Fréttablaðið - 09.09.2020, Page 2
Það virðast allir
finna fyrir þessum
aukna áhuga.
Herdís Hallmarsdóttir, formaður
Hundaræktendafélags Íslands
Veður
Hægari vindur og víða léttskýjað í
dag, en dálitlar skúrir SV-lands. Hiti
yfirleitt 5 til 10 stig. Vaxandi sunn-
anátt og fer að rigna á S- og V-landi
í kvöld. SJÁ SÍÐU 16
Gleðilegan fisk
Eliza Reid forsetafrú og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, gæða sér á fiski í Sælkerabúðinni
Bitruhálsi. Smakkið er hluti af markaðsátakinu Fishmas, sem miðar að því að auka vitund fólks um ágæti íslenska fisksins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Faxafeni 11 • Sími 534 0534
Finndu okkur á
Fermingarskraut í úrvali!
■ Myndaveggir
■ Nammibarir
■ Kortakassar
■ Servíettur
■ Borðrenningar
■ Blöðrur (fyrir loft/helíum)
■ Blöðrubogar/lengjur/hringir
(fyrir loft)
■ Súkkulaðiegg í þemalitum
veislunnar
■ Kerti
■ Og margt fleira
■ Veggborðar þar sem hægt er að raða bókstöfum saman
í hvaða orð sem er, t.d. nafn fermingarbarns,
„Ferming“, „Myndaveggur”, „Kort”, „Nammibar”
Vöruúrvalið er að finna á facebook síðu Partýbúðarinnar
SAMFÉLAG „Við höfum fundið fyrir
auknum áhuga og það er greini-
lega að aukast að fólk langi í hund,“
segir Herdís Hallmarsdóttir, for-
maður Hundaræktarfélags Íslands,
en Fréttablaðið hefur undanfarið
fengið fjölda ábendinga um að
hundaskortur ríki hér á landi. „Það
virðast allir finna fyrir þessum
aukna áhuga, bæði er hringt meira
til okkar og spurst fyrir og rækt-
endur tala um aukinn fjölda fyrir-
spurna um hvolpa,“ segir Herdís.
„Vinsælustu tegundirnar sem við
fáum spurningar um þessa dagana
eru þessar „f latnefja tegundir“.
Annars koma oft fyrirspurnir
um labrador, cavalier, miniature
schnauzer, íslenskan fjárhund og
golden retriever,“ bætir hún við.
Á Facebook má f inna f jölda
hópa þar sem fram fer umræða um
hunda, en einnig þar sem fram fer
sala á hundum og hvolpum. Til að
mynda hóparnir Hvolpar til sölu,
þar sem meðlimir eru tæplega tutt-
ugu þúsund og HRFÍ hvolpar til
sölu, sem telur um fjórtán þúsund
meðlimi. Í báðum þessum hópum
má sjá fjölda fyrirspurna um hvolpa
til sölu og væntanleg got, en erfitt
virðist vera að anna eftirspurninni
sem til staðar er.
Samkvæmt upplýsingum frá
Hundaræktarfélagi Íslands voru
nýskráðir hvolpar frá upphafi þessa
árs til síðustu mánaðamóta 643
talsins og fæddust þeir í 140 gotum.
Flestir voru af labrador-kyni, 170
talsins, og því næst miniature
schnauzer, 121 hvolpur.
Herdís segir það ekki endilega
neikvætt að eftirspurn eftir hund-
um og hvolpum sé meiri en fram-
boðið. „Fókus ræktanda á ekki að
vera á það að anna eftirspurn held-
ur á heilbrigði,“ útskýrir hún. „Við
ræktun þarf að gæta að því grund-
vallarmarkmiði að rækta heilbrigða
hunda með gott og dæmigert skap,“
bætir hún við.
Spurð hvort biðlistar séu eftir
hundum segir Herdís að það að fá
sér hund sé ekki eins og að kaupa
sér nýjan hlut. „Þetta er ekki fyrstur
kemur, fyrstu fær, eða eins og að
fara í röð úti í búð,“ segir hún.
„Það er stór ákvörðun að fá sér
hvolp og félagið vill biðla til fólks
sem er í slíkum hugleiðingum að
gefa sér góðan tíma til að kynna
sér þær fjölmörgu tegundir sem til
eru og spyrja sig hvort hundakynið
henti þeim aðstæðum sem viðkom-
andi getur boðið hundinum upp á,“
segir Herdís.
Þá segir hún ræktendur velja vel
heimili fyrir hvern hvolp og því
sé mikilvægt að veita sem mestar
upplýsingar þegar sóst er eftir því
að fá hvolp. „Ræktendur eru að
para saman einstaklinga og hunda
svo því markvissari, upplýstari og
fókuseraðri sem fyrirspurnir ein-
staklinga eru, því líklegri eru þeir
til að vera rétti aðilinn.“
birnadrofn@frettabladid.is
Færri eignast hunda
en vilja vegna skorts
Mikill áhugi er meðal landsmanna á að eignast hund og hefur eftirspurnin
aukist svo mikið að tala má um að hundaskortur sé í landinu. Formaður
Hundaræktarfélagsins segir það vera stóra ákvörðun að eignast hund.
Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktendafélags Íslands, hefur
fundið fyrir auknum áhuga á hundahaldi að undanförnu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
DÓMSMÁL Aðalmeðferð fer fram í
dag í máli Samherja annars vegar,
og Þorsteins Más Baldvinssonar,
forstjóra fyrirtækisins, hins vegar,
gegn Seðlabanka Íslands. Þing-
haldið hefst klukkan 9 í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í máli Samherja,
eftir hádegi hefst svo meðferð í máli
Þorsteins Más gegn bankanum.
Samherji krefst meira en 300
milljóna króna í bætur vegna
aðgerða bankans gegn fyrirtækinu.
Fimmtán milljóna króna stjórn-
valdssekt bankans á Samherja var
felld úr gildi í Hæstarétti árið 2018,
þá hafði sérstakur saksóknari tví-
vegis vísað meintum brotum fyrir-
tækisins á gjaldeyrislögum aftur til
bankans. – ab
Aðalmeðferð í
máli Samherja
Samherjamenn mæta
Seðlabankanum í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í dag.
STJÓRNSÝSLA Fyrirhugað er að gera
breytingar á hlutverki nefndar um
eftirlit með lögreglu, en dómsmála-
ráðherra hefur óskað eftir umsögn-
um um slík áform í samráðsgátt
stjórnvalda.
Þar kemur fram að í fyrirhug-
uðu frumvarpi um breytingar á
lögreglulögum verði leitast við að
gera störf nefndarinnar skilvirkari,
meðal annars með tímafrestum,
bættum aðgangi nefndarinnar að
gögnum og einfaldari leiðum til
að ljúka málum. Þá komi til skoð-
unar að nefndinni verði heimilað
að komast að sjálfstæðri, efnislegri
niðurstöðu í einstökum málum, en
núverandi valdsvið nefndarinnar
gerir ekki ráð fyrir því að nefndin
fjalli efnislega um mál. Hlutverk
hennar er að vísa málum til réttra
yfirvalda og tryggja að þau séu
skráð með fullnægjandi hætti.
Þá er fyrirhugað að starfsemi lög-
regluráðs verði lögfest og ákvæði
um valdbeitingu og meðferð vald-
beitingartækja og skotvopna verði
sett í lögreglulög. – aá
Bæta á eftirlit
með lögreglu
Efla á nefnd um lögreglueftirlit.
Til skoðunar er að nefnd
um eftirlit með lögreglu
verði heimilað að komast að
sjálfstæðri, efnislegri niður-
stöðu í málum.
9 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð