Framblaðið - 01.02.1958, Side 15

Framblaðið - 01.02.1958, Side 15
íslandsmeistarar 19^7. Fremri röð frá vinstri: Sœmundur Gíslason, Karl Guðmundsson, Adam Jóhannsson, Haukur Antonsen, Krist- jdn Olajsson. Aftari röð jrá v.: Þórhallur Einarsson, Hermann Guðmundsson, Ríkharð- ur Jónsson, Valtýr Guðmundsson, Magnús Ágiístsson og Gísli Benjamínsson. til mikillar eflingar bæði íþróttalega og fclags- lega. Þegar rætt er um fyrstu ár handknattleiks innan Fram, þykir hlýða að geta tveggja manna, Þráins Sigurðssonar og Gunnar Niel- sen, sem unnu allra manna mest að hand- knattleiksmálum félagsins. Á þessu tímabili var félagslíf mjög gott. Skemmtikvöld voru fjölmörg og, auk keppnis- ferða, hélt félagið uppi skemmtiferðalögum fyrir félagsmenn, sem heppnuðust ágætlega. Skíðaíþróttin átti miklum vinsældum að fagna innan Fram á árunum 1946—-1950 og stóð félagið fyrir skíðaferðum með góðri þátt- töku. Áhugi fyrir kaupum eða byggingu skíða- skála var mikill. Sérstök skíðanefnd starfaði í félaginu 1948— 1956, en þá var hún lögð niður, þar sem starfsemin hafði engin verið síðustu 2—3 árin. Stærsta og höfuðverkefni félagsins á þessu tímabili var bygging vallar og félagsheimilis. Þessar framkvæmdir hafa verið undirstaða velgengni félagsins síðustu ár. Lögðu félags- menn mikla vinnu og fé í framkvæmdir þess- ar og skal sérstaklega getið Sigurbergs Elís- sonar. Á þessu tímabili eykst starfsemi félagsins hröðum skrefum, ný íþróttagrein er tekin á stefnuskrá félagsins, mótum og flokkum fé- lagsins fjölgar mikið og félagslíf er mun fjöl- breyttara. Nauðsynlegt þótti því 1948 að dreifa störfum félagsins frekar. Eru því stofn- aðar innan félagsins nefndir, sem að miklu leyti fara með sérmálefni hverrar íþrótta- greinar. Þegar vel hefur heppnazt, hafa nefnd- ir þessar létt mikið störf stjórnarinnar. S. R. Síðustu 5 árin Tímabil þetta hefur að mörgu leyti verið félaginu hagstætt félagslega og íþróttalega, en á þessum árum hefur Fram dregizt aftur úr miðað við flest önnur knattspyrnufélög hér í bæ, hvað snertir vallarskilyrði. Árið 1944 var Fram úthlutað svæði í Vatns- geymishæðinni og var á næstu árum fullgerð- ur knattspyrnuvöllur og félagsheimili, sem hefur verið félaginu mikill styrkur. Möguleik- ar til stækkunar á svæði þessu og fjölgunar valla eru engir og hefur það verið höfuðverk- FRAMBLAÐIÐ 13

x

Framblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framblaðið
https://timarit.is/publication/1467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.