Framblaðið - 01.02.1958, Síða 47

Framblaðið - 01.02.1958, Síða 47
glæsilega fyrir okkur, því mótherjarnir byrj- uðu með því að setja tvö mörk. En þannig stóð leikurinn í hálfleik. Ekki vantaði að leik- menn okkar væru hvattir til hins ýtrasta í hléinu, en þó ítrekað við þá að gæta fyllstu prúðmennsku gagnvart mótherja og hreyfa í engan stað mót.mælum við dómara. Baráttu- vilji liðsins var hinsvegar sá að eitthvað hlaut að ske. Eftir svarinu þurfti ekki lengi að bíða, því að strax í upphafi seinni hálfleiks hófu Framarar sókn er hélzt út allan hálfleik- inn. Árangurinn varð líka eftir því. Þeir skor- uðu fjögur mörk gegn engu þennan hálfleik. Leiknum lauk því með sigri Fram, fjögur mörk gegn tveim. Leikurinn var frá upphafi mjög spennandi og efalaust sá erfiðasti, sem háður var í ferðinni. Bæði liðin voru með óslökkvandi sigurvilja og var aldrci látið eftir fyrr enn fullreynt var hvort betur hefði. Var þetta í eina skiptið í ferðinni, sem við gátum kvartað yfir framkomu dómara í leik, enda var framkoma hans afsökuð við okkur, af ábyrgum aðilum. Þegar yfir heildina er litið, verður að segja það, að skilningur dómara á knattspyrnulög- unum, sérstaklega hvað viðvíkur tökklun og rangstöðu, er nokkuð á annan veg en hér heima. Fyrra atriðið hafa þeir rýmra, en það síðara nokkuð strangara. Heildarútkoma hinna fimm leikja, er háðir voru í ferðinni, verður því, að Fram gerði 26 mörk gegn níu. Tapaði engum leik. Föstudaginn 10. ágúst var farið árla dags til Hafnar. Þar var skoðaður Dýragarðurinn og Tuborgs-verksmiðjurnar heimsóttar. Síð- an var dagurinn notaður til verzlunarerinda. LFm kvöldið var okkur haldið kveðjusam- sæti. Kom hver ineð sinn „heimilisföður“ og góðgerðir. Þar var og skipzt á gjöfum. Laugardaginn 11. ágúst var haldið heim- leiðis með m.s. „Gullfossi“. Heimferðin var í alla staði hin ánægjulegasta, m. a. var okkur haldið hóf um borð og þökkuð hin ágæta frammistaða leikmanna okkar. J. Þ. Lálnir félagar 1 framhalcli af annál þeim um starf- semi félags vors fram til 1926, sem birt- ist í þessu blaði, vil ég í fám orðum og samkvœmt beiðni ritstjórnarinnar minn- ast nolckurra þeirra félagsmanna, sem á því tímabili „settu svip á“ félagið og knattspyrnuíþróttina hér í bœ, en eru nú látnir. Arreboe Clausen 2. nóv. 1892 — 8. des. 1956 Arreboe var elztur stofnenda félagsins, og cr óhætt að telja hann frumkvöðul þess. Hann var ritari í fyrstu stjórn, en árið eftir formað- ur, og stýrði hann félaginu í nokkur ár með miklum dugnaði og árvekni. Hann hafði verið í K. R. áður en Fram var stofnað, og kunni skil á frumatriðum íþróttarinnar. Arreboe var vinstri bakvörður og öflugasti maður félagsins í vörn meðan hann keppti, en það var síðast 1918. Þó að Arreboe starfaði ekki FIUMBLAÐIÐ 45
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Framblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framblaðið
https://timarit.is/publication/1467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.