Morgunblaðið - 23.04.2020, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.04.2020, Blaðsíða 48
48 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2020 ✝ ArnheiðurRagnarsdóttir fæddist í Reykjavík 4. september 1960. Hún lést 6. apríl 2020. Foreldrar hennar voru Sig- ríður Erla Jóns- dóttir, f. 12.3. 1933, d. 17.2. 1999 og Ragnar Berg- steins Henrysson, f. 31.3. 1927, d. 9.11. 1987. Systkini Arnheiðar voru Páll Arnar, f. 17.3. 1954, d. 16.10. 1983. Jón Ingi, f. 3.10. 1956, d. 27.6. 2005. Ragnar Sig- urður, f. 27.8. 1958, d. 27.4. 1981. Arnheiður var gift Sig- urþóri Heimi, f. 14.8. 1960, en þau skildu. Börn þeirra eru Sig- ríður Ragna, f. 25.9. 1984, maki Sigurður, f. 6.5. 1982. Börn þeirra eru Ólafur Breki, f. 10.10. 2010 og Embla Dís, f. 20.4. 2016. Sigurþór Arnar, f. 1.12. 1990, Börn hans eru Anton Jökull, f. 12.1. 2017 og Alexander Magnús, f. 20.3. 2019. Guðbjörg Ósk, f. 23.5. 1992. Arnheiður eða Adda eins og hún var alltaf kölluð bjó öll sín uppvaxt- arár við Otrateig í Laugarneshverf- inu. Hún hóf skólagönguna í Laugarnesskóla og hélt þaðan í Laugalækjarskóla. Eftir að Adda lauk skólagöngunni lá leiðin út á vinnumarkaðinn, þar sem hún fór að vinna við bók- hald. Vann hún lengst af á ýms- um bókhaldsskrifstofum auk þess sem hún starfaði mikið sjálfstætt, þar sem hún sá um bókhald fyrir ýmsa aðila. Útför Arnheiðar hefur farið fram í kyrrþey. Elsku mamma mín, ég trúi því ekki að ég fái ekki að knúsa þig aftur eða tala við þig. Ég sakna þín óendanlega mikið og mun ætíð minnast þín og allra góðu minninganna okkar saman. Mér varð hugsað til þess þeg- ar ég var ólétt að ömmustelpunni þinni og hélt að ég væri farin af stað, hugsaði þá með mér að af- mælisdagur hennar yrði 16. apríl en var hún bara að stríða okkur. En núna mun ég minnast þess- arar dagsetningar um ókomna tíð þar sem þetta er dagurinn þegar ég þurfti að kveðja þig í hinsta sinn. Ég hefði kosið að minnast hans á annan hátt, en maður fær ekki alltaf að hafa hlutina eins og maður vill, því miður. Þá væri ég líka ekki að skrifa þetta heldur myndi ég hringja í þig og segja þér hvað ég elska þig rosalega mikið. Núna hugsa ég um allt sem hefði getað orðið, eins og afmælið þitt í september þar sem þú hefð- ir orðið sextug. Ferðina sem við hefðum getað farið saman í til- efni þess. Afmælisveislu dóttur minnar sem þú hefðir komið í núna í apr- íl. Ég gæti haldið endalaust áfram. En á móti er ég svo þakklát fyrir það að þú hafir fengið að upplifa börnin mín og þau þig, mun ávallt deila með þeim minn- ingum um Öddu ömmu sína. Ég kveð þig með sorg í hjarta en jafnframt þakklæti fyrir að hafa auðnast sá heiður að vera dóttir þín. Læt að lokum fylgja hér með það sem fer endalaust í gegnum huga minn á þessum erfiða tíma. Guð, gefðu mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Að lifa einn dag í einu, njóta hvers andartaks fyrir sig, viðurkenna mótlæti sem friðarveg, með því að taka syndugum heimi eins og hann er, eins og Jesús gerði en ekki eins og ég vil hafa hann og treysta því að þú munir færa allt á réttan veg ef ég gef mig undir vilja þinn svo að ég megi vera hæfilega hamingjusamur í þessu lífi og yfirmáta hamingjusamur með þér þegar að eilífðinni kemur. Amen. (Reinhold Niebuhr) Þín að eilífu Ragna. Elsku Adda vinkona er dáin. Fréttin um skyndilegt fráfall hennar kom eins og reiðarslag, svo snöggt og ótímabært. Engin orð geta lýst því sem býr innra með mér núna, tómleiki, sársauki, spurningar, hugsanir, minningar, allt flækist saman og skilur eftir sig holrúm í hjarta mínu. Oft virðast undarleg örlögin og mörg svo ósanngjörn atvikin, á leið um lífsins braut ef lögð er ókleif þraut. Eitt atvik ávallt í huga býr sem aldrei dofnar né burtu flýr, dæmd voru vorsins blóm vægðarlausum dóm. Í gáska enginn að endingu spyr, óvægin sorgin oft knýr þá á dyr. Augu hrópa, enginn segir þá neitt því orð fá engu breytt. Öll skulum trúa og treysta því sá tími komi að enn á ný við getum glöð í lund átt góðan endurfund. Þá fái sérhver er sorgina bar svarið við því til hvers hún var og veitist veröld blíð er varir alla tíð. (Ólafur Þórarinsson) Ég man ekki hvenær við Adda hittumst í fyrsta sinn, hún hefur einfaldlega alla tíð fundist mér við hlið. Hugurinn leiðir mig til æsku- áranna þegar við vorum í tíma- kennslu, fimm eða sex ára gamlar, við bjuggum þá hlið við hlið á Ot- rateignum. Við höfðum engan tíma fyrir tímakennslu, földum skólatöskurnar í ruslageymslunni og leituðum uppi eigin ævintýri. Á Otrateignum lögðum við grunn- inn að ævilangri vináttu. Æsku- árin, unglingsárin, fullorðinsárin alltaf hlið við hlið bundnar tryggðaböndum er við ráfuðum eftir braut lífsins. Ég er svo þakk- lát fyrir þessa djúpu og tryggu vináttu sem umlukti okkur í gleði og sorg. Þó vegalengdin hafi verið mikil á milli okkar var Adda alltaf svo nálægt mér, við töluðum sam- an mörgum sinnum í viku um allt og ekki neitt. Við notuðum öll tækifæri sem gáfust til að hittast, stundum hér í Svíþjóð, stundum á Íslandi og stundum í Kaupmanna- höfn. Adda var alltaf á leiðinni til mín og ég á leiðinni til hennar. Við töluðum um að fara að slaka á og finna stað í sólinni til að vera sam- an þegar við værum tilbúnar að hætta að vinna. Ég sakna yndis- legrar vinkonu, ég sakna að heyra ekki rödd hennar. Það verður ekkert spjall með morgunkaffinu um helgar. Það verður ekkert spjall um allt og ekki neitt eftir vinnu. Ég sakna samverustund- anna sem aldrei verða. Engar fleiri heimsóknir, enginn hittingur í Danmörku og engin samvera í sólinni þegar við hættum að vinna. Elsku vinkona, ég kveð þig með sorg í hjarta. Ég er svo þakklát fyrir öll árin sem við upplifðum saman og allar ljúfu minningarnar sem þú skilur eftir þig sem munu ylja mér um ókomna tíð. Það sem huggar á þessari erfiðu stundu er vitneskjan um að vel verði tekið á móti þér af öllum góðu englunum, foreldrum þínum og bræðrum sem þú misstir á unga aldri. Guð gefi börnunum þínum, sem þú unnir svo heitt, styrk á þessum erfiðu tímum. Lifðu í ljósinu. Ásta Ómarsdóttir. Elsku Adda mín. Það er svo óraunverulegt að skrifa þessi orð um svo hlýja og fallega sál sem kvaddi allt of snemma. Ég man ennþá þegar ég hitti þig fyrst og mér þykir svo vænt um að hafa fengið að kynn- ast þér. Ég kynntist Rögnu þinni þegar við vorum rétt um bílprófsaldur- inn og eyddum við endalausum tíma á rúnti um bæinn og nutum lífsins í botn. Þegar ég svo kom fyrst í heimsókn til þín mættir þú mér af svo mikilli hlýju og um- hyggju og alla tíð síðan hefur þú tekið mér sem þinni eigin dóttur, þú varst boðin og búin að gera allt fyrir mig. Þegar ég svo eignast frum- burðinn minn, óvænta púkann minn, þá varðst þú strax eins og amma fyrir hann og hefur alltaf fylgst vel með honum og allt viljað fyrir hann gera. Mér er sérstak- lega minnisstætt þegar við Ragna vorum að ræða það að okkur lang- aði svo að skella okkur saman á þjóhátíð en ég sá ekki fram á að fá pössun fyrir þá tæplega 2 ára guttann. Þú hélst nú heldur betur ekki að við færum að láta það stoppa okkur og skipaðir mér að koma bara með drenginn og leyfa þér að dekra við hann á meðan, al- gjörlega ómetanlegt. Ég átti erfitt með að þiggja boðið, en þú hlust- aðir ekki á það heldur rakst okkur í að panta okkur miða, þetta yrði ekkert mál og þið tvö mynduð skemmta ykkur svo vel saman, sem þið gerðuð. Ég verð þér ævinlega þakklát því á þessari þjóðhátíð breyttist deitið mitt yfir í alvarlegt sam- band sem hefur gefið mér tvö börn í viðbót, hund, hús og ham- ingjuríkt hjónaband, fyrir utan skemmtunina sem þjóðhátíðin var. Ég er þér svo þakklát fyrir þessa frábæru stelpu sem þú átt, betri vinkonu er ekki hægt að hugsa sér og hún býr yfir sömu hlýju og góðvild og ég fékk að kynnast hjá þér, takk. Það er líka svo dásamlegt að eiga minn- inguna síðan í haust þegar við hittumst í afmæli Rögnu, við skemmtum okkur svo vel, þú varst svo stolt og glöð yfir stelp- unum þínum og við áttum ómet- anleg samtöl þetta kvöld sem ég mun geyma í hjartanu mínu að ei- lífu. Ég kveð þig með þessum fal- lega texta sem snertir hjarta mitt í dag og ég lofa að passa upp á stelpurnar þínar út ævina. Sérhver draumur lifir aðeins eina nótt sérhver alda rís en hnígur jafnan skjótt hverju orði fylgir þögn og þögnin hverfur alltof fljótt. En þó að augnablikið aldrei fylli stund skaltu eiga við það mikilvægan fund því að tár sem þerrað burt aldrei nær að græða grund. Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. Þú veist að tímans köldu fjötra enginn flýr enginn frá hans löngu glímu aftur snýr. Því skaltu fanga þessa stund því fegurðin í henni býr. (Bragi Valdimar) Hvíldu í friði fallegi engill, þín vinkona Jóna Guðrún. Við hjá BDO höfum ráðið til okkar marga góða bókara. Það hefur þó aldrei komið fyrir að við- skiptavinur hringi í okkur og hreinlega bæði okkur um að ráða tiltekna manneskju. Sú var þó raunin með hana Öddu okkar. Samband hennar við viðskiptavini sína einkenndist af miklu meira en eingöngu viðskiptasambandi þeirra. Hún vann hratt og örugg- lega fyrir viðskiptavinina sína, hélt utan um, passaði þá og um- gekkst þá af virðingu, trú- mennsku og ræktarsemi. Á móti sýndu viðskiptavinir henni þá sömu ræktarsemi, vinskap og virðingu og hún sýndi þeim. Þeir pössuðu upp á hana eins og hún passaði þá. Þegar Adda kom til okkar í BDO á síðasta ári varð samband hennar við okkur eins og við hefð- um þekkst í mörg ár. Þannig per- sóna var hún bara. Öllum leið vel í kringum hana, hún var opin og hlý. Við hefðum svo gjarnan viljað þekkja hana mikið lengur og kynnast henni enn betur. Það varð okkur þess vegna mikið áfall þegar hún féll frá, missir sem við höfum ekki al- mennilega áttað okkur á ennþá. Við finnum líka að viðskiptavinir hennar sakna hennar og hafa misst mikið. Fráfall hennar er missir margra og verður skarð hennar vandfyllt. Innilegar sam- úðarkveðjur til fjölskyldunnar vegna fráfalls yndislegu og fallegu Öddu. Megi ljós og hlýhugur umvefja ykkur fjölskylduna og kærleikur- inn ykkur vernda. F.h. samstarfsfélaga hjá BDO, Þorlákur Björnsson. Arnheiður Ragnarsdóttir Nú er elsku mamma mín dáin og þótt hún hafi náð 91 árs aldri er samt erfitt að sjá á eftir henni. Ég deildi mömmu minni með sjö systk- inum auk pabba og ömmu, svo það var alltaf margt um mann- inn á heimilinu og fjörugt. Mamma var heimavinnandi húsmóðir, sem hefur verið full vinna og vel það með svona stórt heimili. Hún var listræn og sem ung kona málaði hún á stramma sem aðrar konur saumuðu í eða á flauel í púða og veggteppi yfir dívana. Hún sótti námskeið, málaði málverk og átti erfitt með að slíta sig frá penslinum svo hún nýtti tímann á nóttunni til að mála á meðan börnin sváfu. „Ég þráði svo að mála, ég bara varð að fá að mála,“ sagði hún mér ein- hverju sinni. Hún hvatti okkur börnin til að skapa og hélt að okkur efnivið, t.d. þegar við sátum við eldhúsborðið að bíða á meðan hún eldaði matinn bauð hún okkur að teikna, leira eða annað og hún vakti athygli okkar á listinni í sjálfri náttúrunni eins og andlitunum í fjöllunum. Á gostímanum ’73- ’74 fluttum við mörgum sinn- um um höfuðborgarsvæðið og það hefur reynt mikið á for- eldra mína, ekki síst fjárhags- lega. Hörður bróðir spurði mömmu af hverju hún færi ekki aftur að mála púða eins og í gamla daga. Þá hugmynd greip hún og málaði og seldi um allt land í mörg ár. Örn bróðir var eitt sinn spurður hvar mamma hans ynni og svaraði hann um hæl: „Mamma, hún vinnur ekki neitt, hún málar bara púða.“ Um tíma bjuggum við í lítilli kjallaraíbúð í Reykjavík og Alda Björnsdóttir ✝ Alda Björns-dóttir fæddist 4. júlí. 1928. Hún lést 18. mars 2020. Útförin fór fram í kyrrþey 28. mars 2020. þennan ískalda vet- ur var hitaveitan oft að fara en mamma hamaðist þá við að baka svo íbúðin hitnaði. Mamma hafði mikla kímnigáfu, sá alltaf hið spaugi- lega í aðstæðunum og hafði stundum á orði að maður yrði að geta hlegið þótt aðstæður væru erfiðar. Hlát- ursköstin hennar voru bráð- smitandi og ekki hægt annað en að skellihlæja með henni. Á Hraunbúðum, þar sem mamma bjó síðustu árin sín, gantaðist hún líka við starfsfólkið sem henni þótti afar vænt um, enda var mjög vel hugsað um hana þar og er ég þeim óendanlega þakklát fyrir. Mamma var hjartahlý kona, með stórt hjarta eins og sagt er og hafði pláss fyrir alla. Hún lagði ríka áherslu á að öllum liði vel og mikilvægi þess að standa sam- an, hjálpa hvert öðru og þeim sem áttu erfitt. Hún var til- finninganæm kona sem mátti ekkert aumt sjá en gat líka tárast við það eitt að sjá eitt- hvað fallegt gerast og átti auð- velt með að samgleðjast öðr- um. Mamma var opin gagnvart fjölbreytileika mannlífsins og gott dæmi um það var þegar eitt barnabarn hennar opin- beraði samkynhneigð sína fyr- ir fjölskyldunni. Þá sagði hún: „Já er það ekki allt í lagi, mér þykir alveg jafn vænt um hann fyrir það.“ Þegar ég tók að mér fósturdóttur sagði hún: „Það er svo gott að geta elskað barn, þótt maður eigi það ekki sjálfur.“ Mömmu þótti vænt um börnin sín og afkomendur og var óspör á að segja okkur það þegar við hittumst. Í sím- tali stuttu áður en hún dó var einmitt það síðasta sem hún sagði við mig: „Mér þykir svo vænt um þig.“ Takk elsku mamma fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Þín Inga Jóna. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Við önnumst alla þætti undirbúnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbús- skiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Ellert Ingason, umsjón sálmaskrár Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Elskulegur bróðir okkar og frændi, PÁLL M. JÓNSSON bóndi, Ástúni, Seyluhreppi, Skagafirði, andaðist á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki fimmtudaginn 16. apríl. Hann verður jarðsunginn í Glaumbæjarkirkju 25. apríl klukkan 14. Jarðarförinni verður útvarpað við kirkjuna og streymt á netinu. Ættingjar þakka starfsfólki á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki sem og vinum hans fyrir alúð og hlýju við umönnun hans. Fjóla F. Jónsdóttir Guðrún Jónsdóttir María Jónsdóttir makar, börn og ættingjar Okkar ástkæra, SVAVA KRISTÍN ALEXANDERSDÓTTIR frá Vestmannaeyjum, lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 19. apríl. Útförin fer fram í kyrrþey mánudaginn 27. apríl. Fjölskyldan þakkar starfsfólki á deild 3N fyrir kærleiksríka umönnun. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Alzheimersamtökin. Gylfi Tryggvason Margrét Rósa Jóhannesdóttir Aldís Tryggvadóttir Vilhjálmur Waage Guðmundur Ási Tryggvason Auður Traustadóttir Sveinn Orri Tryggvason Steinunn Ósk Konráðsdóttir Soffía Vala Tryggvadóttir Vilhjálmur Ólafsson Bylgja Tryggvadóttir ömmubörn og fjölskyldur þeirra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.