Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2020, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2020, Síða 36
Kjötbollur og dásamlega bragðgóð pastasósa Einn af mínum uppáhaldsheimilis- réttum er spagettí og finnst öðrum fjölskyldumeðlimum það alltaf jafn gott. Ég breyti gjarnan til og útbý gómsætar kjötbollur, í stað þess að hafa hakk í sósu. Hérna kemur uppskrift að góðum heimilismat, spagettíi með heimagerðri sósu, kjötbollum og síðast en ekki síst heimalöguðum hvítlauksbrauð- bollum. Kjötbollur Fyrir 4 500 g nautahakk ½ tsk. hvítlaukskrydd ½ tsk. salt 1/3 tsk. pipar 2 dl spínat ½ dl steinselja Ritz-kex 2 egg Olía til steikingar Byrjið á því að taka um 20 Ritz-kex og setja í matvinnsluvél. Setjið hakk í skál ásamt eggj- unum og ritz-kexinu og hnoðið vel saman. Saxið spínat og steinselju niður örfínt og blandið saman við hakkið. Kryddið hakkblönduna vel með, salti, pipar og hvítlaukskryddi. Hitið pönnu með olíu og myndið litlar kúlur úr hakkblöndunni og steikið á pönnunni þar til hliðarnar eru farnar að brúnast. Setjið næst kjötbollurnar í eldfast form og inn í ofn á um 200 gráður í um 8-10 mínútur. Pastasósa 1 dós tómatmauk (paste) 10-15 piccolo-tómatar 1 tsk. oreganó 1/3 tsk. salt 2 hvítlauksrif, marin 1/3 tsk. pipar 1 dl vatn 1 dl söxuð basilíka Blandið tómatmauki og vatni saman í pott og hrærið vel. Leyfið suðunni aðeins að koma upp. Saxið niður piccolo-tómata og basilíku mjög smátt og blandið saman við. Kryddið sósuna að vild, sumir vilja mikinn hvítlauk eða pipar, á meðan aðrir vilja hafa sósuna mildari. Ítalskar brauðbollur 450 g hveiti 220 ml volgt vatn 2,5 tsk. þurrger 1 tsk. salt 5 msk. hvítlauksolía Oreganókrydd Smjör Blandið saman volgu vatni og þurr- geri og hrærið blönduna vel saman. Setjið hveiti í skál og blandið ger- blöndunni, saltinu og olíunni vel saman við. Hnoðið deigið vel saman og leyfið því að hefast í um 45 mínútur. Myndið litlar kúlur og setjið á ofn- plötu (bökunarpappír undir). Bræðið smjör og penslið bollurnar með því og stráið oregano kryddi yfir. Bakið bollurnar við 180 gráður í um 13-16 mínútur. 36 MATUR Una í eldhúsinu Una Guðmundsdóttir skellir hér í ítalska veislu fyrir fjölskylduna. Ekki er verra að gera tvöfalda uppskrift og frysta, til þess að eiga þegar góða veðrið kitlar og eldhúsbrask er minna aðlaðandi. 17. JÚLÍ 2020 DV MYNDIR/AÐSENDAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.