Fréttablaðið - 09.10.2020, Side 22

Fréttablaðið - 09.10.2020, Side 22
Að gefa viðskipta- vinum gjafir skapar persónulegri tengsl. Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Valgeir segir að það að gefa viðskiptavinum gjafir sýni að hugsað sé til þeirra. Ekki gefa bara eitthvað, gefðu frekar hvað sem er. landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Með gjafakorti Landsbankans er ekkert mál að velja rétta jólagjöf fyrir starfsfólkið. Þú ákveður upphæðina og sá sem þiggur velur gjöfina. Þar sem Valgeir rekur lítið fyrirtæki með aðeins fimm starfsmenn og tengslin við viðskiptavini eru oft persónulegri en hjá stórum fyrirtækjum leggur hann mikið upp úr því að gjafirnar sem hann gefur séu gagnlegar og persónulegar. Hann segist alltaf reyna að gefa starfsfólkinu jóla- gjafir og oft gefur hann viðskipta- vinunum gjafir líka. „Ég hef sterkar skoðanir á gjöfum til viðskiptavina. Ég passa mig að gefa ekki of mikið af þeim og gef þær ekki alltaf því ég vil líka leggja pening í aðra góða hluti eins og góð málefni. Ég gef reglulega í slíkt og held mig bara við ákveðin málefni því maður getur ekki styrkt alla þó mann langi. En þegar mig langar til að gefa viðskiptavin- unum gjafir þá reyni ég að kaupa eitthvað sem þeir geta notað og hafa þörf fyrir. Stundum hef ég notað tækifærið og gefið gjöf ef eitthvað sérstakt erí gangi hjá við- skiptavinum svo ég gef ekki bara jólagjafir,“ útskýrir Valgeir. „Ég hef oft gefið eitthvað klass- ískt eins og nammi og ég gaf einu sinni te. Það eru allir að gefa kaffi og það er kannski auðveldara því flestir drekka kaffi, en ég ákvað að gefa te. Að gefa viðskiptavinum gjafir skapar persónulegri tengsl. Það sýnir að maður hugsar til þeirra, að maður lítur ekki bara á þá sem tekjulind. Við erum að lifa saman í þessu samfélagi, hvort sem það er fjölskyldan, vinir eða viðskiptavinir. Ég hitti viðskipta- vini álíka oft ef ekki oftar en vini og ættingja. Það myndast oft mjög persónulegt samband við þá, sér- staklega þegar maður er búinn að vera með sama viðskiptavininn lengi. Ég vel þess vegna oft gjafir út frá hverjum og einum viðskipta- vini. Yfirleitt fá samt allir eins, en þessi jólin er ég kannski með einhverja tvo, þrjá viðskipta- vini í huga þegar ég vel gjöfina og önnur jól er ég með einhverja aðra í huga og gjöfin hittir í mark þar. Auðvitað lendir maður alveg í því þegar maður sendir það sama á 100 manns að sumt fer bara upp í hillu og er ekkert snert og sumt fer í ruslið. En ég reyni að velja eitthvað sem verður notað.“ Valgeir segir að þegar kemur að því að velja jólagjöf fyrir starfs- fólkið hugsi hann líka um nota- gildið og reyni að gefa því eitthvað sem nýtist um jólin. „Mér finnst gaman að gefa þeim eitthvað sem nýtist yfir jólin. Kannski eitthvað sem endar á matarborðinu um jólin eða áramótin. Þá er maður með í matnum inni á heimilinu hjá þeim,“ segir hann og hlær. „Það léttir líka alveg tvímæla- laust undir ef maður gefur þeim hráefni sem getur nýst.“ Þegar Valgrein rifjar upp þær gjafir sem hann hefur fengið að gjöf frá fyrirtækjum þá rifjast upp fyrir honum ein nytsamleg gjöf sem hann saknar að fá í dag. „Það var vegleg dagbók sem ég fékk árlega, þetta var gjöf frá fyrirtæki til fyrirtækis. En slíkar gjafir eru að mestu hættar í dag þegar allt er orðið rafrænt. En ég sakna þess að fá svona dagbók, þó ég sé tæknikarl þá notaði ég hana mjög mikið. En þetta er kannski ekki umhverfisvænasta jólagjöfin í dag þar sem stór hluti af þessum bókum fer örugglega ekki í notkun og umhverfisþátturinn er einmitt sá liður sem við viljum hafa í huga þegar við erum að gefa gjafir.“ 4 KYNNINGARBLAÐ 9 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RFYRIRTÆKJAGJAFIR Hugsar mikið um notagildi gjafanna Valgeir Ólafsson, framkvæmdastjóri hjá Tölvuaðstoð, hefur sterkar skoðanir á fyrirtækjagjöfum. Honum finnst skemmtilegast að gefa persónulega gjöf sem nýtist vel og reynir að vanda valið.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.