Hvöt - 01.02.1950, Page 18

Hvöt - 01.02.1950, Page 18
16 H V Ö T fvrir þau, en ekki nema í hófi. Stiilkur meS fallega liúð og fallegar rauðar varir eiga ekki að nota fegurðarlyf. Þau geta þá ekki lengur heitið fegurðarlyf, því að þau liafa engin fegurðaráhrif, ef þeim er ofaukið. Ólöf Jónsdóltir, Kvennaskólanum: 1. Svar mitt við fyrstu spurningu er hiklausl nei. Ég tel, að til þ ess að góð kennsla geti farið fram í skólum, þurfi hæði samvinna og bróðurþel að eiga sér stað milli nemanda og kennara. f þannig andrúmslofti finnst mér þér- ingar ekki vera heppilegar. Þéringar gera nemandann þvingaðri í viðmóti við kennara sinn. Skoðun margra kennara, sem halda fram rétti þéringa í skólum, er senni- lega sú, að þeim þykir það bera votl um virðingarleysi hjá nemendum, ef þeir þúa kennara sína. Ég held þetta sé rangt. Því alþýðlegar og frjálsmann- legar, sem kennari kemur fram, þeim mun vinsælli er liann af öllum þorra nemenda sinna. Að líkindum hefur notk- un þéringa verið mest, þegar stétta- rígur var áberandi. Hér á Islandi eim- ir lítt eftir af slíkum kenningum, og er það vel farið. Æska landsins er á móti þéringum, og trú mín er sú, að notkun þeirra muni smátt og smátt hverfa úr skólum landsins og þjóðlífinu yfirleitt. 2. Ég tel leikfimiskyldu í framlialds- skólum réttmæta. Skólaahlur nemenda í framhaldsskólum hefur sífellt farið lækkandi ár frá ári. Á þeim árum (þ. e. skólaárunum) þroskast nemand- inn bæði líkamlega og andlega. Yinnan er aðallega við bóknám, og kyrrsetur miklar. Leikfimin, sem er holl og hressi- leg íþrótt, hlýtur að hafa góð áhrif á nemendur, auk ánægjunnar, sem hún veitir mörgum þeirra. 3. í flestum tilfellum finnst mér fara vel á því, að stúlkur noti fegurðarmeðul. Kvenfólk er misjafnlega andlitsfrítt, rétt eins og karlmennirnir, og það getur enginn láð ungri stúlku, þótt liún vilji líta sem bezt út. Með varalit, andlits- kremum og fleiru þess konar er hægt að dylja, eða að minnsta kosti draga úr ýmsum andlitslýtum. Það er þess vegna, en ekki sökum tildurs og tízku, að margar stúlkur nota fegurðarmeðul. Þær finna, sbr. spegilinn og augnatillit karlmanna, að snyrtingin ber í mörg- um tilfellum árangur. Karlmennirnir segja: Við viljum hafa konuna, eins og hún er af guðt gerð. Ja, gott og vel, en freistumsl við ekki til að halda slík ummæli meira í orði en á borði? Sækjast karlmenn yfirleitt meir eftir félagsskap stúlkna, sem nota ekki feg- urðarmeðul, en hinna? Síður en svo. Hvað er með hárvötnin karlmann- anna, rakvötnin og fleira þess háttar? Skyldi ekki vera líkur tilgangur og ár- angur lijá báðum kynjum? Því miður hefur andlitssnyrting kvenna laiið út í öfgar. Þráðmjóar augnabrúnir, þykkt púðurlag o. s. frv. ber ekki fegurðar- smekk kvenna jákvætt vitni. En hæfi- leg notkun fegurðarmeðala er rétlmæt og ber iðulega undraverðan árangur. Tómas B. Sturlaugsson, Gagnfra'ðaskó>la Austurb.: I. Ég held, að ekki sé heppilegt, að kennarar í framhaldsskólum þéri nem- endur sína. Ég er sannfærður um, að þannig verða kvnni kennara og nem-

x

Hvöt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.