Fréttablaðið - 09.09.2020, Page 32

Fréttablaðið - 09.09.2020, Page 32
Réttilega er horft til landamæranna sem þurfa að vera eins opin og óhætt þykir, svo Ísland ein- angrist ekki efna- hagslega og menn- ingarlega. Þórdís Gylfadóttir, ferðamálaráðherra 05.09.2020 MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is Miðvikudagur 9. september 2020FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL | Í mars og apríl á þessu ári voru aðgerðir stjórnvalda til að draga úr útbreiðslu COVID- 19 skiljanlegar. Um var að ræða nýjan sjúkdóm sem lítið var vitað um. Sjúkrahúsinnlögnum fjölgaði hratt. Réttlætanleg sjón- armið – sem sneru að afkasta- getu heilbrigðiskerfisins – lágu til grundvallar ákvörðunum um samkomubönn og takmörk- unum á atvinnustarfsemi. Núna vitum við meira. Alls hafa 2.150 smit verið staðfest á Íslandi, en eflaust eru þau miklu f leiri þar sem stór hluti þeirra sem smitast af COVID-19 eru einkennalausir. Tíu hafa látist. Dánartíðnin er því í mesta lagi 0,46 prósent, en er þó sennilega lægri þar sem líklegt er að fjöldi einkennalausra hafi aldrei farið í skimun, vegna þess að ekkert amaði að þeim. Þegar aðgerðir stjórnvalda voru hertar á ný síðsumars lágu aðrar ástæður til grundvallar en afkastageta heilbrigðiskerfisins. Þeir sem hafa lagst inn á sjúkra- hús síðan þá eru örfáir. Fjöldi tilfella var nú mælikvarðinn sem horft var til. Þó var einsýnt að tilfellum myndi fjölga þegar skimum jókst. Langtímaafleiðingar COVID- 19 eru eðli málsins samkvæmt lítt þekktar, enda um nýja veiru að ræða. Svo virðist sem lítill hluti þeirra sem veikist glími við eftirköst um langt skeið. Eins og oft er tilfellið með hinar ýmsu veirusýkingar. Þetta á enn þá allt saman eftir að koma í ljós. Samfélagslegar afleiðing- ar stóraukins, langvarandi atvinnuleysis eru hins vegar vel þekktar og þarf ekki að fjölyrða um. Fjöldi rannsókna sýnir að langvarandi atvinnuleysi og fátækt geti dregið mjög úr lífs- líkum fólks. Sú efnahagslægð sem Ísland stefnir nú inn í er ekki vegna skorts á eftirspurn, heldur vegna þess að atvinnu- starfsemi eru enn þá settar miklar skorður. Ísland er ekki eitt á báti í þessum efnum, en stjórnvöld hafa ekki gert neina tilraun til að synda á móti straumnum líkt og Svíar hafa gert með eftirtektarverðum árangri. Í stað þess að fela okkur á bak við sófann heima hjá okkur undir dynjandi skilaboðum um lágmarksmannhelgi, sama hvort hún eru einn eða tveir metrar, þá þarf einfaldlega að setja traust í hendur einstaklinga um að haga sér með ábyrgum hætti. Sá sem mætir á fjöl- mennan viðburð ætti þannig að fresta heimsókninni til ömmu um nokkra daga. Þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma ættu að sama skapi að forðast fjölmenni. Reynsla Nýja-Sjá- lands sýnir að það er ómögulegt að útrýma veirunni þó svo að öllu sé skellt í lás. Á einhverjum tímapunkti þarf bara að taka þetta á kassann. Opnum aftur Þórður Gunnarsson SKOÐUN Kolibri trönur í miklu úrvali, gæða- vara á góðu verðiKolibri penslar Handgerðir þýskir penslar í hæsta gæðaflokki á afar hagstæðu verði Ennþá meira úrval af listavörum WorkPlus Strigar frá kr. 195 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Verkfæralagerinn Listverslun.is Íblöndunarefni fyrir akrýl og olíuliti. Ný sending af strigum Akur fjárfestingar, sem stýrt er af Íslands-sjóðum, færði niður eign sína í rútu-fyrirtækinu Allrahanda/Gray Line um 880 milljónir króna, í núll krónur í fyrra, að því er fram kemur í ársreikningi. Fjárfestingasjóðurinn, sem er einkum í eigu lífeyrissjóða, keypti rútufyrirtækið árið 2015. Það ár var 49 prósenta hlutur bókfærður á 1,4 milljarða króna. Allrahanda/Gray Line tapaði 404 millj- ónum árið 2019 og 517 milljónum árið áður. Eigið fé var 360 milljónir króna við lok síðasta árs. Rútufyrirtækið fór í greiðsluskjól í sumar vegna algers tekjufalls sem rekja má til COVID-19. „Rekstrarhæfi félagsins til fram- tíðar veltur á því hvort tekst að endurskipu- leggja reksturinn,“ segir í ársreikningi þess. Samkeppniseftirlitið samþykkti sam- runa Allrahanda og Reykavík Sightseeing í desember síðastliðnum. Fyrirtækin reka bæði áætlunarakstur til og frá Kefla- víkurflugvelli auk afþreyingarferða og hópferða. – hvj Allrahanda afskrifað um 880 milljónir króna Jóhannes Hauksson, framkvæmdastjóri Akurs.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.