Morgunblaðið - 23.04.2020, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.04.2020, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2020 Sími 557 8866 | pantanir@kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími7.30-16.30 Er ekki kjörið að grilla um helgina? Úrval af kjöti á grillið – Kíktu við! Berglind Hreiðars, höfundur Veislubókarinnar og matarbloggari á Gotteri.is, dó ekki ráðalaus þegar Hulda dóttir hennar fagnaði þriggja ára afmæli sínu á dögunum. Þar sem ekki var hægt að bjóða gestum heim var öllum hennar nánustu mjúkdýrum boðið í veislu sem var ekkert slor eins og sjá má á þessum myndum. Guðmóðir Berglindar, Betty Crocker, tók þátt í veislunni eins og henni einni er lagið en eins og flestir heimabakarar vita þá er fátt sem frú Crocker gerir ekki betra. Berglind hefur löngum notað Betty Crocker-kökumixin og jafnvel gengið svo langt að setja Royal-búðing saman við blönduna. Hér eru skreytingarnar í fyrirrúmi enda er Hulda litla mikill aðdáandi systr- anna úr Frozen og því var við hæfi að skreytingarnar tækju mið af því. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var veislan til hreinnar fyr- irmyndar eins og Berglindi einni er lagið enda fáir flinkari en hún í að skipuleggja veislur. Ljósmyndir/Berglind Hreiðars Handbók um veisluhald Veislubókin eftir Berglindi er algjör lífsnauðsyn fyrir þá sem hyggja á veisluhald. Hélt veglega bangsaveislu Sprunguterta Svona kökur kallast Fault-line-kökur og njóta mikilla vinsælda. Á íslensku mætti því kalla þær sprungutertur. Deyr ekki ráðalaus Þegar lítil stúlka verður þriggja ára (og það vill svo skemmtilega til að mamma hennar er ókrýndur Íslandsmeistari í veisluhaldi) þá þarf að halda veislu. Alvöru partí Samkomu- bann kemur í veg fyrir veisluhald en land- læknir hefur ekkert sagt um bangsapartí. Ólafsson er nýtt íslenskt gin sem heitir í höfuðið á skáldinu og náttúrufræðingnum Eggerti Ólafssyni sem bar ljós upplýsing- arinnar inn í íslenska torfkofa á 18. öldinni. „Íslensk náttúra, vatnið og jurt- ir eru í lykilhlutverkum í gininu og við vildum heiðra manninn sem fyrstur færði nákvæmar lýs- ingar á þessum miklu auðlindum okkar til bókar,“ segir Arnar Jón Agnarsson, framkvæmdastjóri Ey- land Spirits, sem framleiðir ginið. Arnar segir að ofan á hinn klassíka gingrunn af einiberjum og blómlegu sítrusbragði komi í Ólafsson-gininu ferskir tónar af íslensku fjallagrasi, blóðbergi og birki sem gefur góðan jarðkeim með skemmtilegum og léttum endanótum. „Íslenska vatnið er svo algjört lykilatriði því hátt sýrustig nær fram einstakri mýkt í gininu sem verður fyrir vikið mjög auðdrekk- anlegt, hvort sem það er sett í glas með tónik, í Martini með sítr- ónuberki eða bara eitt og sér með klaka,“ segir Arnar. Ólafsson-gin fæst í Vínbúðum ÁTVR, Fríhöfninni á Keflavík- urflugvelli og á betri veitinga- stöðum borgarinnar. Hráefnið skiptir öllu Íslenska vatnið er lykilatriði því hátt sýrustigi nær fram einstakri mýkt í gininu sem verður fyrir vikið mjög auðdrekkanlegt. Ferskir tónar af fjallagrasi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.