Hvöt - 25.04.1950, Page 23

Hvöt - 25.04.1950, Page 23
H V ö T 21 Ingólfur A. Þorkelsson: Ferðasaga Niðurl, Síðasti kafli þessarar feráasögu sagoi frá ferðalaginu til Óslóborgar og. dvöl þar. Hann endaði á koniunni til ÖrStavíkur á Sunnmöre, sem er um það bil miðja vcgu milli Bergen og Þrándheims. Hér birtist síðasti þáttur þessarar frásagnar, og verður farið fljótt yfir sögu. ÖRSTAVÍK Það er margt um manninn á Möre Folkehögskole þetta júlíkvöld. Þátttak- endur mótsins eru ekki færri en 130, flestir Norðmenn og Svíar, 24 Danir, 11 Finnar og 1 Islendingur. Þegar búið er að koma öllum þess- um fjölda fyrir, hefst „ápningsfesten“ (setningarathöfnin) með ræðu Einars Arne skólastjóra. Hann er rúmlega með- almaður á hæð, þrekvaxinn, ennið hátt og mikið, augun hvöss og í skjóli gler- augna; munnsvipurinn ber vott um feikna festu í skapi. Persónuleiki þessa manns er náttúruafl. Þegar þessi töframaður hefur talað, flytur einn fulltrúi frá hverju landi ávarp. Ég kýs að vera síðastur, og stafar það eingöngu af liræðslu, þetta er fyrsta reglulega ræðan, sem ég á að flytja á erlendu máli. Mér líður bölvanlega, enda þótt ég sé undirbúinn. Eftir 15 mín. er nafn mitt nefnt. Stundin er komin. Það er klappað. Ég geng titrandi að ræðupallinum og lít yfir salinn, en róast nokkuð við að sjá samúðina í sjónum viðstaddra. Inger og Arnljot brosa til mín. Hugrekkið vex, og ég lýk ávarpi mínu slysalaust. Þá er þetta mót sett. Virðuleg var at- höfnin, ekki langdregin, og laus við „senmomur Ég geng út í svalt sumarkvöldið, gleypi súrefni og góni á fólkið. Það er ekki sérlega frítt, en myndug- leiki í fari þess. Þegar ég lít yfir þennan hóp, detta mér þrjú orð í liug: Hreysti, táp, gleði. Hér er ekkert næturklúbbafólk á ferð, engir „game“ karlar eða kerlingar, held- ur skandinaviskt kjarnafólk, sem hefur lifað í náinni snertingu við móður nátt- úru. Þegar ég hef virt það fyrir mér um stund, ásamt ilmandi umhverfinu, fer ég fyrir alvöru að hlakka til næstu daga. Um 8-leytið næsta morgun, sunnud. 11. júlí, dengist ég úr draumum mínum og yfir í veruleikann. Klukkutíma síðar

x

Hvöt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.