Framblaðið - 01.02.1958, Page 6

Framblaðið - 01.02.1958, Page 6
Fyrsta unglingalið Fram 1916. — Fremsta röð jrá vinstri: Karl Magn- tisson, læknir, Oddgeir Hjartarson, Linneus Ostlund, Sveinn Gunnars- son, sr. Sigurður Lárusson. Miðröð: Þóróljur Karelsson, Tryggvi For- berg, Bolli Thoroddsen. Ajtasta röð: Geir Haukdal, Gústaf Sigurbjarna- son, Osvaldur Knudsen, Eiríkur Jónsson, Kveldúlfur Grönvold. 1915. Nú hafði K.R. látið gera verðlauna- grip og boðið til Reykjavíkurmóts, svo að allt féll í ljúfa löð. Valur tók þátt í þcssu móti og öllum mótum næstu ár. Fram vann úrslitaleikinn við K.It. í hvassviðri (5:4). Leikurinn er okkur minnisstæðastur fyrir það, að við lékum helming fyrra hálfleiks með 9 mönnum og liinn síðara með 10. Fram vann líka Rcykjavíkurmótið. 1916. Fram vann íslandsmótið, en K. R. Reykjavíkurmótið. Margt var sögulegt við þessi mót, sem of langt yrði frá að segja. 1917. íslandsmót og Reykjavíkurmót unn- ust, en félagið tók ekki þátt í haustmóti, er þá var stofnað til. 1918. Fram vann íslandsmót. Þá keppti Víkingur í fyrsta skipti í 1. aldursflokki. K.R. vann Reykjavíkurmót og haustmót. 1919. K.R. vann Islandsmót, en Fram Reykjavíkurmót og haustmót. 1920. Fjórða mótið, Víkingsmótið, bættist við og var fyrsta mótið á sumrinu. Fram vann 3 mót, en Víkingur sigraði á íslands- móti. Valur keppti ekki í meistaraflokki þetta ár né tvö hin næstu. Vestmannaeyingar kepptu í haustmóti. Þá sigraði Fram með 16:0 í 3 leikjum (5:0, 5:0, 6:0). 1921. Fram sigraði í öllum 4 mótum. í Reykjavíkurmóti K.R. með 10:0, sem var mesti sigur félagsins í meistaraflokki þangað til síðastliðið sumar. Verðlaunagrip haust- mótsins vann félagið til eignar með því að sigra 3 ár í röð. Féll það mót þá niður, og urðu mótin 3 næstu ár. 1922. Öll 3 mótin unnin. 1923. Sigur í íslandsmóti. 192J/.. Ekkert mót unnið. Víkingur sigraði í íslandsmóti í framlengdum kappleik við Fram. 1925. Fram vann íslandsmót. 1926. Fram og K.R. urðu jöfn að stigum í íslandsmótinu, en Iv.R. sigraði, þegar fé- lögin kepptu aftur. Nú verða þáttaskil í sögu félagsins, og verða þessar endurminningar ekki raktar lengra. Á árunum 1911—26 varð Fram hlutskarp- ast í 8 Islandsmótum, auk þess sem félagið bar sigur af K.R. þau 2 ár, sem ekkert félag bauð sig fram til að keppa við það á Islands- móti. Vann Reykjavíkurmót 6 sinnum, Vík- ingsmót þrisvar, haustmót þrisvar. Sigraði í íþróttamótum U.M.F.Í. (1911, 1914), enn- fremur í svonefndum konungskappleik 1921 við úrvalslið úr hinum félögunum. 4 FRAMBLAÐIÐ

x

Framblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framblaðið
https://timarit.is/publication/1467

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.