Fréttablaðið - 09.10.2020, Page 24

Fréttablaðið - 09.10.2020, Page 24
Gurrí, eins og hún er alltaf kölluð, hefur fengið margar góðar gjafir frá vinnuveit- endum sínum. Sumar hafa verið betri en aðrar en hún segir þær f lestar vera eftirminnilegar. Gurrí svaraði nokkrum spurningum um skemmtilegar jólagjafir frá vinnuveitendum og það stóð ekki á svörum hjá henni. Hefur þú einhvern tíma fengið skrítna jólagjöf frá vinnuveit- anda? Árin 1982-1989 vann ég hjá fyrirtæki sem gaf okkur starfs- mönnum lítinn kringlóttan olíulampa í jólagjöf ein jólin. Sá böggull fylgdi skammrifi að lamp- inn sæti var svo kirfilega merktur fyrirtækinu að mann langaði ekki að punta með honum heima hjá sér. Hefur þú einhvern tíma fengið eftirminnilega og skemmtilega gjöf? Undir aldamót fengum við sem vorum í fullu starfi á Aðal- stöðinni sálugu glæsilegan Montblanc-penna. Mínum penna sem var vínrauður var því miður stolið nokkrum árum seinna og ég sé mikið eftir honum. Sú gjöf er kannski eftirminnileg vegna þess og einnig fyrir þær sakir að ég hefði aldrei tímt að kaupa mér slíkan dýrgrip á þeim lágu launum sem ég var á. Annars hafa jólagjafirnar sem ég hef fengið í gegnum árin frá vinnustöðum mínum verið hver annarri betri og skemmtilegri. Telur þú það hafa einhvern til- gang að gefa starfsfólki gjöf? Já, það er alltaf gott að gleðja starfsfólkið sitt og sýna því að það sé metið. Hvers konar gjöf myndir þú óska þess að fá ef þú mættir velja? Myndi vilja bók, bækur eru besta jólagjöfin. Þegar ég kvartaði sáran við mömmu (í kringum 1980) yfir því að fá bara eitthvað til heimilisins frá henni, reyndar rándýr rafmagnstæki, á meðan ég vildi bara bækur sá hún að sér og gaf mér tvær bækur næstu jól á eftir. Ég beið spenntust eftir að opna girnilega pakkann frá henni ... sem geymdi matreiðslu- bók og Vinnan göfgar manninn. Mamma hlær enn þegar ég rifja þetta upp og segir þetta hafa verið óheppilega tilviljun. Einmitt. Þegar Oddi átti og rak Fróða um tíma fengum við starfsmenn tvær glóðvolgar bækur eftir vinsælustu höfunda landsins í jólagjöf. Það var æði. Jafnvel þótt ég hafi árum saman lesið og skrifað um bækur fyrir Vikuna finnst mér frábært að fá bækur að gjöf. Ég kemst auð- vitað ekki yfir allt þótt ég lesi hratt og alltaf er hægt að skipta ef maður hefur lesið bókina. Ég er þegar byrjuð að háma í mig jóla- bækurnar í ár, þetta er uppáhalds- árstíminn minn. Skiptir máli hvort gjöfin er dýr eða ódýr? Nei, það held ég ekki. Ég hef reyndar síðustu árin fengið fínar steikur og alls konar sælkera- vörur sem telst nú ekki vera ódýrt en mér finnst alltaf gaman að fá gjafir, hvort sem þær eru dýrar eða ódýrar. Ég er orðin 62 ára og held að úr þessu vaxi ég ekki upp úr því að hlakka til að opna pakk- ana á aðfangadagskvöld. Finnst þér fólk metast sín á milli hvaða vinnustaður gefur f lottast? Nei, ég hef ekki orðið vör við það. Ég man samt eftir augna- bliks öfund út í Veru Knútsdóttur, sessunaut minn í Skagastrætó, sem fékk forláta hangikjöt frá vinnustað sínum, utanríkisráðu- neytinu, í jólagjöf. Þá var Össur Skarphéðinsson utanríkisráð- herra. Vinnustaður minn hafði nefnilega það árið gefið öllum hamborgarhrygg sem ég borða ekki. Vera fór að segja mér á leiðinni upp á Skaga að nú væru góð ráð dýr, fjölskylda hennar hefði óvart keypt tvöfaldan skammt af hangikjöti fyrir jólin og svo bættist þetta við, eða gjöfin úr vinnunni. Ég sýndi henni ham- borgarhrygginn og spurði: „Viltu skipta?“ Hún rétti mér hangi- kjötið en þáði ekki hamborgar- hrygginn sem endaði nú samt á góðu heimili. Hangikjötið sem ég fékk óbeint í jólagjöf frá Össuri var snætt á jóladag og bragðaðist sérlega vel. Opnar þú vinnugjöfina á aðfangadag eða þegar þú færð hana af henta? Skömmu eftir af hendingu ef innihaldið er matarkyns og þarf að fara í kæli. Annars ekki fyrr en á aðfangadagskvöld með hinum pökkunum. Hvaða gjafir finnst þér vænst um sem þú færð í jólagjöf? Mér finnst vænt um þær allar. Hvers óskar þú þér í jólagjöf um næstu jól? Eitthvað matarkyns kemur sér alltaf vel svo framarlega sem það er algjörlega laust við hnetur, möndlur, döðlur og rúsínur ... Fékk óbeina gjöf frá ráðherra Guðríður Haraldsdóttir blaðamaður hefur einstaklega gaman af því að fá pakka og er dugleg að halda upp á afmæli. Henni finnst skemmtilegast að fá bækur en hefur fengið mjög óvæntar gjafir. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Gurrí lenti í óvæntu og skemmtilegu atviki í Skaga- strætó en hún býr á Akranesi. FRÉTTABLAÐIÐ/ PJETUR Ég beið spenntust eftir að opna girnilega pakkann frá henni ... Gefðu allskonar, gefðu Gjafakort Kringlunnar er gjöf sem hakar í öll boxin. Þú færð gjafakortið í þjónustuveri okkar eða á kringlan.is. GJAFAKORT 6 KYNNINGARBLAÐ 9 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RFYRIRTÆKJAGJAFIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.