Framblaðið - 01.02.1958, Page 9

Framblaðið - 01.02.1958, Page 9
Þegar fyrsta 3. flokks mótið var háð í Reykjavík, átti Fram engan unglingaflokk og gat því ekki tekið þátt í mótinu, en þá gat Víkingur, K.R. og Valur (yngri flokkarnir hétu Væringjar) sent flokka á mótið. Ung- lingafélag, er hét Fálkinn, tók einnig þátt í mótinu og varð neðst. Næsta ár tók Fálkinn ekki þátt í mótinu meðal annars vegna þess, að margir liðs- menn frá árinu áður voru of gamlir fyrir 3. flokk og nýliðar engir til að fylla í skarð- ið. Meiri hluti Fálkans ákvað þá að halda hópinn áfram og ganga í Fram og gerðist þetta 1919. Næsta ár tók Fram þátt í vor- móti 3. flokks. Má segja að Fálkarnir hafi myndað kjarnann í yngri flokkunum næstu árin og séu raunverulegir stofnendur yngri deilda félagsins. Saga Fálkans var rakinn í 35 ára afmælisriti félagsins, svo óþarfi er að ræða meira þar um. Sá, sem þetta ritar, átti nokkurn hlut að því, að Fálkarnir gengu í Fram og var af stjórn félagsins fenginn til forstöðu 3. flokks. Honum er því vel kunnugt um alla starfsemi þessi fyrstu ár og gæti sagt frá mörgum erfiðleikum, sem flokkurinn átti við að stríða. Félagar voru í byrjun það fáir, að við borð lá, að oft væri ekki hægt að taka þátt í mót- um, og þurfti nær alltaf að smala leikmönn- um saman, svo fullt lið gæti mætt til leiks. Aftur á móti urðum við ríkir af reynslu og mörg voru mörkin, sem tína þurfti úr neti okkar. Á árunum 1920—’29 voru háð 20 3. ilokksmót og tókum við þátt í 17 þeirra og unnum eitt mót., vormótið 1923. Lík þessu var saga 2. flokks á þessum ár- um. Frá 1917—’30 tók Fram aðeins þátt í 13 af 22 mótum og vann ekkert. Eins og þetta stutta yfirlit ber með sér, var hagur félagsins ekki glæsilegur 1926, þegar 1. flokks liðið lagði upp laupana. Árið 1927 tók 1. flokkur þátt í íslands- mótinu, aðallega til að sýna lit, en ekki var tekið þátt í Reykjavíkurmótinu. Einnig tókst III. jlokkur 1933. Standandi: Ölafur K. Þorvarðsson, Guð- laugur Guðmundsson, Þórir Runólfsson, Kristleifur Guð- mundsson, Svavar Olsen, Samúel M. Ketilsson. A hnján- um: Magnús Kristjánsson, Kristján Jónsson. Sitjandi: Jakob Jónsson, Þorvarður Þorvarðsson Jón Jóhannesson. Sigurð Halldórsson, vantar á myndina. að láta 2. flokk taka þátt í báðum mótum og 3. flokk einnig. Árið 1928 tók 1. flokkur ekki þátt í mót- unum, en lék móti Skotum, með styrktu liði. 2. flokkur tók þátt í Haustmótinu, en 3. flokk- ur í vormótinu. Árin 1927—’28 var félagið að mestu dautt og starfsemi þess engin, enda þótt tekist hefði að reyta saman liðum til að taka þátt í fyrr- nefndum mótum. Menn voru almennt von- litlir að takast mætti að reisa félagið við aft- ur, og þar sem Víkingur var í öldudal á sama tíma, voru margir úr báðum félögunum með bollaleggingar um sameiningu þeirra í eitt félag. Til allra hamingju áttu þessar til- lögur ekki þann hljómgrunn hjá félögum FRAMBLAÐIÐ 7

x

Framblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framblaðið
https://timarit.is/publication/1467

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.