Framblaðið - 01.02.1958, Page 40

Framblaðið - 01.02.1958, Page 40
6:2. Leikur þessi var skemmtilegur og vel leikinn af beggja hálfu. Styrkleikamunur á liðunum var ekki eins mikill og mörkin gefa til kynna. Þó var þýzka liðið jafnara og meiri léttleiki yfir leik þeirra. Eftir leikinn sátum við boð knattspyrnusambandsins og var setið þar í góðum fagnaði við söng og ræðuhöld lengi kvölds. Annar kappleikurinn fór fram í Neuwied, fimmtudaginn 20. ágúst. Lékum við þá gegn atvinnuliði úr II. deild. Leikur þessi var frem- ur daufur. Nokkur harka færðist í hann í síðari hálfleik. Töpuðum við þessum leik með 1:2. Þriðja leikinn háðum við í borginni Prum, sem er rétt við belgisku landamærin, og fór hann fram sunnudaginn 23. ágúst. Við lögð- um upp frá Koblenz snemma morguns og komum þangað um miðjan dag. Leikurinn hófst kl. 3 og lékum við nú, eins og í fyrsta leiknum, við úrvalslið frá Efri-Rín. í þessu liði voru flestir sömu leikmenn og í fvrsta leiknum, eða sex. Leikurinn var frá upphafi mjög jafn og spennandi og lauk honum með sigri okkar 3:2. Við glöddumst mjög yfir sigri þessum, þar eð hann var sá fyrsti, er íslenzkir knattspyrnumenn vinna í Þýzkalandi. í Prum var okkur fagnað af sérstæðum hlýhug og innileik, bæði af þeim, er stóðu fyrir móttök- unum og eins af áhorfendum. Eftir leikinn sátum við þar í góðum fagnaði fram á rauða nótt. Til Koblenz komum við svo ekki fyrr, en farið var að lýsa af degi. Meðan dvalizt var í Koblcnz, fórum við í margar mjög skemmtilegar ferðir um hið und- urfagra nágrenni. Einn daginn sigldum við upp Rín til Rúdesheim og til baka. Á leið þessari sáum við hina sögufrægu Loreleikletta. Einnig þótti okkur mikið til um hina æva- gömlu og mikilúðlegu kastala, sem standa meðfram Rín og allir hátt uppi í hlíðunum. Aðra skemmtiferð fórum við til Bad Ems, þangað sem auðkýfingar hvaðanæva úr heim- inum koma, til þess að njóta hins heilnæma loftslags og baða sig í heilsusamlegum laug- um. Kvöld nokkurt var okkur boðið til sýningar á óperettunni „Florentinische Náchte“ í Kob- lenz og var henni þannig fyrir komið, að áhorf- endur sátu á árbakkanum, en leiksviðið flaut úti á ánni. Var sýning þessi mjög nýstárleg fyrir okkur og höfðum við hina mestu skemmt- an af. Föstudaginn 21. ág'úst hafði yfirborgarstjór- inn í Ivoblenz móttöku fyrir okkur í aðal- gistihúsinu. Var boð þetta hið ánægjulegasta. Þriðjudaginn 25. ágúst vorum við kvaddir í Koblenz af stjórn knattspyrnusambands- ins og leystir út með gjöfum. Um kvöldið héldum við síðan til Kölnar, en þar átti síð- asti leikurinn að fara fram daginn eftir. Miðvikudagurinn 26. ágúst rann upp drungalegur og var rigningarsuddi úti. Ekki var laust við að nokkur skjálfti og kvíði væri í leikmönnum, en einkum og sér í lagi farar- stjórunum. Allir vorum við minnugir ófaranna í Diisseldorf og Koblenz 1951, þótt þær ættu sínar sérstöku og skiljanlegu orsakir, sem ekki verða raktar hér. Við slíkar kringumstæður er áreiðanlega létt að vera leikmaður hjá þvi að vera fararstjóri og sitja hjá og horfa á. Liðið, sem við áttum að leika við í Kö!n var úrval áhugamanna úr borginni og frá Mið- Rín. Við höfðum fengið þær fréttir af liði 38 FRAMBLAÐIÐ

x

Framblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framblaðið
https://timarit.is/publication/1467

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.