Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2020, Síða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2020, Síða 46
46 SPORT 433 17. JÚLÍ 2020 DV ATRIÐI SEM GERA MIG AÐ BETRI FÓTBOLTAMANNI Pablo Punyed, knattspyrnumaður hjá KR, veit hvað þarf til að ná árangri. Hann leggur rækt við hið smáa jafnt sem hið stóra, allt frá því að búa um rúmið sitt daglega og vanda hversdagsverkin, til þess að setja sér ævimarkmið. Pablo fagnaði Íslandsmeistaratitli með KR á síðustu leiktíð. Hann kemur frá El Salvador en hefur spilað á Íslandi frá 2012. MYND/ANTON BRINK Fótaheilsa „Að fyrirbyggja meiðsli byrjar frá jörðinni og leiðir upp. Fæturnir eru mikilvægasta verkfærið, það þarf að nota þá rétt og styrkja þá. Þetta á við um hvaða íþrótt sem er en sér- staklega íþróttir þar sem mikið er hlaupið eins og í fótbolta og körfu- bolta.“ Gerðu litlu hlutina vel „Smáatriðin skipta máli – Hvað sem þú gerir endurspeglar allt sem þú gerir. Ef þig langar að verða betri í að búa um rúmið þitt, reima skóna þína, vaska upp eða skrifa nafnið þitt verður það að venju og endan- lega niðurstaðan verður yfirburðar góð.“ Svefn og endurheimt „Eit t það mikilvægasta í að ná árangri er að vita hvenær spennu- stigið á að vera hátt og hvenær spennustigið á að vera lágt. Á æf- ingum og í keppni á spennustigið að vera hátt. Í hvíld á spennustigið að vera lágt. Svefn á að vera í for- gangi.“ Hugarfar byrjanda „Það er alltaf hægt að halda áfram að þróa sig sem íþrót tamann. Byrjendur eiga það til að vera ein- beit tari heldur en reynslumeiri leikmenn. Hugarfarið að vera ekki hræddur við að prufa nýjungar mun réttlæta mistök vegna þess að þú ert að reyna að verða betri og þá eru meiri líkur á árangri.“ Vertu meðvitaður um sérstöðu þína og leyfðu henni að blómstra „Mikilvægt er að vinna í styrk- leikum sínum. Enginn er eins sem er frábært!“ Lærðu að læra „Þegar þú lærir hvernig á að læra áttarðu þig á því að íþróttir byggj- ast upp á reynslu. Mundu að þetta snýst um það að vera betri í dag en í gær. Þetta snýst um framfarir en ekki fullkomnun.“ Tæknileg færni „Íþróttir eru misjafnar en þær krefj- ast allar einhvers konar tæknilegrar færni. Byrjaðu á að framkvæma æfingarnar áður en þú færð ráð- leggingar til að bæta þig. Eina leiðin til að ná árangri er að gera æfingarnar.“ Ekki vera jákvæð eða neikvæð persóna, vertu aðlögunarhæf „Stundum rignir og stundum skín sólin. Að þekkja aðstæður gerir þér kleift að aðlagast hvaða aðstæðum sem er.“ Lærðu að anda „Andardrát turinn er munurinn á milli kvíða og spennu. Gefðu andardrætti þínum gaum. Hann er lykillinn að hvaða athöfn sem er og við drögum andann mörg þúsund sinnum á dag.“ Hafðu gaman að því sem þú ert að gera „Íþróttir eru keppni en þær eru líka skemmtun. Að kunna að hafa gam- an er nauðsynlegt til að þróast.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.