Morgunblaðið - 23.04.2020, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 23.04.2020, Blaðsíða 68
af öllum sumarvörum og 20% af öllum vörum í apríl ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is Mánudaga - Sunnudaga 12-18 Frí heimsending Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU FYRIR ÞÁ SEM VERSLA FYRIR 5.000 EÐA MEIRA WWW.ILVA.IS GILDIR Í VEFVERSLUN Í APRÍL 25%Sparadu- LIONI garðstóll. Ýmsir litir. 16.900 kr. Nú 12.675 kr. Kvikmynd Hlyns Pálmasonar, Hvítur, hvítur dagur, hefur vakið athygli í Banda- ríkjunum en myndin var frumsýnd þar í landi um nýliðna helgi í svokölluðu sýndar- bíói. Dreifingaraðili myndarinnar á í sam- starfi við fjölda kvik- myndahúsa í Banda- ríkjunum með svo- kallað „virtual cinema“ eða sýndar- bíó sem þýðir að hægt er að kaupa myndina á netinu í gegnum hvert og eitt kvikmyndahús og fær hvert kvik- myndahús þá helming kaupverðsins. Hefur myndin hlotið jákvæða dóma víða, m.a. í Variety, New York Tim- es, Los Angeles Times og Washington Post og er hún nú í 11. sæti yfir bestu kvikmyndir ársins á vefnum meta- critic sem tekur saman gagnrýni hinna ýmsu miðla. Kvikmynd Hlyns í sýndarbíói vestra FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 114. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfuknattleik, segir til skoðunar hafa verið að lands- liðið fengi vináttuleiki síðsumars til að undirbúa sig fyrir næstu leiki í undankeppni EM sem eiga að fara fram í nóvember. Kórónuveiran og áhrif hennar riðluðu þessum fyrirætlunum og nú er óvíst hvort liðið getur spilað vináttuleiki áður en að mótsleikjunum kemur. Benedikt vonast jafnframt til þess að hægt verði að taka æfingatörn með landsliðinu þótt enn sé of snemmt að slá því föstu. »58 Óvíst hvort hægt verður að spila vináttulandsleiki fyrir mótsleikina ÍÞRÓTTIR MENNING Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Vaxandi hópur fólks á Akureyri og í nágrannasveitarfélögum hefur leitað eftir aðstoð hjá þeim Sigrúnu Stein- arsdóttur og Sunnu Ósk Jakobs- dóttur sem halda úti facebooksíðunni Matargjafir á Akureyri og nágrenni. Um 2.000 manns eru skráðir á síðuna sem hefur verið í gangi frá því í ágúst árið 2014 eða á sjötta ár. Aldrei hafa fleiri leitað eftir aðstoð en einmitt nú. Óskir fyrir páska voru álíka margar og að jafnaði tíðkast fyrir jólin. Sigrún og Sunna segja greinilegt að víða er að harðna á dalnum. Í mars hafi um 120 einstaklingar eða fjölskyldur óskað eftir liðsinni þeirra varðandi matargjafir og hafa aldrei verið fleiri í einum mán- uði. „Við tók- um eftir því þegar leið að páskum að æ fleiri sendu inn beiðni um aðstoð og við reyndum að gera það sem við gátum,“ segja þær. Töluvert er nú um að fólk stundi hlutastarf eða hafi alveg misst atvinnu sína. Mikil óvissa sé ríkjandi í samfélaginu og víða á fólk í verulegum vandræð- um með að ná endum saman. Sigrún og Sunna hafa sjálfar um tíðina fjármagnað verkefnið ásamt þeim sem bjóða þeim ýmist matar- gjafir eða leggja pening inn á reikn- ing sem notaður er til matarkaupa. „Það er hópur fólks í samfélaginu sem gefur af sínu fé og fyrir það kaupum við ýmist gjafakort í mat- vöruverslunum eða mat og færum þeim sem lítið hafa,“ segir þær. Þeir sem aflögufærir eru og vilja leggja málefninu lið geta lagt inn á reikning Matargjafa á Akureyri og nágrenni en númer hans má finna á facebook- síðu hans. Eins er hægt að hafa beint samband við þær stöllur. Leitað hefur verið til fyrirtækja á svæðinu en þær segja undirtekir ekki sérlega jákvæðar og þær hafi gefist upp á að óska eftir aðstoð þar. Undanfarið hafi þó aðeins borið á því að fyrirtæki hafi gefið matvæli, m.a. í tengslum við lokun matsölustaða vegna samkomubanns. Margir nýir bætast við Sigrún og Sunna segja að undan- farnar vikur hafi margir nýir bæst í hóp þeirra sem óska eftir matar- aðstoð. Ungt barnafólk á leigumark- aði sé áberandi í þeim hópi sem og einstæðir ungir karlmenn. „Undan- farið hafa um 60 nýir bæst við hjá okkur og eins er svolítið um að fólk sem áður var á lista sé að koma aftur,“ segja þær. „Staðan hefur á margan hátt snarversnað hjá fólki, það er eflaust stærsta skýringin á þeirri aukningu sem við sjáum núna.“ Þó svo að flestir sem þiggja mat- argjafir séu búsettir á Akureyri neita þær stöllur engum sem til þeirra leita. Þannig hafa þær sent matarpoka til nágrannabyggðarlaga, Siglufjarðar, Sauðárkróks og allt vestur á Blönduós svo dæmi séu tekin. Þakklæti í samfélaginu „Við finnum fyrir miklu þakklæti. Þeir sem þiggja gjafirnar eru afar sælir með það sem þeir fá og oft skiptir það sköpum fyrir rekstur heimilisins að fá smá aukaaðstoð. Eins höfum við fundið að fólk í sam- félaginu, þeir sem eru að hjálpa okk- ur og almennir borgarar í bænum, er ánægt með framtakið. Við erum auð- vitað glaðar yfir því,“ segja þær og bæta við að sér renni blóðið til skyld- unnar. Sjálfar hafi þær í eina tíð ver- ið í þeirri stöðu sem margt fólk sé í nú og þegar þær geti látið eitthvað af hendi rakna til þeirra sem minna mega sín geri þær það með glöðu geði. Morgunblaðið/Margrét Þóra Veita aðstoð Sigrún Steinarsdóttir og Sunna Ósk Jakobsdóttir hafa lengi veitt fólki á Akureyri og nágrenni aðstoð með matargjöfum. Harðnar á dalnum og margir óska eftir aðstoð  2.000 hafa skráð sig á síðuna Matar- gjafir á Akureyri og nágrenni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.