væddum miðasöluna og allan rekstur leikhússins. Í
þriðja lagi má geta þess að það þurfti, vegna vatns-
skemmda, að gera við leikhúsið í lok míns tímabils og
samhliða var áhorfendasvæðum stóra sviðsins ger-
breytt í það form sem er í dag.“
2. „Ég er stoltur af þeim fjölmörgu leikverkum sem
voru sviðsett í minni tíð og ætti erfitt með að gera upp
á milli sýninganna. Kannski má segja að ég sé stolt-
astur af vali mínu á þeim leikstjórum sem störfuðu við
leikhúsið, en þeir skiptu tugum. Eitt af því sem ég
gerði var að ráða Ólaf Hauk Símonarson leikskáld og
Þórhall Sigurðsson leikstjóra sem störfuðu saman alla
mína leikhússtjóratíð og við settum upp mörg leikrit
eftir þá við góðar viðtökur.“
3. „Það er metnaður hverrar þjóðar að eiga gott þjóð-
leikhús. Menningarverðmæti Þjóðleikhússins er
ómetanlegt. Það hefur vakið heimsathygli að jafn fá-
menn þjóð og við skulum eiga þjóðleikhús. Það var
ótrúlegt afrek hjá svo fámennri þjóð, sem var þá ekki
nema brot af því sem hún er í dag, að byggja sér þjóð-
leikhús upp úr 1930 og til marks um mikla framsýni.“
„Mikil áskorun að stýra leikhúsi“
Morgunblaðið/Jim Smart
Gísli Alfreðsson þjóðleikhússtjóri 1983-1991
1. „Sjálft upphafið: að hrinda nýj-
um hlutum í framkvæmd, ég vildi
strax gera miklar breytingar. Mér
fannst nauðsynlegt að hrista upp í
málunum. Vekja aukinn áhuga
ungs fólks á Þjóðleikhúsinu, yngja
upp í leikarahópnum og ráða nýja
leikstjóra. Ég ákvað að fjölga leik-
sviðum, opna nýtt svið á gamla
smíðaverkstæði leikhússins, þar
sem rýmið væri breytilegt eftir
verkefnum. Ég fastréði sex unga
leikara sem voru falin kröfuhörð
verkefni og urðu strax hluti af
ásýnd leikhússins. Fleiri bættust í
hópinn á næstu árum og allt er
þetta fólk meðal burðarása
íslensks leikhúss í dag.“
2. „Að hafa auðnast að hafa í
kringum mig úrvalsfólk alla tíð.
Árangur í leikhúsi byggist á sam-
heldni og ástríðu. Við gerðum
kröfur til áhorfenda og þeir urðu
kröfuharðari á móti. Margar af
vinsælustu sýningunum voru
háalvarleg dramatísk verk en ekki
einvörðungu léttari verkefni. Við
fórum aftur að senda bestu leik-
sýningarnar á erlendar leiklistar-
hátíðir, að jafnaði eina á ári. Réð-
um Rimas Tuminas og hans
samstarfsmenn sem höfðu gríðar-
leg áhrif með nýstárlegum sýn-
ingum og nýjum vinnuaðferðum.
Áhugaleiksýning ársins var valin
og sýnd í Þjóðleikhúsinu, sem enn
er gert ár hvert. Og auðvitað
fylgir mikið stolt þeim fjölmörgu
sýningum sem tókust hvað best og
lifa með áhorfendum til fram-
búðar.“
3. „Þjóðleikhúsið er flaggskip
íslenskrar leiklistar, ein mikilvæg-
asta menningarstofnun þjóðar-
innar. Það á að flytja ögrandi leik-
list í hæsta gæðaflokki, vera í
sífelldri endurnýjun án þess að
segja skilið við hefðir. Og standa
áfram vörð um íslenska tungu!“
„Flaggskip íslenskrar leiklistar“
Morgunblaðið/Eggert
Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri 1991-2004
1. „Mín þjóðleikhúsár voru kalda-
stríðsár og tímar óðaverðbólgu, og
umræðan um lýðræði í listum þótti
stundum andstofnanaleg. En okk-
ur tókst að halda sjó og gott betur,
settum aðsóknarmet ár eftir ár
með fjölbreyttri og oft framsæk-
inni verkefnaskrá. Ég furða mig á
því hvernig okkur tókst að útbúa í
þessu árferði fjárhagsáætlun í
apríl hvert ár, áætlun sem tók gildi
níu mánuðum síðar og lauk 21
mánuði enn síðar.“
2. „Þar er margs að minnast: Við
ýttum úr vör Íslenska dans-
flokknum, hófum óperustarfið aft-
ur til vegs, meðal annars tveimur
fyrstu íslensku óperuverkunum,
fitjuðum upp á mörgu nýmæli,
m.a. í leiklist fyrir börn og ung-
linga, frumsýndum verk úti á landi
og fórum í leikferðir til annarra
landa. En stoltastur er ég af því, að
íslensk leikritun blómstraði og
hafði ekki náð þeim hæðum síðan
verk Jóhanns Sigurjónssonar og
Guðmundar Kambans birtust. Á
þessum ellefu árum voru flutt ný
verk eftir 33 þálifandi höfunda,
auk eldri höfunda, óperuhöfund-
anna og fjölmargra innlendra
dansverka. Iðulega var einhver
þessara sjónleikja hryggjar-
stykkið í verkefnavali hverrar ver-
tíðar og ekki óalgengt að þau næðu
50-60 sýningum. Þetta var leikhús
sem fjallaði um sitt eigið sam-
félag.“
3. „Hlutverk Þjóðleikhússins hef-
ur ekkert breyst í tímans rás, og er
þess þó meiri þörf í dag en nokkru
sinni fyrr, á dögum alþjóðlegrar
fjölmiðlunar. Ég var mjög heppinn
með listræna áhöfn og óska leik-
húsinu þess sama, enda er þar
grunnurinn, sem og góðra áhorf-
enda, þeirra þáttur er ómetan-
legur. Þá verður framtíðin glæst.“
„Íslensk leikritun
blómstraði“
Morgunblaðið/Þorkell
Sveinn Einarsson þjóðleikhússtjóri 1972-1983
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Nýársnóttin (1950) Fyrsta leikritið sem sýnt var á sviði Þjóðleikhússins, á sjálfu vígslukvöldinu, var Nýársnóttin
eftir Indriða Einarsson í leikstjórn Indriða Waage. Sýningin var sýnd 28 sinnum fyrir samtals 16.600 áhorfendur.