Framblaðið - 01.02.1958, Qupperneq 49

Framblaðið - 01.02.1958, Qupperneq 49
svip sinn á knattspyrnuíþróttina hér í bæ og marka djúp spor í sögu félags vors: Kjartan Þorvarðsson og stjúpbróðir hans Arni Dan- íelsson og bræðurnir Gísli, Júlíus og Stefán Pálssynir. Hinn síðastnefndi keppti aldrei, en var oft í stjórn og eitt sinn formaður félags- ins, en hinir fjórir með fremstu leikmönnum þess. Gísli Pálsson var nýorðinn 16 ára, þegar hann keppti á haustmóti 1918. Vorið 1919 varð hann fastur maður í kapplið- inu. Vakti hann strax á fyrsta mótinu mikla athygli. Hann lék vinstra framvörð, og hinn nákvæmi samleikur hans við vinstra útherja, Eirík Jónsson, var með þeim ágætum, að bera þótti af öllu, er áður hafði sézt í því efni. Var hann af þeim sökum valinn í úrvalslið gegn Akademisk Boldklub síðar um sumarið, en vegna forfalla þess leikmanns, sem valinn hafði verið vinstri bakvörður, var Gísli látinn leika á þeim stað. Þá var hann ekki fullra 17 ára. Næsta sumar lék hann innherja, en síðan miðframherja. A þeim stað bar hann af öllum hér í bæ árum saman. Enda þótt allir viðurkenndu yfirburði Gísla Pálssonar á þessum árum, munu margir hafa átt erfitt með að gera sér grein fyrir, í hverju þeir voru fólgnir. Margir voru fljótari en hann á sprettinum, skotharðari á markið og sneggri að stöðva mótherja. En það var eins og Gísla væri í blóð borinn meiri skilningur á eðli knattspyrnunnar og áhrifamikils samleiks. Við nutum lítillar tilsagnar í þá daga, og það var ekki fyrr en síðar, að farið var að kenna að „hlaupa í eyðurnar" á vellinum. En það var þetta, sem Gísli fann af eðlisávísun, og þess vegna var hann alltaf á réttum stað að taka við knettinum og þess vegna tók hann öðrum fram um að leika knettinum þangað, sem mót- herjarnir voru veikastir fyrir. Allar sendingar hans voru hnitmiðaðar, og enda þótt hann skoraði mörg mörk stórglæsilega af löngu færi, voru hin þó fleiri, sem hann stýrði með lagni fram hjá markverðinum. Hann féll ekki í þá freistni, sem mörgum verður, að skjóta þrumu- skoti, sem oft geigar, þegar hægt var að lauma knettinum örugglega í mark. Og því var hann jafnan markahæstur eftir sumarið. Gísli Pálsson var áreiðanlega einn allrabezti knattspyrnumaður, sem hér hefur verið. Hann hætti að leika aðeins 24 ára, um leið og flestir félagar hans, en var þá það langt kominn í námi sínu, að það tók allan hans tíma. Og það sat auðvitað í fyrirrúmi. Karl og Ólaíur Magnússynir Meðal stofnenda félagsins voru tveir synir Magnúsar Ólafssonar ljósmyndara, Pétur og Tryggvi. Pétur var fyrsti formaður félagsins, cn Tryggvi hefur gegnt formennsku lengst allra í félaginu. Hann var yngstur þeirra bræðra, en dó fyrstur 1942, 46 ára gamall. Ég ætla, að enginn hafi leikið lengur en hann fyrir félagið, og að engum manni einum eigi það meira að þakka, þegar miðað er við starf- semi þess fram til 1926. Hans er minnzt í Framblaðinu 1943. Eldri bræðurnir, Olafur ljósmyndari og Karl læknir, gengu síðar í félagið, en þó áður en það fór að taka þátt í kappleikjum. Karl keppti sem hægri útherji á íþróttamótinu 1911 og tvö næstu ár á eftir. Ólafur var erlendis þessi ár við framhaldsnám í iðn sinni. Hann Karl Magnússon Ölafur Magnússon FRAMBLAÐIÐ 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Framblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framblaðið
https://timarit.is/publication/1467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.