Morgunblaðið - 23.04.2020, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRAlþjóðamál
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2020
BAKSVIÐ
Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Alþjóðlegar efnahagsstofnanir á
borð við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn
og Alþjóðaviðskiptastofnunina hafa
varað við því að samdráttarskeiðið
sem nú er fram undan vegna
kórónuveirufaraldursins verði það
mesta sem heimurinn hefur séð frá
kreppunni miklu, sem hófst þegar
hlutabréfamarkaður í Bandaríkj-
unum hrundi haustið 1929.
Með kauphallarhruninu í októ-
ber 1929 má segja að miklu upp-
gangstímabili á Vesturlöndum, sem
gjarnan var kallað Roaring Twen-
ties, hafi skyndilega lokið. Í kjöl-
farið fylgdi áratugar löng efna-
hagskreppa um allan heim og
afleiðingarnar voru fjölda-
atvinnuleysi og miklar þrengingar.
Kreppan lék lönd misgrátt, hún
var einna lengst og dýpst í Banda-
ríkjunum og Evrópu en hafði
minni áhrif í Japan og Suður-
Ameríku. Kreppan leiddi einnig til
uppgangs fasisma á Ítalíu og
Þýskalandi, þar sem Adolf Hitler
var kjörinn kanslari árið 1933 og
leiddi heiminn í kjölfarið í nýja
heimsstyrjöld.
Hrunið á Wall Street
Verðhrunið í kauphöllinni á Wall
Street í New York árið 1929 varð
eins konar tákn fyrir kreppuna.
Orsakir hrunsins voru einkum að
hægja fór á bandaríska hagkerf-
inu, einangrunarstefna helstu efna-
hagsvelda heims og spenna í Evr-
ópu í kjölfar fyrri
heimsstyrjaldarinnar. Svonefndur
gullfótur, þar sem gengi gjaldmiðla
er miðað við verð á gulli, tengdi
nánast öll ríki heims saman í fast-
gengiskerfi og var stór þáttur í því
að samdráttur bandaríska hagkerf-
isins breiddist hratt út til annarra
hagkerfa.
Sumarið 1929 var greinilega að
hefjast samdráttarskeið í Banda-
ríkjunum, einkaneysla dróst saman
sem aftur leiddi þess að draga tók
úr framleiðslu á ýmsum neysluvör-
um. Á sama tíma myndaðist spá-
kaupmennskubóla á hlutabréfa-
markaði þar sem milljónir venju-
legra Bandaríkjamanna voru
lokkaðir til að kaupa hlutabréf,
einkum í fasteignafélögum, sem
reyndust síðan vera verðlítil eða
verðlaus.
Fimmtudaginn 24. október má
segja að hlutabréfaverð hafi verið í
frjálsu falli þegar verðbréfasalar
kepptust við að reyna að losa sig
við þessi hlutabréf. Var dagurinn
síðar nefndur svarti fimmtudagur-
inn.
Dow Jones-hlutabréfavísitalan
lækkaði um 22,6% á nokkrum
klukkustundum og þúsundir fjár-
festa urðu eignalausar. Alls er talið
að 5-7 milljarðar dala hafi nánast
gufað upp á einum degi. Hrunið
hélt áfram næstu daga, hlutabréfa-
vísitalan lækkaði um 30% í október
og um 50% í nóvember. Og árið
eftir lækkaði vísitalan enn meira.
Svarti fimmtudagurinn hafði
keðjuverkandi áhrif á fjármála-
markaði um allan heim, fyrst í
London. Evrópuríki fengu slæman
skell en bandarískir bankar kröfð-
ust þess að lán sem þeir veittu til
uppbyggingar eftir styrjöldina
yrðu endurgreidd án tafar.
Alþjóðleg krísa
Atburðarásin, sem hófst í kaup-
höllunum, þróaðist fjótlega í al-
þjóðlega efnahagskrísu, þá verstu
sem þekkst hafði fram að þessu.
Iðnframleiðsla í Bandaríkjunum
dróst saman um helming frá 1929
til 1932 og atvinnuleysi jókst úr
3,1% í 24%. Þegar komið var fram
í mars árið 1933 voru um 15 millj-
ónir Bandaríkjamanna á atvinnu-
leysisskrá. Vegna þess hve Banda-
ríkin voru ráðandi efnahagsveldi
höfðu þessir erfiðleikar fljótt áhrif í
öðrum vestrænum ríkjum og ollu
samdrætti og atvinnuleysi, þar á
meðal hér á landi.
Skelfilegt atvinnuleysi
Kreppan á Íslandi birtist ekki í
samdrætti hagkerfisins, raunar
jókst landsframleiðslan á þessu
tímabili, en í sögu landsins er þó
jafnan litið á fjórða áratuginn sem
áratugar óslitið kreppuskeið.
Fyrstu einkenni kreppunnar
birtust árið 1930 þegar verð fór að
lækka á útflutningsvörum, bæði
landbúnaðar- og sjávarafurðum, og
erfitt varð að selja þær, einkum
vegna þess að ríkisstjórnir um all-
an heim reistu tollmúra til að
vernda atvinnuvegi eigin landa. Þá
olli borgarastyrjöldin á Spáni í lok
fjórða áratugarins því að aðal-
saltfiskmarkaður Íslendinga lok-
aðist en allt að 40% af árlegum
fiskútflutningi hafði verið til Spán-
ar fram að því.
En helsta tákn kreppunnar
miklu á Íslandi var þó atvinnuleysi.
Helgi Skúli Kjartansson segir í bók
sinni Ísland á 20. öld að atvinnu-
leysi hafi verið skelfilegt vandamál
allan áratuginn, sem hafi leitt neyð
og örvæntingu yfir fjölda heimila
og það varð í minningunni helsta
einkenni kreppuáranna vegna þess
hve skýrt það stakk í stúf við árin
og áratugina á eftir.
Afturbati hefst
Franklin Delano Roosevelt var
kjörinn forseti Bandaríkjanna í lok
ársins 1932. Árið eftir lagði hann
fram áætlun sem nefnd var New
Deal og var ætlað að örva efnahag-
inn og bregðast við verðhjöðnum,
samdrætti í framleiðslu og atvinnu-
leysi. Áætlunin hafði tvöfalt mark-
mið: Fyrst að örva neyslu og fjár-
festingu en til lengri tíma að koma
á umbótum í bandaríska hagkerf-
inu. Gullfóturinn var aflagður,
bankakerfið endurskipulagt og
ýmsar aðgerðir, sem kenndar voru
við breska hagfræðinginn John
Maynard Keynes, báru árangur.
Eftir 1935 fór bandaríska hagkerfið
að hjarna við þótt enn væru níu
milljónir manna atvinnulausar árið
1939.
Þótt síðari heimsstyrjöldin, sem
stóð frá árinu 1939 til 1945, skildi
stóran hluta Evrópu og Asíu eftir í
rústum batt uppbygging eftir stríð-
ið enda á kreppuna og næstu þrjá
áratugina má segja að hafi verið
samfelldur vöxtur á vinnumarkaði,
í viðskiptum og á hlutabréfamörk-
uðum.
Áratugur kreppunnar miklu
Alþjóðlegar efnahagsstofnanir segja að væntanlegt samdráttarskeið vegna kórónuveirufaraldursins
verði það versta frá því kreppan mikla reið yfir heimsbyggðina Öld liðin frá upphafi kreppunnar
Hlutabréfamarkaðurinn í Bandaríkjunum hrundi árið 1929 og það olli atburðarás sem leiddi til dýpstu
efnahagskreppu sem komið hefur þar í landi og hafði áhrif á fjölda annarra landa um allan heim
KREPPAN MIKLA
Heimildir: Bandaríski seðlabankinn/Ben Bernanke/Bandaríska hagstofan/Britannica/bandarískir fjölmiðlar
„Roaring Twenties“
Bandaríkin verða
efnahagsveldi í kjölfar
fyrri heimsstyrjaldar
Október 1929
Hrun á hlutabréfamarkaði
Um 30milljarðar dala
gufa upp í kauphöllinni
FRÁ UPPGANGI TIL
KREPPU OG STRÍÐS...
Ágúst 1929
Hagvaxtarskeiði lýkur
Nóvember 1930 – ágúst 1931
Svæðisbankar lokast og
áhlaup á banka hefjast
vegna ótta við lausafjárskort
Ágúst 1931 - janúar 1933
Bankakreppan breiðist
út um allt land og til
heimsins alls. Verðhjöðnun
eykst og blæs í
glóðir kreppunnar
Mars 1933
Franklin D. Roosevelt,
nýkjörinn forseti, fyrirskipar
bankafrí og öll bankaviðskipti
eru stöðvuð. Áætluninni
New Deal hleypt af
stokkunum til að
örva efnahagslífið
Mars 1930
Yfir 3,2 milljónir manna
eru án atvinnu. En Herbert
Hoover forseti segist bjartsýnn á
að það versta sé yfirstaðið
r
Afturbati
Markaðshrun
Uppgangur
Nokkur af dýpstu föllum Dow Jones hlutabréfavísitölunnar á einum degi
Svarti
mánudagurinn
19. október 1987
Markaðs-
hrunið
1929
28. okt. 1929
2008
Fjármála-
kreppan
29. sept. 2008
Hryðju-
verkaárásin
2001
17. sept. 2001
Kórónuveiru-
faraldurinn
16. mars 2020
Efnahagssamdrátturinn
Tap ámörkuðum
Avinnuleysi í mánuðum
19341918 (*1913)
Samanburður á matvælaverði (meðalverð í bandarískum borgum)
Kartöflur* lb
Hveiti 5 lb
Brauð* lb
Nautasteik
lb
Egg (12)
Beikon lb
Hrísgrjón* lb
Mjólk
(1/2 gallon)
Í sentum
Banda-
ríkin
1932
0
5
10
15
20
25
30
41403938373635343332313029
Apríl 1933
FDR afnemur
gullfótinn
Júní 1933
Innistæðutrygginga-
stofnun tekur til starfa,
skilið ámilli viðskipta-
og fjárfestingabanka-
starfsemi
(Glass-Steagall lögin)
Nóvember 1936
FDR endurkjörinn
(og aftur árið
1940)
Desember 1941
Bandaríkin taka
þátt í síðari heimsstyrjöld,
framleiðsla stóreykst
og kreppunni miklu
lýkur í raun
LÍFIÐ Í KREPPUNNI...
Apríl 1935
Umfangsmiklum
atvinnuáætlunum
hrundið af stað ogmilljónir
Bandaríkjamanna fengu vinnu.
FDR staðfestir félagsmála-
löggjöf í ágúst 1935
...OG AFLEIÐINGAR
HELSTU ORSAKIR...
Minni einka-
neysla leiddi
til framleiðslu-
samdráttar
Röng
stefna banda
ríska seðla-
bankans
Áhlaup á
banka í Banda-
ríkjunum og
víðar
Gullfótur,
talinn hafa ýtt
undir verð-
hjöðnun
Einangrunar-
sinnuð við-
skiptastefna
Gullfótur
aflagður
Áhrif verka-
lýðsfélaga
jukust
Aukið eftir-
lit með
mörkuðum
Þjóðfélags-
legar umbætur
velferðar-
stefna
Samanburður á hagkerfum
Bretland
1931
Frakkland
1932
Þýskaland
1931
Ítalía
1930
Mesti samdráttur vergrar landsframleiðslu
milli ára í %meðan á kreppunni stóð
-12,9
-4,6
-7,0
-10,1
-4,7
-22,6%
-12,8%
-7,1%
-12,9%
-7,0%
Vísitala
heildsölu-
verðs
Iðnfram-
leiðsla
Vísitala
neyslu-
verðs
Atvinnuleysi **
-47
-33
-14
+25
Keynesian
hagfræði*
*Aukin áhersla á hlutverk ríkisins í hagstjórn
Í %Í %
1937
Nýtt samdráttar-
skeið hefst þegar
hagkerfið virðist
á batavegi
**Þegar mest var
Áætlað yfir tímabilið sem kreppan stóð
0 10 20 30 40 50 60
Innistæðu-
tryggingar
fyrir banka
Umfangs-
mikil
spákaup-
mennska