Morgunblaðið - 23.04.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2020
Páll Vilhjálmsson dregur uppaðra mynd en þá einfeldn-
ingslegu sem rétttrúnaðurinn
hengir pottlok sitt á:
Löngu fyrir kór-ónuveiruna
var fullljóst að al-
þjóðavæðingin
eyðilagði samfélög.
Mýrarljós fjöl-menningar
taldi fólki trú um að mannréttindi
væru að hlamma sér niður á
hvaða byggða bóli sem er, eink-
um á Vesturlöndum, og heimta
lífskjör og þjónustu fyrir sig og
sína.
Samfélög strituðust við aðmæta meintu kalli tímans og
klifuðu á ímyndinni um hugaða
nýja veröld þar sem öll dýrin í
skóginum væru vinir.
Löngu gleymt var innsæi forn-gríska Aristótelesar að
maðurinn væri pólitískt dýr er
þrifist best með sínum líkum.
Mannréttindi eru einskis virðinema einhver nenni að
verja þau. Þjóðarheimilið sér um
sína, það er frumkrafan.
Farsóttin gerir kröfur á þjóð-ríkið en ekki einhverja langt
í burtu alþjóðastofnun sem ekkert
kann og getur til að verja fólk
fyrir smiti.“
Páll gefur sér svo til gamans aðtrúaðir myndu sennilega
segja að almættið stæði með far-
sóttinni sem kennslustund um
hvaða skipan samfélagsins sé far-
sælust og til að árétta við mann-
fólkið að alþjóðagötur leiða til
glötunar.
Páll Vilhjálmsson
Hljómar sennilega
STAKSTEINAR
Fyrirhugað er að fara í talsverðar
endurbætur á bryggjunni í Flatey á
Breiðafirði í sumar. Reykhólahrepp-
ur og Vegagerðin hafa óskað eftir
tilboðum í verkið og á því að vera
lokið 1. ágúst. Stækka á ferjubryggj-
una um 45 fermetra, reka niður
staura, byggja burðarvirki, klæða
bryggjudekkið og endurnýja
skemmda hluta á bryggjunni. Þá á
að steypa um 30 metra sjóvarnar-
garð í Þorpinu, út frá Stóragarði.
Í Flatey er búið á tveimur bæjum,
en fjöldi fólks dvelur þar í lengri eða
skemmri tíma og eru húsin í Flatey
flest frá blómatíma eyjarinnar í lok
19. aldar og byrjun 20. aldar. Í
nokkur ár hefur Framfarafélag
Flateyjar þrýst á um endurbætur á
bryggjunni, sem heimamenn hafa
jafnvel talið hættulega.
Á vef Reykhólahrepps skrifar
Gunnar Sveinsson athugasemd í síð-
ustu viku þar sem hann fagnar því
að fara á í endurbæturnar. „Við
Flateyingar erum búnir að berjast
fyrir þessu í mörg ár. Löngu er orðið
tímabært að fara í þessar viðgerðir
og endurbætur enda bryggjan bein-
línis hættuleg. Það hriktir og brakar
í bryggjunni allri þegar þetta þunga
skip, Baldur, leggst að og togað er í
springinn,“ skrifar Gunnar.
aij@mbl.is
Bryggjan Heimafólk í Flatey hefur lengi þrýst á um lagfæringar.
Hafnarbætur og sjó-
vörn í Flatey í sumar
„Spár benda til þess að í ágústmánuði
verði um 17.000 manns á atvinnuleys-
isskrá og um 6.000 manns hafi náð
því óæskilega tímamarki að teljast
langtímaatvinnulaus,“ segir í frum-
varpi til fjáraukalaga fyrir yfirstand-
andi ár, sem lagt hefur verið fram
sem hluti af öðrum aðgerðapakka
stjórnvalda vegna kórónuveirunnar.
Fjárveitingar til atvinnuleysis-
tryggingasjóðs verða auknar og
hækkar heildarframlagið á fjárheim-
ildinni vegna atvinnuleysis og fjölg-
unar starfa um 4,2 milljarða króna.
15 þúsund í námi og þjálfun
samhliða atvinnuleit
Í greinargerð kemur fram að óljóst
sé þegar líður á árið hversu margir
þeirra sem nú eru atvinnulausir verði
langtímaatvinnuleysi að bráð en þá
er átt við þá sem hafa verið atvinnu-
lausir lengur en í sex til tólf mánuði.
Ráðast á í átak í náms- og starfs-
úrræðum fyrir atvinnuleitendur og
að því stefnt að sú fjárhæð sem ráð-
stafa á til þessa úrræðis „geti stutt
við og stuðlað að virkri atvinnuleit
með námi og þjálfun um 15.000
manns á árinu, sé miðað við að um
130 þús. kr. séu til ráðstöfunar fyrir
hvern einstakling“, eins og segir í
greinargerð frumvarpsins.
omfr@mbl.is
17 þúsund án atvinnu í ágúst
Spáð er að sex þúsund verði skráðir
langtímaatvinnulausir eftir 3-4 mánuði
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Við störf Í lok mars voru nálægt
38.600 á atvinnuleysisskrá.
SMÁRALIND – KRINGLAN DÚKA.IS
Frí heimsending
í netverslun
Sendum um allt land
Lóan er
komin að
kveða burt...
Lóa lítil 7.500,-
Lóa stór 10.900,-
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/