Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2020, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2020, Page 24
24 FÓKUS 25. SEPTEMBER 2020 DV Uppáhalds breytingar Arnars Gauta Lífsstílsfrömuðurinn Arnar Gauti fer yfir tvær uppáhalds fram- kvæmdirnar sínar. Hann fékk inn- blástur frá bókasafni við hönnun á veitingastað og segir bæjar- stjóra Reykjanesbæjar hrifinn. H önnuðurinn og tísku-sérfræðingurinn Arn-ar Gauti Sverrisson er mættur aftur á skjáinn í glænýjum lífsstílsþætti sem ber heitið Sir Arnar Gauti. Fyrsti þátturinn var sýndur í gærkvöldi á sjónvarpsstöð- inni Hringbraut. Þættirnir verða sýndir á fimmtudögum klukkan 21:30. Í þáttunum mun hann heimsækja falleg og vel hönnuð íslensk heimili og sýnir „fyrir og eftir“ breyt- ingar. Við heyrðum í Arnari Gauta sem sagði okkur frá uppáhalds verkefnum sínum. Hann sagði okkur frá þremur ólíkum framkvæmdum; fyrsti veitingastaður sinnar tegund- ar í Keflavík, verslun í hjarta Kringlunnar og stórbreyting á American Style í fyrsta sinn í mörg ár. n KROLL KRINGLUNNI Arnar Gauti hefur þrifist innan tískuheimsins síðastliðin 30 ár og fylgt Kringlunni frá opnun. Hann segir að staðsetning verslunar- innar hafi ávallt heillað hann, þú sérð hana um leið og þú kemur niður rúllustigann hjá Kaffitári á móti Hagkaupum. „Ragga vinkona mín keypti þessa búð sem var þarna, Kello, og hún átti Kroll á Laugaveginum. Hún fékk mig til að breyta Kello yfir í Kroll. Mér fannst æðislegt að vinna þetta verkefni því þetta er húsnæði sem ég var búinn að horfa á í mörg ár, verðmætasta staðsetningin í Kringlunni að mínu mati,“ segir Arnar Gauti. „Mér fannst rosa gaman að fá að taka verslunina í gegn og við gerðum þetta á fimm dögum. Eins og sést á myndunum þá hentum við allri búðinni. Hún fór bara út á plan og svo kom bara sendiferða- bíll.“ KROLL FYRIR Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.