Framblaðið - 01.02.1958, Side 33

Framblaðið - 01.02.1958, Side 33
veltur bannaðar hér í Reykjavík. Urðum við þá að halda þær í næsta nágrenni bæjarins, s. s. að Þormóðsstöðum og Álafossi. En þetta lék allt í lyndi, þar eð félagslyndið og sam- heldnin var svo góð. Áhugi félagsmanna á þessu tímabili var alveg gífurlegur. Þú ert formaður, þegar Fram, fyrst íþrótta- félaga, hefur byggingu sína á félagsheimili og knattspyrnuvelli. Hvað var þess valdandi, að félagið réðist í þessar stórframkvæmdir? Ollum er ljós sú nauðsyn, sem grózkufullu íþróttafélagi er á tryggum samastað fyrir starfsemi sína. Fram hafði tekizt að safna nokkrum sjóði, vegna sérstakra aðstæðna í skemmtanalífi höfuðstaðarins. Þegar svo áhugi Sigurbergs Elíssonar og Lúðvíks Þorgeirssonar kom þessu fé til viðbótar, reyndist nokkuð auðvelt að hrinda þessu mikilvæga máli í framkvæmd. Hvað vildir þú segja við félagsmenn að Iokum? Ég óska félaginu allra heilla á þessum tímamótum þess, og vænti að það verði sigur- sælt í framtíðinni. En þó umfram allt, að innan þess megi jafnan ríkja heilbrigt félags- líf og hollur félagsandi. J. Þ. III. jlokkur 1930. Fremsta röð frá vinstri: Guðjón Theo- dórsson, Indriði Halldórsson, Þórður Jónsson. Miðröð: Páll Sigurðsson, Ivar Sigurbjörnsson, Bragi Magnússon. Ajtasta röð: Einar Sigurbjömsson, Guðmundur Guð- mundsson, llögni Agústsson, Guðmundur Gíslason, Ski'di Bjömsson. Grasvellir eru höfuð- nauðsyn... Þegar litið er yfir sögu Fram tímabilið 1940—1952, er engum vafa undirorpið, að Sæmuudur Gíslason er sá knattspyrnumaður, sem drýgstan þátt á í velgengni félagsins á leikvelli þessi ár. Blaðið fór því þess á leit við hann, að hann svaraði nokkrum spurningum varðandi knatt- spyrnuferil sinn og knattspyrnuna í Fram um- rætt tímabil. Hvenær og hvernig hófust afskipti þín af Fram? Ég er af Njálsgötunni og því alinn upp undir handleiðslu Guðmundar Halldórssonar og Lúðvíks Þorgeirssonar. Við strákarnir á Njálsgötunni höfðum með okkur félag, sem nefndist Vonin. Leikmenn yngri flokka Fram voru margir úr þessu strákafélagi. Skipuðum við Njálsgötustrákar og strákar úr Pólunum oftast meginuppistöðu Fram á þessum tíma. Ég byrjaði keppni 1934 í 3. flokki og var þá markvörður. Aldrei líkaði mér sú staða, enda kom það ekki af góðu, að ég byrjaði mark- vörzlu. Þetta ár þjáðist ég af vöðvabólgu og gat ekki beitt öðrum fæti. Þótti ég því sjálf- sagður í mark og losnaði ekki þaðan, fyrr en eftir 3 ár, að ég gekk upp úr 3. flokki. Hvenær byrjar þú að leika með meistara- flokki? Ég lék fyrsta leik minn í meistaraflokki árið 1937, þá sextán ára. Þetta ár lék ég tvo FRAMBLAÐIÐ 31

x

Framblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framblaðið
https://timarit.is/publication/1467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.