Morgunblaðið - 23.04.2020, Blaðsíða 6
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR6
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2020
Café
AUSTURSTRÆTI • SKÓLAVÖRÐUSTÍG • LAUGAVEGI • AKUREYRI • VESTMANNAEYJUM
Við gætum fyllsta hreinlætis og fylgjum ráðleggingum
um sóttvarnir í öllum okkar viðskiptum.
Helgi Bjarnason
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
Heimilaðar verða takmarkaðar
heimsóknir aðstandenda til íbúa á
hjúkrunarheimilum eftir 4. maí
næstkomandi. Aðeins einn aðstand-
andi getur komið í heimsókn til
hvers íbúa og þarf að bóka tíma fyrir
fram. Heimsóknabann hefur verið á
hjúkrunarheimilum frá 6. mars.
Anna Birna Jensdóttir, formaður
Samtaka fyrirtækja í velferðarþjón-
ustu og framkvæmdastjóri hjúkr-
unarheimilisins Sóltúns, kynnti
áætlun vinnuhóps sem unnið hefur
að útfærslu á því hvernig hægt er að
aflétta heimsóknabanninu í áföng-
um. Áætlunin er leiðbeinandi fyrir
hjúkrunarheimilin og útfæra þau
reglurnar, eftir aðstæðum á hverju
heimili fyrir sig.
Frekari rýmkun í júní
Um 2.800 íbúar eru á hjúkrunar-
heimilum og búast má við að þús-
undir eða jafnvel tugir þúsunda að-
standenda hafi hug á að heimsækja
fólkið sitt. Því þarf að skipuleggja
heimsóknirnar, að sögn Önnu Birnu.
Áætlunin tekur til tveggja vikna.
Miðað er við að ein heimsókn verði
leyfð til hvers íbúa fyrri vikuna en ef
til vill tvær seinni vikuna. Aðeins
einn gestur getur komið í einu. Þarf
viðkomandi að panta tíma fyrirfram
og verður heimsóknum raðað niður
á ákveðna heimsóknatíma út vikuna.
Starfsfólk tekur á móti gesti og
fylgir honum stystu leið til íbúa og
sömu leið til baka að heimsókn lok-
inni. Vonir eru bundnar við frekari
rýmkun reglna í júní.
Hjúkrunarheimilin kynna út-
færslur sínar á heimasíðum og í
bréfum til íbúa og aðstandenda fyrir
4. maí. „Þótt mikið hafi áunnist í
baráttunni gegn Covid-19 erum við
ekki komin í höfn og sýna þarf ýtr-
ustu varkárni og virða sóttvarna-
ráðstafanir í heimsóknum,“ segir
meðal annars í tilkynningu Sóltúns.
Gestir eru hvattir til að gæta vel
að sóttvörnum. Anna Birna telur að
erfiðast verði fyrir fólk að halda
tveggja metra regluna því íbúar
hjúkrunarheimila vilji gjarnan
halda í hendur gesta sinna. Hún
hvetur fólk til að njóta stundarinnar
saman.
Jafnframt verður opnað fyrir ein-
staklingsmeðferð í iðjuþjálfun og
sjúkraþjálfun og hársnyrtingu og
fótsnyrtingu, með ákveðnum
reglum. Meðal annars má fólk ekki
koma utan úr bæ til að sækja þessa
þjónustu á heimilunum.
Fjöldi eftir landshlutum
Óstaðsett 2 78
Útlönd 1 0
Austurland 8 21
Höfuðborgarsvæði 1.303 550
Suðurnes 77 31
Norðurland vestra 35 4
Norðurland eystra 46 28
Suðurland 177 67
Vestfirðir 94 92
Vesturland 42 27
Smit
Sóttkví
Uppruni smits
Innanlands
Óþekktur
Erlendis
44.468 sýni hafa verið tekin
1.462 einstaklingar hafa náð bata
10 einstaklingar eru látnir
19 eru á sjúkrahúsi 5 á gjör-gæslu
313 eru í einangrun
Fjöldi smita frá 28. febrúar til 20. apríl
Heimild: covid.is
1.785 smit voru staðfest
í gær kl. 13.00
1.785
313
feb.
1.650
1.375
1.100
825
550
275
þeirra sem
hafa greinst
voru í sóttkví
81%
54%
9,7% sýna tekin hjá LSH voru jákvæð og 0,6% sýna tekin hjá ÍE
18.425 hafa lokið sóttkví898 manns eru í sóttkví
Staðfest smit
Virk smit
mars apríl
Mega fá einn gest í fyrstu viku
Varfærin opnun á hjúkrunarheimilum tekur gildi 4. maí Aðeins einn aðstandandi má koma og þarf
að bóka tíma fyrir fram Opnað fyrir sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun og hársnyrtingu með takmörkunum
Afmæliskaka „Maður fær bara tár í augun,“ sagði Víðir Reynisson á blaðamannafundi almannavarna í gær þegar
Anna Birna Jensdóttir afhenti honum köku frá starfsfólki hjúkrunarheimilanna, í tilefni afmælis hans.
Stefnt er að því að fjöldatak-
markanir verði miðaðar við
100 manns í stað 50 við
næsta þrep sem gæti orðið
undir lok maí. Þá verði einnig
sundlaugar og líkamsræktar-
stöðvar opnaðar fyrir al-
menning með vissum tak-
mörkunum og að fjöldi gesta
á kappleikjum og íþróttamót-
um miðist við 100 einstak-
linga.
Kemur þetta fram í minnis-
blaði sóttvarnalæknis til heil-
brigðisráðherra.
Tekið er fram að þessar
ráðstafanir muni þó þurfa að
miðast við stöðu faraldursins
hér á landi. Endanleg ákvörð-
un verður ekki tekin fyrr en
reynsla er komin á þær
breytingar sem taka gildi 4.
maí næstkomandi, það er að
segja undir lok maímánaðar.
Þórólfur Guðnason sótt-
varnalæknir sagði á blaða-
mannafundi almannavarna í
gær að með þessu vildi hann
gefa fólki innsýn í hvað væri
fram undan.
100 manns í
næsta þrepi
AFLÉTTING Í LOK MAÍ
Þeir sem koma hingað til lands frá
útlöndum næstu vikur, og eiga að
vera í sóttkví, verða undir eftirliti.
Þetta kom fram í máli Víðis
Reynissonar og Þórólfs Guðna-
sonar á upplýsingafundi almanna-
varna vegna kórónuveirunnar í
gær.
Heilbrigðisráðherra auglýsti í
gær breyttar reglur um sóttkví, að
tillögu sóttvarnalæknis. Öllum sem
koma til landsins er skylt að fara í
fjórtán daga sóttkví. Gildir þetta
um erlenda ferðamenn, ekki aðeins
um fólk sem búsett er hér á landi
eins og var í fyrri reglum.
Til að framfylgja breyttum
reglum verður tekið upp tímabund-
ið landamæraeftirlit á innri landa-
mærum. Reglurnar koma til fram-
kvæmda á morgun, föstudag, og
falla að óbreyttu úr gildi 15. maí.
Sóttvarnalæknir telur eitt mikil-
vægasta atriðið til að viðhalda góðri
stöðu í baráttunni við kórónuveiru-
faraldurinn hér og koma í veg fyrir
frekari faraldur að tryggja að smit
berist ekki frá öðrum löndum.
Þeir sem hingað koma þurfa að
framvísa alþjóðlegu heilbrigðisvott-
orði og fylla út eyðublað með
ýmsum upplýsingum, meðal annars
um það hvar þeir hyggist taka út
sóttkví. Sagði Víðir að þeir yrðu
undir eftirliti og þau mál væru í
skoðun. Verklag í tengslum við
svona lagað væri til hjá lögreglunni,
svo sem í kringum fólk sem sætir
farbanni og er tilkynningarskylt og
líklegast væri að eitthvað slíkt yrði
notað við eftirlit með fólki í sóttkví.
Hægt er að sækja um undan-
þágur vegna sóttkvíar og geta er-
lendir sérfræðingar sem hingað
koma til að sinna sérstökum verk-
efnum sem dæmi fengið að sæta
sóttkví B með öðru fólki. Þórólfur
segir fólki að hugsa sig tvisvar um
áður en undanþágu er óskað, enda
sé tilgangurinn að hindra að veiran
komist aftur inn í landið.
Tímabundið eftirlit
á innri landamærum
Eftirlit verður haft með þeim sem eiga að vera í sóttkví
Morgunblaðið/Eggert
Flugstöð Ekki verður álagið mikið á lögreglumenn og tollverði sem fram-
fylgja landamæraeftirliti gagnvart ríkjum í Schengen-landamærasamstarfinu.