Fréttablaðið - 09.10.2020, Page 8

Fréttablaðið - 09.10.2020, Page 8
Það skiptir okkur máli að einhver komi og bæti inn í sagna­ andann hérna, hvað svo sem verið er að skrifa um. Hjördís Eyþórsdóttir hótelstýra Whitmer hefur orðið að skotspæni öfgamanna fyrir aðgerðir sínar við að stemma stigu við faraldr­ inum. Svar við fyrirspurninni barst tveimur árum síðar og var beðist velvirðingar á því. Dómstóllinn úrskurðaði að lýðheilsuákvarðanir væru á borði héraðsins. SPÁNN Héraðsdómur Madrídar hefur úrskurðað þær sóttvarnaað- gerðir sem settar voru á borgina og níu nærliggjandi bæi ólöglegar og neitað að staðfesta þær. Sam- kvæmt dómstólnum ganga þær gegn grundvallarréttindum og frelsi borgaranna. Reglurnar voru settar á fyrir síð- ustu helgi vegna fjölgunar COVID- 19 tilfella. Samkvæmt þeim máttu íbúar ekki yfirgefa borgina nema til að sinna vinnu, námi eða til að sækja sér nauðsynlega heilbrigðis- þjónustu. Spánn hefur einhverja hæstu tíðni tilfella í Evrópu, 300 á hverja 100 þúsund íbúa. Í Madrídhéraði, þar sem 4,5 milljónir manns búa, er tíðnin mun hærri, eða 700 á hverja 100 þúsund. Taldi dómstóllinn heilbrigðis- ráðherra landsins ekki hafa til þess bærar heimildir. Lýðheilsumál væru á ábyrgð héraðanna. Eftir úrskurð- inn hefur lögregla í Madríd því enga lagaheimild til að framfylgja aðgerðunum. Héraðsstjórnvöld í Madríd hafa kært aðgerðirnar til landsdómsstóls. – khg Sóttvarnaaðgerðir í Madríd úrskurðaðar ólöglegar Heilbrigðisráðherrann Salvador Illa var gerður afturreka í Madríd. MYND/GETTY VESTURLAND Hótel Egilsen í Stykk- ishólmi býður nú rithöfundi, ljóð- skáldi eða skapandi penna viku- dvöl í nóvember eða desember til að styðja við sagnagerð í landinu. Hjördís Eyþórsdóttir hótelstýra segir þetta hafa verið gert áður og að Egilsen sé bókahótel. Á hótelinu er bókasafn, bókaklúbbur, upplestrar og jafnframt styður hótelið við bókahátíðina Júlíönu sem haldin er í bænum í febrúar. „Rithöfundarnir hafa fengið fría vikudvöl ásamt morgunmat og aðstöðu til að skrifa. Þeir geta jafn- framt fengið innblástur úr þessu gamla og sögufræga húsi,“ segir Hjördís. Húsið var byggt árið 1867 af Agli Egilssyni, þaðan sem það fær nafnið. „Breiðfirsku eyjarnar hafa alltaf veitt innblástur og Stykkis- hólmur er góður staður fyrir rit- störf.“ Hjördís er núna að fara yfir umsóknir og segir að dvölin verði hugsanlega eitthvað öðruvísi en vanalega vegna sóttvarnareglna. Hún segir engar kröfur gerðar um að þeir sem komi til þeirra skrifi sérstaklega um Stykkishólm eða Snæfellsnes. „Við erum opin fyrir öllu. Það skiptir okkur máli að ein- hver komi og bæti inn í sagnaand- ann hérna, hvað svo sem verið er að skrifa um,“ segir hún. „Hér hafa orðið til ljóð, hlutar úr skáldsögum og ýmislegt f leira.“ – khg Pennar fá gistingu Egilsen var byggt árið 1867. REYK JAVÍK Rúmlega tveggja ára fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins um hljóðvegginn við Miklubraut var svarað í skipulags- og samgönguráði í vikunni. Beðist var velvirðingar á að formlegt svar hefði ekki borist við fyrirspurninni en svar skrif- stofu framkvæmda og viðhalds, við sambærilegri fyrirspurn í borgar- ráði, var svarað 2019 og hélt skrif- stofan að hún hefði þar með svarað fyrirspurninni – en svo var ekki. Sjálfstæðisflokkurinn spurði um kostnað borgarinnar en samkvæmt svarinu nemur hann um 90 millj- ónum króna. Kostnaður við for- gangsreinar Strætó var greiddur af Vegagerðinni, kostnaði við göngu- og hjólastíga var skipt til helminga á milli Vegagerðarinnar og borgar- innar en Reykjavíkurborg greiddi að fullu kostnað við hljóðvarnir. Markmið breytinganna er að lækka umferðarhávaða í og við íbúðarhús í Rauðagerði næst Miklubraut. – bb Hundrað milljónir króna í hljóðvegg BANDARÍKIN Sex einstaklingar hafa verið ákærðir fyrir að leggja á ráðin um mannrán á ríkisstjóra Michi gan-fylkis, Demókratanum Gret chen Whitmer. Whitmer hefur orðið skotspónn öfgamanna fyrir viðbrögð sín við að stemma stigu við faraldrinum. Hefur hún mátt þola fjölmargar grófar hótanir um líkamsmeiðingar og jafnvel líf lát undanfarna mánuði. Þegar Whitmer ákvað að setja á útgöngubann í Michigan-fylki í lok mars mótmælti hávær minni- hluti ákvörðuninni harðlega og var ríkisstjóranum meðal annars líkt við Adolf Hitler. Donald Trump Bandaríkjaforseti hellti síðan olíu á þann eld með því að birta færslu á Twitter-reikningi sínum í apríl þar sem hann hvatti íbúa til þess að frelsa Michigan-fylki. Í maímánuði réðst hópur vopn- aðra mótmælanda inn í þinghús Michigan-fylkis, sem staðsett er í borginni Lansing, til þess að mót- mæla aðgerðum yfirvalda. Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, komst á snoðir um ráðabruggið á fyrri hluta ársins í gegnum lokaða Facebook-hópa þar sem einstakl- ingar skipulögðu of beldisfullar aðgerðir til þess að steypa stjórn- endum nokkurra fylkja af stóli. Hinir ákærðu heita Adam Fox, Ty Garbin, Kaleb Franks, Daniel Harris, Brandon Caserta og Barry Croft. Í frétt CNN um málið kemur fram að tveir þeirra, Fox og Croft, hafi lagt á ráðin um að safna saman hópi fólks til þess að berjast gegn ríkisstjórum nokkurra fylkja sem þeir töldu að væru að brjóta stjórn- arskrá Bandaríkjanna með emb- ættisfærslum sínum. Er það ekki síst vegna takmarkana á borgaralegum réttindum, til dæmis með útgöngu- banni íbúa. Í byrjun júní hafi útsendari á vegum FBI farið á fund hópsins þar sem ræddar voru margs konar aðgerðir gegn yfirvöldum. Á fund- inum hafi gestir meðal annars rætt þann möguleika að myrða tiltekna ríkisstjóra, sem kallaðir voru ein- ræðisherrar, eða þá ræna þeim. Þá hafi hópurinn viljað fjölga með- limum og reyna að koma á sam- starfi við vopnaða hópa með sömu hugsjónir. Annar uppljóstrari greindi síðan frá því að einn sexmenninganna, Adam Fox, hefði tveimur vikum síðar fundað með leiðtoga slíks vopnaðs hóps. Á upptöku af sam- tali þeirra kemur fram að Fox hafi viljað fá 200 manna lið vopnaðra manna til þess að hertaka þinghúsið í Lansing og taka þar fjölda fólks í gíslingu, þar á meðal ríkisstjórann Whitmer. Fram kom að Fox hygðist hrinda aðgerðinni í framkvæmd fyrir forsetakosningarnar í nóvem- ber og að hann hygðist skipuleggja réttarhöld yfir Whitmer fyrir land- ráð. Ef þær áætlanir myndu ekki ganga eftir hafði hópurinn í hyggju að ráðast á heimili Whitmer sem og skipuleggja árásir á lögregluþjóna. Undirbúning ur aðgerðanna var hafinn og meðal annars höfðu meðlimir æft vopnaburð í nokkrum ríkjum og reynt að útbúa heimatil- búnar sprengjur. Markmið hópsins var að koma af stað borgarstyrjöld. bjornth@frettabladid.is Sex ákærðir fyrir að undirbúa að ræna ríkisstjóra Michigan Sex einstaklingar hafa verið ákærðir fyrir að leggja á ráðin um að ræna ríkisstjóra Michigan-fylkis, Gret- chen Whitmer. Ástæðan var óánægja með viðbrögð ríkisstjórans við COVID-19 og skerðingar á borgara- legum réttindum. Hugðust sexmenningarnir skipuleggja réttarhöld yfir ríkisstjóranum fyrir landráð. Demókratinn Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, fagnar kosningasigri. Hún hefur fengið yfir sig holskeflu morðhótana fyrir aðgerðir yfirvalda til þess að stemma stigu við útbreiðslu kórónaveirunnar. MYND/EPA REYKJAVÍK Meirihlutinn í Reykja- víkurborg hefur fellt tillögu Sjálf- stæðisf lokksins um að gera við veginn í Heiðmörk. Sjálfstæðis- flokkurinn bað um að hinn torfæri vegur frá Þjóðveginum og að Elliða- vatnsbænum myndi hafa forgang en sá vegarkafli verður seint talinn góður. Meirihlutinn bókaði að ekki væri í gildi deiliskipulag fyrir Heið- merkursvæðið og lega vega kemur ekki fram í gildandi Aðalskipulagi Reykjavíkur. „Samkvæmt vega- lögum skulu vegir vera lagðir í sam- ræmi við staðfestar skipulagsáætl- anir og því er hvorki hægt að hefja veglagningu né hefja undirbúning á veglagningu fyrr en að deiliskipu- lagsvinnu fyrir Rauðhóla lýkur. Ekki er liggur fyrir hvenær það verður. Tillagan er því felld,“ sagði meirihlutinn í bókun sinni. Það þarf því áfram að keyra hægt og varlega til að kíkja í náttúrufegurðina í Heiðmörk. – bb Neita að gera við veginn í Heiðmörk Leiðin að Elliðavatnsbænum er ekki fær öllum bílum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 9 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.